Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.08.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAEHÐ — FÖSTUDAGUR 24. ÁGOST 1973 SAI G Al N Anne Piper: 1 Snemma í háttinn mig þá linast ég öll upp í hnján tnn. — í>ið Jack eru nú bæði hrein ustu blábjánar. Ekki skil ég í því að þú skyldir ekki giltast honum fyrir tíu árum. — Hann bað mín aldrei. — Hann hlýtur að hafa ætlað að gera það. Það er greinilegt að hann tilbiður þig. — Heldurðu það? En hann bara stynur þvi aldrei upp, en forfærir mig þegar verst á stend ur. Hann skrifar mér ekki einu sinni. — Nú náði sjálfsmeðaumk unin fullu taki á mér og ég fór aftur að vola. Betsy klappaði á bakið á mér og reyndi að hugga mig. '— Ég held að þú sért búin að vera of lengi héma ein þíns liðs, sagði hún. Það er greini- legt að þú ert ekki sjálfbjarga. Komdu nú til mín tii Chipworth í nokkra mánuði þangað til þessi skilnaður er afstaðinn. — En hún mamma þín? Auð- vitað verður hún bálvond! — Hún hefur svo mikið að gera, að hún tekur ekki einu sinni eftir þér. Hún er formað- ur í hjálparsveit staðarins og er að heiman næstum allan dag- inn. Svo gætirðu líka gengið í sveitina og þá yrði hún stór- hrifin. — Já, það væri nú indælt að vera í Chipworth um sumar- timann, sagðd ég. — En ég man nú fyrst og fremst eftir kuld anum þar. Kemur Edward þangað nokkum tima? — Hann kemur einstöku sinn um heim í fríi en núna held ég að hann sé í Norður-Afriku, svo að þá ætti öllu að vera óhætt. — Þá þætti mér væot um að mega koma, sagði ég. — Ekki veit ég hvemig ég færi að ef þú værir ekki, Betsy. Ég leigði þvi Skeggja ibúð- ina handa einum undirmanni hans. Hann var næstum farinn að skæla þegar hann heyrði, að ég væri að fara, en bætti því við, að kannski væri þetta fyrir beztu, þar eð hann ætti æ erf- iðara með að hafa hemil á til- finningum sínum til mín. — Það verður þá ekki annað en fögur minning, sagði hann og greip báðar hendur minar á stöð inná. Og yfirskeggið á honum skalf, svo var hann hrærður. — Þú verður að hjálpa kon- unni þinni að skilja þig, sagði ég. — Og byrja upp á nýtt? spurði hann daufur i bragði. — Já, byrja upp á nýtt. Ég er fegin að þú skyldir aldrei segja henni frá mér, kallaði ég til hans um leið og lestin fór af stað. Hann hljóp másandi fram með lestinni og hélt í höndina á mér eins lengi og hann gat. — Þú skrifar mér? sagði hann. — Nei sagði ég, — það er auð- veldara fyrir okkur að láta þessu vera algjörlega lokið... — Algjörlega lokið? Hann sleppti hendinni á mér og hætti að hlaupa. Svo veifaði hann drifhvítum vasaklút eins lengi og ég gat séð til hans. Jæja þá. Ég var setzt að í Chipworth í annað sinn til að biða eftir skiilnaði. Ég fékk lítið herbergi við hliðina á Betsy. Það vissi út að garðinum og á sumrin óx tré með hvítum rós- um alveg upp að glugganum. Ég var fegin að Ciark skyldi enn vera þama, en nú hafði hann ekki neina þjóna til að hjálpa sér og hann var afskaplega seinn á sér kring um stóra mat- borðið. Oft borðuðum við Betsy og Marion og ég einar, en meðan Marion var þama, notuð um við alla lengdina á borðinu og urðum að kal'la hver til annarr ar, eftir þvi endilöngu. Ég gekk í hjálparsveitina og Marion gerði mig að bílstjóra. Ég hafði gaman af þvi. Sveitin var yndisieg, svona að vor- og sumariagi, og ég vissi aldrei, hvert ég yrði send hverju sinni. Það liðu einir tveir mánuðir áður en ég heyrði yfirleitt orð frá Fred. Og þegar loks að þvi kom var það dauflegt bréf. „Elsku konan min: — Ég heyrði frá mömmu, að þú hefðix verið mér ótrú. Ég vildi að ég gætá trúað að það væri ósatt, en hún virðist hafa fengið áreiðan- legar upplýsingar. Þess vegna verð ég að skilja við þig. Það er nú erfitt, þar sem ég er á leið til Austurlanda. Vertu sæl. Fred.“ Ég svaraði um hæl: Chipworth. „Elsku Fred. Ég er hrædd um að ég hafi ekki verið þér við- eigandi eiginkona og hefði aldrei átt að giftast þér, þar sem þú ert allt of góður handa mér. Fáðu skilnaðinn eiins fljótt og þú getur. Ég verð hérna hjá I þýáingu Páls Skúlasonar. hennd Betsy þangað til hann er afstaðinn. Bless! Jenny.“ Og í júni þegar rósatréð iinn- an við gluggann hjá mér var í fullum blóma og ilmaði inn um gluggann minn á hverju kvöldi, sendi hann mér flugbréf: „Elsku Jennifer. Skilnaðurinn er i fullum gangi. Það gleður mig að heyra, að þú skulir vera hjá Betsy. Veiztu bara hvern ég hitti i Kalkútta um daginn? Þennan geðuga flugforingja, hann Jack, sem við borðuðum með á afmælinu þinu. Hann spurði um þig og honum þótti af- skaplega leitt að hjónabandið okk air skyldi vera að fara út um þúí ur. Hann bað að heilsa þér. Hann var á leið á einhverja hættulegri staði. Bless! Fred.“ Jæja, þarna var þá eiitt nýtt umhugsunarefni og nú tók ég eftir þvl í fyrsta sinn, að það var lika stríð í Austurlöndum. Jennifer litla var nú orðin hálfs fimmta árs og mjög skraf- hreyfin. — Það er góð lykt aí þér, sagði hún, þegar hún var að athuga fötin min einn daginn. — En sá indædi hattur! Má ég setja hann upp? Hún setti upp grænan stráhatt með rauðum kirsiberjum á án þess að bdða leyfis. Svo klifraði hún upp á stól og horfði á brúna andlitáð á sér í speglínum. Hún var með svarta tíkarspena alveg eins og Betsy þegar hún var lítil. —Ég held ekki að hattur fari mér vel, sagði hún með efasemdasvip. — Ég held að það verði öðru visd þegar þú setur hárið upp, sagði ég og svo setti ég það upp og prófaði hattinn aftur. — Þama sérðu, sagði ég. —Nú fer hann betur. Betsy kom inn. — Þú ert strax farin að spilla henni dóttur rninni, sagðá hún. — Hver kona ætti að hugsa eitthvað um útiitið sitt, sagði ég. Hversu skynsöm sem hún ætlar að verða. velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til fö.studags kl. 14—15. 0 Portúgalsvatn „Poseidon“ skrifar : „Kæri Velvakandi. Ef þú villt gera fjölda kvenna og karla gott, þá lang- ar mig til að biðja þig um að birta þennan stutta pistil. Áfengisvandamálið er ekkert sex daga stríð, en eitt skot- mark liggur beint við. Hér í borginni er mikill fjöldi fólks, sem hefur orðið áfeng- isböMinu að bráð og er margt svo iílla farið, að það getur ekki srtundað vinnu, en liifir á bón- björgum og betl. Þetta fólk hefur venjulega aMis ekki efni á að kaupa sér áfengi og fengi reyndar su-mt ekki afgreiðslu í Rikinu. Hins vegar fæst hér víða í verzlunum vökvi, sem heitir „Eau de Portugai" og á að heita rakspiri. Sannleikurinn er bara sá, að þennan rakspíra notar enginn hvítur maður til þess, sem upphaiflega er til ærtl- azt, helduir er hanin notaður til drykkjar. Enda þótt ÁTVR láti líma miða á flöskumar, sem á stendur „Óhæft til drykkjar", þá er sannleikurinn sá, að fjöldi fóiks á öllum aidri drekk- ur sig taliindfullrt af þessum óþverra. Má sjá þess glögg merki á ýmsum útívistarsvæð- um í borginni, tii dæmiis á Mikiiatúni, við Tjömina og við- ar. 0 ÁTVR hætti sölu á þessum varningi Þess'i „mjöður“, sem geng- ur undir gælunöfnum eins og „hristinigur“, „dingailing", „geitamjólk“ og fleina fæst víðs vegar í borginmi á virkum dög- um, en eiinniig í ýmsum sjopp- um um helgar. Þegar almennar sölubúðir eru ekki opnar bíða oft heilir hópar af fóiki við sjoppur, sem verzla með „Eau de Portugal", þegar Mða tek- ur að opnuinartíma. Fólk, sem leiðzt hefur út í að drekka þetta eiitur, sem að visu er ekki banvænt, þarfnasrt sannarlega hjálpar. Áreiðanlega væri þertta fól'k betúr sett, ef ÁTVR hærtti sölu á þe.ssum vamingi. Þá yrðu a.m.k. fleiri ljón á vegi þeiirra, sem þurfa að verða sér úti um svona drykkjarföng. Hér hefur verið drepið á atr- iði, sem lemigi hefur verið til skammar — vonandi getur það orðið tdl þess að bæta eirtrthvað úr fyrir drykkjusjúklimgum. Að lokum, Velvakamdi góður, treystt ég þér fyliiittega ttil að bæta rúsinu í pyisuendamm og hvetja menn, sem stjóma og ráða yfir þessari „dingaling- brugguin", að hætta henni með öllu, og „kútta" strax á þenn- am ósóma. Poseidon." Velvakandi tekur undir með brófriitara, og minnist þess að hafa eitt sirnn spurt afgreiðslu- marnn í matvöruverzlun nokk- urri hverjir keyptu þennan um- rædda rakspíra. „Emgdr aðrir en rónarnir," var svardð. Meðam bannað er að selja áfeng drykkjarföng annars staðar en í útsölum ÁTVR og á veitinigastöðuim, sem hafa vin- veiitingaleyfi, verður það að teljast hæpin ráðsitöfun, að á hverju götuhomi, svo að segja, sé til sölu áfengur vökvi, sem flestir vita, að notaður er nær eingöngu til di-ykkjar. 0 Birtið myndir af árásarmönnum en ekki fórnarlömbum Þorsteinn Sigurjónsson skrifar: ,IWig langar tíl að koma á framfæri eftirfarandi atihuga- seand: Mig hefur lengi furðað á þvi, að þegar fólík verður fyrir árás- um, svo að meiðsli og tjón hlýzit af, eru oft biriar mynd- ir af fórnariömbuinum, en ekM af þeirn, sem valdiir eru að of- beldisverkunum. Nú síðast vakti þetta athygli mína í fréttum af árás á fólk i húsi H j álpr æðishersiins og mann á Austurvelli. Mér fienist, að það hljótí að vera nógu niiðurliægjandi að verða fyrir þessum árásuim, þó að það bætist ekkli við að fá myndir af sér í blöðunum. Er nú ekki kominn tímii tíl að snúa þessu Við og hærtrta að biria myndir af þeim, sem sak- lausir verða fyrir árásum, en birta þess í stað myndir af þeim, sem ódæðisverkin vinna, svo að attmenndngur eigi hæg- ara með að vara Siig á þeim síðar meir? Þorsteinn Sigiirjónsson.* Gvennifigavföíin hafa 'hjáípað tnóvgittn, qceta cinníg fijátpaS jo&v. Xannaðu tnóguteílca gcennLngatfalnaÖaCÍns á cö og naeÖL heima, tya. foét. Öendutn nánavi upplysLHg' at. Xitpptu ái auglýsing- una. ðktífaðu nafn htlt og heitniLLsfang á bLaolcanUnn hec aS neÖan og sendu L dag iiL HEIMAVALÓ, &ok 39, HópavogL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.