Morgunblaðið - 12.05.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.05.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAH> *>• ' GÁRDAGUR 12. MAt 19Í73 13 „Enginn hefur beðið mig um neina skýrslu, herra forseti“ Frásögn Newsweek af framburöi Johns W. Dean I»að vakti mikla athygli og eftirvæntingu, þegar banda- ríska vikuritið „Newsweek“ boðaði í byrjun vikunnar, að það mundi skýra frá þætti Johns W. Deans, hins brott- rekna lögfræðiráðgjafa Nix- ons, forseta, í Watergatemál- inu og því með, að hann væri reiðubúinn að sverja fyrir rétti, að forsetinn hefði hælt Bér fyrir þann þátt, er hann hefði átt í því, að hilma yfir aðild starfsmanna Hvita húss- ins að málinu. Hér fer á eftir það helzta, sem Newsweek seg tr, að Dean hafi látið uppi: Dean segist iiafa heyrt um innbrotið í aðalstöðvar demó- tarata í Watergatebyggingvmium í Wítsihington daginn eftir að það var framið eða 18. júní 1972, er hanm kom heim til Bandaríkjanina frá Manila á Filippseyjum. Hann sámaði þá tM Washimgton til að láta vita að haran ætlaði að vera yfir nótt í San Francisco, en þegar hann heyrði fréttimar, tók hann næstu flugvél austur. E>ean segist ekki hafa vitað um fyrirætílanimar um innbrotið og njósnirnar en á leiðinni í flugvéiinni hafi ýmis atvik leit að á hug hans, einkum þó tveir fúndir í skrifstofu Johns Mitch ells, dómsmálaráðherra, þar sem rætt hafi verið um pólitisk ar njósnir. Á öðrum þessara funda hafi Gordon .Liddy skýrt frá ýmisum áætlunum sánum um rekstur kosninigabaráttunnar. Newsweek segir, að Dean hafi setið agndofa undir ræðuhöld- um Liddys um „árásir, síma- hlemnir, mannrán og jafnvel sérstaikar sveitir gleðikvenma". Eftir seinni fundinn á Dean að hafa mótmælt við Haldeman og sagt að „siíkt ætti ekki einu sinni að ræða á skrifstofu dórns má laráðherra". I>ví hafi Haide maii samsinnt. Þetta segir Dean vera það síðasta, sem hann heyrði um Watergate, þar til hamn hringdi tii Was- hington 18. júnl. Hann upplýsir, að I Hvlta húsinu hafi verið mikið um að vera, þegar hann kom þang- að. Gordon Strachan, aðstoðar maðuir Haldemans hafi upp- lýst, að hann hafi að boði Haldemans þegar í stað eyði- lagt Mustunartæki er voru í skirifstofu hans og á fundi í sfltrifstofu Ehriichmans hafi verið ákveðið að opna pemimga stkáp úr skrifstofu Howards Hunts. Þar hafi þeir fundið Skammbyssu, hlustunartæki, skýrslu um geðheilsu Damiels Ellsbergs og fölsuð simskeyti, er bendiluðu John F. Kenn- edy, fyærum foreta, við dauða Ngo Dinh Diems, fyrruim for- seta S-Vietmams. Dean segir, að sér hafi orðið mikið um, en þegar hann hafi síkýrt Ehriiehmam frá innihaldi skápsins, hafi hann stungið upp á þvi, að Dean fleygði því í Potomacána á leiðinni heim tii sin í Aiexandria, Virginia. Það segir Dean, að sér hafi þótt óráðlegt og að FBI hafi feng- ið mestan hiuta þessara gagna þar á meðal hafi hann afhent Patrick Gray símskeytin um dauða Diems með þeim ummæl- um, að bezt væri, að þau sæju aldirei dagsin® ljós. Gray hefur upplýst að hanm hafi látið brenna þesisa pappíra. Eitt atriði I vitmisbuirði De- ans segir Newsweek, að stang- iist mjög á við það, sem áður hafi verið sagt um Watergate- málið; harcn staðhæfi sem sé að hanm hafi aldrei verið beðinn um neina skýrslu um málið né namnsókn á hiutdeiid Hvita hússins í þvi; hvorki hafi Nix- on forseti, gert það né neinn annar á hans vegum. Segiist De- an raunar aðeins hafa séð for- setamn eircu sinni á tímabilinu frá því imnbrotið var framið og tál 29. ágúst, þegar Nixon til- kyinnti opinberlega, að ráð- gjafi sinn í Hvita húsinu hefði fulflvissað sig um, að enginn „núverandi starfsmaður stjóm arinnar" vaari flæktur í Watergatemálið. Þetta eima skipti segir Dean að hafl verið 14. ágúst og þá hafi um tutt- ugu mamns verið þar einnig — og hann kveðst aldrei bafa heyrt minnzt á skýrsiuna, sem harcn hafi átt að gefa forsetan- um, fyrr en hann heyrði frétt- ima i útvarpinu 29. áigúst, þá í Gaiitor-niu ásarnt starfsliði for- setans. Dean kveðst ekki hafa séð Nixon aftur fyrr en nokkrum dögum eftir að kærur voru borniar fram 15. september sl. á hendur sjömenningunum, sem handte'knir voru eftir innbrot- ið í Watergate. Þá segir harcn, að Haldeman hafi kaliað hann inn á skrifstofu forsetans og þeir tveir, Nixom og Haldeman, hafi verið hinir kátustu. Ástæð an hafi verið sú að Jeb Stuart Magruder slapp við ákæru, en það hafi verið meira en þeir þorðu að vona. Þeir hafi álykt að, að það væri að þakka til- rauoum Deans tö að halda mál inu leyndu og forsetinn hafi sagt: „Vel gert, John, Bob er búinn að segja mér, hvað þú hafiir unnið gott starf.“ Newsweek segir að Dean hafi ekki reynt að koma sér undan þeirri sök að hafa tekið þátt í að reyna að þagga málið niður. Hann kveðst einnig hafa áit þátt i útvegun tögfræðircga fyrir sakbi >mingarca, sem dæmdir voru, en þeir hafi feng ið greiðsiur frá Fred LaRue, aðstoðarmanni Johns Mitehellis, í nefnd þeirri, sem vann að endurkjöri forsetans. Deam seg ist ennfremur hafa talað við Gordon Liddy um innbrotið, tveimur dögum eftir það og Liddy hafi þá upplýst, að þeir hafi verið búnir að fara ircn í aðalstöðvar demókrata áður en Maigruder hafi nauðað á þeim að fara aftur. Þáttur Deans í málircu fór fyrst að komast upp eftir ftug slysið, þar sem eigirckona Hunts fórst, en hún hafði í fór um sínum 10.000 dollara í 100 dala seðlurn og var á leið til ótilgreinds staðar í Chicago. Hunt sendi þá lögfræðing sinn John W. Dean til Chajrtes Colsons, starfs- manns i Hvíta húsinu, með þau skilaboð, að eitthvað yrði að g-era til að koma í veg fyrir að hann fengi iangan fanigelsis dóm. Colson talaði við Ehrlich roan og Dean, að þvi er hann segir og Ehrlichman fór sáðan inn til forsetams og kom út aft- ur með þeim uramælum, að Nix on hefði lofað að náða Hunt. Sagði Ehrliehmam lögfreeðimgi Huruts að tjá honum, að allt væri í lagi, en skýra það ekki nánar. Newsweek segír, að þegar rannsóknin hafi farið að bein- ast nær Dean á dögunum, hafi hann hætt að vera „uppáhald" í Hvíta húsinu og Haldeman, Ehriichman og Níxon forseti, hafi þá farið að Ieggja að hon- um að segja af sér. Dean seg- ir, að Nixon hafi kallað sig tii viðtals og rétt sér skjal, sem haf i verið uppsögn og jafnframt nokkurs konar játning og beð- ið hann að skrifa undír. Þar sem ekki hafi verið gert ráð fyr ir afsögn Ehrlichmans <Jg Haldemans, hafi Dean hins veg ar neitað að skrifa undir, — hann hafi verið staðráð- inn í því að fara ekki nema þeir færu einnig. Dean segist hafa farið á fund íorsetans 21. marz — daginn, setn forsetinm sagðí síðar, að sér hefði borizt vitneskja um, að starfslið hans hefði farið á bak við hann. Kveðst Dean hafa sagt við forsetann að „enginn virðist skilja, að af sögn mín er ekki vandamálið . . . vandamálið er, að forseta- embættið er haldið meiri hátt- ar krabbameini, sem verður að skera burt“. Síðan segist Dean hafa sagt forsetanum nákvæm- iega frá öllu, sem gert hafi ver ið til að þagap málið rciður, þar j meðal hvemíg reynt hefði ver ið að þagga niður i sakbom- ingunum sl. haust með fjár- greiðsflum. Loks segist Dean hafa lagt á það áherzlu, að eng in rannsókn hafi nokkum tima farið frétm til að sýna fram á sakleysi starfsliðs Hvita húss- ins. Nixon hafi svarað því til, að hann hafi fengið munnlega frásögn af skýrslu Deans en Dean þá aftur staðhæft: „Það hefur enginn beðið mxg um neina sikýrslu, herra forseti. Ég hef ekki gengið um og spurt fólk spurninga i skrifstofunum. Það var engin skýrsla." Dean upplýsir, að forsetinn hafi, þegar hér var komið, ver ið hálf risinn úr sæti, sýnilega furðu lostinn, en Dean hafi enn á ný minnt hann á, að hann hafi hvítþvegið starfsiið sitt á grundvelli skýrslu, sem ekki hafi verið til . . . og hvað sem síðar gerðist á þessum fundi var ekki lagt harðar að Dean að segja af sér þarcn daginn. Þá segir Newsweek, að það sem rauf þögnina, hafi verið af sögn Patricks Grays. Eftir að harcn upplýsti á fundi rann.sókn arnefndar öldungadeikJar þingsins, að Dean hefði setrni- tega logið að leynilögreglunni í upphafi rannsóknar málsins, sendi Dean uppljtemgar til sak sóknara, sem bendluðu þá Ma- gruder, Ehrlichman, Haldeman og hann sjálfan við máMð og hét frekari upplýsingum gegn þvi, að þær yrðu ekki notaðar gegn horcum síðar. 13. april fékk Magruder veður af þvi, að hann hefði verið bendlaður við málið og fór þá á fund sak sóknara og gaf frekari upplýs ingar, sem aðallega flæktu John Mitchell inn í máiið. Ðag inn eftir á Magruder að hafa sagt við kunningja sinn, að nú vaeri allt búið, Nixon hefði skipað öllum að segja sannleikann, sjálfur væri hamn búinn að játa sinn hluta og bætti við „Það fara margir í fangelsi, Mitchell, LaRue, Mardian, ég sjálíur, Dean, Col son Strachan og kainnski Halde man . . Fulltrúadeildin snýst gegn stefnu Nixons Mansfield boðar átök um valdsvið þings og stjórnar Washinigton, 11. maí AP — NTB ÞAU tiðindi gerðust í gaer í full trúadeild bandaríska þingsins, að hún felldi með 219 atkvæðum gegn 188 óskir stjórnarinnar nm tjlfærslu fjárveitinga, sem ætlað ar hafa verið til landvarna, sam tals um 450 milljóna dala; þar af veitingu 175 milljóna dala til á framhaldandi loftárása á Kam- bodiu og annarra hemaðarað- gerða í Indó-Kina. Er þetta í fyrsta sinn á þeim þrettán árum, sem Bandarikin hafa verið flækt i styrjöldina í Indó-Kína, að fulltrúadeild.in tek ur afstöðu gegn fjárveitingum, Söii forseti landsins og stjórn fara fram á til hernaðarins þar. Talið er víst, að öldungadeild þingsins fari eins að, en Elliott Richardson, landvarnaráðherra Bagði, að atkvæðagreiðslunni lok inni, að þetta mundi ekki stöðva loftárásirnar — aðrar leiðir yrðu fundnar til að standa straum af kostnaði við þær. Atkvæði féllu svo, að 185 demóloratar og 35 republikanar voru andvigir ósk stjórnarinnar, en 45 demókratar og 143 repu- blikanar greiddu atkvæði með henni. Til þessa hefur öldurcgadeild þingsins ein haft uppi andstöðu gegn stjórninni varöandi styrj- aldarreksturinn í Indó-Kina en full'trúadeildin jaftnan sfcutt krö'f ur hennar. Mike Mansfieid, tedð togi demókriata í öldunigadeild- inni, Jrýs-tii ánægju sinni yfir úr- sfitunum í fulltrúadeildinni og sagði, að leiða mundi til stjórn skiputegra átaka, ef forsetinn tæki ekki mdð af vilja fulltrúa- deildarinnar varðandi loftárásim ar á Kamibodiu. Ronaid Ziegler, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði, eftir að úr slitin voru kunn, að stjórnin mundi áfram fyigja þeirri stefnu sem hún teldi rétta, — þ.e. að aðstoða stjórn Lon Noís i Kam bodiu svo sem hún hefði óskað rifttir. „Verði ekki veltt fé til þess,“ sagði Ziegler, „verður þingið að bera ábyrgð á afteið- i:ntgunum.“ Þegar Mike Marcsfield var spurður álits á þessum ummæl- uim Zieglers, sagð; hann: „Þeir (stjómin) hafa kastað stríðs- hanzkanuim. Þetta mál markar upphaf átakanna. Virði stjómdn vilja þingsins að vettuigi, getur komið til árekstra milli hinna ýmsu afla þingsins um leiðir til að end'urreisa völd þess. Fyrsta skrefið gæti t.d. orðið að tak- marka við þrjátiu daga það vaOd sem forsetinn heÆur til að beita her landsins i neyðartilvikum, án samiþykkis þinigsins." Pompidou sjúkur? FRÉTTARITARI Jyllandspost cn i Danmörkn skrifar frá Par ís, að haft sé fyrir satt þar í borg, að George Pompidou, forseti Frakklands, gangi ekki heiU til skógar. Hefur ni.a. hið hægrisinnaða blað „Min- ute“ fjallað Itarlega um heilsufar forseíans og segir ekki ósennilegt, að þar sé að leita skýringar á þvi, að hann óskar eftir að stytta kjörtima bil sitt úr sjö árum i fimm. — Að ári liðnu hafi hann setið á forsetastóli í fimm ár og sé honiun í num að þá fari fram forsetakosningar. Þær röksemdir, sem l'ggja að baki orðróminum um bág- boma hesleu forsetans, eru fýrst og fremst þær, að fjar vera hans við ýmis tækifæri hafi óivenj’ulega oft verio skýrð með veikindum að und aniflörnu. Söm'jleiðis hafi hann fitnað og þrútnað mjög í and liti. Þá hafi hann látið í Ijós við forseta franska þircgsins, Edgar Faure, og fleiri þinig- menn að sér liði ekki vel. Loks er haft eftir heimild- «m, rcákommim forsetanum, að hann sé tíðum örcugur og George Pompidou í s'æmu skapi. Er m.a. sagt, að þessu ástand' sé um að kenna þær ásakanir, siem Pomp dou bar ’á Anker Jörg ensen o T fleiri sósiaidemókrat iska stjórnarle ðtoga, er þeir þircguðu 5 Paris i v?tur i boði franskra sós a d i mokrata — að þeir væru með nærveru sinnl að hlutast til um frönsk inrcanrikis’mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.