Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 7 Jirmny Savile léttir örkumla hermanni lífið. segi, fari 'það allt . . . Annað hvort láikar fólki við mig og ég er vinsæil, eða því líkar ekki og ég verð að fara aftur niður í námumar. Ég er ekki í feg- urðarsamkeppni. Ef ég er með stórt nef, þó er ég með stórt nef. Mér er hjartanlega sama hvort það snýr í norður, aust- ur, suður eða vestur." Jim segir gjarnan söguna af þvi, þegar lögreglan ætlaði að fara að ónáða hanm á bað- strönd. Hann hafði setið í mestu makindum í félagsskap tveggja fagurra stúikna, þegar allt í einu komu lögregluþjón- ar á spretti, en stönzuðu skyndilega og fóru að skelli- hlæja. Þannig var, að einhver hafði hring.t í lögregluna og sagt 'henni að ljóshærð stúlka væri brj óstahaldaralaus í sól baði á ströndinni. Þetta var á stað, þar sem siðgæðishugmynd irnar eru fremur gamaldags, og lögreglan kom því á fuUri ferð með frakka og teppi til að hylja dömuna. En lögregluþjón amir sprungu auðvitað af hlátri, þegar þeir sáu djörfu dömuna — Jimmy Savile. Jimmy er ókvæntur. Hann býr aleinn í húsinu, sem hann fæddist 'í, en á auk þess litla íbúð í háhýsi í annanri borg. Móður sinni gaf hann íbúð á friðsælum og sódríkum stað við ströndina og þar heldur hún sig ahan lársins hring. Jimmy er annars sjaldnast í íbúðum sínum; hann sefur oftast í hjól hýisinu — við tilfallandi stöðu- mæli. Hann 'hefur ekkert starfs fólk í sinni þjónustu — keyrir sína bíla sjálfur, sér um öl'l sin fjármál sjálfur og annast allar bréfaskriftir. Hann svarar hverju einasta aðdáendabréfi, sem hann fær, og þau geta orðið hátt í þúsund á viku. Hann er í frábærri likams- þjálfun. Hann og faliMifa- stökkshermaður eiga í samein- ingu metið í níu milna (14,4 km) hraðgöngu landgönguliðs- ins og tvisvar á ári dveilst hann um skeið í þjálfunarbúðum hörðustu herdeildar Breta. „Þið ættuð að sjá framan í ný- liðana, þegar ég er á fullri ferð yfir heiðarnar, afturendinn á mér er að hverfa út í buskann og hárið flaksast út 1 loftið og þjálfarinn öskrar á nýliðana: „Þið kallið ykkur harða karl- menn og getið ekki einu sinni náð siðhærðum piötusnúði!" Ég elska þá tMinningu sem því fylgir." 1 fyrra hjólaði hann nær 1500 'km í þágu góðgerðastarf- semi um endilangt Bretland. Ár ið áður gekk hann þessa vega- lengd — 50 km á dag í 30 daga. Þegar hann kom til Evanton í Skotlandi tóku lögreglubilar á móti honum við bæjarmörkin. frskir aðkomupiltar hugðust stofna til slagsmáia við inn- fædda — en vildu ekki byrja fyrr en eftir að Jimmy hefði farið hjá. En hann var ekki á þeim buxunum að láta þá slást og þegar hann þeystist í gegn- um bæinn, fór hann að tala við piltana. Og þeir urðu þá auðvit að að ganga með 'honum til að geta talað við hann. Fljótlega var fjórðungur bæjarbúa kom- inn í hópinn og þá sagði Jimmy að sér væri hálfkalt og stakk upp á því að allir fœru að skokka. Og síðan tók hann á rás — með allt liðið á eftir sér og stefndi upp á hæð í ná- grenninu. Miðja vegu upp hana leit hann við og sá nökkuð, sem helzt liktist stærstu fjölda morðurn sögunnar! Helmingur íbúa bæjarins lá tvist og bast fyrir aftan hann, eins og hrá- viði út um ai'lt, sumir héngu á staurum, aðrir iágu á girðing- um, og allir voru að springa af mæði. Og lögregluþjónarnir stóðu hjá og voru furðu lostn- ir. Rétt áður höfðu þeir átt við að striða yfirvofandi fjölda- slagsmál, en síðan hafði þessi hvirfiivindur farið ’Um bæinn og bæjarbúar höfðu gjörsam lega misst stjóm á sér. Og nú lágu allir örþreyttir og voru með engu móti færir til siags- mála. Jimmy starfar mikið á sjúkra húsum. Hvers vegna sjúkrahús um? Vegna þess, að þar er að finna fólk í vanda og nákvæm- lega ekkert tillit er tekið til stjórnmálaskoðunar, hörunds- litar, félagslegrar stöðu — eða annars þess, sem not- að er til að skipta fólki í filökka eða fylkingar. 1 sjúkra húsum eru allir jafnir, hvort sem er í geðsjúkrahúsum, skurðlækningasj úkrahúsum eða hælum fyrir lamaða og fatlaða. Ef til vill er starf hans í sjúkra'húsunum ekki mikið eða merkilegt að sumra dómi. Stundum keyrir hann fólk á milli deiida í hjölarúmum eða sópar gólf. Mesitum tima ver hann þó til að tala við sjúkl- ingana og gera þeim lífið bæri- legra. Og slíkt starf er ekki hægt að meta á neinn hátt til fjár. Hann hefur hlotið al- menna virðingu fyrir þetta starf sitt og drottningin hefur sæmt hann heiðursmerki sinu. Merkt er lika framiag hans tii ýmiss konar annarrar mann úðar- og góðgerðastarfsemi. Sérgrein hans á því sviði er að stjórna göngum í þágu góð- gerðastarísins — fyrir peninga! Allir þeir, sem taka þátt í göng unni, 'hafa gert samminga við fjársterka aðila, fyrirtæki eða einstaklinga, um ákveðna greiðslu í söfnunarsjóðdnn fyr- ir hvern kílómetra, sem þeir ganga. Og Jimmy er alltaf fremstur í flokki í slikum göng um. Hann er vel lesinm í mörgum fræðigreinum. Áhugi hans á þeim efnum vaknaði, er hann vann í námunum. Hann iaumaði bókum innan á sér niður í nám urnar og las, þegar færi gafist. 1 um tvö ár var hann jaínan aleinn að starfi i miðjum náma göngunum — hann átti að sjá um, að kolavagnarnir færu ekki út af teinumum í bey.gju þar. Á milli komu vagnanna sat hann og las fræðibaskur um stjörnufræði, eðlisfræði, mann- kynssögu, goðafræði og fleira. Dáleiðslu lærði hann og fimm tungumál, sem hann hefur reyndar öilum gleymt aftur, nema frönsku. En hvernig sem á hlutina er litið, finnst mörgum 'hann hafa of hátt kaup — miUjón á mán- uði. Hann er ekki sammála. Auðvitað eru þetta mikiir pen- ingar, segir hann, en þegar lit- ið er á þá staðreynd, að hann er uppi á guilöld fjölmiðlanna og skemmtir á einn eða annan hátt um 40 miUjón manns á viku (17 miiljónir horfa á sjón varpsþáttinn, 15 miUjónir hlusta á útvarpsþættina og nokkrar miUjónir lesa dálkinn í sunnudagsblaðinu), þá virðist honum iþetta vel við hæfi. Hér að framan var sagt, að enginn þekkti með vissu Leynd armál Jimmys, sem vœri lyk- iUinn að veigengni hans. En hann á sér þó sjálfur þrjár kenningar um það, hvert þetta leyndarmál sé. Kenning eitt: „Ég er fulltrúi hins ánægjulega í lífi fólksins, þess létta, Skemmtilega, fal- lega — og gjörsamiega ábyrgð arlausa. Ég er breyting frá skothrið, sársauka, hungri, erf iðleikum, verkföllum og flug- slysum." Kenning tvö: „Ég kem fólki til að hlæja. Eutrapelia heitir það. Ég get ekki sagt skrítlur, get ekki sungið, ekki dansað, en samt hlæja allir að mér.“ Kenning þrjú: „Enginn öf- undar mig. ÖUum finnst þeir vera svoMtið fremri mér. Eng- an langar til að taka mitt sæti, því að ég er svolitið Skritinn, og engum sámar neitt það sem ég segi eða geri.“ Jimmy Savile á framtíðina fyrir sér, á því leikur enginn vafi. Bótog betran Eitt helzta vandamál okkar varöandi viöhald og viðgerðir Volvo bifreiöa er nú leyst. Volvo verksmiöjurnar hafa veitt tveim bifreiöaverk- stæöum rétt til viðgerðarþjónustu viö eigendur bæöi fólks- og vörubifreiða frá Volvo. Eru þá viðurkennd Volvo verkstæöi á stór-Reykjavíkursvæöinu orðin þrjú; - verkstæöi Veltis h.f. aö Suöurlandsbraut 16, DÍESELVERK H.F., HYRJAHÖFÐA 4, REYKJAVÍK, SÍMI: 86250 og BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ KAMBUR, HAFNARBRAUT 10, KÓPAVOGI, SÍMÍ: 43922. Þaö er von okkar aö þessi ráöstöfun stuðli aö aukinni þjónustu, styttri biötíma og meiri hagræöingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.