Morgunblaðið - 25.04.1973, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1973
Eliszabet Ferrars:
Ssfnísriis i dsuriann
ur í sambúðinni við Rakel hafði
gert það að verkum, að hitt var
orðið einna likast draumsýn
truflaðrar sálar. Var það hugs-
anlegt, að hann hefði einu sinni
verið sá, sem hafði sagt eða gert
þetta ofsafengna, sem honum
fannst hann muna, og samtimis
elskað af ástríðu manneskju, sem
hafði gert honum annað eins eða
verra?
Hann vissi fyrir víst, að hann
sjálfur hafði verið slíkur maður,
og hann vissi líka, að milli upp-
þotanna höfðu lika veríð timabil
sætleika sem var jafnvel ennþá
erfiðara að gera sér grein fyrir,
vegna sársaukans, sem endur-
minningin um það olli. En nú
var hann orðinn allt annar mað-
ur. Hann elskaði friðinn. Hann
vildi gjarna vera nokkum veg-
inn viss um, að eftir svo sem
hálftíma mundi hann hvorki
finna til einhverrar himnaríkis-
sælu né helvítisógnar, heldur
mundi hann bara vera að fást
við það, sem hann hafði sett sér
fyrir að gera.
— Gott og vel, gott og vel,
sagði hann hranalega, við
tilhugsunina um Mary, og veif-
aði hendi um leið og hann sagði
þetta. — Mér skjátlaðist í hvi-
vetna — ég hafði alltaf á röngu
að standa — það játa ég fúslega
— já, fúslega.
En i rauninni var hann ekki
aðeins að játa að sér gæti skjátl-
azt. Hann var lika að játa, að
Rakel ætti rétt á því að láta
sér skjátlast, að vild, og án þess
að hann kæmi þar nokkurs stað-
ar nærri. Hann játaði ennfrem-
ur, að úr því hún væri ákveð-
in í að láta sér skjátlast um Bri-
an Burden, þá væri ekk-
ert unnið með neinum afskipt-
um af þvi, annað en sársauki og
missir, sem var helmingi þung-
bærari en það að missa hana,
en það mundi gifting hennar auð
vitað hafa í för með sér.
Jæja, svona var það þá, hugs-
aði hann. Var þetta ekki upp-
gjöf, ef út í það var farið? Var
þetta ekki það að játa uppgjöf-
ina með góðu, og það áður en
hann væri farinn að hugsa eitt
hvað upp, sem gæti hjédpað? En
einmitt á þessu augnabliki, datt
honum í hug, að ekkert gæti ver
ið jafnhressandi og eitt glas ,og
nú var hann einmitt að koma
að kránni, og gekk þar inn.
Það var aðeins einn maður fyr
ir á bamum, þegar Paul kom
þar inn. Hann sat rétt við olíu-
ofninn, en hann var eina upp-
hitunin, sem frú Dunn, húsxnóð-
irin, unni gestum sínum í morg-
unmáiið. Maðurínn leit við um
leið og Paul kom inn, og Paul
sá, að þetta var Creed fulltrúi.
>eir kinkuðu kolli hvor til
annars, en frú Dunn var í miðri
sögunni af þvi, hver hefði myrt
ungfrú Dalziel og hvemig og
hvers vegna, svo að hvor-
ugur þeirra Paul dirfðist
að ávarpa hinn. Hún var risavax
inn kvenmaður með kringlótt
andlit, sem hvíldi ofan á nokkr-
um undirhökum og þær aftur á
láréttum barmi, og hún var vön
að ráða öllum umræðum við gest
ina og þoldi engum að grípa
fram í fyrir sér.
Það lá alveg i augum uppi,
sagði frú Dunn, að annað eins
og þetta gat ekki verið nein til-
viljun. Og það rnundu allir hér
í nágrenninu lika segja
hr. Creed. Þeir vissu allir, hvað
gerzt hafði, og þurfti ekki að
segja þeim það. Sjálf hefði hún
vitað það frá upphafi vega, og
hún vissi líka, hvað hún mundi
gera, fengi hún tækifæri til þess,
af því svona gæti þetta ekki
gengið, að enginn kvenmað-
ur gæti verið óhultur um sig.
Sjálf var hún alis ekki óhult að
þurfa að vera hér ein síns liðs
hálfan daginn, og enginn
svo mikið sem í kallfæri, ef þessi
piltur kæmi og skæri hana á
háls og tæmdi skúffuna. Því að
auðvitað var það hann, og all-
ir hefðu búizt við þvi versta,
í þýóingu
Páls Skúlasonar.
þegar það fréttist, að hann væri
kominn heim aftur. Svo að þetta
lægi í augum uppi, eða hvað?
Hún var komin aftur að upp-
hafi máls síns, þegar Paul kom
inn og hefði áreiðanlega haldið
áfram hringinn, ef ketillinn hefði
ekki farið að flauta, frammi í
eldhúsi. Hún afsakaði sig og
gekk hátignarlega inn í eldhús-
ið.
Paul sneri sér að Creed með
skakkt bros á andlitinu. — Svo
að fólkið hefur þá komið sér sam
an um Applin litla?
— Já, undantekningarlaust,
sagði Creed. — Ef þetta hefur
verið morð, þá hefur Applin
litli framið það, og allir virðast
hafa verið að búast við því, eða
einhverju álika. Og það eitt, að
við höfum verið að leita honum
lúsa, virðist hafa styrkt það í
trúnni. Og fólkið veit — allt með
tölu — hvað það mundi gera við
hann, ef tækifæri byðist.
— Þér eruð ekki alltof sann-
færður sjálfur? sagði Paul.
S
Séruerzlun moð óklsoði
og klæðningor á
húsgögnum
Húsgagnakögur, kögur á bmpaskerma og
borðdúka. Snúrur, leggingar og dúskar.
HVERFISGÖTU 82 SIMI 13655
2Z2222222Z
KAUPUM
hreinar og stórar
léreftstuskur
prentsmiðjan
velvakandi
Velvakandi svarar í simá
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Enn um fiskveiðar i
Faxaflóa
„Gunnar Jónsson, stýrimaður
sendir mér kveðju sína í gær
17. apríl og mælir þar með
„takmörkuðum veiðum með
botnvörpu" í Faxaflóa. Ekki
þekki ég manninn Gunnar
Jónsson, né hvort um starfandi
stýrimann er að ræða, en ein-
hvem veginn finnst mér að
nefndur Gunnar hafi hagsmuna
að gæta í þessu máli. Ekki er
laust við að sá grunur læðist
að mér, að stýrimaðurínn sé
einmitt einn af þeim mönnum
sem skafið hafa botninn i fló-
anum undanfarin ár. Gunnar
talar um takmarkaðar veiðar.
Ég á dálítið erfitt með að
átta mig á hvað felst í orðinu
„takmarkaðar". Á hann við tak
markaðan árstíma, eða á hann
við takmarkaðan bátafjölda; ef
til vill leyfi til handa 8 eða 10
bátum? Nú er ég ekki að halda
því fram að Gunnar sé bátseig
andi og eða útgerðarmaður, en
ef svo væri mundi hanm þá
vera jafri fylgjandi þessum
veiðum ef hann lenti utangarðs
við þá leyfisveitingu. Það er
dálitið hjákátlegt að hlusta á
þá menn, sem maður skyldi
ætla að fylgzt hafi með þess-
um málum, halda því fram, að
ungfiskadráp sé þjóðhagslega
hagstætt, eins og virðist spegl-
ast úr þessum línum Gunnars.
Ég ætla ekki að færast svo mik
ið í fang að svara fyrir þá Jón
Árnason á Akranesi og Finn-
boga Guðmundsson frá Gerð-
um; til þess eru þeir mér miklu
fremri. Þó að ég sé einungis
leikmaður í fisköflun hér í fló-
anum, þá leyfi ég mér að undir
strika þá fullyrðingu rhina, að
hvers konar botnvörpuveiðar
hér 1 Faxaflóa ættum við ekki
að leyfa og er ég viss um að
þeir „stundarhagsmunaimenn"
taka undir þau orð, er tímar
llða og fiskurinn fær að vera
í firiði fyrir þessum veiðum."
Læt ég svo lokið þessum
skrifum mínum um þessi mál.
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna.
Álftanesi 18.4. 1973.
Einar Ólafsson."
0 Heiðarlegir
viðskiptahættir?
Maður nokkur sagði Velvak
anda frá biturri reynslu sinni
af fasteignaviðskiptum. Fast-
eign hafði verið auglýst til
sölu og sá maðurinn í hendi sér
að hún var einmitt það, sem
hann hafði lengi verið að leita
að.
Hann hafði samband við fast
eignasala og setti íbúð sem
hann á sjálfur, í sölu og sneri
sér siðan að því að kanna
hversu mikið fé hann gæti lagt
fram í útborgun á fasteigninni
eftirsóknarverðu; sem sé kann-
aði lánsmöguleika sina og ann-
að sem að gagni mætti koma.
Allt þetta „vesen" kostaði
manninn bæði fé og tíma. Að
lokum gerði hann tilboð í marg
nefnda fasteign og beið síðan
átekta. 1 fyllingu tímans kom í
ljós, að eignin hafði verið seld
öðrum á sömu kjörum og maður
þessi hafði boðið í tilboði sínu.
Sá sem keypti var kunningi
eigandans. Meiningin hafði
nefnilega alltaf verið sú, að
kunninginn gengi inn í hsesta
tilboð. Spuirði nú vinur vor:
„Eru þetta heiðarlegir við-
skiptahættir?"
0 Umhverfi Hrafnistu
Inga Gunnarsdóttir, Sólheim
um 40, hringdi. Hún vildi vekja
athygli á hversu óhrjálegt
væri um að litast í næsta ná-
grenni Hrafnistu. Þar norðan
til væri stórgrýtisurð, þar sem
einnig væri talsvert um víra-
rusl og annað, sem væri til leið
inda og gæti auk þess reynzt
háskalegt. Dvalarfólk á Hrafn
istu færi oft um þetta svæði og
það gæfi auga leið, að allt aldr
að fólk væri ekki jafn vart um
sig gagnvart nánasta umhverfi
sínu. Sagðist Inga vona, að
hægt væri að lagfæra þetta
sem fyrst.
Velvakandi hafði samband
við Pétur Hannesson hjá
Hreinsunardeild Reykjavikur
borgar. Pétur sagði, að umrætt
svæði væri á vegum Dvalar-
heimilisins og hefði, af hálfu
borgarinnar, verið gengið á eft-
ir 'þvi, að lóðin yrði lagfairð og
gengið frá henni.
Ælta mætti, að svo yrði gert
á sumri komanda.
Bnghb
Fubure
vinyl gólf