Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 14
14 MQRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRfL 1973 LOKI ÞO I IÐNO: Nr. 1. Þór í vig'ahug', festir Baldur í net, Hildur og Nanna reka upp harmakvein. Nr. 2. Tröllin horfa á Þór koma á vagn inurn sínum um loftin blá með höfrunum beitt fyrir. Nr. 3. Þór lentur í Valhöll á vagninum sínum. Ljósmyndir Mbl. Valdis. Ok myndi lemja hvert bein í honum66 & ^ w Óðinn alfaðir gælir við hraf nana sína. Loki platar Sif og klippir há r hennar, Gerður í hlutverki t veggja hlær líka. Gamanleikrit nm hrekkjalóminn Loka, t>ór og aðra úr Valhallarættinni í Skáldskaparmálum Snorra Eddu heitir þáttur einn: Af smiðum ívaldasona ok Sindra dvergs. Segir þar meðal ann- ars: „Hví er gull kallat haddr Sifjar? Loki Laufeyjarson hafði þat gert til lævísi at klippa hár allt af Sif. En er Þórr varð þess varr, tók hann Loka ok myndi lemja hvert bein í honum, áðr hann svaraði þess, at hann skal fá af Svart- álfum, at þeir skulu gera gulli Sifju hadd þann, er svá skal vaxa sem annat hár.“ Þessi stutti kafli verð- ur Böðvari Guðmundssyni yrk isefni í leikritinu Loki þó, sem Leikfélag Reykjavíkur frum- sýndi um páskana og það er Stefán Baldursson sem leikstýr ir verkinu, sem samið var að beiðni Leikfélagsins, en þetta er fyrsta verkið af mörgum sem Leikfélagið áformar að láta semja um eða úr goðsögunum og fornsögunum. Meginþráður verksins er um fyrrgreint prakkarastrik Loka og ferð hans til Svart- álfanna, en höfundurinn er líka prakkari og leyfir sér því ýmsa útúrdúra í ævintýrinu og að bregða á leik er honum lag- ið. Hárkollur voru ekki til á færiböndum þegar Loki var upp á siitt bezta, en allt er hægt ef hugur fylgir. Böðvar fer, hógvært orðað, dálítið frjálslega með ferð Loka til Svartálfanna og per- sónumar eru ef til vill svoiit- ið breyttar miðað við okkar gömlu góðu víkinga og æðri fyrirmyndir. Loki þó er líka gamanleikur og úr söguspor- inu og af því gerir Böðvar mik ið grín. Æsi og ásynjur gerir hann mjög mannleg og hann læt- ur sig ekki muna um að setja liðið í nútímamynd, ofskapaða eða vanskapaða á vixl svo kryddið fái að njóta sín. Upphaflega átti leikritið að heita Hár og hafrar, en það breyttist í Loki þó og vísast þar með til hrekkja Loka í leik ritinu. Ljóð og söngvar eru í ríkum mæli í Loka þó og þó að Böðvar segist sjálfur aðeins vera lullandi hagmæltur þá má álitalaust bæta einhverjum gír- um við það. I>ess má geta að höfundurinn er cand. mag. i is- lenzkum fræðum, en vetur- langt dvelur hann nú í París. Jónas Tómasson tónskáld hef ur gert lög við ljóð Böðvars, snotur lög eins og Jónas er þekktur fyrir t.d. af plötunum með Heimi félaga sínum úr menntaskóla. Magnús Pálsson hefur gert mjög litrik leiktjöld og frumlega búninga, en leik- urinn fer fram í Valhöll og að sjálfsögðu er einnig flandrað um á ferðalaginu með Loka til Svartálfaheima. Klandrinu lýk ur þó í Valhöll með herlegri veizlu, blóðmörskeppum af stærri sortinni og húllumhæi. Upphaflega var leikritið skrifað fyrir böm, en þegar það mótaðist á sviðinu þótti það ekki siður vera fyrir full- orðna og þvi varð úr að ákveð ið er að sýna það bæði á dag- inn og kvöldin. Á kvöldin fyr ir eldri og unglinga og á dag- inn fyrir þá yngri. Óðinn alfaðir er að sjálf- sögðu mættur til leiks og hluti af hans börnum, Þór og Bald- ur úr hópi ása, ásynjumar sem halda hús í Valhöll, Loki Lauf eyjarson, vitringurinn Kvasir, Brokkur, tröll og álfar og hlutir eru persónugerðir eins og til dæmis smiðjuveggurinn, fýsibelgurinn og eldurinn. Sögu maður tengir þættina og spilari leikur tónlist með söngvum. Eins og fyrr segir hefur Stefán Baldursson haft alla þræðina í sínum höndum, en talsvert hef- ur verið unnið í hópvinnu þar sem allir hafa haft tillögurétt. Kjartan Ragnarsson leik- ur Þór, Ágúst Guðmundsson leikur Loka, Kristín Ólafsdótt ir er sögumaður, Jón Hjairtar- son er Óðinn alfaðir, sem nær ist að mestu á miði úr geit- inni Heiðrúnu, sem endalaust mjólkar miði, enda er Óðinn eins og sagt er, rykaður. Sigurður Karlsson leikur Baldur, Hjalti Rögnvalds- son Kvasi, Guðrún Ásmunds- dóttir Sif, Þórunn Sigurðar- dóttir Nönnu, Valgerður Dan Hildi og Soffía Jakobsdóttir óg Sigríður Eyþórsdóttir leika Gerði konu Freys, en Gerður var af jötnaættum og því dug- ir ekki minna en láta tvær leika hana. Brokk svart- álfakóng leikur Margrét Öi- afsdóttir og spilari er Sigurð- ur Rúnar Jónsson. Þó að þær séu ekki störar dymar á gamla Iðnó, þá er margt hægt að gera í góðu leik húsi og þeir fara létt með það í Iðnó að sýna dyrnar 640 sem eru í Val’höll. Annars er rétt að geta þess að lesa má um söguna af Loka eins og fyrr getur í Skáldskaparmálum Snorra Eddu og í Islendinga- safnaútgáfunni, hefst sagan af smiíðum Ivaldasona á 43. kafla. Það tekur stutta stund fyrír fullorðna að kynna börh- um sagnirnar um Loka Lauf- eyjarson og aðra heimamennf í Valhöll, en þannig ætti fólk að koma til móts við stórhuga framkvæmd leikhússins. -á-j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.