Morgunblaðið - 02.08.1973, Page 16
|0 MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1973
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrðl
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Augiýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
I lausasðtu
hf. Árvakur, Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjóifur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
á mánuði innanlands.
18,00 kr. aintakið.
egar samið var við Sviss-
lendinga um byggingu ál-
verksmiðjunnar, var gengið
út frá því, að þeir borguðu
rúmlega kostnaðarverð fyrir
þá orku, sem þeir fá frá Búr-
felli. Á þeim tíma gerðu
menn yfirleitt ráð fyrir, að
orkuverð í heiminum færi
fremur lækkandi en hækk-
andi vegna tilkomu kjarn-
orkuvera. En reynslan hefur
orðið sú, að raforkuverð hef-
ur hækkað, bæði vegna verð-
bólguþróunar og eins vegna
þess, að framfarir á sviði
kjarnorkuvísinda hafa ekki
orðið með þeim hætti, sem
gert var ráð fyrir. Þá er þess
að gæta, að vegna náttúru-
verndarsjónarmiða hefur ver
ið horfið frá byggingu ým-
issa orkuvera, bæði kjarn-
orkuvera og vatnsaflsvirkj-
ana, og loks hefur olíuverð
mjög farið hækkandi.
Eins og kunnugt er borgar
ISAL 2%—3 mill fyrir
orku þá, sem þeir fá á samn-
ingstímabilinu, en auk þess
allhátt skattgjald, en 1 mill
er einn þúsundasti úr Banda-
ríkjadollar, þannig að verðið
liggur á milli 22ja og 30 aura
fyrir kílówattstundina. Heild-
arskattar fyrirtækisins sl. 2
ár voru 62 milljónir króna,
hvort árið, þar af fram-
leiðslugjöld 56 milljónir.
Kostnaður við virkjunar-
framkvæmdir hefur nú auk-
izt svo gífurlega, að talið er,
að framleiðslukostnaðarverð
orkunnar frá Sigölduvirkjun
muni verða 7—8 mill. Bygg-
ist þetta bæði á gengislækk-
un dollarans og verðbólgu-
þróun innanlands og utan. Ef
nú væri verið að reisa Búr-
fellsvirkjun, má áreiðanlega
áætla að verð hennar væri
a.m.k. helmingi meira en
raunin varð á og raforkuverð
þyrfti þá að vera meira en
tvöfalt hærra en samið var
um. Ekki er Morgunblaðinu
kunnugt um, hve hátt verð á
raforku nú er rætt um við
bandaríska. fyrirtækið Union
Carbite, sem fyrirhugar
byggingu málmblendiverk-
smiðju. En vonandi tekst að
ná við það fyrirtæki jafn
hagstæðum eða hagstæðari
samningum en náðust við
Alusuisse á sínum tíma, og
þyrfti þá orkuverðið sjálf-
sagt að vera 7—8 mill vegna
hinna breyttu aðstæðna.
Á Alþingi 1. nóv. sl. sagði
Magnús Kjartansson, iðnað-
aðarráðherra, að 4ra milla
orkuverð væri þá „talið al-
veg eðlilegt í heiminum“, og
mun hann hafa rætt um það
verð við Alusuisse, er hann
heimsótti fyrirtækið í boði
þess í fyrra og ræddi um
hugsanlega byggingu ann-
arrar álverksmiðju. Augljóst
er, að verð það, sem iðnaðar-
málaráðherra ræddi um á
Alþingi í vetur, er nú alltof
lágt og mun óhagkvæmara
en það verð, sem á sínum
tíma var samið um við Sviss-
lendingana.
Vissulega er rétt og sjálf-
sagt að halda áfram þeirxi
stefnu iðnaðaruppbyggingar,
sem Viðreisnarstjórnin hóf.
og á iðnaðarráðherrann þakk
ir skildar fyrir að hafa varp-
að fyrir róða öllum kenning-
um sínum um böl það, sem
stóriðju mundi fylgja og að
hafa sjálfur tekið upp þá
stefnu, sem fylgt var af fyrr-
verandi ríkisstjóm.
Enn í dag reyna kommún-
istar annað veifið að halda
því fram, að samningarnir
við Alusuisse hafi verið Is-
lendingum óhagkvæmir. Svo
miklar umræður hafa um það
mál orðið, að ekki skal langt
út í þá sálma farið hér. Sann-
leikurinn er sá, að þá náðust
mjög hagstæðir samningar,
sem m.a. hafa leitt til þess, að
svo til fuli framleiðsla hefur
verið í álverinu hér, þótt hið
svissneska fyrirtæki hafi
dregið saman framleiðslu
víða erlendis. Byggist það á
því, að ISAL verður að
greiða gjöld sín hér, hvort
sem fyrirtækið hagnýtir ork-
una eða ekki, og þess vegna
var hagkvæmara fyrir Alusu-
isse að halda áfram rekstri
hér en minnka framleiðslu
annars staðar, þegar sam-
dráttur varð á álmarkaðin-
um. Og öll gjöldin greiðir
ISAL, enda þótt tap fyrirtæk-
isins hafi árið 1971 verið 214
milljónir og 1972 251 milljón
króna.
Morgunblaðið mundi vissu-
lega fagna því, ef nú tækist
að ná ámóta hagstæðum
samningum við hið banda-
ríska fyrirtæki eins og tókst
að gera við Svisslendingana
á sínum tíma, því að brýna
nauðsyn ber til að halda
áfram iðnvæðingu landsins.
Þótt nú sé full atvinna og ó-
venju hagstætt verðlag á út-
flutningsafurðum, getur æ-
tíð orðið breyting á, verðlag
á fiskafurðum getur lækkað,
afli getur brugðizt, og þess
vegna er það enn sem fyrr
rétt, að nauðsynlegt er að
renna fleiri stoðum undir ís-
lenzkt atvinnulíf.
HÆKKANDI RAF0RKUVERÐ
Óveðursský
grúfa yfir
Afghanistan
FORINGI byltingarinnar í
Afghanistan, Mohammed
Daud prins, hefur lýst því
yfir að hann muni fylgja
hlutleysisstefnu og hafa
vinsamleg samskipti við
allar þjóðir, en hann hafði
orð fyrir að vera vinveitt-
ur Rússum þegar hann var
forsætisráðherra á árunum
1953 til 1963 og fékk mikla
efnahagsaðstoð frá þeim.
Herinn í Afghanistan er
búinn sovézkum hergögn-
inn og Sovétstjórnin var
fyrsta erlenda ríkisstjórn-
in sem viðurkenndi bylt-
ingarstjórnina.
Daud hershöföingi er auk
þess kunnur fyrir stuðning
sinn við Paþana sem búa í
austurhéruðum Afghanistan
og í norð-vesturlandamæra-
héraðinu í Pakistan og studdi
kröfu þeirra um stofnunsjálf-
stæðs rikis, „Púsþúnistans",
þegar hann var forsætisráð-
herra. Ættflokkadeilur hafa
magnazt í Pakistan síðan lýst
var yfir sjálfstæði Bangla-
desh og þvi horfir ófriðvæn-
lega i sambúð Afghanistans
og Pakistans eftir byitinguna.
Rússar virðast hins vegar
geta vel við unað vegna stuðn
ings slns við Indverja og bar-
áttunar gegn Kinverjum, sem
styðja Pakistan.
Einnig hefur Daud hershöfð
ingi orð fyrir að vera ráð-
ríkur og harður í hom að taka
og þess vegna er því loforði
hans tekið með varúð að kom-
ið verði á „raunverulegu lýð-
ræði“ i stað „hálfgerðs lýð-
ræðis“, sem hafi ríkt á undan-
förnum tíu árum. Hann verð-
ur líka að vera viss um stuðn-
ing Paþana og annarra vopn-
aðra ættflokka, sem eru
íhaldssamir, og ef hann er það
ekki er hætta á blóðsúthell-
ingum og jafnvel borgara-
styrjöld. Samkvæmt sumum
fréttum haf a trúarleiðtogar
skorað á ýmsa ættfiokka að
grípa til vopna til stuðnings
konunginum.
Hægfara stefna
Fráfarandi forsætisráð-
h' -ra. Moha-mmed Musa Shaf-
iq, sem tók við embættinu í
desember í fyrra, boðaðl þing-
kosningar áður en byitingin
var gerð en stóð ekki við lof-
orð sitt um að leyfa starfsemi
stjórnmálafiokka. Hann ætl-
aði að tryggja sér völd 1 fimm
ár til viðbótar og stefna hans
innanlands var hægfara jarða
skipting, barátta gegn ólæsi,
aukin atvinna til að stemma
stigu við atvinnuleysi í bæj-
um, auknar gjaideyristekjur
og ýmsar umbætur í félags-
málum, efnahagsmálum og
fjármá’lum. I uteinríkismálum
ætlaði hann að fylgja vinsam-
legri stefnu við ríki í austri
og vestri. Takmark hans var
að flýta fyrir uppbyggingu at-
vinnulífsins með aðstoð ann-
arra ríkja en Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna, en Afghan-
istan hefur þegið mikla efna-
hagsaðstoð frá þeim báðum.
Daud prins er mágur Mo-
hammed Zahirs fráfarandl
konungs og sagði af sér emb-
sétti forsætisráðherra fyrir
tíu árum af því honum fannst
konungurinn ekki ganga nógu
langt í- lýðræðisátt þegar
hann kom á þingræði, en
spyrja má hvort skoðanir
hans hafi breytzt slðan þrátt
fyrir yfirlýsingar hans eftir
byltinguna. Valdaklika Paþ-
ana eða Púsþúna eins og þeir
kallast í Afghanistan stendur
á bak við Daud og hann er
kunnur fyrir mikia andúð á
kommúnistum þótt hann sé
vinur Rússa. Einu sinni sagði
Daud að hann væri ánægð-
astur þegar hann gæti kveikt
sér i bandarískum sígarett-
um með sovézkum eldspýtum.
Þetta lýsir allvel ástandinu í
Afghanistan eins og það var
þegar hann lét af völdunum
fyrir tiu árum og síðan hef-
ur verið fylgt stefnu, sem var
mótuð á fyrri valdaárum hans.
Mohammed Daud.
Eymd og fátækt
Vinstri áhrifa hefur gætt
meðal ungs fólks og mennta-
manna í Afghanistan og
helzta mótvægið gegn slákum
tilhneigmgum væri þjóðernis-
hyggja, en tilraunir til að
magna hana gætu haft áhrif
á sambúðina Við Pakistan ef
deilan um Paþana rís að
getur Daud ekki staðið gegn
nýju. í landbúnaðarmálum
kröfum smábænda um jarða-
skiptingu því þeir hafa feng-
ið sig fullsadda á lénsherrum,
sem hafa á að skipa .vopnuð-
um einkaherj um og eru grun-
aðir um hlutdeild I víðtæku
smygli, ekki sízt á eiturlyfj-
um. (Landið er alræmt fyrir
eiturlyfjasmygl og sem para-
dís hippa frá mörgum lönd-
um). Kröfur íbúa í bæjum um
tjáningarfrelisi, fundafrelsi og
bætt laun og kjör hafa lika
orðið sífellt háværari. Einnig
er liklegt að Daud reyni að
hafa herinn góðan með þvi að
leyfa aukin ka-up á vopnum
og hergögnum og koma á
stramgara herskyldukerfi.
Ástand efnahagsmálanna
virðist hafa smálagazt á und-
anfömum mánuðum, þótt
Daud haldi því fram að land-
ið standi á barmi gjaldþrots,
en óvíða i heiminum eru þjóð
artekjur á mann minni (hundr
uð þúsunda hafa innan við
600 krónur i mánaðarlaun,
5—10% eru ölæsir og óskrif-
andi og íbúarmir eru 10—17
milljónir). Hungursneyð varð
nýlega í Bagdhis, fátækt smá-
bændanna er mikii og vax-
andi fjöldi fólks hefur flutzt
úr sveitunum og býr við sult-
arkjör í úthverfum helztu
bæja, en fráfarandi stjórn
þótti takast vel að ráða fram
úr vandamálum, sem leiddu
af hungursneyðinini, og var
farin að hefjast handa um
framkvæmd áætlana til þess
að bæta kjör hinna lægst
launuðu. Samkvæmt fimm ára
áætlun er gert ráð fyrir fjár-
festingum að upphæð 2.000
milljón dollara og þótt litlar
horfur séu taldar á stórkost-
legum framförum í efnahags-
málum er þar með ekki sagt
að þjóðin sé dæmd til að búa
við stöðuga fátækt.
Daud virðLst vera traustur
í sessi þar sem hann hefur
öflugan stuðning að baki og
er gamalreyndur stjórnmála-
foringi. Þesis vegna má bú-
ast við þvi að jafnvægi verði
ríkjandi í stjórnmálum Afgh-
anistan, en þótt enn sé ekki
fullljóst hvaða stefnu hann
muni fylgja virðist trúlegast
að rikjandi þjóðfélagskerfi
verði ekki kollvarpað og að
reynt verði að koma breyting
um til leiðar innan ramma
kerfisiins.
Stríðshætta?
Vitað er að Rússar hafa um
nokkurt skeið hvatt yfirvöld
í Afghanistan til þess að
stemma stigu við áhrifum
samtaka vinstri manna, sem
eru grunaðir um stuðning við
Kinverja og Rússar óttast
kínversk áhrif í Afghanistan,
en þótt Daud vi'lji gjarnan
verða við þessum ós'kum
Rússa er ólíklegt að hann
geri mikinn greinarmun á
kommúnistum, sem styðja
Rússa eða Kinverja.
Mikilvægi Afghanistans hef
ur aukizt i augum Rússa
vegna sóknar þeirra að Ind-
landshaíi og aukinnar um-
svifa þeirra á Indlandsskaga,
en óvist er hvaða hag þeir
geta séð sér í árekstrum, sem
kunna að verða milli Afghan-
istan og Pakistan út af Pús-
þúnum, þótt þeir virðist mega
vera ánægðir með byltinguna.
Hætta er á að Pakistan iim-
ist í sundur vegna ættflokka-
deil-na og Daud og stuðnings-
menn hans vilja innlima hér-
uð Púsþúna í riki sitt. Rússar
hafa áreiðanlega ekkert á
móti því að erfiðleiikar Pak-
istana aukist enn frekar
vegna stuðnings Kinverja við
þá, en hins vegar mundi Iran
að ölium líkindum styðja Pak
istan. Ósennillegt er að Rúss-
ar vilji að ófriðvænlegt
ástand skapist svo nærri landa
mærum þeirra og ldiklega
verður Daud að fara hægt í
sakirnar, en hvað sem þessu
líður er þessi hætta fyrir
hondi. Valdajafnvægi er óstöð-
uigt í þessum heimslhluita um
þessar mundir, ekki sízt þar
sem íran er orðið mikið her-
veldi og hefur auk þess feng-
ið aukna þýðingu vegna oiíu-
kreppunnar í heiminum.