Morgunblaðið - 29.09.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 29.09.1973, Síða 28
28 MORGUNíBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1973 velvakandi • Svona á helzt ekki að láta menn lifa Hér er bréf um áfengisvanda- mál: „Ég las grein Steinars Guðmundssonar í Morgunblaðinu 16. september, „Svona á helzt ekki að láta menn deyja“. Ég les allar greinar um áfengismál, sem fyrir mér verða. Dæmið, sem tek- ið var í greininni um dauðsfail drykkjumannsins á götunni var átakanlegt. Ég tek það fram, að drykkju- skap á svo háu stigi þekki ég ekki nema af afspurn. Þó er ég drykkjumannskona, en það fara ekki jafn margar sögur af þeim og aðalpersónunum. Ég giftist fyrir 13 árum glæsi- legum manni. Þá hélt ástin og blindnin um taumana, og vár ekki hugsað nánar út í það, að sá út- valdi „skvetti í sig“ á skemmtun- um, en þar kynntumst við. Kom svo að búskapnum. Við vorum engin börn, 26 ára gömul, áttum meira að segja dásamlega, litla telpu. Ég lagði mig alla fram við að búa okkur fallegt heimili, og hann hjálpaði til við það, og allt var gott. Ekki var liðinn hálfur mánuður í hjónabandinu þegar kappinn kom of seint í kvöldmat, og sofnaði ofurölvi fram á mat- borðið. Ekki var ég orðin vond þá, en hugsaði: Hver dælir svona víni I manninn minn? Þetta var í miðri viku, ekkert afmælí eða annað tilefni. Ég sagði áðan, að ég hefði ekki verið orðin vond þá. Égvakti hann, hjálpaði honum I rúmið, og sagði við hann í léttum tón, að ég hefði bara gaman af að dekra smávegis við hann. • Vonbrigði og mistök Nú liðu dagar f sælu með litlu telpunni okkar. Ekki var þess þó langt að biða, að húsbóndinn kom stjarfur heim. Ég tók ekki á móti honum með dekri í það sinn, en lét þó sem ekkert hefði í skorizt. Ekkert var tilefnið heldur í þetta sinn, en hvað um það, maðurinn minn hlaut bara að vera svona vinsæll, að allir væru með flöskuna á lofti framan í honum. Ég þekkti kunningja hans ekki svo náið, — ég var úr Reykjavík og hafði flutzt til mannsefnisins í þorp úti á landi. I mörg ár afsakaði ég drykkjuskap hans f huganum. Hann reyndi að setja upp sjálfstætt fyrirtæki, en til- raunin mistókst. Þá fannst mér kannski eðlilegt að hann gripi til flöskunnar. A þvf hlyti að verða breyting þegar allt réttist við eftir þ ennan ósigur. Það lagaðist ekki. Við bjuggum f mjög litlu leiguhúsnæði. Svo tæmdist mér arfur, og nú skyldi byggt Það tókst með hjálp úr öllum áttum. Hann stóð sig bezt þá, og vann oft vel. Já, nú hlaut allt að lagast. Það lagaðist ekki. Ég veit ekki af hvaða „gráðu“ drykkjuskapur mannsins míns er. Að vfsu vinnur hann flesta rúm- helga daga ódrukkinn, en þolir samt venjulega ekki við allan föstudaginn, en er venjulega búinn með fyrstu flöskuna þegar hann kemur heim á föstudags- kvöldum. Svo stendur víman yfir um helgina, og stundum mánu- daginn líka, (svona „mildur" eins og þeir kalla það). Ég ætla ekki að vera margorð um liðan mfna eða barnanna tveggja meðan víman stendur yfir. Skítt veri með mfnar and- vökunætur og stirt andlit eftir næturgrát þegar taugarnar eru farnar að segja til sfn. Verst er þó með jólin og aðrar hátíðir. Ég ætla ekki heldur að lýsa ferðalögum, samkomum og „koju- fylliríi". Þaðyrði of langt mál. # Hvað á að gera? Eg spyr nú: Hvernig á að hjálpa þessum manni? Vill Steinar Guðmundsson eða annar kunnáttumaður hjálpa mér við það? Ég held stundum, að manninum mínum líði betur en mér. Hann raular stundum lagstúf, ekki óglaðlega, eftir þriggja til fjögurra daga drykkju, þá „mjúk- ur“. Egget ekki sungið þá. Hvort er þessi drykkjuskapur sjúkleiki eða afleiðingar dekurs í æsku og sjálfselska? Af hverju leita svona menn ekki læknis? Mér skilst, að þetta eigi helzt að vera einhvers konar fjölskylduleyndarmál, þar sem konan á að standa Ijúgandi fram- an f öðru fólki, fegrandi manninn sinn á bak, leynandi drykkjuskap hans. Á ég að fara einn góðan veður- dag með börnin? Hann hefði þá frjálsari hendur með aurana og þyrfti ekki að pina sig í vinnuna þessa fjóra eða fimm daga vik- unnar. Ég tók einu sinni frá honum flösku þegar allt ætlaði um koll að keyra. Eftir stundarkorn hampaði hann nýrri framan f mig inn um gluggann. Það var sigurbros á vörum hans. Nógir vinir til að redda þegar kerlingin verður vond. Ef einhver heldur, að börnin séu erfið, eða ég sérstakur galla- gripur, sem alla tíð hafi verið erfitt að umgangast, nenni ekki að vinna en heimti bara af eigin- manninum peninga og allt það — þið vitið — eins og stundum er talað um til að afsaka drykkju- menn, þá er það misskilningur. Ég er bara komin f hring i þessu öllu. Endurtek ósk um ábendingu til hjálpar. Ég kann ekki ráð. „Fávfs kona“.“ 0 Þýzkir bandboltakappar eins og naut f flagi „Iþróttamaður“ skrifar: „Kæri Velvakandi. Koma og leikir ruddanna frá Þýzkalandi eru nú á hvers manns vörum hér í Reykjavik. Við erum ýmsu vön í handbolta- leikjum, ekki sfzt þegar Þjóðverj- ar eiga f hlut, þannig að við kipp- um okkur ekkert upp við smá „pústra". En ruddamennska og dónaháttur þessara manna gekk þó lengra en áður hef ur gerzt. Er ekki mál til komið, að hætt verði að Ieika við svona dóna, bjóða þeim heim og heimsækja þá? Þótt ruddaháttur og meðfædd frekja þeirra á heimaslóðum sé orðin rótgróin og þyki ekkert til- tökumál þar, þá verður öðru fólki óglatt við að sjá til þeirra og heyra þá öskra og bölva'mótleiks- mönnum sfnum. Lofum þessum mönnum að sýna siðferði sitt f leikjum heima hjá sér, en f guðanna bænum, hlffið okkur við þeim ófögnuði, að f á svona lýð hingað. Iþróttamaður“. Til leigu 3ja herb. íbúð í blokk, leigist til eins árs. Tilboð með uppl. sendist Mbl. fyrir 3. okt. merkt: Fellsmúli 770. • • Oryggi framar öllu SAAB er á undan Halogenljós og Ijósajaurrkur, rafmagnshitað bílstjórasæti, fjaðrandi höggvari og stólbitastyrkt yfirbygging eru ekki lengur nýjungar hjó SAAB, heidur þrautreynd öryggisatriði, sem æ fleiri bílaframleiðendur taka nú eftir. En SMB er ófram q undan: I ór eru nýjungarnar t.d. framsæti með óföstum hnakkapúðum, sérhönnuð fyrir akstursöryggi og vellíðan. Stýri með öryggispúða. Sterkari höggvari.. Endubætt loftræsti- og hitakerfi, sér hitablóstur ó afturrúðu. SAAB fæst nú með hinni nýju viðurkenndu 2 lítra sænsksmíðuðu SAAB-vél. SAAB 1974 fæst í 7 litum, þar af 2 nýjum tízkulitum. Nýtt grill ó SAAB 95 og SAAB 96. Hnakkapúðor" í aftursæti. Sér hitoblóstur ó afturrúðu. Nýtt hondfang, „pistólugrip". Oruggari dyratæsing Nýtt sérhannað ökumannssaeti, með óföstum hnakkapúðo. Nýtt öruggora og þægilegra stýri. Endurbættar rúðuþurrkur. Nýtt loftræsti- og hitakerfi. Endurbætt ryðvörn. Innfelling Nýjir litir að innan. Stærri geimir fyrir rúðuvask, 5 Itr. SAAB 99L 2 Iftra vél, 95 ho DIN (70 kW) 4 gfra venjul. skipting, eða 3 gíra sjólfskiptur. 2 eða 4 dyra. 5 manna. SAAB 96 5 manna, 2 dyra. V4 vél, 73 ha DIN. 4 gíra venjul. skipting. Sterkari höggvari. SAAB 99 þolir ókeyrslu á 8 km. hraða ön þess að verða fyrir tjóni. SAAB 99x7 1.85 lítra vél, 88 ha DIN (65 kW 4 gíra venjuleg skipting, 2 dyra. 5 manna. Á hagkvæmu verði. SAAB 95 7 manno, 3 dyra. Stadion. V4 vél 73 tía DIN. 4 gfro venjul, skipting. „ORYGGI FRAMAR ÖLLU“ BJÖRNSSON SKEIFAN 11 SÍMI 81530

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.