Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 3
'MORGUNÖLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRiL 1973 3 Ruth Melsteð, Elín Bára Birgrisdóttír og Guðrún Baldursdóttir. Frá altarisgöngunni: — Þessi bikar er hinn nýi sáttmáli í minu bióði, sem fyrir 1 i 1 i 1 i j yður er útheílt . . . ur og fermingarbörn fara með trúarjétninguna. Kórinn syng- ur: Legg þú á djúpið og að því sungnu ganga fermingarbömin upp að altarinu. Síðan hefst sjálf fermingarat höfnin og þau orð og athafnir láta kunnuglega í eyruim, þrátt fyrir tuttugu ára fermingaraf- mæli mitt á þessu ári: — Viltu leitast við af fremsta megni að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífs þíns ? Þessu svarar hvert ferming- arbarn játandi, háitt og skýrt og krýpur við gráturnar. Sr. Jólhann leggur hönd á höfuð barnsins: — AJmáttugur guð, faðir drottins vors, Jesú Krists sem áður hefur tekið þig að sér í heiiagri skirn og gjört þig að eríingja eilífs lífs, hann við- haldi þér í skimarnáð þinni, þér til sáluhjálpar . . . Vertu trúr a'Ut rtil dauðans og guð mun gefa þér lifsins kórónu. Að lokinni þessari athöfn syngur kórinn: Konungur lifs- ins og svo tilkynnir sr. Jó- hann altarisgöngu fyrir ferm- ingarhörn og foreldra þeirra. Allt tekur þetta ærinn tíma og klukkan er að nálgast eitt, þeg- ar fermingarguðsþjónustan er um garð gengin. Bömin ganga fram kirkjugólfið með prestin- um og nú hefur skipt um, eins og frelsarinn sagði á Sínum tima: Þeir síðustu eru nú fyrst- ir. Það er hlaupið niður í kjall- ara, foreldrarnir 'kyssa börnin og taka í höndina á prestinum. Og áður en við er litið eru fermingarbörnin farin, kirkjan er auð og tóm. Svo situr maður þá einn eft- ir. Auðar kirkjur hafa meiri áhrif á mig en séu þær þétt- setnar. Neskirkja er ílestum kirkjum stílhreinni og einfald- ari, að m'ínum dómi. Inn um glugga kirkjuskipsins kasta sér kátir sólangeislar og yfir altarinu er ekki tafla eins og í flestum kirkjum, þar er stór kross. Mig minnir að þarna hafi átt að setja altaristöflu og krossinn verið settur til bráða birgða, kannski það sé mis- minni. En altént er knossinn orðinn kirkjunni svo samgró- inn, að sú tafila mætti vera fag urt verk, sem kæmi í stað þessa einfalda og hreina kross. Og orðs lífsins sem hann á að boða okkur. Svo göngum við út á tröpp- umar. Og síðustu fermingar- börnin eru að renna úr hlaði með ættingjum sinum. Heima bíða veizlurnar, kalda borðið og kransakökurnar, segulbönd in, úrin plötuspilararnir. Óska mætti þessum efnilegu unglingum, sem fermdust þennan dag, að á næstu árum eflist sá ásetningur, sem prest- urinn boðaði þeim í ræðunni,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.