Morgunblaðið - 29.09.1973, Qupperneq 11
--- I , r ." ( ! ' ! ”— ...... • t 1 1 t J- . 1 " 1 . •
MORGUNBLAEHÐ — LAUC^lDAGUR 29. SEPTEMBER 1973
11
f
Eftir
Elínu Pálmadóttur
Þýzkur ferðalangur hakkaði f
sig úr þremur 920 gramma kjöt-
dósum, tveimur lifrarkæfu-
dósum, síldardós og heilmikið
af rúgbrauði. Og við skellihlæj-
um að fréttinni. Hann hafði
ekki smakkað mat á margra
daga ferð um hálendið á reið-
i hjóli.
En við hlæjum ekkert að ráði,
að öllu því tyggjandi fólki, sem
1 er að háma i sig alls staðar og
alla tið, þar sem við komum — í
bíóum, á útiskemmtunum, í
leikhúsum og hvarvetna, þar
sem fólk sést Ætli við eigum
ekki met i matarlyst? Og þá
imiðað við hópkeppni, sem allir
taka þátt í, jafnvel þótt hin
margumtalaða höfðaregla komi
ókkur ekki til góða. Þegar
sessunautur minn í bió maular
j gegn um alla myndina, sem
hefst rétt eftir kvöldmatar-
! timann, þá hefur mér stundum
dottið I hug að sá mundi ekkert
hafa fyrir þvi að skáka „eggja-
kónginum" I sirkusnum, sem
bauðst til að gleypa 3 tylftir af
hænueggjum tvær tylftir af
andareggjum bg tylft af gæsar-
eggjum fyrir áhorfendur. Þeg-
ár forstjórinn spurði hvort
hann gerði sér grein fyrir þvi
að 4 sýningar væru á dag alla
virka daga og 6 á laugardögum,
þá Iét hann sér ekkert bregða.
Það væri nú I lagi. Það var ekki
fyrr en forstjórinn í sirkusnum
bætti við, að á helgidögum væri
sýnt á klukkutíma fresti, að
fóru að renna tvær grfmur á
„eggjakónginn“ og hann sagði:
En þó að mikið sé að gera í
vinnunni, þá verð ég þó að fá
matartíma til að borða almenni-
lega máltíð heima á hótelinu
mínu.
Kannski er ekki undarlegt
þótt við íslendingar stöndum
okkur vel í stöðugu áti. í bók-
menntum okkar er fræg sögu-
persóna, Þorsteinn matgoggur,
sem sagði þegar hann gat ekki
lengur i sig troðið: — Það yildi
ég að ég væri háttaður, sofnað-
ur, vaknaður aftur og farinn að
éta! Og væntanlega hefur
höfundurinn haft einhverja
fyrirmynd að þeirri persónu.
Nú þykja það góð vinnubrögð
að leita orsaka allra hluta og
velta þeim fyrir sér — helzt
efna til umræðuþáttar i útvarpi
og sjónvarpi. Þá er gjarnan til
siðs að byrja á að kanna sögu-
með öllum vegum. Annars gæt-
lega hefð og leita síðan að til-
líkingu og samanburði við um-
hverfið. Ef við litum á um-
hverfið í þessu efni, þá höfum
við frá upphafi búið I nánu
sambýli við jórtrandi kýr og
kindur. Ekki skal ég draga af
því neinar ályktanir — en þar
kynni að vera að leita áhrifa
þess að Islendingar geta illa
verið án þess að hafa eitthvað
að japla á. Frá sögulegum
sjónarhóli höfum við varla haft
efni á að iðka mikið sí-át á fyrri
öldum sakir matarskorts. Og
þótt matur væri til, virðast
menn gjarnan hafa farið af bæ
og jafnvel i daglöng ferðalög
yfir heiðar án þess að taka með
sér mat eða velta því fyrir sér
hvort ekki væri sjoppa á
leiðinni. Þeir borðuðu bara vel
áður en þeir fóru og aftur vel
þegar þeir komu á áfangastað
og létu slag standa. Svo varla á
sí-átið sögulegar forsendur.
Nema ef vera kynni með öfug-
um formerkjum, þannig að
hungur fyrri kynslóða búi i
þjóðarsálinni sem sífelldur ótti
við að fá engan mat og verða
svangur. Vissara sé því að
sleppa ekki úr nokkurri stund,
meðap eitthvað er til að borða.
Það er kannski þess vegna
sem mæðurnar kenna börnun-
um að fara aldrei með sér út í
búð öðru vísi en nota tækifærið
til að f á eitthvað í murininn. Og
þess vegna eru börnin kannski
vanin á að allar ferðir út af
heimilinu með foreldrunum
séu fyrst og fremst gerðar i
þeim tilgangi að kaupa kók og
ís og súkkulagði... Allt annað er
aúkaatriði. Sama hvert farið er.
I leikhúsum er t.d. alveg sjálf-
sagt að fá barni poka til að hafa
ofan af fyrir sér meðan
leikararnir eru eitthvað að bar-
dúsa upþi á sviðinu. Ekkert vit
að hafa barn svangt I heilan
klukkutíma fram að hléi eða
klukkutima eftir hlé. Um að
gera að byrja nógu snemma að
venja barnið við að hugsa fyrst
og fremst um að hafa eitthvað
til að láta í munninn.
Nú, og svo koma skólarnir
riieð sjoppuferðalögin á hverju
vori og leggja sitt til að venja
börnin á að vera ekki óétandi
lengi I einu. Það sé ferðalag að
skoða landsbyggðina að aka í
rútubil milli sjoppanna og
stanza við hverja og eina. Og
sem betur fer, er vel séð fyrir
þörfum okkar með sjoppum
um við jafnvel átt á hættu að fá
ekkert í munninn í 1—2 tíma.
Það væri laglegt, þar sem
hvorki börn né fullorðnir eru
vanir slikum hrakningum. Um
það leyti sem börnin eru orðin
að unglingum., hafa þau líka vit
á að birgja sig vel upp milli
hléa I bíói og öðrum skemmti-
stöðum. Því að maula eitthvað
er auðvitað aðalatriðið i lífinu.
Komandi frá svona vel-étandi
þjóð, man ég hvað ég varð
hissa, þegar ég í Brisbane I
Astralíu gekk á sunnudagseftir-
miðdegi út í skemmtigarðinn.
Þar lék hljómsveit á palli og
fjöldi manns sat I grasi eða
gekk uro. Krakkarnir hlupu um
og léku sér. En þarna var aUt
svo hreint, hvergi bréfsnifsi
eða gler. Og það leið góð stund
áður en ég áttaði mig á þvi, af
hverju mér fannst svona nota-
legt þarna: Það var enginn að
tyggja eða súpa á neinu. Fólkið
var bara að hlusta á músikina,
sitja i sólinnidg yera saman úti
á sunnudegi — og ekkert að
borða. Ilugsa sér! Kannski væri
það þess vírði að reyna það ein-
hvérn tímann. svona fyrir for-
vitnissakir. E.t.v. þarf maður
ekki svona mikinn mat eða ábót
svona þétt, ef betur er að gáð.
>Um daginn og veginiu
Hinn góðkunni leikari og útvarps-
maður Þorsteinn Ö. Stephensen
flutti í þessum rabbþætti alleftir-
minnilega ræðu I ágúst sl., þar
sem hann mun hafa sett algjört
rtyet í því að halda sig ekki innan
pess ramma, er nafn þessa þáttar
biendir til. Hvort hann hefur mis-
n|atað aðstöðu sína samkvæmt
leikreglum, mun hann vita betur
eþ flestir aðrir, svo að það verður
tipast álitið óvart, ef sú hefur
oþðið raunin á.
' í þessari ræðu (sem var ekkert
rabb) ræðst Þorsteinn Ö.
Stephensen heiftarlega og mark-
visst að stjórn Seðlabankans fyrir
þ'ann ósóma að ætla sér að fara að
býggja á Arnarhóli og þar með
fyrst og fremst raska ró sinni
(Þ.Ö.) og annarra útvarpsmanna,
þ;ar sem þeir eru við skyldustörf-
iþ í glerkúnni við Skúlagötu, auk
þ;ess að lýsa átakanlega hinni
hroðalegu eyðileggingu á þessum
hóli, sem hann fullyrti, að ætti
meiri og dýpri ítök i hugum allra
R'eykvíkinga en aðrir blettir, þar
sem þeir hafa dvalið til hvíldar og
hressingar á sál og líkama, að því
að manni skilst frá upphafi
byggðar hér við sundin blá. Um-
rædd bygging verði helgispjöll,
sem borgarar verði að mótmæla.
Ef leikarinn trúir öllum þeim rök-
um, sem hann bar á borð fyrir
hjustendur, mun ýmsum koma til
hugar, að nokkur ástæða hefði
verið fyrir hann að byrja þetta
björgunarstarf á þessu hjartans
máli sfnu mörgUrh áratugum fyrr
til þess að þessi staður, Arnarhóll,
mætti verða það, sem hann ér að
fiillyrða að hann sé og hafi alla tíð
vjerið.
| Við, sem komin erum yfir miðj-
ah aldur sem kallað er, vitum
ókköp vel, að Arnarhóll sjálfur og
njæsta nágrenni hans hefur ekki
vierið sá unaðsreitur, sem Þ.Ö. vill
gera hann að, því miður. Sem
skemmtistaður héfur hann að
vjísu verið notaður nokkur ár á
þjóðhátfðardegi okkar 17. júni, en
því er lfka hætt. Það er óskiljan-
legt, hve umrædd bygging Seðla-
bankans kemur jafnvægi þessa
dáða leikara svo úr skorðum, að
hann setur allt á annan endann.
Þessi bygging, sem við höfum öll
séð myndir af, er skemmtileg til-
breytni frá hinum hvimleiðu gler-
kassabyggingum, sem hvarvetna
blasa við augum og virðast tröll-
ríða um öll teikniborð islenzkra
húsameistara undanfarin ár.
Þetta hús, sem vissulega mun
verða vandað með vel frá gengnu
og snyrtilegu umhverfi, mun
setja svip á borgina og verða ein
af hinum fáu stórbyggingum, sem
Reykjavík getur státað af frá tutt-
ugustu öldinni. Hallgrimskirkja
(sem ekki tókst að drepa i fæð-
ingu), Þjóðleikhúsið (sem hefði
verskuldað betra staðarval), Sjó-
mannaskólinn, Háskólinn og fyr-
irhugað hús Seðlabankans munu
setja óafmáanlegan svip á Reykja-
vik um ókomnar aldir og verða
hennar stolt ásamt fleiri bygging-
um I framtíðinni, sem vonandi
bætast við. Þetta hús stendur ekki
á Arnarhóli. Það er við Sölvhóls-
götu norðan Arnarhóls og austan
Lækjargötu. Helgispjöll, sem leik-
arinn málar svo sterkum litum,
eru því ekki gerð á Arnarhóli,
heldur við hann, á landi, sem hef-
ur verið Reykvíkingum til hneisu
allt fram á þennan dag.
Sjálfur hóllinn hefur fyrir
löngu verið vanhelgaður, ef það
hugtak er hægt að nota. Á honum
sjálfum hafa ýmsar byggingar ris-
ið án afskipta Þ.Ö. og annarra
borgara. Má þar nefna Safnhúsið,
sem ekki sýnist vera til ama,
Arnarhvol, Sambandshúsið og
kartöflugeymslu, sem allar eru á
sjálfum hólnum. Næsta nágrenni,
sem hér er um rætt, hefur svc
lengi sem við Þ.Ö. munum eftir
verið einhver óhrjálegasti blettur
bæjarins, og er þá mikið sagt. Þar
voru um langan tíma tvær kola-
verzlanir með tilheyrandi kola-
ryki og sóðaskap. Þar var lengi
bárujárnskumbaldi, fúinn, ryðg-
aður og óhirtur, sem geymdi af-
lóga rusl frá útgérð. Hér var ein-
hver fyrsta brotajárnsgeymsla
með meðfylgjandi alhliða sóða-
skap, nánast sorphaugum með til-
heyrandi rottuhreiðrum og óþefj-
an. Þá var kolakraninn með til-
heyrandi fjallháum kolabingjum i
næsta nágrenni, akandi og sturt-
andi kolasalla um umhverfið (ég
sé alltaf dálftið eftir kolakranan-
um). Sú starfsemi, sem þarna fór
fram samfara hinum góðkunna
norðansveljanda eða bara út-
rænu, sem dreifði kola- og ryðryki
og ólykt yfir Arnarhól, átti vissu
lega sinn þátt í þvl að hann hefur
aldrei verið aðlaðandi hvíldar-
staður, sem hann á vonandi eftir
að verða.
Það má heldur ekki gleyma
Sænska frystihúsinu, sem enn þá
stendur, óskapnaður upp á fjórar
varia manngengar hæðir og með
timburloft. Það hefur lika átt sinn
þátt í að loka fyrir útsýni til hafs-
ins ásamt hinni suðrænu höll
Fiskifélags Islands og menga and-
rúmsloft með ódaun frá sóðalegri
vinnslu á alls konar fiskmeti. Að
visu hefursumt af því, semeghef
talið hér upp, verið fjarlægt og
umdeild lóð Seðlabankans verið í
nokkur ár ófrágengið bílastæði,
búið að breikka Lækjargötuna og
allt orðið skaplegra en áður var,
en þó vantar öll notalegheit við
þennan stað, Arnarhól, og þvi
miður er oftar minnzt á samkom-
ur hinna ógæfusömu samborgara
okkar, sem nefndir hafa verið
rónar, í sambandi við hann en
venjulegra borgara.
Svo virðist sem bygging yfir
Seðlabanka íslands sé I sama
flokki og ráðhús fyrir höfuðborg-
ina. Það er engin lóð á heppileg-
um stað, sem megi sjá af og alltaf
eitthvað, sem meira er aðkallandi
og því megi ekki festa fjármuni
til slikra bygginga. Margar bygg-
ingar, sem stjórnendur ýmissa
stofnana ríkis og bæjar hafa
ætlað að byggja hafa af múgæs-
ingamönnum verið stöðvaðar I
fæðingu og þær hafa haldið áfram
að vera ákjósanlegir leigjendur
hjá öðrum. IIlu heilli hafa for-
ráðamenn þessara fyrirtækja
ekki haft nægan sálarstyrk til
þess að standa á móti hinni svo-
kölluðu almennu andúð, sem
oftast hefur verið blásin upp af
fáeinum einstaklingum.
Það þykir æskilegt, að sem
flestir einstaklingar eigi eigin
ibúð, enda mun óvíða minna um
leiguíbúðir en í Reykjavík eða
Islandi yfirleitt. Ríkisútvarpið,
Seðlabankinn o.fl. mega ekki
byggja. Það er dálítið einkenni-
legt, að sá andróður, sem nú er
hafinn á byggirigu Seðlabankans,
skuli vera skipulagður af starfs-
mönnum Ríkisútvarpsins, hins
mikla leigjanda í Fiskifélagshöll-
inni. Sú höll hlýtur að verða að
teljast helgispjöll á sinum tíma,
þar eð hún á mikinn þátt í að
byrgja útsýni frá Arnarhóli og er
iskyggilega nálægt þessum helga
reit'.
Hið ömurlega umhverfi Arnar-
hóls og allar byggingar, sem
komnar eru á sjálfan hólinn, hafa
farið fram hjá hinum vökulu
þjóðlegu borgurum, sem nú
rumska og hrópa á samtök hinna
almennu borgara til þess að af-
stýra þessari goðgá að byggja veg-
legt hús á þessari marghrjáðu og
niðurniddu Ifð. Hús, sem gæti
bjargað þessum stað, Arnarhöli,
og hafíð hann í það sæti sem hann
vissulega á skilið. Gert hann að
skjólgóðri, vel hirtri og eftirsóttri
vin I miðri borginni, friðlýstri og
afmarkaðri um alla framtíð og
opin almenningi frá hinni ný-
gerðu Lækjargötu, ásamt væntan-
legri hreinsun gamalla húsa við
Hafnarstræti. Sænska frystihúsið
var að ég held reist án afskipta
hinna róttæku allt fegrandi
áhugamanna. Ef að likum lætur,
mundi hin umdeilda Seðlabanka-
bygging flýta fyrir þvi, að þetta
Guðfinnur Þorbjörnsson
misheppnaða hrófatildur ásamt
nýtizku myndskreytingu á girð-
ingu umhverfis hana hyrfi, þvi
fyrr þvi betra.
Seðlabankinn mátti ekki byggja
við suðvesturenda tjarnarihttar.
Ég veit ekki, hvort hér hefur ráð-
ið meiru fyrirfram andstaða á
byggingu fyrir Seðlabanka
íslands eða einhvers konar heið-
ursviðurkenning við hinn þjóð-
kunna framkvæmdamann Thor
Jensen (sem ég tel þó mjög ótrú-
lega uppistöðu fyrir þann hóp
borgara, sem stofnar til mótmæla
á hvers konar framkvæmkum,
sem eru á móti öllu, sem á að
gera, hvort sém um er að ræða
nýbyggingu eða eyðingu gamalla
hjalla, svo sem Bernhöftstorfunn-
aro.fl.).
1 hinni umræddu ræðu Þor-
steins Ö. Stephensens um daginn
og veginn vann hann sig upp í
þann ómennska ham, sem ég hélt
satt að segja, að væri fjarlægur
allflestum Islendingum i dag, sem
sé: „Megi sú hönd visna, sem
hreyfir þann hól“, og óskaði hann
eftir þvl að þetta yrðu lokaorð í
ræðumennsku i Utvarpi Reykja-
vik framvegis. Þetta voru síðustu
orð þessa þjóðkunna ræðumanns i
þættinum Urii daginn og veginn.
Guðfinnur Þorbjörnsson