Morgunblaðið - 29.09.1973, Side 30

Morgunblaðið - 29.09.1973, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ — LAUGARDAGU'R 29. SEPTEMBER 1973 Æfingar líkari atvinnu en tómstundagamni — segir Einar Gunnarsson Haraldur Sveinsson, framkvæmdastjóri Morgunblaðsins, afhendir Einari Gunnarssyni afreksviðurkenningu Morgunblaðsins. „ÆFINGAR ÍBK-liðsins i sumar voru geysilega miklar og reynd- ar meira i ætt við aðra atvinnu heldur en tómstundagaman. Enda sagði .Joe Hooley, þjálfari liðsins, að hann sárvorkenndi okkur að fá ekki greitt fyrir æfíngarnar, hann leit á okkur sem atvinnumenn og þjálfaði okkur sem slíka. Árangurinn varð líka mjög góður, en ég ef- ast um að menn gætu haldið slikar æfingar út mörg keppnis- tímabil, auk þess sem þeir svo þyrftu að stunda atvinnu sína og sinna f jölskyldu." Þetta sagði Einar Gunnarsson, sem ásamt Guðna Kjartanssyni var valinn leikmaður fslandsmóts ins í knattspymu 1973. Einar er 24 ára og starfar sem afgreiðslu- maður í fríhöfninni á Keflavík- urflugvelli. Einar hefur leikið með meistaraflokki ÍBK frá þvi að hann var 16 ára og þrisvar sinnum hefur hann orðið fslands- meistari með meistaraflokkn- um. Auk þess að hafa verið ein styrkasta stoð ÍBK-Iiðsins þessi ár, þá hefur Einar einnig Ieikið með landsliðinu og á nú 20 lands- leiki að baki. Elns og fram hefur komið 5 fréttum hefur þjálfari iBK-liðs- ins síðastiiðið siumar, Emglend- ingurinn Joe Hooley, hætt störf- um hjá félagimu og eru nú Kefl- vikingiar að leita að öðrum þjálf- ara, sennilega enskum. Við spurð- um Eiinar hvernig ieikmönnum iBK-liðsdns hefði likað við Joe Hooley. — Hooley er mjög góðúr kmatt- spyrnuþjálfari og sá bezti sem ég hef kynnzt á minum ferlá. Hins vegar eru ýmsar aðrar hlið ar mannsms ekki eins áhugavekj andi og við í ÍBK-liðinu eigum ekki gott með að fyrirgefa hon- um framkom-u hans i lok íslands mótsins. Eftir jafnteflið við Breiðablik neitaði hann að vera með okkur við verðiaunaafhend- inguna og í lokahófimu sem efnt var til síðasta dag Islandsmóts- ins. Ég held hann hafi ekki einu sinni óskað einum einasta manni til hamingju með sigurinn í mót- imu. Leikmenndrndr eru allir sam mála um að eeskilegt sé að fá þjálfara með hans kunnáttu, en bara ekki nýjan Joe Hooley. Hinn góða áranigur Keflavikur- liðsins þakkar Einar góðum þjáif ara og þá ekki siður frábærri ástundun leikmanna, sem létu sig helzt ekki vanta á eima einustu æfingu. Einar er bj'artsýnm á frammistöðu ÍBK-liðs:ns næsta sumar, áhugi ledkmanna sé enn himn sami og engar stórvægiieg- ar breytingar verði á hópnum. Við spurðum Einar um ian'lslið- ið og frammistöðu þess í sumar. „Árangur landsliðsins er hvorki betri né verri en við mátti búast,“ sagði Einar, „við lékum við mjög sterkar knattspymu- þjóðir og vorum eiginJega dæmd ir tiil að tapa. Á móti Svium náð- um við t.d. mjög góðum leik og sömuleiðis í fyrra skiptið á móti A-Þjóðverjum, en heiJladísimar voru okkur ekki fylgispakar og við töpuðum þeim leikjum báð- um, en n-aumiega þó. Það hefur verið einkennandi fyrir landslið- ið undianfarin ár hversu liðið á misjafna lieilki, góða í dag lélega á mor'gun, á þessu verður ekki breytirag fyrr en landsliðisimetnn- irn'ir flara að æfa meira saman." Þó undarlegt kunni að virðast þá hefur Eioiar unnið lditlu færri verðlaun í frjálsum iþróttum en knattspyrniunni. Einar hefur þó aldrei æft frjálsar, en tekið þátt í víðavangshliaupum á tyll'idög- um i Keflavík. Einar hefur feng- ið rúmlega 10 varðlaunapeninga fyrir knattspyrniu og þykir það án efa mikið hjá höpiþrótta- manni. Um einkunnagjöf Morg- untolaðsims og verðlaunaafhend- iingu hafði Elnar eftirfarandi að segja: „Eimkunnagjöf Morgunblaðsins er hiklaust mjög áhugavekjandi og það er ótirúlegt hve mikið er rætt um einkunnixnar. Hiitt er anrnað mál að menn eru ekki alltaf á eitt sáttiir, en það er ekki merguriinn málstos, heldur hiltt að menn hafa að eimhverju að keppa og eimkunmagjöfin eyk- ur umtal um knattspyrmiuna og þá er tilganginum náð.“ Engir andstæðingar auðveldir — hef aldrei lært eins mikið um knattspyrnu og í sumar, sagði Guðni Kjartansson Hooley krafðist þess að þeirsem ekM skildu, spyrðu og femgju hjálp. — Nú var Keflavikurliðið stundum sakað um að leika leið- iinlega knattspyrnu í sumar? ÞAÐ er ekkert vafamál, að ár- angur Keflavikurliðsins bygglst að verulegu leyti á störfum Joe Hooley, þjálfarans okkar í sum- ar, en það má heldur ekki gleyma þvl að alliir leikmenn liðsins lögðu á sig gífurlega vtonu og mættu undamtekningarlaust vel á æfing amar. Þetta sagði Guðni Kjart- ansson sem i sumar og reyndar undanfarm ár hefur verið fyrir- liði Keflavikuriiðsins og lands- liðsins. Guðni hlaut sem kunn- ugt er verðlaunagrip Morgun- blaðsins „Leikmaður Islandsmóts tos 1973“ ásamt félaga sínum Einari Gunmarssyni. Guðni Kjart anssom er íþróttakennari að menní, og hefur verið helzta kjöl festa iBK-ldðsins undanfarin ár. — Þvi er ekki að neita, sagði Guðni, að við, leikmenn iBK, er- um orðnir langeygðir eftir að hvila okkur á knattspyrnunnd. Við höfum átt mjög erfiða daga frá þvi að tímabiláð hófst — æft að mörgu leyti eins og atvinnu- menn. Enginn mátti sleppa æf- ingu nema hafa lögleg for- föll og ef menm tilkynmtu veik- indi var hrtogt hedm til þeirra til að grennslast fyrr um hvað væri að. — Ég er viss um það, sagði Guðni, að við leikmenm iBK, höf um aldrei lært eins mikið um knattspymu og í sumar. Það var rætt um hvern einasta hlut og .......................... « v- -t rxwss; ... Guðni Kjartansson tekur við viðurkenningu Morgunblaðsins úr úr hendi Haralds Sveinssonar. atvik og reynt að komast til botns í því, af hverju hamn hefði gerzt eða ekki tekizt. Allflestir Leifcmenin iBK skildu ensku, og — Já, en ég er ekki sammál því að sú gagnrýni sé á rökui reist. Aðalatriði knattspyrm leiks eru óneitanlega að skor mörk — fleiri en andstæðingur- ton og vinma lelki. Leikur okkar miðaði að því að koma knettim- um sem fyrst fram að marki andstæðinigsins, og gefa honum aldrei eftir. Ef leikmaður gafst upp við að elta andsitæðing sem náð haíði knettinum af honum, sagði Hooley, að sá hinn sami hefði ekkert í liðið að gera. „Við höfum ekki efni á að leitoa 10 gegn 11 andsitæðingum okkar," sagði hann. Um leið og ÍBK-lið- ið missiti knöttinn í sumar var ldðið komið í vörn, ekki bara einn maður, heldur allir og eins töku allir leikmenmimir þátt i sókndnnL Þegar við spurðum Guðna um erfiðuisitu andstæðingana í sium- ar, svaraði hann: — Við kepptum aldrei við auð- velda andstæðinga. Erfiðustu leik ir okkar voru hins vegar gegn ÍBV, sérstaklega leikurinn í Njarðvíkum, sem við unnum 1:0. Annars held ég, að Valsmennirn- ir hafi staðið næstir okkur í sum ar, jafnvel þótt okkur tækist að vinma þá með nokkrum mun í báðum leikjunum. — Munu leifcmemn Keflavikur vera tiibúnir til þess að gera eins mikið næsta sumar? Framhald á bs. 31. Geri betur næst — sagði Hermann Gunnarsson, markakóngur I>AÐ ER ekld nóg meö að Her- mann Gunnarsson j-rði marka- kóngur 1. deildar keppni fslands- mótsins I ár, og jafnaði marka- met Ingvars Elíssonar með þvf að skora 17 mörk á einu tíma- bili, heldur á Hermann einnig markametið i 1. deildar keppn- inni frá upphafi. Hann hefur skorað samtals 79 mörk i 1. deild ar leikjum, en sá er þar kemur næstur, Ellert Schram, skoraði 57 mörk á ferli sínum. í viðtali við Morgunblaðið, eft- ir að hafa tekið við verðlauna- grip sínum, sagði Hermann Gunnarsson, að hann hefði ekki verið búinn að setja sér neitt ákveðið takmark í markaskor- un, áður en mótið hófst. — En þegar líða tók á mótið, setti ég mér það markmið að skora 20 mörk, sagði Hermann, — það tófcst ekki að þessu sinni, en mun takast næst. 1 sumar skor- aði ég í öllum leikjunum, nema gegn Keflavik, og auk þess var ég í keppnisbanni einn leik — á mótl KR. Með fullri virðingu fyrir KR-ingum held ég að mér hefði tekizt að ná marltínu, ef ég hefði verið með i þeim leik. Hermann sagði að það v; -ru tvö mörk sem hann sl oraði í sumar, sem væru sér sérstaklega minnisstæð. — Annað markið var I Ieik Vals og Akraness á Akranesi. Þá kom hár knöttur fyrir markið og mér tókst að skalla knöttinn i markið. Ann- ars hefur það aldrei verið min sterka hlið að skalla. Hitt mark- ið skoraði ég á Akureyri. Þá fékk ég sendingu frá Herði Hilmars- syni, tók knöttinn á brjósitið og niður, hljóp þrjú skref áfram og skaut síðan viðstöðulausrt upp í markhomið, án þess að knöttur- inn kæmi við jörðina. Hermann sagði engin tvímæli að erfiðasta vörn sem hann hefði leifcið gegn í sumar værí Kefla- vikurvörnin. Þar væri aldrei þess að vænta að svigrúm gaafist. Erfiðasta markvörðinn til að skora framhjá sagði hann vera Sigurð Dagsson á æfingum, en Magnús Guðmundsson I KR i leikjum. — Ég fékk ein 4—5 dauðafæri í leikjum gegn KR í sumar, en tókst aðeins einu sdnni að skora hjá Magnúsi, sagði Her- mann. Þegar við spurðum Hermann um hvað ylll velgengni Vals- liðsins í sumar, svaraði hann: — Það var tvímælalaust þjálf- arinn. Hann var strangur og tugtaði menn stundum tid. Sov- étmaðurinn er færasti knatt- spyrnuþjálfari sem hingað hefur komdð og án hans sitarfa hefði árangur Vals í sumar ekki verið upp á marga fiska. Það er talið slæmt að þurfa að nota fleiri en 17—18 menn i Tið meðan á keppnistímabildnu stendur, en við notuðum samtals 26. Með tii- Mti til þess má segja að árang- ur Vaisiiðsins hafi verið með af- briigðum góður. Nú hefur Hermann Gunnars- son stundum verið sakaður um að vera latur framltnumaður og gem lítið af þvi að sækja knött- inn. Um þetta sagði Hermann: — Þefcta er ekkl leti hjá mér. Þeir þjálfarar sem ég hef verið hjá vilja ekki breyta leikaðferð minni. Eriendis er það t.d. þann- ig að fremstu menn eyða ekki úthaldi og orku í að hlaupa á eftir mönnum út um alian völl. Þeir spara púðrið þangað til tæki færið gefst, en oft þarf mikla snerpu til þess að ná að skora. Hér er að mínum dómi of mik- ið um það að sóknarmennirnir séu hreiniega búnir, þegar þeir þurfa að nota þessa snerpu. Um verðlaun sín sagði Her- mann: — Ég vi'l þakka Morgunblað- inu fyrir þetta framlag þess til knattspyrnumála, sem er tvi- mælalaust áhugavekjandi. Við- urkenningar sem flokbaíþrótta- menn fá og verðlaun eru þvi mið ur alltof fá. Þá vil ég lika geta þess að eimkunmagjöf blaðs- ins fyrir frammistöðu leik- manna í einstökum leikjum er etoniig mjög áhugavekjandi. Menn eru stundum ósammála herani, og sjálfum þætti mér botra ef gleggra kæmi fram hvað blaðamenn eiga við með eirastök- um töium, t.d. að einn þýddi lé- legur leifcur, 2 sæmilegur o.s.frv. — stjL Markakóngur f sl andsmótsi ns, Hcrmann Gunnareson,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.