Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973
22-0-22-
RAUÐARÁRSTIG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
, tel. 14444 * 25555
BlLALEIGA CAR RENTAlI
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
•w24460
í HVERJUM BÍL
PIONIEŒn
ÚTVARP OG STEREO
KASETTUTÆKI
HÓPFERÐIR
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir 8—50 far-
þega bilar.
KJARTAN
INGIMARSSHN.
sími 86155 og 32716.
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodh
LEIGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
STAKSTEINAR |
Niðurlæging
ráðherra Alþýðu-
bandalagsins
Það fórekkihjá þvf, að mað
ur kenndi í brjðsti um Lúðvfk
Jósepsson á dögunum, þegar
hann þurfti að skýra Alþingi
frá afstöðu Alþýðubandalags-
ins til samningsgerðarinnar við
Breta. Sennilega þarf að leita
langt í fslenzkri stjórnmála-
sögu til að finna hliðstætt
dæmi um slfka niðurlægingu
og Lúðvík var ber að við þetta
tækifæri. Það er meginregla í
öllum þingræðislöndum, að
ráðherrar standi og falli með
skoðunum sfnum, og það þó að
um þýðingarminni mál sé að
ræða enlandhelgismáliðerhjá
okkur. Þeím ráðherrum
Alþýðubandalagsins þykir svo
vænt um ráðherrastóla sína, að
þeir hika ekki við að kyngja
hinum afdráttarlausustu yfir-
lýsingum í þýðingarmesta máli
þjóðarinnar til að halda í þá.
Þessi framkoma vekur hina
mestu skömm og fyrirlitningu
hjá öllum þorra fðlks í landinu.
Mönnum, sem þannig haga sér
er ekki fyrir neinu treystandi.
gJt spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjðnustu Morg- unblaðsins.
„Landráð”
FRÖÐLEGT er að bera saman
landhelgissamningana frá 1961
og þann samning, sem nú
verður gerður við Breta ef svo
fer sem horfir. Það er fróðlegt
einkum vegna þess, að ýmsir
þeirra manna, sem nú standa
að samningsgerðinni og bera
ábyrgð á henni, hafa undan-
farin ár ævinlega kallað hinn
fyrri samning landráða-
samning.
Það, sem mestu máli skiptir f
þeim samanburði er, að með
samningnum frá 1961 var
bundinn endi á landhelgis-
deiiuna, sem þá var uppi, og
endanleg viðurkenning Breta á
12 mflna fiskveiðilögsögu
náðist fram. Þeir fengu
nokkurn umþðttunartfma, en
að honum loknum skyldu þeir
hafa sig á brott og viðurkenna
fulla lögsögu Islendinga innan
12 mflna til frambúðar. Nú er á
hinn bðginn ekki samið um
neina hliðstæða viðurkenn-
ingu. Tekið er fram í samkomu-
lagsdrögunum, að brottfall
samningsins breyti ekki laga-
skoðunum aðila á efnisatriðum
deilunnar. Þetta þýðir f reynd,
að Bretar munu halda áfram
málarekstri sínum fyrir dðm-
stðli Sameinuðu þjððanna f þvf
skyni að fá þar dðm um, að
útfærslan 1 50 mflur hafi verið
ólögleg. Það er því enginn endi
bundinn á deiluna nú. Bretar
viðurkenna ekki lögmæti 50
mflna fiskveiðilögsögu Islands,
eins og þeir viðurkenndu lög-
mæti 12 mflna lögsögunnar
1961. Nú er einungis samið um
veiðiheimi ldir þeim til handa í
2 ár, án þess að nein trygging
fáist fyrir friði og óskertri lög-
sögu Islendinga að loknum
þeim tfma. Engu skal spáð um
það hér, hverjar lyktir málsins
verða fyrir dómstðli
Sameinuðu þjððanna, en ef svo
ðlfklega fer, að dðmur verði
Bretum hagstæður og ekki
verði fengin niðurstaða haf-
réttarráðstefnunnar innan
tveggja ára, þá upphefst nýtt
strfð milli þjóðanna. Þetta er
það, sem mestu máli skiptir við
samanburðinn á þessum tveim-
ur samningum, og þess vegna
hlýtur niðurstaðan að verðasú,
að samningurinn nú sé okkur
talsvert óhagstæðari, en sá frá
1961.
Það hlýtur að vera erfitt fyrir
þá menn, sem f heilan áratug
hafa reynt að slá sér upp f
augum almennings með land-
ráðahjali sfnu, að þurfa nú að
opinbera hversu innihalds-
lausan og tækifærissinnaðan
málflutning þeir hafa tileinkað
sér. Asakanir um landráð eru
afar alvarlegar ásakanir, og
ættu því menn að reyna að
temja sér að geyma slíkar
ásakanir, þar til tilefni gefst til
þeirra og reyna að nota önnur
orð 1 daglegri stjórnmálabar-
áttu. Sannleikurinn er sá, að
f jarstæða er að nota orðið land-
ráð um hvorn þessara
samninga sem er. Menn getur
greint á um réttmæti þeirra, án
þess að nota slfk orð. Stjórnar-
liðarnir hefðu nægu að kyngja
núna þótt hðfsamlegar hefði
verið talað.
STARFSVÖLLUR
I ARBÆJARHVERFI
Halldðra Rafnar, Hraunbæ 8,
spyr:
„Eru líkur á því, að settur
verði upp starfsvöllur í Árbæj-
arhverfi?"
Már Gunnarsson, skrifstofu-
stjdri borgarverkfræðings.svar
ar:
„Já. I athugun er að setja upp
starfsvelli sem víðast í borginni
að fenginni góðri reynslu af
þeim, þar sem þeir eru nú þeg-
ar, eða f vesturbænum og Breið-
holti.“
Stereo-útsending
hljóðvarps
örn Johnson, Rauðalæk 17,
spyr:
1. „Hefur verið gerð áætlun
um, hvað kosta myndi að breyta
FM-útsendingu í stereoútsend-
ingu?
2. Hvenær má búast við því,
að stereo-útsending hljóðvarps
hefjist?“
Andrés Björnsson útvarps-
stjóri svarar:
1. „Stereo-útsendingar hafa
verið nokkuð ræddar innan út-
varpsins, en ekki hefur verið
gerð áætlun um kostnað við
þær framkvæmdir, en stereo-
sendingar eru misjafnlega
kostnaðarsamar, eftir því hvaða
aðferðir eru notaðar.
2. Engin timamörk hafa verið
sett varðandi stereoútsending-
ar.“
Hver var verktakinn?
Sighvatur Blöndal, Sóleyjar-
götu 29, Reykjavík, spyr:
„I grein, sem Sverrir
Runólfsson ritar 1 Mbl. 30.
október s.l. kemur fram, að
„lykilmaður" (fjármála) Sverr-
is hafi dregið sig út úr fyrir-
tæki Sverris fyrir einu ári,
vegna þess að hringt hafði
verið í hann frá „einum stærsta
verktaka hér“, og honum sagt,
að það yrði að stöðva Sverri
Runólfsson, þvf að starfsemi
hans væri algjörlega í sam-
keppni við þá (verktakana).
Hverjir eru þessir aðilar?“
Sverrir Runólfsson svarar:
„Maðurinn sagði mér, að ein-
hver frá Olíumöl h.f. hefði
hringt f sig og sagt þetta.“
Marteinn Friðriksson
og Martin Hunger
Gfsli Kristjánsson, Eyrargötu
6, Isafirði, spyr:
„Eru Martin Hunger, orgel-
leikari Háteigskirkju, og
Marteinn Friðriksson, orgel-
leikari Háteigskirkju, sá eini
sem í haust mætti fyrir Islands
hönd í orgelkeppni Norður-
landa, einn og sami maður-
inn?“
Séra Arngrfmur Jónsson,
prestur 1 Háteigskirkju, svarar:
„Jú, hér er um að ræða einn
mann. Sfðan Martin Hunger
fékk íslenzkan rfkisborgararétt
heitir hann Marteinn Friðriks-
son.“
TlU vinsælustu lögin i Bretlandi þessa dagana, samkvæmt útreikningum
Melody Maker
1 (1) Daydreamer/The Puppy song ................. David Cassidy
2 (3) Sorrow ...................................... David Bowie
3 (2) Eye level .......................... Simon Park Orchestra
4 (4) Caroline ..................................... Status Quo
5(19) Let me in ...................................... Osmonds
6 (15) Top of the world .............................Carpenters
7 (6) Goodbye Yellow Brick Road .................... Elton John
8 (7) Ghettochild ............................. Detroit Spinners
9 (5) MyfriendStan .....................................Slade
10 (12) Showdown ......................... Electric Light Orchestra
Pá eru Bretar heldur að taka vi8 sér; nú eru þeir komnir með sex lög í
topp tíu, sem kynnt hefur verið í þættinum „Tiu á toppnum" og flest
komizt á íslenzka vinsældalistann. Bæði lag Osmonds og lag Carpenters
eru löngu komin á islenzka listann og meira að segja Osmonds-lagið
dottið út aftur. En sjálfsagt á það eftir að fara i efsta sæti brezka listans
og hreykja sér þar í 2—3 vikur. Osmonds eiga slíku fylgi að fagna í
Bretlandi, að þeir gætu komið nánast hvaða lagi sem væri á listann.
Orð í eyra Aðallinn i
EKKERT skilur Jakob í því
fólki, sem er að agnúast útí upp
mælíngaaðalinn sýknt og heil-
agt. Einsog þessi svokallaða
þjóð megi ekki þakka fyrir að
eiga duglegt hæfileikafólk í
stétt iðnaðarmanna. Og hvur er
sosum kominn til að staðhæfa,
að gólfdúkamaðurinn, sem setti
upp tíuþúsund fyrir tvo tíma í
kjallaranum þinum, eða múr-
smiðurinn, sem vildi fá þrjátíu-
þúsund fyrir að njóta útsýnis-
ins af þakbrúninni hjá þér dag-
part f sumar, hafi ekki átt þetta
skilið og rúmlega það?
Jakobi er að vísu ekki kunn-
ugt um, að nokkur hvííur
maður botni í uppmælfngonum,
að-minnstakosti tæpast aðallinn
sjálfur. Kannski þó þeir sem
mæla. Uppmælingin er nefni-
lega einkvur flóknasta dul-
speki, sem mannsandinn hefur
upphugsað, og hún hefur það
framyfir flest af því tæi, að hún
gefur ótæpt af sér penínga.
Seint mundi Sigvaldi Hjálm-
arsson hafa uppúr austrænu
dulfræðonum tfundapartinn af
þvf, sem Herkúles bróðir vor
innportérar fyrir að pípuleggja
eina litla blokk eða bara við-
lagasjóðshús. (Saunglaga- og
fjárlagasjóðshúsin bfða sfns
tíma). Þessvegna er Jakob
hundraðprósent með uppmæl-
ingunni.
Það er þaraðauki stórkostleg-
ur uppsláttur fyrir andlit þjóð-
arinnar útávið (þó það sé nú
annars ljóta fésið) að eiga af-
reksmenn, sem munar ekki
nokkurn skapaðanhlut um að
vinna fyrir svona hundrað þús-
undum á fjögraoghálfsdags
vinnuviku. Þar sýnir það sig
líka, að uppmælíngin borgar
sig.
Sumir eru eitthvað að geispa
um, að byggíngakostnaður
hækki. En hvunær hefur sá
ágæti kostnaður ekki hækkað?
Jakobi er bara spurn. Og er það
ekki heldur smásálarlegt að
vera að horfa í svoleiðis auka-
atriði, fyrst dugnaðarmenn-
irnir eru alltaf jafnreiðubúnir
til að hjálpa uppá okkur með
lítilræði og þó einkum og sérí-
lagi, ef við sverjum og sártvið-
leggjum að láta ekki skatt-
skrýmslið komast með klærnar
í þetta smáræði, sem þeir bera
Ur býtum fyrir fokheld og
vatnsþétt handaverk sín?