Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐTÐ — FÖSTUDÁGUR 24. ÁGÚST 1973 Sigölduvirkjun tilbúin Efri myndin sýnir staðhætti við Sig:öldu eins og þeir eru nú. Vegurinn frá hægra horni myndarinnar er vegurinn frá BúrfeUi upp að Þórisvatni en krossinn sýnir hvar stöðvarhúsið mun koma. Neðri myndin er af likani virkjunarinnar. Fremst eru brýr Búrfellsvegarins en þar fyrir ofan er stöðvarhúsið og aðrennsl- isskurðurinn. 1976 Raforkuverð meir en tvöfalt hærra en í Búrfelli I GÆR var undirritaður samningur á milli Lands- virkjunar og júgóslavneska fyrirtækisins Energoprojekt um byggingu Sigölduvirkj- unar. Hljóðar samningsupp- hæðin upp á sem næst 2.680 milljönir isl. króna. Á virkj- unin að vera tilbúin til raf- magnsframleiðslu síðari hluta ársins 1976 en orkuvinnslu- geta hennar verður 150 megavött. Athuganir á hagkvæmni virkjunar við Sigöldu og áætlanir voru fyrst gerðar á árinu 1960 og hafa tvær áætl- anir verið gerðar siðan, 1966 og 1967. Lokaáætlanir voru svo gerðar snemma árs 1970 og urðu niðurstöður hennar jákvæðar. Ákvarðanir um byggingu virkjunarinnar voru svo tekn- ar árið eftir eða í september 1971 og var Virki hf. og Eleotro-Watt í Ziirich falið að gera útboðsgögn en þau fyrir- tæki gerðu einnig lokaáætl- unina. læitað var tilboða og voru lokatilboð opnuð 13. apríl sl. en tilboð bárust frá fimm að- ilum. Voru tilboðin í athugun þair til 19. júní er stjóm Landsvirkjunar ákvað að taka tilboði Energoprojekt um byggingarhluta virkjunarinn- ar. FVRIRKOMULAG Stíflað er fyrir gljúfrið og hraunið ofan við Sigöldu og vatni veitt um gön.g í að- rennslisskurð og þaðan um þrýstivatnspípur að stöðvar- húsi, sem grafið er inn í hlíð- ina neðan við Sigöidu norðan ár. Frá stöðvarhúsi er frá- rennslisskurður út í ána rétt neðan við brúna. Nýtanleg fallhæð verður 74 m. Lónið, sem myndast ofan við stífluna verður um 175 milljón m3 að rúmmáii og þar af nýtanlegt rými til miðlunar um 140 milljón m3. Aðalstíflan vrður um 920 m löng grjótstífla með þétti- lagi úr malbiki á vatnshlið stíflunnar, 38 m há í gljúfr- iinu, þar sem hún er hæst, en rúnmmál hennar verður um 1.3 miUjón m3. í stífl- unni verður komið fyrir botnrás, sem gerir kleift að hleypa allt að 300 m3/sek. út úr lóninu í þeim tilvikum, að loka þyrfti fyrir innrennsli tíl stöðvarinnar og jafnfraimt halda rennsli til virkjana neðar óskertu. Við eystri enda stíflunnar eru stein- steyptar yfirfallsstíflur alls um 500 m langar. Göngim frá lóni í að- rennslisskurð eru 450 m löng. Þau eru þannig gerð, að fyrst er grafinn skurður, á botrn sikurðarins er steypt pípa, sem síðan er fyUit yfir með jarðefnum. Steypta píp- an er 6,5 m í þvermál að innanverðu. Aðrennslisskurður verður 580 m lamgur. 10 m breiður í botni og um 24 m djúpur frá hæsta vatnsborði. Úr að- rennslisskurði er vatnið leitt í stálfóðruðum steinsteypu- pípum að stöðvarhúsi. Hver pípa þjónar einmi vél, hver um sig 4,5 m í þvermál að inmanverðu og um 107 m löng, gerð fyrir 90 m'Vsek. rennsli. Stövarhús verður gert fyr- ir þrjár vélasamstæður, sem hver u-m sig veða 50 MW. Vatnshverflamir verða af Francis gerð 51,5 MW á lóð- réttum ás, snúningshraði verður um 200 sn./min. Aðalspemmubreytar verða þrir 10—14/220 kV, og verður þeim komið fyrir framan við stöðvarhúsiö. Tengivirki verður reist norð vestan við stöðvarhúsið, og þaðan verður lögð háspennu- lina í tenigivirkið við Búrfell. TVÖFALT DÝRARA Verð á rafmagmi frá Sigöldp virjun verður meir en tvöfalt hærra en á rafmagni frá Búr fellsv.rkjun, að því er Jóhann es Nordail upplýsti á blaða- manmafumdi í gær. Stafar þetta m.a. af því að nýting raf magns frá Búrfelli er mun meiri en gert er ráð fyrir að hún verði á rafmagni Sigöldu. þar sem Búrfellsrafmaignið fer að miklu leyti til orku- freks iðmaðar en Siigölduraf- magnið meir tii heimilisnota, sem þýðr að nýtimg þess verð ur aðeins um 45%. Þá hefur hærra verðlag einniiig áhrif á raforkuverðið. 800 GlGAWATTSTUNDIR Meðalremmsii Tunigniaár við Sigöldu er um 105 rúmm/sek. Nú að loknum framkvæmd- um við Þórisvatn verður með alrennslið rúmlega 150 rúmm. /sek., þar eð rennsli Köldu- kvíslar og Þórisósis bætist við. Þegar virkjum við Sigöldu hefur verið bætt við kerfi Lamidsvirkjunar mun auknimg tryggðrar orkuvinmislugetu kerfisins verða um 800 gíga- wattstundir á ári og seljan- leg afigangsorka um 300 gíga- vattstumdir á ári. Er þá miðað við 150 MW i Sigölduvirkjum og núverandi miðlun í Þóris vatni, en reiknað er með að unrnt verði að auka þá miðlun síðar. TIBÚIN 1976 Gert er ráð fyrir að fram- Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.