Morgunblaðið - 13.11.1973, Síða 11

Morgunblaðið - 13.11.1973, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973 11 Sigurður Nordal: SNORRI STURLUSON. önnur prentun. Helgafell 1973. SIGURÐUR NORDAL segir um Gylfaginningu í riti sínu um Snorra Sturluson, að hún sé „eitt þeirra fágætu rita, sem bamið geti lesið næst á eftir stafrófs- kverinu (ég tala þar af eigin reynd), og sfðan aftur og aftur, á öllum stigum þroska og þekk- ingar, lesið sífellt með nýjum og nýjum árangri". Hinn djúpi skilningur Sigurðar Nordals á list Snorra Sturlusonar er ávöxtur langra kynna af verkum hans og að sjálfsögðu um leið mikillar þekkingar á íslensk- um fornbókmenntum í heild sinni. Þess vegna undrast enginn þann vitnisburð Nordals, að Gylfaginning skuli hafa tekið við af stafrófskverinu ábernskuárum hans. Rit Sigurðar Nordals um Snorra Sturluson kom út 1920. Nýja út- gáfan er af ásettu ráði kölluð önnur prentun til þess að leggja áherslu á, að engar verulegar breytingar hafi verið gerðar. 1 formála lýsir Sigurður Nordal ástæðunum til þess, að hann lét bókina frá sér fara. Hann kveðst hafa þurft að losna við bókina til þess að geta snúið sér sem fyrst að öðru viðfangsefni. Nordal bætir við: „Ég mundi gera sjálfum mér rangt til, ef eg játaði ekki, að eg hygg mig nú vita og skilja sumt betur af því, sem hér er fjallað um en eg gerði fyrir rúmum 52 árum.“ Gagnvart bdk sinni er Sigurður Nordal eins og skáld, sem veit, að lftið er unnið með þvl að yrkja upp gömul ljóð. Með því móti eru þau oftast slitin úr þvf andrúmslofti, sem var kveikja þeirra. Nýr tími kallar á ný verk. Það er einkenni bókmennta- gagnrýni Sigurðar Nordals, að honum verður starsýnt á mann- inn bak við verkið. Hann tengir manninn og verkið með þeim hætti, að lesandanum opinberast nýr skilningur. Þetta á einkar vel við verk hans um Snorra Sturlu- son. Sigurður Nordal semur ekki verk sitt til að bæta enn einni gyllingunni við mynd Snorra Sturlusonar. Hann hikar ekki við að draga fram þær hliðar manns ins, sem svipta hann mesta Ijóm- anum. En með því að sýna hina mannlegu veikleika hans verður hann okkur nákomnari. Þeir kaflar í ritum Snorra, sem sæta hvað mestri gagnrýni, verða okkur ekki síður hjartfólgnir en hinir. Gagnrýnin er líka sett fram á þann hátt, að hún verður ekki neinn lokaúrskurður. Ekki er ótrúlegt, að fram eigi eftir að koma fræðimenn, sem sjá Snorra í öðru ljósi en Sgurður Nordal og færa að því gild rök. En niður- stöður Nordals hafa ekki verið vefengdar að marki og gegnir það furðu. Menn hafa litið á þær sem dómsorð og látið sjálfstæðar athuganir lönd og leið. Það þarf reyndar mikið áræði til að freista þess að hnekkja kenningum Sig- lirðar Nordals og eflaust skortir menn þekkingu og yfirsýn til þess. Bókmenntaritgerðir Sigurðar Nordals eru góður skóli í bók- menntagagnrýni og færi betur, að menn reyndu að nema af honum sem flest. Svo menntaður og víð- sýnn er Nordal, að hann þarf yfir- leitt - ekki á fullyrðingum að halda. Og það, sem er kannski stærsti kostur hans sem gagnrýn- anda og glögglega kemur fram í bókinni um Snorra, er hve skemmtilega hann fjallar um skáldskap. Skáldið og sagnaþulur- inn eru alltaf f fylgd með rýnand- anum. Eftir mjög fræðilega um- ræðu og reyndar stundum I miðri bókmenntalegri rökleiðslu Sigurður Nordal bregður hann á það ráð að spjalla kumpánlega við lesandann um efni, sem öllum þykja forvitnileg. Með þeim hætti veitir hann les- andanum þá hvíld, sem nauðsyn- leg er til að geta siðar hugleitt flókin viðfangsefni. Sem betur fer er Sigurður Nordal ekki einn um þetta í hópi íslenskra bók- menntagagnrýnenda. En fáir hafa náð jafn langt i þvi og hann að sameina visindi ogskemmtun. Norski myndhöggvarinn Gustav Vigeland gerði styttu af Snorra Sturlusyni, sem stendur í Reyk- holti. Sú stytta er þunglamaleg og lífsandalaus, en ber að sjálfsögðu að virða sem gjöf frá þeirri þjóð. sem Snorri fjallaði mest um í verkum sinum. Styttu Vigelands og bók Nor- dals verður ekki jafnað sam- an. Mynd Nordals af Snorra er margslungin, en um leið ein- föld og skýr. En eftir að Sigurður Nordal hætti kennslu i Háskóla Islands minnir flest, sem frá fræðimönnum norrænudeildar þeirrar stofnunar kemur, fremur á styttu Vigelands en hið leiftr- andi fordæmi Nordals. Að sjálf- sögðu má benda á undantekning- ar. Það er kannski til of mikils mælst, en áreiðanlega ofarlega í hugum margra að óska þess, að fram komi á sviði íslenskra fræða arftakar Sigurðar Nordals, sem á jafn lifandi hátt og hann fjalli um íslenskar bókmenntir. Eg veit um skáld í Argentínu, sem tekist hefur að færa Eddu Snorra Sturlusonar nær nútiman- um. En um allan heim er skáldið og tengsl þess við íslenskar fom- bókmenntir til umræðu. Þetta skáld nefnist Jorge Luis Borges. Að lokum skal þess getið, að önnur prentun bókar Sígurðar Nordals um Snorra Sturluson er morandi af prentvillum og eru sumar þeirra meinlegar. VÍSINDIOG SKEMMTUN TÓMARÚMIÐ Hér verður minnst á þrjár af meginstoðum hvers lýðræðisríkis, það er löggjafarvald, fram- kvæmdavald og dómsvald, og er það dómsvaldið, sem mest er til meðferðar. Hlutverk dómsvalds- ins, er að halda uppi lögum og rétti í þjóðfélaginu. Dæma í ágreiningsmálum manna á milli, þannig að rétturinn hljóti stað- festingu. Þegar um fjárkröfur er að ræða, eru þær iðulega metnar af þar til kvöddum sérfróðum hlutlausum aðilum, og er þá slíkt matgildandi, sem dómur. Yfirleitt er það svo að öllum meiri háttar deilumálum er hægt að vísa til dómsúrskurðar. A þessu er þó ein undantekning, og þar sem verst gegnir. Það er þegar deilt er um launakjör vinn- andi stétta. Um þær deilur hefur dómsvaldið ekkert atkvæði þar er það hnefarétturinn sem ræður. Sáttasemjari sem ætlað er að tala í milli deiluaðila, hefur aðeins tillögurétt, sem deiluaðilum er sjálfrátt að hafa að engu. Með vinnulöggjöfinni myndast tómarúm í réttarfarið. Stétta- félögin kalla þetta helgan rétt, og löggjafarvaldið samþykkir með því að viðhalda tómarúminu, án tillits til þess hvernig þessi réttur er notaður, eðai hvaða tilgangi. — Pölitisk verkföll —. Fyrir kommúnista er þessi réttur stað- bundinn þannig að hann á við i lýðræðisríkjunum, en er bann- færður í ráðstjórnarríkjunum. Þeir vita það kommúnistar hvar snöggu blettirnir eru í lýðræðinu. Eg spyr því, hvaða eðlismunur er á kjaradómi fyrir vinnu- markaðinn, og þeim mörgu verð- lagsráðum og verðlagseftirliti. sem eru I tízku, og hafa verið um langan tima? Allt eru það tak- markanir á rétti framleiðenda og þjónustufyrirtækja að verð- leggja vörur sínar eftir eigin mati, og hafa þann tilgang, að fyrirbyggja okur. Ávinnumarkað inum skal okrið vera helgur réttur. Verðbólgan og hinar fjöl- mörgu gengisfellingar, sem átt hafa sér stað, eru sá vitnisburður um okrið á vinnumarkaðinum, sem ekki verður véfengdur. Með margra áratuga áróðri og hefð, er búið að koma því inn hjá þjóðinni að verkföll séu hafinyfir alla íhlutun dóms og ríkisvalds, þó alveg samskonar ihlutun eigi sér stað þegar aðrar stéttir en launafólk á í hlut. Allt frá stríðslokum hefur framkvæmd kjaramálanna verið með þeim hætti, að skiptst hafa á rányrkja launastéttanna og gengisfellingar. Hvað eru gengisfellingar annað en leiðrétting á of Kfcum kauptöxt- um. Hér hefur allt lagzt á eitt. Óraunhæfir kauptaxtar, vixl- hækkanir búvöruverðs og kaups, vísitöluuppbætur á grunn- laun. Samverkandi hefur þetta viðhaldið óðaverðbólgu sem við erum svo lengi búinn að búa við. Það er engu líkara en menn hafi lagt sig fram, til að finna allar þær leiðir sem tiltækar voru til þess að verðbólgan væri sem mest. Einhvern tilgang hefur þetta haft, annan en þann að bæta kjör vinnustéttanna, því ávinn- ingur þeirra hefur enginn verið. Miklu fremur það gagnstæða. Fljótlega eftir að kommúnistar lögðu undir sig Alþýðusam- bandið, var farið að tala um póli- tlsk verkföll, sem þjónustu þeirra I baráttunni gegn lýðræðinu. Og var það sannmæli. Ekki gat það þó raskað Þyrnirósarsvefni lög- gjafanna. Og launamenn allra flokka voru jafnt sem áður hlut- lausir, þegar fámennar klíkur biltingarmanna sem allstaðar höfðu komizt í forsæti hjá félög- unum, rak þá út í verkföll, sem þeir vissu sig ekki haf a annað upp úr en vinnutap. Verkföllin voru jafn friðhelg, hver sem tilgangur þeirra var. Ekki verður þeirri staðreynd hafnað að það eru þjóðartekjurn- ar, sem úrslitum ráða um lífskjör- in. Með góðum vinnufrifK nýtast bjargráðsvegir þjóðarinnar bezt, og um leið mestir möguleikar til að bæta lífskjörin. Fullyrða má að síðustu þrjá áratugi hafi kaup- deilur og verkföll kostað þjóðina nokkra milljarða króna á núver- andi gengi, allt er þetta glataðir fjársjóðir, og hefur það hamlað hagvexti og kjarabótum. „Öllu er snúið öfugt þó o.s.frv.". Framhald á bls. 19 Eg vil ekki skemma nýju úlpuna meó endurskinsmerki" Það er útbreiddur misskilningur að endurskinsmerki skemmi góð föt. Endurskinsmerki eyðileggja ekki nokkra flík. gm j A IIV Endurskinsmerki má láta hanga úr vasa eða kraga, það má sauma þau í frakkann eða úlpuna - eða þá strauja endurskinsborða á trefilinn, húfuna, hanskana .... hvar sem er, hvernig sem er. Það má eyðileggja nýja úlpu með því að bera ekki endurskinsmerki í skammdeginu. Kaupið endurskinsmerki í mjólkurbúðinni, strax í dag! UMFERÐARRÁÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.