Morgunblaðið - 22.05.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.05.1973, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1973 Hernaðarofbeldi Breta — Mbl. ræðir við fréttaritara sína víðs vegar um landið Hafréttur Stöndum fast á rétti okkar MOEGUNBLA.ÐIB hafðl í g:ær tal af nokkrum frétta- riturum i s.jávarplássum úti um iand og: spurði |>á álits á þeirri ákvörðun Breta að hafa herskip til vernd- ar togurum sínum á Islands- miðum. Ánægðir með lendingarbannið Sauðárkröki, 21. mai. Aðgerðir Breta eru for- dæmdar hér geysilega mikið og tökum við eindregið und- ir með fjölmiðlum, að hér sé um ofbeldisverknað að ræða. Við erum hreint og beint ras- andi yfir þessu öllu saman. Hins vegar erum við ánægð- ir með þá ákvörðun ríkis- stjómarinnar að synja brezk- um herflugvélum um lemding arleyfi á Keflavíkurflugvelli, og teljum að það geri Bret- um erfitt um vik. — J6n. Fáir reiknuðu með þessu Siglufirði, 21. mai. Hér urðu viðbrögðin á einn veg. Menn urðu bæði sárir og gramir, þegar fréttimar bárust og reyndar höfðu fáir reiknað með slíkir framkomu af Breta hálfu. Við viljum engu spá um úrsílit þessa þorsikastriðs að svo stöddu en vonum aðeins, að samkomu- lag takist sem f yrst. Ekki samningavið- ræður við Breta Stokkseyri, 21. mai. Hér eru menn eðiilega gram iir og finnst okkur þetta voða- legar aðfarir hjá Bretunum. Það er almennt álit manna, að okkur beri ekki að gefa eftir og standa fast á okkar máli. Flestir eru einnig á þeirri skoðun, að eiga ekki samnÍTigaumræðuT við Bret- ana á næstunni — jafnvel að slita eigi sambandi okkar við þá fyrir fullt og allt. Við telj- um einnig, að Bretar hafi spillt mikið fyrir málstað sin- um á alþjóðavettvangi með þessum svivirðilegu aðgerð- um. Mikið er rætt um þessa síð- ustu atburði héma og fólk kemur fram með ýmsar skoð- anir í sambandi við þetta mál, sem aJlir eru sammála um að gefa í engu eftir og þrjózk ast við eimis lengi og við mögu lega getum. Okkur fannst rétt að banna brezíkum herflugvélum að lenda á Kefl a ví ku rflu gve! li, þó svo að við þykjumst þess fullvissir, að sú ráðstöfun dugi okkur skammt. Lokataflið í skákinni FáSkrúðsfirði, 21. maí. Fólk er hér furðu rólegt og lítið hafa menn rætt um síðustu atburði á miðunum. En svo er að heyra á fólki, að nú sé komið að lokatafl- inu í skákiinni, og að við sé- um eins staddir nú og í síð- asta þorskastríði. F,n við er- um sauðþráir og reyndar Bret arnir líka og ekki gefumst við upp þrátt fyrir þetta mót- læti. Og við erum líka bjart- sýnir og trúum öllu því bezta. Okkur eru takmörk sett Neskaupstað, 21. maí. bað er ekki beiint hægt að segja, að þessar ráðstafanir Bretanna hafi komið okkur á óvart, en þær ollu okkur miklurn vonbrigðum. Almennt álítur fólk, að Bretamir vinni lítið á með þessum aðgerð- um. Menn álíta að taka eigi á þessum málum mieð stefnu- festu, en gæta ýtrustu var- fæmi og flana ekki að neinu. Nú biðum við spenntir eftir ráðstöfuinum ríkisstjómarinn- ar og við erum ánægðir með þá ráðstöfun að banna her- flugvélum að lenda á Kefla- víkurflugvelli. Einnig teljum við að gera eigi allt til að lumbra á þeim, halda áfram klippingum og gefa ekki eftir í neinu. Hins vegar gerum við okkur Ijóst, að okkur eru takmörk sett í mótaðgerðum. Ekkert grínmál Hellissandi, 21. maí. Mikið er rætt um herskipa- vemdina hér á Hellissandi um þessar mundir, og fólk sammáJIa um að hér er ekki um neitt grínmál að ræða. Við gerum okkur fulla grein fyr- ir þvi, hve iitils við erum megn ugir í þessu þorskastriði, en það er sjálfsagt að reyna að klóra í bakkann eins lengi og unint er. Menn em líka reiðir og sumir stinga upp á því að ísland segi sig úr NATÓ, þó svo að vitað sé, að það sé engin varanleg lausn á málinu. Sendiherrann heim Grindavík, 21. maí. Við erum sárgramir og vi'lj um engar samningaumræður við Bretama og sumir era á þeirri skoðun að kalla sendi- herrann heim. Þetta er mlk- ið hitamál hjá okkur og flest- ir eru á þeirri skoðun að hálda áfram klippinigum og ganga eins langt og okkur er kostur. — Tími til kominn að sýna vígtennuraar. Herskipin heim - eða við úr NATÓ Plateyri, 21. maí. Við litum á þetta mun al- varlegri augum nú en í þorskastríðinu 1958, og nú er aldeilis farið að hitna í kol- unum. Sumir eru meira að segja orðnir svo róttækir að þeir hafa stungið upp á því að setja Bretum þá úrslita- kosti að þeir snúi herskipun- um heim, að öðrum kosti gönigum við úr NATÓ. Það er mikill spenningur í fólk- inu og við biðum eftir ákvörð umim ríkisstjómarinnar í þessu máli. Það má segja það, að ekki sé um annað rætt þessa dagana, en síðustu at- burði á miðunum. Enginn linast við slík látalæti Höfn, Homafirði, 21. maí. Við erum bæði sárir og reið ir við Bretanm og teljum að þessu verði ekki haldið til streitu öllu lengur. Þá hefur það komið til tals í þorpum- um hér i krinig að róa öldum tiltækum bátum á miðin og gera Bretunum erfitt fyrir. En við höfurn ekki eingömigu haft áhyggjur af Bretumum, þvi að í fyrradag voru 12 v- þýzkir togajrar að veiðum út af Stokksnesi og vakti það að sjálfsögðu mikla gremju hjá þorpsbúum. En ekki lim- ast maður við svona látalæti heldur stappa þau í okkur stálinu. Cleopatra og Þór fyrir sunnan H valbak í gær. Myndin sýnir grein ilega stærðarhlutföll skipanna. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.