Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.04.1973, Blaðsíða 23
AUUw- l'U M V«KJ f i 'l'lfiA, j AViUi>4ÍUM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1973 Steinunn Sívert- sen — Minning Fædd 24. september 1900. Dúin 8. apríl 1973. Hversu oft höfum við ekki heyrt setninguna, að kona sé „bara húsmóðir". Þetta rifjað ist upp fyrir mér þegar Stein- unn Sívertsen kvaddi þennan heim þ. 8. apríl sl. Kannski átti þessi setning einmitt við um hana. En hvernig rækti hún þá skyldu, að vera „bara húsmóð- ir“? Og hvernig eru þær minn- ingar sem nánustu vandamenn hennar og vinir eiga innra með sér nú, þegar lifsferli hennar er iokið? Þær minningar eru dýrmætar og ef við ættum ekki I þjóðfé- lagi okkar slíkar konur, myndi margt riða til falls. Skyldu- rækni, ábyrgðartilfinning, heil- steypt skapgerð, skilningur og samúð með þeim sem í erfiðleik- um áttu, var uppistaðan í lifs- skoðun hennar og fyrir vini hennar og vandamenn er þetta dýrmætur fjársjóður. Steinunn Sívertsen fæddist að Hofi í Vopnafirði 24. sept. 1900 og voru foreldrar hennar Þórdís Helgadóttir, lektors Hálf dánarsonar og séra Sigurður Sí- vertsen, sem þar var þá prest- ur. Móður sina missti hún aðeins þriggja ára, þ. 28. júlí 1903. Yngri systkini hennar voru tvö, Helgi f. 20. nóv. 1901 og Þór- hildur f. 20. marz 1903. Þetta t Útför eiginmanns míns, PÉTURS GUNNARSSONAR, forstjóra, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 26. þ.m. ki 2 e.h. beim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Þóra Magnúsdóttir. t Sonur minn og bróðir okkar, INGVAR KRISTINSSON, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag miðvikudaginn 25. apríl kl. 13.30. Kristinn Guðjónsson. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Gunnar B. Kristinsson. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, NIKULAS MAGNÚSSON, Langeyrarvegi 2, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 26. april kl. 2 e.h. Bióm vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á hjartavernd. Elísabet Eggertsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát, minningarathöfn og útför, KRISTMANNS JÓHANNSSONAR frá Stykkishólmi. Guðrún Kristmannsdóttir, Ásgeir Ágústsson, Maria Ásgeirsdóttir, Agúst Breiðfjörð, Guðbjörg Elín Ásgeirsdóttir, Ásgeir Páll Ágústsson. t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR S. SIGUROARDÓTTUR, Bergstaðastræti 28 C. Hulda Magnúsdóttir, Sigurður B. Magnússon, Sesselja Ásgeirsdóttir og bamaböm. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og systur, GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR, Selvogsgötu 2, Hafnarfirði, Eyjólfur Kristinsson, Ragnheiður E. Eyjólfsdóttir, Þórunn Eyjólfsdóttir, Eyrún Eyjólfsdóttir, Inga Maria Eyjólfsdóttir, Ólafur Eyjólfsson, Jóhannes S. Magnússon, Guðmundur Andrésson, Jón Alfonsson, Sigurður H. Stefánsson, Guðrún Eyjólfsdóttir, Þórhildur Ólafsdóttir. var þung sorg fyrir föður henn- ar og börnin þrjú. En séra Sigurður hafði ein- stakt hjúalán og til hans réðst ung stúlka Snjólaug Sigurðar- dóttir, sem annaðist heimilið og bömin af stakri alúð og um- hyggju, þar til hún giftist 1910 Þórarni Stefánssyni kennara, sem síðar stofnaði bú að Teigi í Vopnafirði. Voru þetta for- eldrar dr. Sigurðar Þórarinsson ar jarðfræðings og systkina hans. Tíminn leið í áhyggjuleysi og hver dagur færði Steinunni og systkinum hennar, Helga og Þór hildi, ótal yndisstundir og æv- intýri meðan þau bjuggu að Hofi. Æðarvarp var þarna mikið og börnin fengu að njóta þess að fylgjast með varpinu, hlynna að hreiðrum og umgangast fuglana af nærfærni. Þetta var unaðs- heimur. Árið 1911 var séra Sigurður Sívertsen skipaður dósent við guðfræðideild Háskóla íslands, sem þá var nýstofnaður. Þarna urðu snögg umskipti fyrir börn- in. Allt í einu að flytjast til Reykjavíkur, og þó Steinunn væri þá aðeins 10 ára gömul voru viðbrigðin mikil. Steinunn óx upp og. varð fljótt hægri hönd föður síns og ábyrgð artilfinnmgin á yngri systkin- unum gerði vart við sig. En áður en varði syrti að og 26. júní -1914 lézt Þórhildur systir henn- ar, eftir skamma sjúkdómslegu. Þá var Steinunni brugðið, enda systurmissirinn sár, eins og geta má nærri. 1 stað hinnar ungu systur bætt ist nú í heimilið móðir séra Sig- urðar, amma hennar og nafna, Steinunn Þorgrímsdóttir, þá há- öldruð. Skyldustörfin urðu að sjálfsögðu þyngri, en ekki heyrð ist æðruorð frá Steinunni. Hún minntist ömmu sinnar æ síðan af kærleika og hlýju, en hún and- aðist á heimilinu árið 1919 þá níræð. Þegar ég lít til baka og ber saman fyrstu æviár okkar, kem- ur mér í huga orðtakið: Fáir sem faðir, enginn sem móðir. Þótt strangleiki væri mikill í uppeldi þeirra tíma, var ábyrgð- in ólík sem lögð var okkur á herðar, en ég missti föður minn fjögurra ára. Skyldu- og ábyrgðartilfinn- ing Steinunnar var alltaf rikur þáttur i fari hennar, en við sem áttum móður sluppum bet- ur. Steinunn hélt heimili fyrir föð ur sinn og bróður, og þegar hún giftist Gústav A. Jónassyni, full trúa lögreglustjóra 23. nóv. 1929 sagði hún ekki skilið við þá feðga. Þeir voru áfram á heimil- inu þangað til Helgi kvæntist ár ið 1936 Áslaugu Gunnarsdóttur bónda á Selnesi á Skaga. Gústav A. Jónasson var frá- bær gáfumaður, skáld gott, skemmtilegur og ógleymanlegur þeim sem honum kynntust. Ár- ið 1934 var hann settur lög- reglustjóri i Reykjavík þar til i september 1936 að hann var skip aður skrifstofustjóri i dóms- og kirkjumálaráðuneytinu og gegndi hann ráðuneytisstjóra starfinu til dauðadags 14. júlí 1961. Á siðari árum ævi sinnar gekk Gústav ekki heill til skógar, en segja mátti um Steinunni að hún efldist við hverja raun. Faðir Steinunnar prófessor Sig Framh. á bls. 25 íbúð — Hafnartirði 4ra herbergja endaíbúð á 3ju hæð í blokk við Álfa- skeið er til sölu. íbúðin er 106 fermetrar og með bílskúrsrétti. SKÚLI J. PÁLMASON HRL., Sími 12343 og 23338. Jörð óskast Jörð óskast til kaups. Þarf að hafa einhverja lax- eða silungsveiðiaðstöðu. Má vera húsalítil eða húsalaus. Tilboð óskast sent Mbl. merkt: „Jörð — 8180'. Vélritunorskóli Sigríður Þórðurdóttur Ný námskeið hefjast næstu daga. Sími 33292. Húseigendur - Umráðamenn fasteigna Við önnumst samkvæmt tilboðum hvers konar ÞÉTTINGAR A STEINÞÖKUM OG LEKASPRUNGUM í veggjum. Höfum á liðn- um árum annazt verkefni, m. a. fyrir skólabyggingar, sjúkrahús, félagsheimili, hótel, ásamt fyrir hundruð einstaklinga um altt land. Tökum verk hvar sem er á landinu. 10 ára ábyrgðarskír- teini. Skrifið eða hringið eftir upplýsingum. VERKTAKAFÉLAGIÐ TINDUR, sími 40258 — Pósthólf 32 — Kópavogi. Huns og Grétu uuglýsir Ódýrar barnasmekkbuxur. — Urval smábarnafatn- aðar. — Angórapeysur no. 0— -12. Rýmingarsala á ýmsum eldri vörum. HANS OG GRÉTA, Laugavegi 32. Garðahreppur Frú Burnuskólu Gurðuhrepps Fólk, sem flytur í Garðahrepp á þessu ári, er vin- samlegast beðið um að innrita skólaskyld börn sín, 6—12 ára, nú þegar. SKÓLASTJÓRI. Verkamenn óskast nú þegar við timburrökkun og önnur lagerstörf. Uppl. hjá verkstjóra. TIMBURVERZLUHIN VÖLUNDUR H.F. Klapparstíg 1. — Sími 18430. Aðulhindur Stýrimunnu- félugs íslunds verður haldinn að Bárugötu 11 n. k. fimmtudag kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf, breyting á reglum Menningarsjóðs. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.