Morgunblaðið - 12.05.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.05.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. MAÍ 1973 St j órnmálayf irlýsing 20. landsfundar Sjálfstæöisflokksins: Tryggjum raun- hæfa útfærslu Landhelgisgæzlan verði efld með kaupum nýrra skipa Skattlagning eyðslu fremur en beinir skattar Góðum tækifærum spillt Tímamót eru nú í íslenzkum stjóm málum. Eftlr rúmlega áratugar gagnrýni á stefnu og störf viðreisnarstjómar- innar mynduðu Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna rikisstjóm, og þessum stjómmálaflokkum gafst tækifæri til að framkvæma hina svo- kölluðu vinstri stefnu. íslenzka þjóðin hefur nú kynnzt þeirri stefnu, séð hana og reynt i framkvæmd í tæp tvö ár. Flestum er orðið Ijóst, að í engu af hinum stærri málum hefur ríkisstjórnin reynzt vanda sínum vaxin. Úrræði hennar hafa reynzt haldlaus, ákvarð anir hennar hafa skáþað fleiri vanda mál en þær hafa leyst, og í ljós hef- ur komið enn á ný, að vinstri stjóm á Islandi er ekki hæf til þess að beita stjómarstefnu, sem sé í sam- ræmi við lífsviðhorf og hagsmuni is- lenzku þjóðarinnar. Stjórnarferill vinstri stjómarinn- ar hefur verið lærdómsríkur og vissulega opnað augu almennings enn betur en áður fyrir hinu mik- ilvæga hlutverki Sjálfstæðisflokks- ins í ísienzkum stjórnmálum. En sá stjómarferill hefur á sama tíma reynzt dýrkeyptur þjóðarbúskap og fítrsælli stjómmálaþróun og spillt þvi góða tækifæri til traustrar fram farasóknar, sem hin hagstæða efna hagsstaða þjóðarbúsins, er vinstri stjómin tók við völdum, gat lagt grundvöl að. Gjörbreytt stefna Það er skoðun Landsfundar Sjálf- stæðisflokksins, að það sé vilji meiri hiuta þjóðarinnar og í hennar þágu, að tekin sé upp gjörbreytt stefna i stjóm landsmála. Þá stefnu mun Sjálfstæðisflokkurinn nú og á næstu mánuðum marka i einstökum atrið- mn og er reiðubúinn til að fram- kvæma hana, eftir þvi sem hann hef- ur aðstöðu tid. Sú stefna skal í aðal- atriðum beinast að eftirfarandi: 1. Að móta þjóðfélagið í anda sjál fs tæðisstefn unnar, þar sem mann helgi, frjálshyggja, vaiddreifing, ein staklingsfreLsi og virðing fyrir eign arrétti sitja í öndvegi. 2. Að hefja til vegs og virðing- ar frjálsan einka- og félagsrekstur i atvinnulífi, heilbrigða samkeppni, frjálst markaðskerfi og stóraukna þátttöku almennings í atvinnurekstr inum. 3. Að beita óhikað verðbólguheft- andi efnahagsaðgerðum i samráði við aðiia vinnumarkaðarins og leita allra tiltækra úrræða til að sætta fjármagn og vinnu. 4. Að hverfa frá ofsköttun vinstri stjórnar, hindra að skattheimta dragi úr framtaki og gera almenn- ar launatekjur skattfrjálsar. Notað ir verði til nauðsynlegrar fjáröflun- ar vegna opinberra þarfa, fremur skattar á eyðslu en beinir skattar. Skattamálum fyrirtækja verði kom ið i það horf, að þau geti keppt á jafnréttisgrundvelli, jafnt utan lands sem innan. 5. Að hrinda í framkvæmd byggða stefnu þeirri sem .þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hafa mótað og lagt fram á Alþingi um skipulag byggða- mála og auknar ráðstafanir til hag- kvæmrar byggðaþróunar. 6. Að draga með róttækum aðgerð- um úr þenslu ríkisbáknsins og sí- vaxandi ríkisútgjöldum. 7. Að færa áhrif og ábyrgð í þjóð- félaginu frá miðstjómairvaldi ríkis- ins i hendur fólksins sjálfs og sam- taka þess. 8. Að efla sjálfsforræði sveitar- félaga og landshlutasamtaka þeirra í samræmi við óskir sveitarfélag- anna sjáifra. 9. Að tryggja betur en gert er félagslegt öryggi aldraðra, öryrkja og þeirra, sem miður mega sin, með viðtækum breytingum trygginga- og skattakerfis. 10. Að ljúka sem fyrst endurskoð- un stjómarskrárinnar, er tryggi sem bezt lýðræðislega stjómhætti, al- menn mannréttindi og traust stjóm- arfar. 11. Að haga öllum aðgerðum og ákvörðunum í vamarmálum á þann veg, að öryggi lands og þjóðar verði ekki stofnað i hættu. 12. Að hvika hvergi i landhelgis- málinu og tryggja sem fyrst raun- hæfa útfærslu landhelginnar og forða frá þvi ófriðarástandi, sem nú ríkir á íslandsmiðum vegna yfir- gangs Rreta og Vestur-Þjóðverja. Landsfundurinn felur þingfiokki og miðstjóm, á grundveMi framan- talinna atriða og með hliðsjón af álit um málefnanefnda, sem lögð eru fram á Landsfundinum, að vinna að framgangi þessara meginmarkmiða með áframhaldandi kynningu og nán ari stefnumótun i einstökum atrið- um. Samstöðu fagnað, en . . . Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fagnar þeirri samstöðu, sem náðist á Alþingi um samþykkt þingsályktun- ar um landhelgismál 15. febrúar 1972, og þakkar þingflokki Sjálf- stæðisflokksins fyrir frumkvæði hans að einingu i þessu stærsta máii þjóðarinnar, þótt flokkurinn hefði fremur kosið, að landhelgin hefði ver ið miðuð við landgrunnið en næði þó hvergi skemur út en 50 mílur. Fundurinn ítrekar þá grundvall- arstefnu fslendinga, að landgrunn fs- lands og hafsvæðið yfir þvi sé hluti af íslenzku yfirráðasvæði og tryggja beri óskoruð forræði þjóðarinnar yf- ir þvi. Fulltrúum íslands á Hafrétt- arráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði falið að vinna ötullega að fullri viðurkenningu ríkja heims á rétti strandríkis til að stjóma og nytja lífraan auðæfi landgrunnhafs- ins al'lt að 200 mílum. Jafnframt verði unnið að því, að samþykktar verði skynsa'mlegar reglur um vemd un og hagnýtingu lifrænna auðæfa úthafsins. Fundurinn átelur, að ríkisstjóm- in skuli ekki hafa á fullnægjandi hátt staðíð við það fyrirheit sitt í málefnasamningi sínum að hún muni „um landhelgismálið hafa sam- ráð við stjómarandstöðuna og gefa henni kost á að fylgjast með allri framvindu málsins". Þá harmar fund urinn, hve ríkisstjómin hefur búið illa að landhelgisgæzlunni og átelur harðiega þá framkomu stjómarflokk anna að afgreiða ekki frum vörp sjálfstæðismanna um eflingu landhelgisgæzlunnar. Fundurinn krefst þess, að land- helgisgæzlan verði efld þegar í stað með kaupurn á nýjum og fullkomn- um Skipum til gæzlustarfa og auk- inni gæzlu úr lofti. Ennfremur verði komið upp radió staðsetningarkerf- um fyrir siglingar við Island með sérstöku tilliti til fiskveiða. Fundur- inn lýsir yfir trausti á starfsmönn- um landhelgisgæzlunnar og telur, að öflug og vel búin landhelgisgæzla muni flýta fyrir sigri okkar í þessu máli. Þá telur og fundurinn, að leggja beri aukna áherzlu á að efla samstöðu sem flestra þjóða með Is- lendingum á grundveili fullrar við- urkenningar þeirra aðgerða, sem þeg ar hafa varið gerðar. Ringulreið í efna- hagsmálum Sjálfstæðisflokkurinn hefur hald- ið uppi harðri gagnrýni á ríkísstjóm ina og störf hennar. Kemur þar hvort tveggja til, að stjórnarstefn- an hefur verið í andstöðu við grund vallaratriði sjálfstæðisstefnunnar, og eins hitt, að ríkisstjórnin hefur í öll- um meginatriðum breytt gegn þeirri stefnu, sem flokkar hennar boðuðu þjóðinni í síðustu kosningum og ætla má að hafi tryggt þeirn valdaaðstöðu. Því til áréttingar vill landsfundur- inn vekja sérstaka athygli á eftir- farandi: ríkisstjómarflokkarnir áfelldust við reisnarstjómina harðlega fyrir efna- hagsaðgerðir hennar og lýstu því yfir hátíðlega, að þeir mundu stemma stigu við verðbólgunni og ekki grípa til gengisfellinga til lausnar á efnahagsvandanum. Efndir þeirra loforða þekkja allir. ríkisstjómin blandaði sér í kjara- samninga haustið 1971 með það fyr- ir augum að tryggja 20% kaupmátt- araukningu. Nú þegar liggur fyr- ir, að þvi marki verður ekki náð þótt verðlag útflutningsafurða hafi stórhækkað. Á sama tíma beitir rik- isstjómin efnahags- og fjármálaað- gerðum, tvöfaldar fjárlög, safnar er lendum skuldum, lækkar og hækk- ar gengi, hækkar og lækkar niður- greiðslur og gripur til handahófs- kenndra bráðabirgðaaðgerða, alit með þeim afleiðingum, að fullkom- in ringulreið ríkir í efnahagsmálum. ríkisstjómin boðaði aukna skipu- lagshyggju og áætiunarbúskap und- ir forystu ríkisvaidsins. Afleiðing- arnar em útþensla ríkisbáknsins og óraunhæfar áætlanagerðir en engin heiidarstefna. rikisstjómin lofaði auknu sjálfsfor- ræði sveitarfélaga, en efndimar em þær, að ný tekjustofnalög, sem þrengja hag sveitarfélaga, eru sett án samráðs við samtök þeirra, verk- efni tekin af sveitarfélögum og ráð- herrar beita sér gegn löggildingu landshlutasamtakanna. rikisstjómin lofaði réttlátari skipt- ingu S'kattbyrðarinnar, en knúði síð- an í gegn skattalagabreytinigar, sem lentu með mestium þunga á öldruð- um og öryrkjum og fólki með miði- ungstekjur. Ríkisstjómin hefur raunar viðurkennt hina miklu skatt- píningu með því að játa, að lengra verði ekki gengið í álagningu beinna skatta. ríkisstjómin lofaði að hafa full sam- ráð við verkalýðshreyfinguna um allar aðgerðir sínar í efnahagsmád- um, en hefur samkv. ummælum for- seta Alþýðusambands Islands, gert a.m.k. átta tilraunir til að rlfta gild- andi kjarasamningum og neitaði að ræða kjaramál opinberra starfs- manna við samtök þeirra. Nú er svo komið samkvæmt áliti ráðherranna sjálfra, að allar kauphækkanir reyn ast „gervikauphækkanir" og forseti A.S.I. telur lítinn grundvöll vera fyrir kauphækkunum, þegar kjara- samningar renna út í haust. rikisstjómarflokkamir fordæmdu á sínum tíma aðild íslands að fríverzl- unarsamtökum Evrópu, en hafa nú gert hagstæða viðskiptasamninga við Efnahagsbandalag Evrópu, sem fyrr verandi ríkisstjóm undirbjó og grundvallast á aðild okkar að EFTA. rikisstjómi.n hét því, að gjöld, sem hvílt hafa á framleiðsluatvinnuveg- unum, yrðu lækkuð eða felld nið- ur. Gjöld af iðnaðarframleiðslu, sjávarafurðum og landbúnaðarvörum hafa þó verið hækkuð, binding inn- lánsfjár í Seðlabanka aukin og vext- ir stórhækkaðir. ríkisstjómin er opinberlega ósam- mála innbyrðis i afstöðu sinni til Atlantshafsbandalagsins og dvalar varnarliðsihs og hún hefur ekki bor ið gæfu til að leiða landhelgismál- ið til farsæila lykta. ríkisstjórnin hafði stór orð um að minnka ríkisbáknið. Staðreyndin er hins vegar sú, að yfirbygging rík- iskerfisins vex ört, nýjar nefndir og ráð eru sett á laggimar og ríkis- starfsmönnum stórfjölgað, bankar og sjóðir eru ekki sameinaðir, heldur stofnaðir enn fleiri sjóðir, pólitísk hrossakaup eru í algleymingi. Beittasta vopnið Hér á undan er aðeins fátt eitt tínt til um vanefndir núverandi rik- isstjómar á málefnasamningi sinum. Margt fleira msetti nefna, sem renn- ir stoðum undir þá réttmætu gagn- rýni, sem Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur sett fram í stjómarandstöðu sinni. Landsfundurinn vill hins veg- ar taka fram, að Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ekki og mun ekki gera einsýna gagnrýni á hrakfarir stjóm arinnar að neinu aðalvopni í stjóm- arandstöðu sinni. Beittasta vopnið er stefna flokks- ins sjálfs, og honum ber að kynna þá stefnu: í fyrsta lagi með saman- burði við stefnu núverandi stjóm- arflokka og í öðru lagi með hlið- sjón af þeim breyttu viðhorfum og aðstæðum, sem skapazt hafa í þjóð- félagi nútímans. 1 því sambandi hefur mönnum orð- ið æ ljósara, að ekki er ai'lt fengið með hinu iðnvædda velferðarþjóðfé- lagi, þótt það sé mikilvægt til að tryggja öllum viðunandi lífskjör. Yf irburðir hins frjálsa hagkerfis lýð- ræðisríkjanna fram yfir hið sósíal- iska em ótvíræðir, en velferðarsam- félag leiðiir af sér margvisleg og áð- ur óþekkt vandamál, enda þótt mark miðum um fulla atvinnu og félags- legt öryggi sé i aðalatriðum náð. Vandamálin felast m.a. i smæð og áhrifaleysi einstaklingsms, lífsflótta, röskun umhverfis, ópersónulegu rík isbákni, samþjöppun valds. Þótt íslenzka þjóðin eigi ekki enn við að stríða þessi vandamál í jafn- ríkum mæld og ýms háþróaðri vel- ferðarþjóðfélög, þá er enginn vafi á því, að eitt mikilvægasta stjóm- málalega viðfangsefnið hér á iandi er lausn þessara vandamála, áður en þróunin verður enn neikvæðari en þegar er orðið, — þvi þarf að vernda einstaklinginn fyrir ofriki rikisvalds og flóknu stjómkerfi, spoma gegn óhollum lífsvenj- um. Stöðva verður mengun og spill- ingu umhverfis, efla kristilegt sið- gæði, fræða æskuna um gildi heim- ilis oig farsæls fjölskylduiífs. Skoðun Landsfundarins er sú, að þessi vandamál verði bezt leyst i anda frjálshyggju, en ekki með auk- inni rikisforsjá, með frumkvæði og framtaki einstakiinga, en ekki fjar- stýrðum áætíunarbúskap, með vald- dreifingu, en ekki miðstjómarvaldi. Það verður verkefni Sjálfstæðis- flokksins að leiða þessi sjónarmið fram til sigurs. Þau haldast í hend- ur við þá stefnumörkun, sem fyrr er lýst í þessari stjómmálayfirlýsingu og þau felast raunar í grundvallar- atrið'Um sjálfistæðisstefnunnar. 20. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins telur, að sú stefna eigi nú brýnna erindi en nokkru sinni fyrr til ís- lenzku þjóðarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.