Morgunblaðið - 22.05.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1973, Blaðsíða 16
16 AIORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1973 JKtffgustMiiMfe Otgefandi hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. eintakið. öíkisstjórn hins smáa brezka ** stórveldis urðu á hrapal- leg mistök að morgni sl. laug- ardags, er hún tók ákvörðun um að beita bandalagsþjóð sína í Atlantshafsbandalaginu hernaðarlegu ofbeldi. Af- skipti brezka flotans af vernd íslenzkrar fiskveiðilögsögu er hernaðarleg árás á íslenzkt yfirráðasvæði og það er meiriháttar misskilningur hjá þeim herrum, Edward Heath og sir Alec Douglas-Home, ef þeir halda, að íslenzka þjóðin muni láta undan síga frammi fyrir yfirgangi og of- beldi Breta. Öðru nær. Það munu Bretar sannreyna, áður en þessari landhelgisdeilu er lokið. Þegar í dag ber ríkisstjórn- inni að hafa frumkvæðí um sameiginlegan fund með leið- togum stjórnarandstöðunnar til þess að samræma sjónar- mið og nauðsynlegar aðgerð- ir. Ennfremur ber að kalla saman fund í landhelgisnefnd og utanríkismálanefnd Al- þingis til þess að fjalla um hernaðarofbeldi Breta. Hvort tveggja hefði að sjálfsögðu átt að gera strax á laugardag- inn, þegar vitnaðist um ákvörðun brezku stjórnarinn- sem komið er skiptir þó mestu, að fullt samráð verði hér eftir haft milli stjórnar og stjórnarandstöðu og að samstaða takist um föst og ákveðin viðbrögð við ofbeldi Breta. Ríkisstjómin hefur strax bannað lendingar brezkra herflugvéla á íslenzkum flug- völlum. Það var rétt ákvörð- un. Ríkisstjórnin hefur enn- fremur kallað sendiherra okkar í London heim til við- ræðna. Ekki er ástæða til, að hann snúi aftur til London að sinni. Næsta skrefið hlýt- ur að vera að kæra fram- ferði Breta fyrir Atlantshafs- bandalaginu. í 4. gr. Atlants- hafssáttmálans segir: „Aðilar munu hafa samráð sín á milli hvenær, sem einhver þeirra telur friðhelgi lands- svæðis einhvers aðila, póli- tísku sjálfstæði eða ör- yggi ógnað.“ Á grundvelli þessa ákvæðis ber ríkisstjóm- haldinn verður í Kaupmanna- höfn í júní. Það er alvarlegt mál, þegar eitt aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins ger- ir hernaðarlega árás á ís- lenzkt yfirráðasvæði. Við verðum að vænta þess, að bandalagsríki okkar í Atlants- hafsbandalaginu veiti okkur liðsinni, þegar slíkir atburðir gerast og knýja Breta til þess að hypja sig á brott með her- skip sín úr íslenzkri fisk- veiðilögsögu. Þá ber nú þegar að at- huga möguleika á að kæra framferði Breta fyrir Sam- einuðu þjóðunum og krefjast tafarlaust fundar í Öryggis- ráðinu til þess að fjalla um ofbeldisaðgerðir Breta gegn íslenzku þjóðinni. Að óreyndu verður því ekki trú- að, að Sameinuðu þjóðirnar veiti íslendingum ekki lið- sinni frammi fyrir yfirgangi og ógnunum Breta. Gera verður brezku ríkisstjórninni STÓRVELDIÐ SMÁA ar, og ber að harma hversu svifasein stjórnvöld hafa ver- ið, enda er utanríkisráð- herra, sem einkum ber ábyrgð á landhelgismálinu, staddur fyrir austan tjald og forsætisráðherra hefur ekki séð ástæðu til að kalla hann heim vegna málsins. Úr því inni nú að ákæra Breta á fundi Atlantshafsráðsins og knýja samaðila okkar að bandalaginu til að setja Bret- um úrslitakosti, svo að sam- staðan innan þess rofni ekki. Gefst gott tækifæri til þess á utanríkisráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins, sem ljóst, að engar frekari við- ræður munu fara fram við hana af Íslands hálfu meðan brezk herskip eru í íslenzkri fiskveiðilögsögu. íslendingar láta ekki kúga sig til undan- halds með svo ósvífnum að- gerðum. Strax ber að hafa samráð við ríkisstjórnir annarra Norðurlanda og leita eftir ákveðnum stuðningi þeirra við ísland vegna yfirgangs brezka flotans. Norðurlöndin hafa sameiginlega mikil áhrif á alþjóðavettvangi og nú ríð- ur okkur íslendingum á að fá stuðning þeirra — meira en nokkru sinni fyrr. Sam- hliða er nauðsynlegt að hafa samband við allar þær þjóð- ir, sem hafa lýst yfir stærri fiskveiðilögsögu en 12 mílum og leita eftir stuðningi þeirra við ísland í þeirri alvarlegu aðstöðu, sem nú er komin upp á miðunum í kringum landið. Gera verður sérstakar ráðstafanir til þess að kynna þjóðum heims þá atburði, sem nú eru að gerast við Is- land. Saga yfirgangs og ofbeld- is Stóra-Bretlands gagnvart íslenzku þjóðinni er orðin býsna löng. Fyrirfram mátti búast við, að Bretar hefðu lært sína lexíu í landhelgis- deilunni 1958—1961. Nú er komið í ljós, að svo er ekki. Enda þótt Bretar treysti sér yfirleitt ekki lengur til þess að knýja fram vilja sinn gagnvart öðrum þjóðum með hervaldi er bersýnilegt, að þeir telja sig enn eiga í fullu tré við Íslendinga. íslending- ar munu standa sem órofa heild frammi fyrir árásarað- gerðum Breta — og sigra. Við höfum verið beitt- ir vopnuðu ofbeldi MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í ffær til Hannibals Valdimars sonar, félagsmálaráðherra, Magnúsar Kjartanssonar, iðn aðarráðherra, og- Benedikts Gröndals, varafomianns Al- þýðuflokksins og bað þá um að segja álit sitt á síðustu að- grerðum Breta í íslenzkri land helgi. Ummæli þeirra fara hér á eftir: Fruntalegt athæfi Hanwibal VaMvmaisson, fe- lagsimálaráðherra sagði: „Mér finnst þetta óafsakan legt, óviturlegt og fruintalegt athaefi af Breta hálfu, eink- um með tilliti til þess, að samningaviðraeður eru enn í gangi milli þjóðanna. Hvorug ur aðilinin hefur slitið þeim viðræðum, sem farið hafa fram uim málið. Við verðum örugglega allir sammála um að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess aið verja landhelgina. Ég tel að það komi fyllilega til at- hugunar, að íslendingar snúi sér nú til Atlantshafshanda- íagsráðsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Við höf um verið beittir vopnuðu of- beldi. Og þá er komið að þvi að leita til félagsbræðra sinna meðal þjóðanna.“ Ósigur Breta Magnús Kjartansson, iðnað arráðherra, sagði: „Þetta eru mjöig alvarlegir atbuirðir. Bretar hafa ráðizt inn í fiskveiðilandhelgi okkar með hiernaðarlegu ofheldi. Ég tel, að gera þurfi ráðstafanir með fullri alvöru til þess að þetta ástand haldist ekki of Hannibal Valdimarsson Magnús Kjartansson lengi í þeim tilganigi að koma í veg fyrir, að Bretar nái þeim tilganigi siínum að knýja okk ur t'l undanhalds í landhelgis málinu. Ég tel, að í þessum aðgerð um felist ósig'ur Breta. Þessi hernaðarlega árás veikir þá alþjóðlega. Viðhorfin á þeim vettvanigi eru okkur í vil. — Þegar Bretar grípa til að- gerða af þessu tagi, eykur það aðe'ns stuðning við bar- áttu okkar. Við eiigum ekki kost á að mæta Bretum á þeim velli, er þeir hafa haslað sér, með herniaðarvaldi. En mér fiinnst að íih'Uiga eigi gaumgæfilega, hvort ekki sé rétt að kæra þetta athæfi Breta fyrir ör- ygigisráði Sameiniuðu þjóð- anna. Ég lít svo á, að Bretar hafi gerzt brotlegir við stofn skrá Sameinuiðu þjóðanma. Því er það rökrétt af okkar hálfu að snúa okkur til Örygg isráðsins og knýj,a Breta til þess að láta af þessum ofbeld isverkum. Það er sjálfsagt að kanna, hvernig þessu er farið gagn- vart Atlantshafsbandalaginiu. Skýrt hefur verið frá því i fréttum, að brezka stjómin hafi ti'lkynnt Atlanteihafs- bandalaginu um árásina, áður en hún hófst. Sé þetta rétt og fastaráðið ekki gert athuiga- semdir við það, hljótum við að lita á það sem mjög óvin- samiega afstöðu Atlamts'hafs- bandal'agsins 1 okkar garð.“ Fordæman- legar þving- anir Beniedikt Gröndal, varafor- maður Alþýðuftokiksi*ns, sagði: „Ég tel furðulegt og for- daemanlegt, a-ð brezka ríkis- stjórnin skuli beita þvinguin- um gegn Islendingum i land- helgiismáli'niu. Þetta sýnir hversu áhrifamiklar aðgerðir lan dhel'gisgæz! u n nar gegn brezku taguruinum hafa ver- Benedikt Gröndal ið. Hún hefur geit þeim ó- möguilegt að stunda ve.ðamar og reynt svo á þolrif skip- stjóranna, að þeir sigldu heim og kröfðust ftotaaf- skipta. Það er furðulegt, að brezka stjórnin skuli beita vopina- valdi sínu til að halda uppi fyrirframtöpuiðum málstað gag'n smáþjóð, sem á lítshags muni sí'na að verja. ístendinig ar mótmœla aillir sem einn. Aðgerðir brezka flotanis í fiskveiði'landhelgi okkar munu vekjia athygli manna víða um heim og auka liíkur á því, a@ hafréttarráðstefuia Sameiniuðu þjóðanna setji ný alþjóðalöig, er tirygigi strand- ríkjum jafnvel meiri rétt en íslendingar hafa notað sér til þessa. Við eigum ekki aðeins að mótmæla heldur fylgja þesswm atburðum eftír mieð aukinni kynn'inigu á máJstað okkar.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.