Morgunblaðið - 15.06.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.06.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚNl 1973 Fa JJ ní LAi.nt. i\ ’ALUR" 22-0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL V 21190 21188 /*> 14444 1$ 25555 \emim BÍLALEIGA CAR RENTAL BORGARTÚN 29 3L2T traustí ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 AV/5 SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 \/p BÍLALEIGAN %1 51EYSIR CAR RENTAL SKODA EYÐIR MINNA. Shodo LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. MJÓR ER MIKILS 0SAMVINNUBANKINN f/M Bezta auglýsingabiaöiö • j . &*+ * »a, margfaldor markaö yðar í fótsporum Tass og Prövdu 1 gær hófst í Kaupmanna- höfn fundur utanrikisráð- herra Atlantshafsbandalagrs- ríkjanna. Kinna mesta eftir- tekt við þennan fund hafa vakið tUraunir Atlantshafs- bandalagsins og framkvæmda stjóra þess til þess að verða við óskum íslendinga um að fá Breta til þess að fara með herskip sín út úr íslenzkri fiskveiðilandhelgi, svo að samningaviðræður Jiessara þjóða geti hafizt að nýju. I.jóst er af fréttum, að Joseph Luns, framkvæmdastjóri At- lantshafsbandalagsins, hefur lagt sijf í framkróka við að finna lausn á þessari erfiðu deUu. Fréttir frá Kaupmannahöfn hafa einnig greint frá þvi, að utanríldsráðherra Bandaríkj- anna munl beita sér fyrlr lausn málsins á þessum fundi. I»á hefur einnig komið skýrt fram, að Danir ogr Norðmenn munu leggja málstað Islands liðsinni innan bandalagsins. Þannig er einsýnt, að tals- verðum hluta þessa utanríkis- ráðherrafundar verður varið til þess að verða við óskum íslendinga. Það hefur líka öll- um verið ljóst, að við ættum hauka í horni meðal banda- manna okkar í Atlantshafs- bandalaginu. Það sést bezt á því, að ríkisstjórnin óskaði eftir aðstoð bandalagsins vegna flotainnrásar Breta, en hefur ekki séð ástæðu tU að óska eftir aðstoð öryggisráðs S*»r'ö‘ * ~ '’”V' . Kommúnistar voru að sjálf- sögðu ekki áfjáðir í að leita eftir aðstoð Atlantshafsbanda- lagsins, þó að þeir hafi á það fallizt um síðir. Dagblaðið Þjóðviljinn hefur að sjálf- sögðu eins og önnur islenzk blöð fordæmt flotainnrás Breta í landhelgi íslendinga. Kn það vakti athygli í gær, að blaðið sagði ekki eitt aukatekið orð um tilraunir Atlantshafsbandalagsins til þess að verða við óskum Ís- lendinga. Hér er þó um að ræða fyrstu markvissu tU- raunirnar til þess að leysa þann hnút, sem deila islend- inga og Breta er nú komin í eftir flotainnrásina. Þessar aðgerðir Atlantshafsbanda- Iagsins hafa því vakið óskipta athygli blaða og fréttastofa víða um heim. Kn dagblaðið Þjóðviljinn þegir; það gera sennUega lika bæði Fravda og Tass. Það þjónar einfaldlega ekki þeim alþjóðlega málstað, sem Þióðviljinn er málsvari fyrir, að greina frá því, að Islend- ingar njóti aðstoðar vina- þjóða í Atlantshafsbandalag- inu, þegar á reynir. Slíkar fréttir um liðsinni við íslenzk- an málstað má Þjóðviljinn ekki færa lesendum sínum; það væri i ósamræmi við hina heilögti baráttu fyrir sósial- ismanum. Að vísu koma slik vinnu- brögð Þjóðviljans fæstum á óvart; trúarsetningin leyfir ekki annað. Kn hitt hefur vakið meiri undrun, að dag- blaðið Tíminn sktili feta í fótspor Þjóðviljans i þessum efnum. 1 fréttum Tímans í gær er ekki getið einu orði um það, sem nú er að gerast á utanríkisráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins og snertir örlagamál þjóðarinn- ar. Þessi þögn Tímans vekur e.t.v. enn meiri athygli fyrir þá sök, að varaformaður Framsóknarflokksins, Kinar Ágústsson, utanríkisráðherra, er i brennidepli þessara at- burða. Að öllu jöfnu þarf Tíniin* ekki eins og Þjóðviljinn að fara að sömu reglum og Tass og Pravda. Kn stjórnarsam- starfið virðist hafa leitt tU þess, að ráðherrar Framsókn- arflokksins verða ekki. ein- ungis að lúta í lægra haldi fyrir kommúnistiim, heldur virðist Tíntinn einnig á stund- um þurfa að ástunda Þjóð- viljafréttamennsku. 1 stikum tilvikum þarf hann jafnvel að þegja um störf ráðherra Framsóknarflokksins. Kngu er likara en þessi blöð haldi sameiginlega ritstjórnarfundi á Þjóðviljanum. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi tU föstudags og biðjið nm Uesendaþjónustu Morg- unblaðsina. TAP OG GRÓÐI A TRVGGINGUM Nú hefur verið tugmillj- óna tap á bifreiðatryggingum undanfarin ár, að þvi er tryggingafélögin segja. Hvernig geta þau risið und- ir þessu tapi? Er svona gíf- urleg þénusta á einhverjum öðrum tryggingum? Samband íslenzkra trygg- ingafélaga svarar: Undanfarin ár hefur orð- ið mikið tap á bifreiðatrygg- ingum. Hins vegaæ hefur yf- irleitt ekki verið um að ræða reksturshalla hjá tryggingafé lögunum, nema árið 1971, en þá var nokkur halli hjá nokkrum félögum. Ástæð- an er sú, að hagur annarra greina hefur verið góð- ur þessi ár, en nokkrar sveiflur eru milli ára í afkomu einstakra trygginga greina. Þessi ár hefur tjóna- reynsla verið hagstæð í bruna tryggingum og í fiskiskipa- tryggingum, að því er varð- ar altjónstryggingu (þ.e.a.s. þegar skip farcist og eyðileggj ast). Erfitt er að spá um hvort um varanlegan bata í tjónareynslu í brunatryigging um er að ræða og óhyggilegt að gera ráð fyrir sliku mið- að við svo takmarkaða reynslu. 1 altjónstrygginigu fiskiskipa hefur reynslan ver ið mjög slæm það sem af er þessu ári, eins og öllum mun kunnugt, og líkur á því, að verulegur haMi verði á fiski skipatryggingum á þessu ári. Nú síðustu mánuði hatfa orð ið mjög verulegar hækkanir á verðlagi tjónakostnaðar i bifreiðatryggingum og réð það mestu um þá hækkun, er bifreiðatryggiingafélögin fóru fram á nú í vor. Ef verðlag hefði verið óbreytt frá árinu 1972, hefði hækkuniin ekki þurft að vera meiri en 10%. FÓSTRUSKÓLINN Áslaug Jónsdóttir, Blöndiu bakka 6, spyr: Hvað var mörgum umsækj endum synjað um inngöngu í Fóstruskólann næsta skóla- ár? Hve margir fengu inngöngu ? Valborg Sigurðarilóttír, skólastjóri Fóstruskólans svarar: 37 manns var synjað um inngöngu í Fóstruskólarm næsta skólaár, en 60 feugu inngöngu. Popp-skýrslan MOODY BLUES FORTÍÐ: Upphafið var vin- sæl plata, „Go Now“, árið 1965. Síðan komu tvö ár í myrkviðum gleymskunnar, og hljómsveitin hafði næstum sundrazt. Söngvarinn Denny Uaine (nú í Wings) og bassa- leikarinn Clint Warwick fóru og andagiftin þornaði upp. Þeir björguðust með tilkomu Justin Hayward og John Uodge og með ákvörðuninni um að slaka ekki á. Tilraunir með upptökutæknl gerðu þeim kleift að hljóðrita „Days of Future Passed" með Uondon Festival Orchestra og sú stóra plata og lagið „Nights In White Satin“ öfluðu þeim sterks fylgis. Hinar íburðar- miklu útsendingar á plötun- um og veruleg tengsl tónlist- ar og texta lyftu Moddy Blues upp á stjörnuhiminínn, sér- staklega í Bandaríkjunnm, þar sém þeir vöktu meðal fylg.jcnila sinna tilhneigingar til ofstækisfullrar dulspeki. NÍJTÍÐ: Þótt hljómsveitin sé nú vinsæl og njóti gífur- legra tekna, virðist hún hafa náð tónlistarlegri stöðnun. Plötur hennar hafa orðió inn- antómar endurtekningar, og án nokkurrar andstæðrar vitneskju er eðlilegt að telja, að Moody Blues hafi breytzt í vél. FRAMTÍÐ: Nema róttækar breytingar verði á viðhorfum hljómsveitarinnar, er erfitt að ímynda sér sannfærandi framtíðarhorfur hljómsveitar- innar. ★ Haukur eða tvífari? Mynd þessi birtist fyrir skömmu í brezka blaðinu Beat Instrumental, sem er tónlistarblað, einkum skrifað fyrir hljóðfæraleikara og hljómlistarmenn. I fljótu bragði mætti halda að hún væri af síungu sönghetjunnl okkar, Hauki Morthens, en við nánari athugun blaðsim kemur í ljós, að hún er af manni að nafni Koki Thakur. Hann er fæddur i Kalkútta á Indlandi, en stýrir nú upp- tökustúdiói i London, sem S. B. Independent Radio studi- os nefnist. — Við gerum það hér með að tillögu okkar, að ef Haukur hyggur einhvem tímann á plötuupptöku á næstunni, þá haldi hann bein- ustu leið til London og tald hana upp í stúdíói Koka. Það hlyti að fara vei á með þeim — og þeir gætu jafnvei not- að hvor annan fyrir spegil! lítL] Lokað d laugardögum Verzlanir og vinnustofur meðlima Ursmiðaféiags tslands verða lokaðar á laugardögum í sumar. URSMIDflFELflG ÍSLANDS Nauðungaruppboð Að fcröfu Úifcvegsbamka Islands, Reykjtavíik, verður bií- reiðiin R-29370 (Dodge Dart árg. ’69) seki á nauðumgar- uppiboðd, sem haM'iö verður í dag, tföstudaigmn 15. júmí, kl. 14 við Vatmsnesveg 33 (bæjarfóigeitaskrtfstofain) í Keflavik. Bæjarfógetinn i Keflavik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.