Morgunblaðið - 20.09.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 20, SEPTEMBER 1973
Fa
J1 HÍI.AI.i U.i \
'Aisum
220-22-
RAUDARÁRSTÍG 31
BILALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
/& 14444
U ;
\& Z5555
mUHB/fí
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
BORSARTÚN 29
AV/5
SIMI 24460
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL *
SSSI“ trausti
►VíKHOLT 15ATEL 25780
SKODA EYÐIR MINNA.
Shod n
LCIOAH
AUÐBREKKU 44 - 46.
'£PSfMl 42600.
HÓPFERÐIB
m leigu í lengri og ske.mnri
ferðir 8—50 farþega ‘lílar.
KJARTAN INGIMARSSON,
sími 86155 og 32716.
FEREABlLAR HF.
Bilaleiga. - Simi 81260.
Tveggja manna Citroen Mehari.
F mm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjórum).
Endalausar
mótsagnir
Menn standa agndofa frammi
fyrir þeim cndalausu mótsögn-
um, sem einkenna orð og at-
hafnir stjórnarflokkanna og
talsmanna þeirra. Segja má, að
þeir geri sig að fíflum á nánast
hverjum einasta degi. Lítið
daemi um þetta er furðuleg rit-
smíð, sem forsvarsmenn
Alþýðubandalagsins, afhentu
Jósep Luns, framkvæmdastjóra
Atlantshafsbandalagsins sl.
mánudag. Ástæða er til að taka
efni þess bréfs til meðferðar. I
bréfi þessu segir: „Bretar
halda uppi linnulausum hern-
aðarárásum sínum í íslenzkri
landhelgi og í skjóli NATO-að-
ildar njósna herþotur þeirra
daglega um gerðir íslenzku
varðskipanna. Stofnanir NATO
hafa ekki einu sinni séð ástæðu
til að fordæma hernaðarað-
gerðir Breta.“ í fyrsta lagi er
það ómenguð lygi, áð Nimrod-
njósnaflug Breta fari fram „f
skjóli NATO-aðiIdar“. Það
kemur aðild okkar eða Brcta að
NATO nákvæmlega ekkert við.
Forsvarsmenn Alþýðubanda-
lagsins geta nákvæmlega engin
rök fært fram fyrir þessari full-
yrðingu. í öðru lagi hljóta þeir
að vita jafn vel að aðrir, <tð
stofnanir Atlantshafsbandalags
ins, og þá er væntanlega átt við
NATO-ráðið, geta ekki fordæmt
aðgerðir Breta, einfaldlega
vegna þess, að þar eru engar
ákvarðanir teknar eða
samþykktir gerðar nema með
atkvæðum allra aðildarríkj-
anna. Að sjálfsögðu koma
Bretar f veg fyrir slíka sam-
þykkt. Jafnt ríkisstjórn íslands
sem forsvarsmönnum
kommúnista er mæta vel kunn-
ugt um þcssa starfsvenju
Atlantshafsbandalagsins, en
samt sem áður halda þessir að-
ilar áfram að tönnlast á ósann-
indum og ásökunum í garð
bandalagsins.f von um að geta
alið á úlfúð meðal Iandsmanna
f garð Atlantshafsbandalagsins.
Mótmæla gesti
Magnúsar og
Lúðvíks
Þessi ósannindi f bréfi
ikommúnista til Luns eru þó
hátíð hjá þvf, sem á eftir kem-
ur. I bréfinu segir: „Það hlýtur
því að vekja nokkra furðu,
þegar þér takið yður ferð á
hendur til fslands og berið upp
það erindi við íslenzku ríkis-
stjórnina, að hún, af umhyggju
fyrir Atlantshafsbandalaginu
og vegna erlendra hagsmuna,
brcyti yfirlýstri stefnu sinni
um brottför bandaríska
hersins..“ Hvcrs konar þvaður
er nú þetta? Iívcrnig getur þa®
komið forsvarsmönnunt
kommúnista á óvart, að Luns
kcmur hingað tíl lands? Seint í
júnf óskaði ríkisstjórnin endur-
skoðunar varnarsamnings skv.
7. gr. 1 þvf felst, að Atlantshafs-
bandalaginu er gert að skila
álitsgerð um málið. Luns kotn
hingað til lands til þess að
sinna þessu skyldustarfi, f
beinu framhaldi af ósk ríkis-
stjórnarinnar í júnf sl. Þetta
vita forsvarsmenn Alþýðu-
bandalagsins auðvitað. En þeir
vilja sitja báðurn megin við
borðið. Magnús og Lúðvfk biðja
um greinargerð frá Luns en
litlu tindátarnir mótmaUa
komu hans. Engan þarf að
undra þótt almenningur standi
agndofa frammi fyrir þessunt
f íflahætti.
spurt og svarað
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS
Ilringið f sfma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um
Lescndaþjónustu Morg-
unblaðsins.
SKEMMDIR ABÍLUMI
UPPSKIPUN
Geir H. Gunnarsson, Freyju-
götu 36, spyr:
Tvisvar siitnum á stuttum
tfma, nú síðast fyrir nokkrum
vikum, hefur það gerzt, að of
veikri vírastroffu hefur verið
slegið utan um GMC ASTRO
vörubila, er komu með Brúar-
fossi frá Bandaríkjunum. I
fyrra skiptið gjöreyðilagðist
bíllinn, verðmæti rétt um fjór-
ar milljónir króna, en í síðara
skiptið slitnuðu hinir alltof
veiku stroffuvírar rétt eftir að
bíilinn hafði losað þilfar skips-
ins, svo að tjónið varð minna en
á horfðist; samt skemmdist
ökuhús bilsins talsvert. 1 bæði
skiptin var sami verkstjóri
Eimskips viðriðinn upp-
skipunina og einnig var um
sama skip að ræða, m.s. Brúar-
foss, og þar af leiðandi e.t.v.
sami stýrimaður (stýrimenn) á
skipinu.
l.Er um skipulögð
skemmdarverk hjá starfsmönn-
um Eimskips að ræða?
2. Hvað hefur skipafélagið
gert til að forðast slíka van-
rækslu í framtíðinni?
3. Eru ekki verkstjóri og
stýrimaður (stýrimenn) látnir
sæta ábyrgð fyrir slika fádæma
handvömm?
4. Hver er afstaða Dags-
brúnar, ef sannað er á félags-
menn þeirra, að þeir hafi sýnt
vílavert gálevsi í starfi?
Bragi Kr. Guðmundsson,
deildarstjóri í tjónadeild Eiin-
skipafélagsins, svarar:
Það er rétt, að of veikar víra-
stroffur voru notaðar til að hífa
GMC ASTRO vörubifreið úr
Brúarfossi í eitt skipti, ekki tvö.
Orsakirnar má rekja til mann-
legra mistaka.
Einskipafélagið vinnur
stöðugt að því að fyrirbyggja
vinnuslys og tjón á vörum, m.a.
með námskeiðum fyrir verk-
stjóra og verkamenn, þar sem
fjallað er um öryggismál,
brunavarnir o.fl. Þessar að-
gerðir hafa borið þann árangur,
að dregið hefur úr vinnuslysum
og tjóni á vörum á undanförn-
urn árum.
Um viðurlög gagnvart ein-
staklingum vegna vinnuslysa er
það að segja, að Eimskipa-
félagið velur hina hæfustu
menn, sem fáanlegir eru á
hverjum tíma, til verkstjórnar.
Þá er óhætt að fullyrða, að
Verkamannafélagið Dagsbrún
er mjög ákveðið fylgjandi 011-
um aðgerðum, sem komið geta I
v.eg fyrir og dregið úr vinnu-
slysum og tjóni á vörum.
VATNSNUDD OG SJÚKRA-
SAMLÖG
Margrét Rúts, Laugavegi 27,
sp.vr:
1. Hvers vegna liorgar
Sjúkrasamlag Reykjavikur
ekki vatnsnudd hjá Saunu,
Hátúni 8? Sjúkrasamlög í
öllum öðrum kaupstöðum
borga svona nudd.
2. Á heilsuhælinu í Hvera-
gcrði, þar sem erfitt er að
komast að. er borguð öli læknis*
hjálp, vatnsnudd o.fl. HverniS
stendur á þessu?
Gunnar Möller, forstjóri
Sjúkrasamlags Reykjavíkur,
svarar:
1. Ég hygg, að það sé varla
rétt, að öll önnur sjúkrasamlöf?
greiði vatnsnudd hjá þessari
stofnun, án þess þó, að ég getl
fullyrt um það.
Sjúkrasamlag Reykjavikur
hefur gert samninga við
sjúkraþjálfara, sem réttindi
hafa til slíkra starfa og starfa
eftir tilvísunum lækna. Þessi
stofnun hefur engin sh’*1
réttindi, svo að við vitum.
2. Sú þjónusta, sem innifalid
er í daggjaldi heilsuhælisins i
Hveragerði, er ákveðin af
hælinu sjálfu, ekki sjúkra-
tryggingum, sem greiða mestan
hluta daggjalda., Hælið hefur
sjúkrahúsrétt að því er varðar
gigtarsjúklinga og veitir þeim
ýmiss konar þjónustli, sem það
ákvarðar sjálft.
Framhalds-
sagan (3):
Fóstbræður
birtast!
„...við getum þá alveg eins
komið með bunka af 78 snún-
inga plötum og spiiað þa;r,“
sagði Maggi Kj. og var æstur.
Hann var að skýra blaða-
manni frá skoðunum sfnum á
stöðunni í fslenzka poppheim-
inum nú á þessum sfðustu og
verstu tímum og var harðorður
í garð svonefndra „hrennivíns-
banda". En því nafni nefnast
hijómsveitir þær, sem leggja
áherzlu á flutning gamalla dæg
urlaga, allt frá eins árs upp í 15
ára, og ná þannig bezt til ölv-
aðra danshúsagesta. Þessar
hljómsveitir gera lítið sem ekk-
ert af því að flytja bitastæð
verk, frumsamið efni eða
tónlist, sem líkleg er til að
þroska tónlistarsmekk áheyr-
enda.
„Það getur hvaða hljómsveit,
sem er, æft upp á tveimur dög-
um 20-30 laga prógramm og
spilað það síðan næstu fjóra
mánuðina," sagði Maggi og
auðheyrt var, að honum geðjað-
ist lítt að slíkum vinnu-
brögðum. „Ég vil ekki standa í
þessu, að vera að æfa upp pró-
gramm til að spila kvöld eftir
kvöld, og vera alltaf með hug-
ann frammi í miðasölu. Eg vil
ekki vera í þessu, nema vera
heiðarlegur f því, sem ég er að
gera.“
Nú kom stríðnin upp í
Poppkorns-fréttaritaranum, og
hann fór að spyrja Magga
spjörunum úr um fjármál
hljómleikanna i Tónahæ.
„Hafið þið ekki verið með hug-
ann frammi í miðasölu núna?
Þið hafið verið að tönniast á því
alla vikuna, að þetta væri svo
dýrt, en þið vilduð ekkert
reyna að græða á þcssu, bara að
sleppa við tap. Er ekki eitt-
hvert ósamræmi í þessu?“
Maggi var ekki beint hrifinn
af þessum spurningum og fór
að telja upp alla kostnaðarlið-
ina og útlista. að ekki væri von,
að tónlistarmennirnir vildu
borga með sér í þessu. En
áfram fielt fráttaritari
Poppkorns að reyna að hrekja
Magga út f þversagnir og
ósamræmi, en án árangurs.
Loks var Magga farið að finnast
nóg um og spUrði:„Hvað held-
urðu eiginlega að ég sé?
Kommúnisti?"
Stríðni lokið.
Maggi á sér draum og vinnur
að þvf af öllum mætti að láta
þann draum rætast.
„Við ætlum að koma samaii
af og til á kvöldin, nokkrir
gamlir félagar í Keflavík, og
æfa saman þá tónlist, sem við
höfum verið að semja. Síðan ef
hugmyndin að fara endrum »8
eins til plötuupptöku, og eios
gæti komið til greina, að við
kæmum fram sem sérstakt at-
riði á böllum og hljómlekuni-
Við verðum allir f annarri
vinnu og höfum þetta bara að
tómstundagamni.“
Og hverjir verða með honuitt
í tómstundunum?
„Þessir strákar, scm vor«
með mér á plötunni og fleír*
kunningjar úr Keflavík. Ég et
búinn að finna það, að þessír
strákar eru þeir langklárustu •
bransanum og svo erum vi®
bara svo góðir vinir og félagar-
Eins konar Fóstbræður?
„Já, það mætti segja.“
Meira á morgun! Spennan f
hámarki! Ljónið veðurteppt?
!