Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ — FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 1973 17 Húsnæðismálastj ór n vantar um 2000 millj. á næstu 18 mánuðum — Rætt við Gunnar Helgason um öngþveitið í húsnæðislánakerfinu Gunnar Helgason EINS og frani hefur kom- ið í Morgunblaðinu ríkir svo mikill fjárskortur hjá Húsnæðismálastjórn, að nánast ekkert fjárinagn er fyrir hcndi til þess að veita fyrri hluta lán til húsbyggjenda, sem eiga rétt til slíkra lána á þessu ári. Er talið, að Byggingar- sjóð skorti a.m.k. 700 millj- ónir króna nú þegar til þess að geta innt þessar lánveitingar af hendi. Hins vegar er allt í óvissu um, með hverjum hætti þetta vandamál verður leyst eða hvort það verður leyst og þá hvenær. Morgunblaðið hefur átt viðtal við Gunnar Helga- son, sem er annar af full- trúum Sjálfstæðisflokksins í Húsnæðismálastjórn. um þann vanda, sem nú steðj- ar að húsbyggjendum og fjárskort Húsnæðismála- stjórnar. Fer samtalið hér á eftir: — Hvað hefur verið gert til þess að leysa þennan fjár- hagsvanda Húsnæðismáia- stjómar? — Ljóst er að þessi tala, þ.e. 700 mitljónir, sem fram hefur komið í blöðum er sízt of áætluð, segia: Gunnar HeLga son, ef Húsnæðismálastjóm á að hafa einhverja mögu- leika til þes® að inna lán af hench tdl húsbyggjenda á svip- aðan hátt og undamfarin ár, en þá fengu allir þeiir, sem gert höfðu fokheit fyrfr 1. nóv ember, frumlán. Einu pening- amir, sem Húsnæðismáia- stjóm hefur nú til frumlána og fraimkvæmdalána og ektoi hefur verið ráðstafað eru 28 milljónir króna. Hins vegar hefur, við talningu umsókna, komið í ljós, að hinn 15. ágúst sl. höfðu samtals 646 umsókn ir verið úrskurðaðcir fullgild- ar og lánshæfar hjá Húsnæð- ismáiastofnunininii og þessu til viðbótar hafði verið tii- kynnt um 177 fokheldar íbúð- Lr eða samtals 823 íbúðir, en i júní sl. lágu samtals 2092 nýjar lánsumsókndr fyrir vegna byggingu nýrra íbúða. Hefur þessi taia haakkað sið- an. Frumlán út á þessar 823 umsókndr miðað við 350 þús- und króna lán nema 288 millj- ónum króna. Húsnæðismála- stjóm hefur gert ráð fyrir því, að a.m.k. 400 íbúðir til viðbótar verði fokheldar fyr- ir 1. móvember en ég tel mjög senniiegt að sú tala sé of lág og eims geti verið, miðað Við umsóknarfjölda, að 500—600 íbúðir kynnu að verða fok- heldar fyrir 1. nóv. En jafnvel þótt ekki yrði um að ræða nema 400 íbúðir, sem yrðu fokheldar á þessu timabiii, nemur sú upphæð 160 milljón- um króna. Fjárþörfin af þess- um sökum nemur því varlega áætlað um 448 millljómum króna en frá þeirri upphæð dragast fyrrnefndar 28 millj- ónir, þannig að eftir standa 420 milljónir. Til viðbótar þessu þurfa nauðsynlega að koma framhaldslán til þeirra einstaklinga, sem fengu frum lán sdn greidd í maímánuði sl. og nemur sú upphæð 136 milijániuim króna. l>á er ekk- ert fjármagn fyrir hendá til veitingar framkvæmdalána, hvorki til verkamannabú- staða, byggingarsamvinnufé- laga eða anmarra aðila. Bygg- ingaraðilar hafa talið, með réttu, að slik framkvæmdalán væru undirstaða þess, að þeir gætu haldið uppi eðlilegri byggingarstarfsemi. Sérstak- lega hygg ég að skortur á fé til framkvæmdalána komi harkalega niður á byggiingu verkamannabústaða víðs veg ar um land, sem nú er hafin og slíkar framkvæmdir víða í undirbúningi. Lágmarks- upphæð til þessara þarfa er um 150 milljónir króna. Sam- tals er fjárskorturinn miðað við þessar forsendur því rúm- lega 700 miHjónir en raunar kæmi mér ekki á óvart, að í raun vanti 800-—850 milljón- ir króna. — Hvers vegna hefur ekk- ert verið gert til þess að tryggja þetta fjármagn fyrr en nú, þegar allt er komið í eiindaga ? — Húsnæðismálastjóm sá þegar á síðasta ári fram á verulega vöntun fjármagns á þessu ári en í fyrra tókst að leysa vandann m.a. vegna þess, að tekjur Byggingar- sjóðs fóru fram úr áætlun. Fengið var hið óhagstæðalán frá liifeyrissjóðunum sem á sl. ári og þessu hefiur sam- tals numið um 180 milljón- um króna og viss fyrlrgreiðsla úr Seðlabainkanum, þ.e. yfir- dráttarlán áð upphæð 105 miiljónir króna likt og fyrri ár. Eins og ég tók fram áðan sá Húsnæðismálastjórn mjög ljóslega fram á mikla fjár- vöntun á þessu ári og gerði rikisstjórninni grein fyrir þvi með bréfum og greiðsluyfir- litum. Húsnæðismálastjóm var sammála um það haustið 1972 að fara fram á það við rfkisstjórn og Alþimgi að fast framlag rikisins til Bygging- arsjóðs hækkaði úr 75 millj- ónum í 200 milljónir en fram lag rikissjóðs hefur verið ó- breytt írá þvi núgildandi lög voru sett 1970, þrátt fyrir tvö- földun fjárlaga á sama tíma. l*essum óskum var í engu sinnt. Telja verður að rikis- stjórnin hafi haldið, að þetta mundi fljóta eins og undanfar in ár með einhverjum bráða- birgðaúrræðum. Hið eina, sem frá ríkisstjórninni hefur kom- ið er raunverulega það, að ný og aukin útgjöld hafa verið lögð á Byggingarsjóð án þess að nýir, fastir tekjustofnar kæmu á móti. í því sambandi má benda á lög um byggingu 1000 leiiguíbúða á næstu 5 ár- um, sem samþykkt voru á sið asta Alþingi. Húsnæðismála- stjórn vakbi þá athygld á því, að ekkert fjármagn væri fyr- ir hendd til þess að sinna þessu gagnlega verkefni. LÖgin voru samþykkt en ekkert hugsað um að útvega fjár- magn til þess að gera þessar framkvæmdir mögulegar. Fyrir 1% ári var ákveðið að hækka lán til kaupa á eldri íbúðum úr 50 miilljónum i 80 milljónir og i ár var ákveðið að hækka hámarkslán úr 600 þúsundum í 800 þúsund. Ekk- ert hefur verið gert til þess að útvega fjármagn til þess að standa undir þessum hækk unum lána. En þrátt fyrir, að níkisstjómin hefði með þess- um hætti aukið útgjöld Bygg- ingarsjóðs verulega, taldii hún fært að svipta sjóðiinn hluta tekna sinna af launaskatti um síðustu áramót í sambandi við samninga við útgerðina þá. Bn sú upphæð mun nema um 46 millj. króna. Auk alls þessa má benda á, að nú fyrst er byggimig verka- mannabústaða að komast verulega á rebspöl og krefst mjög • aukims fjármagns á þes®u og næsta ári. Það má búast við þvi, að Ö4I þessi nýju útgjöld nemi a.m.k. 900—1000 miilljónum á næsta ári. — Hvað hafa lán Húsnæð- ismálastjómar hækkað mik- ið í tíð núverandi rikisstjóm- ar? — Með lögumum frá 1970 voru hámarkslán ákveðin 600 þúsund með heimild til hækk- unar á 2ja ára fresti og voru nú í ár heekkuð upp í 800 þús- und tíl þeirra, sem hefja bygg ingaframkvæmdir í ár. Ljóst er að þessi hækkun er ekki í samræmi við hækkun vísi- tölu byggingarkostnaðar, hvað þá kostnað við byggingu íbúða. Þess vegna lögðum við Sjálfstæðismeon til, bæði í Húsnæðiismálastjórn og á Al- þingi, að hámarkslán yrðu hækkuð í 900 þúsund krónur og hefði sú upphæð þó ekki nægt til þess að halda í við hækkun byggingarkostnaðar. Höfðu þó núverandi valdhafar mjög ráðizt að Viðreisnar- stjórninni fyrir það, að lán til húsbyggjenda væru of lág. Á það skal bent, áð annar fuil- trúi Framsðknarflokksins i Húsnæðismálastjóm var á sömu skoðun og við sjálfstæð ismennimir varðandi hækkun lánanna. —Hvernig eru horfur í mál efnum Húsnæðiismálastjórnar á næsta ári ? — Þótt vandí Byggingar- sjóðs sé mikill og geiigvæn- legur þegar hugsað er til þess mikla f jölda fólks, sem byggir vonir sínar á frekari lánum frá sjóðnum á þessu ári, virð- ist útlitið eran verra á næsta ári og kemur þar margt til, í fyrsta lagi auknar bygigimgaframikvæmidir í liand irau og í öðru laigi ný og aiukin verkefni, sam Bygginigarsjóð ur á að standa uradir án þess að raokkuð bóli á fjáröfliun til þeirra, eins og áður var greirat frá. í>ar sem fjárvöratiun Bygig- inigarsjóðs er 700—800 millj óndr á þessu ári, er öruggt að hún er ekki minrai en um eða yfir 1000 millj. á næsta ári. Þarf þá á einiu og háMu ári að aíia nær 2000 milljóna króna til Byigiging.arsjóðs til þess að haran getí sirant þvi verkefni, sem homiuim er ætíað með lög- um. Verði ekki brugðið skjótt við, fæ ég ekki araraað séð en algert neyðarástand skapist í byglginigariðnaðinum með þeiim afleiðniguim, að húsnæð isvandræðin aukist til stórra muna og fjöldi fólks komiiist í þrot. — Þú minmist áðan á óhag- stætt lán frá Mfeyrissjóð'un- um. Hvern'ig var því háttað? Þessi llán eru tryggð með fullri bygginigavísitöiu, en mið að við hækkun visitöl u bygg- ingakostniaðar á undanfömum árum og þá sérstaklega í tíð núverandi rikisstjómar miuradu slíkar lántökur rýra svo fjárhagsgetu sjóðsins á stu'ttum tíma, að aranað ráð stöfiunarfé mundi étast upp lí'kt og fór fyrir framikvæmda sjóðum landbúnaðarins ag 'gaimla bygiginigarsjó'ði verka maranabústaða. Lán með Slílk um kjörum er engin lausn og var enigin lausm á fjárhags- vanda Byggingarsjóðs. Þegar þetta lán var tekið í sárri neyð í fyrra, til þess að bjarga fjölda fólks, sem var 1 vandræðum vegna bygigiraga sinna, var öll Húsnæðismála- stjóm sammála að vara við Lántöku með þessu.m kjörum og fór þess á leit við ríkisvald ið að það bætti Byggiragar- sjóðnium upp það fjárhagslega tjóra, sem hann yrði fyrir vegna þessarar lántöku. Við þeseari málale tan fékk húsnæðismáiastjórn það svar frá ríkisvaldinu, að það hefði verið hlutverk ríkisstjómar og Alþinigis að leysa vanda sjóðs ins á l'jðrauim árum og þanniig mundi það verða i firamtíð- itini. Nú er að sjá, hvemiig staðið verður við þau orð. Ný og ný útgjöld lögð á Bygg- ingarsjóð - engar nýjar tekjur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.