Morgunblaðið - 20.09.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.09.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson, Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Auglýsingar Aðalstræti 6, stmi 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 22,00 kr. eintakið. um stjórnvöldum. Þetta hef- ur Jósep Luns gert svo ræki- lega, að brezka utanríkisráðu neytið kvartar undan afstöðu hans til málsins. Langflest aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins hafa tekið af- stöðu með okkur í deilumáli okkar við Breta. Þetta er vit- að, enda þótt það hafi ef til vill ekki komið fram opinber- lega. Enn hefur viðleitni At- lantshafsbandalagsins fyrir okkar hönd ekki borið þann árangur, að Bretar hafi farið SIÐLAUS ÆVINTÝRAPÓLITÍK egar ísland gerðist aðili að Atlantshafsbandalaginu var það ekki til þess að leita verndar gegn Bretum í land- helgisdeilum. Þegar vamar- samningurinn við Bandaríkin var gerður var það heldur ekki til þess að fá vernd gegn Bretum í landhelgisdeilu. Að- ild íslands að Atlantshafs- bandalaginu og varnarsamn- ingurinn við Bandaríkin byggjast á allt öðrum sjón- armiðum og víðtækari hags- munum en útfærsla fiskveiði- lögsögunnar og vernd henn- ar. Þegar fiskveiðilögsagan var færð út 1958 datt þáver- andi ríkisstjórn ekki í hug að óska eftir íhlutun varnarliðs- ins vegna flotainnrásar Breta. Núverandi ríkisstjórn hefur heldur ekki komið slíkt til hugar. Þegar allir flokkar samein- uðust um það sl. vor að kæra flotaíhlutun Breta til At- lantshafsbandalagsins var það ekki gert í þeirri trú, að bandalagið gæti fyrirskipað Bretum að hypja sig í burt. Væntanlega hafa allir for- ystumenn stjórnmálaflokk- anna gert sér ljóst, að banda- lagið hefði ekkert slíkt vald. Kæran var heldur ekki send til Atlantshafsbandalagsins í von um, að NATO-ráðið for- dæmdi íhlutun Breta vegna þess, að öllum var Ijóst, að til þess þyrfti atkvæði full- trúa allra aðildarríkja og Bretar mundu að sjálfsögðu ekki greiða slíkri fordæm- ingu atkvæði sitt. Kæran til Atlantshafsbandalagsins var send til þess að ráðamenn bandalagsins beittu þeim þrýstingi, sem þeir hefðu yfir að ráða gagnvart brezk- brott með flota sinn. En þar með er ekki sagt, að sá árang ur náist ekki áður en yfir lýkur. Þegar þetta er haft í huga eru hin furðulegu viðbrögð Ólafs Jóhannessonar, forsæt- isráðherra, með öllu óskiljan- leg. Hann hefur lýst því yfir við Morgunblaðið, að úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu muni ekki hjálpa til við lausn fiskveiðideilunnar. Samt sem áður lýsir hann yfir því í viðræðum við Luns, að ástandið á fiskimiðunum geti leitt til þess að ísland end- urskoði aðild sína að banda- laginu. Fyrir þessari furðu- legu afstöðu eru engin rök, hún byggist ekki á neinu skynsamlegu mati. Annað hvort er þetta hreinn bjálfa- háttur eða þá, að forsætis- ráðherrann er að tileinka sér starfsaðferðir Don Mintoffs á Möltu, sem íslandi væri til vansæmdar. I utanríkismálum lítillar þjóðar á umdeildu heims- svæði ríður á, að varkárni og gætni ráði ríkjum. En það er hvorki varkárni né gætni, né skynsemi, sem stjórnar ferð- inni í utanríkismálum íslend- inga um þessar mundir, held- ur siðlaus ævintýrapólitík. Hvað ætla framsóknarmenn sjálfir að láta þetta viðgang- ast lengi? HVAÐ SEGJA VERKALÝÐS- FÉLÖGIN ? IJyrir 1. maí sl. hækkaði * ríkisstjórnin fjölskyldu- bætur úr 13 þúsund krónum á barn í 18 þúsund krónur. Þetta þótti að sjálfsögðu mjög rausnarlegt, enda þótt aug- ljóst væri, að ríkisstjórnin var í vísitöluleik. Hún hækk- aði íjölskyldubæturnar til þess að lækka kaupgjaldsvísi- töluna. En líklega hefur eng- um dottið í hug eftirleikur- inn. í fyrradag sendi Magnús Kjartansson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra frá sér fréttatilkynningu, þar sem skýrt var frá því að bætur almannatrygginga hefðu lög- um samkvæmt verið hækk- aðar um 7% en hins vegar kom í ljós, að jafnframt voru fjölskyldubætur lækkaðar um 3000 krónur. Þetta er gert hálfum mánuði eftir að ný kaupgjaldsvísitala hefur tek- ið gildi og hún var auðvitað byggð á því, að fjölskyldu- bætur væru 18 þúsund krón- ur með hverju barni. En hins vegar kemur þessi lækkun fjölskyldubóta ekki til með að hafa áhrif á kaupgjalds- vísitöluna fyrr en 1. desem- ber n.k. Hér er um svo gróf vinnu- brögð að ræða, að furðulegt má það teljast ef verkalýðs- félögin í landinu láta þetta yfir sig ganga með þegjandi þögninni. Mennirnir, sem mest töluðu um vísitölurán og vísitölufölsun fyrr á ár- um, leika svo ósvífinn og gróf an leik með vísitöluna, a® annað eins hefur ekki þekkzt. Og þeir, sem verða fyrir barð inu á þessum vinnubrögðum eru auðvitað fyrst og fremst láglaunamenn með mörg börn á framfæri sínu. Hlutverk Rússa gagn- vart þriðja heiminum Castro og Kaddafy á öndverðum meiöi Kaddafy HINN fyrirsjáanlegi árekst- ur, sem varð milli Muamar Kaddafy þjóðarleiðtoga Libyu og Fidels Castro á ráðstefnu hlutlausra rikja hefur varp- að Ijósi á andstæð sjónarmið meðal þjóða þriðja heimsins. Kúbumenn standa yzt í hópi þeirra hlutlausu rikja, sem bafa þá eindregnu af- stöðu, að Sovétmenn séu eln- lægir bandamenn þriðja heims ins. Þeir neita að taka sömu afstöðu tU kommúnistískra þjóða og Vesturveldanna. — Líbýumenn eru á öndverðum meiði og standa fast á þeirri skoðun, að ekki sé um að ræða val á milli herbúða kommúnista og kapítalista, ei.ns og Kaddafy komst að orði. Til er enn eitt sjónar- mið og fulltrúi þess er Sihan ouk prins, þjóðhöfðingi Kam bodíu, sem nú er i útlegð, en hann er hlynntur opinskáu og vinsamlegu bandalagi við Kin verja, andúð í garð Banda ríkjamanna og sterkum til- finn'ngurn gagnvart Rússum. Þannig stóðu málin, þegar upp úr sauð á ráðstefnunni. Teningnum var kastað, þeg- ar Kaddafy spurði, með hvaða rétti ráðstefnan væri nefnd hlutlaus. Hann sagði, að færri ríki en telja mætti á fingrum annarrar handar gætu með réttu státað af hlutleysi. Auk Libýu taldi hann Júgóslavíu, Alsír og Sýrland, en sleppti Egyptalandi með stærilæti, en ætlunin er að það gangi í ríkjasamband með Líbýu á næstunni. Hann sagði, að áform þau, sem um væri fjaliað væru prýðisgóð, en það bæri vott um óraunsæi að ætla, að nægi leg samstaða væri meðal þjóð anna 70, sem ráðstefnuna sætu, þegar til þess kæmi að framkvæma þau. Er hann hafði úthúðað Vest urveldunum lét hann ekki staðar numið, en sneri sér að Sovétríkjunum og kommún- istum og sagði þá einnig vinna að því að grafa undan fram- farasinnuðum þjóðum þriðja heimsins. Hann fullyrti, að sósíalismi og kommúnismi væru tvennt ólíkt. Um þrenn ar mismunandi herbúðir er að ræða, sagði hann, kapítalisk- ar, kommúnistískar og sósíal istískar. Áður hafði Sihanouk prins vísað reiðiiega á bug tillögu Rússa um að viðurkenna út- lagastjórn hans, sem hafð; verið tilnefndur hinn rétti fulltrúi Kambodíu af hlut- lausu ríkjunum. Fidel Castro svaraði hörku lega, þegar hann sté i ræðu- stól og flutti ræðu, sem sner ist að miklu leyti um að taka upp hanzkann fyrir Rússa, og hann sagði, að án stuðnimgs þeirra og vopnasendinga frá þeim væri ómögulegt að sigr- ast á nýlendustefnu og breytá valdakerfinu í heiminum. Ekki nefndi hanri Kaddafy á nafn, en ásakaði þá, sem reyndu að líkja bandarískri heimsvaldastefnu að jöfnu við stefnu Sovétríkjanna, um að ganga erinda heimsvalda- sinna, vísvitandi eða vegna skorts á stjórnmálaþekking’i. Hann bætti því við, að heims valdastefna Bandaríkja- manna væri sannur óvinur framfarasinnaðra manma, en þjóðir Sovétríkjanna væru hins vegar sannir banda- menn þriðja heimsins. Hann nefndi ekki Kínverja. Er Castro var i þann veg- inn að ljúka ræðu sinni slokknuðu Ijósin í ráðstefnu sainum og hann hrópaði: „Ég Fidel Castro veit ekki hvaða heimsvalda- sinnum þetta er um að kenna!" Er hann settist niður við mikið lófatak, krafðist Sihan ouk prins þess að fá orðið, þrátt fyrir reglur fundar- stjóra, sem var Boumedienne forseti Alsir, um að haldið yrði við mælendaskrá. Sihan ouk fékk að halda hljóðnem- anum nógu lengi til að lýsa því yfir, að hann gerði sízt lítið úr hlutverki Rússa, en hann vildi þó fordæma harð- lega, að þeir héldu uppi stjóm málasambandi við stjórn Lon Nol i Kambodíu. En hinir tveir andstæðu pól ar á ráðstefnu æðstu manna hlutlausra ríkja eru þó aðeins fulltrúar lítilla minnihluta- hópa. Sá andi, sem þar sveif yfir vötnum var meira í ætt við stefnu Alsír, Júgóslavíu og Indlands. V V / ----- V/ m*THE OBSERVER í s—% 1 *.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.