Morgunblaðið - 13.11.1973, Page 12

Morgunblaðið - 13.11.1973, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973 Verður ekki hægt að gera út 50-100 lesta báta í vetur? FISKIÞING kom saman eftir síðustu helgi og stóð fram til laugardags. Þetta Fiskiþing markaði að vissu leyti tímamót, því nú voru fulltrúar flestra aðila innan sjávarútvegsins á þinginu, en áður hafa útgerðarmenn svo til eingöngu setið þingið. Þá er Fiskiþing nú haldið árlega, en fram til þessa hefur það verið haldið annað hvert ár. Fjallað var um mörg mál á þinginu enda vandamál fiskiðnaðarins, útgerðarmanna og sjómanna mörg. En af öllum þeim fjölda mála, sem tekin voru fyrir og afgreidd á þinginu voru það einkum fjögur mál, sem settu svip sinn á það. Þau eru landhelgismálið, fiskveiði- lagafrumvarpið, menntunarmál þeirra, sem starfa við sjávarútveginn og vinnuaflsskortur í sjávarút- veginum, en þessi mál verða eflaust öll mikið rædd á næstunni. Morgunblaðið hitti nokkra af þingfull- trúum að máli áður en þinginu lauk og ræddi við þá um þingið. Menntamálin efst á baugi Fyrstan hittum við að máli Jón Magnússon, skipstjóra og út- gerðarmann frá Patreksfirði. Þeir eru eflaust margir, sem kannast við Jón, enda er hann þekktur aflamaður og hefur nokkrum sinnum orðið aflakóngur. Hann segir okkur, að deild Fiskifélags- ins á Patreksfirði hef i verið stofn- uð í fyrra, og sé von manna þar, að hún eigi eftir að verða Patreks- firði til góðs. Frá Vestfjörðum koma4 fulltrúar á þingið, en þeir eru þar sem annars staðar kosnir af f jórðungsdeildunum. „Hvað finnst þér mikilsverðasta málið, sem rætt hefur verið á þessu þingi?“ „Þó að þingið sé ekki búið, þá til ég menntamálin hiklaust setja mestan svip á það. Þau eiga eftir að gera það á næstunni, og það er nauðsynlegt, því að verður að gera eitthvað til að örva ungt fólk til að stunda sjó- sókn og vinna við fiskiðnað. Sömuleiðis verður að veita því fólki, sem vinnur við þessi störf skattavílnanir. Ég vona fastlega, að þessi mál verði tekin föstum tökum hjá þeim, sem fara með stjórn landsins. Það er t.d. nauðsynlegt að koma verk- legri sjóvinnu inn í skyldunámið enda tel ég hverjum manni nauð- synlegt að þekkja eitthvað til sjávarvegsins." „Hvað viltu segja um land- helgismálið og fiskveiðilagafrum- varpið?" „Það er kannski búið að ræða nóg um landhelgismálið, og menn virðast verða að leiða það til lykta að einhverju leyti. Því finnst mér kominn tími til að fjalla um, hvernig nýta á landhelgina. Við fyrir vestan teljum, að það nái ekki nokkúrri átt, að loka vissum veiðisvæðum í fjölda ára. Það á ekki að gera, heldur það að opna og loka veiðisvæðunum eftir ástandinu á hverjum stað, hverju Jón M agnússon sinni, og það eiga vísindamann að meta. Annars lízt mér nokkuð vel á nýtingu landhelginnar. Allir eru víst sammála um, að hér verði að fara að með gát, en hitt vil ég líka segja, að ef einhver árangur á að nást, verðum við að leggja eitt- hvað af mörkum sjálfir. Fiski- félag íslands og sjómenn eiga að fá að ráða einhverju I þessu máli. Reyndar má reikna með, að aldrei verði allir ánægðir með nýtineu landhelginnar, en það á að vera hægt að sætta alla. Fiskveiðilaga- frumvarpið er nokkuð gott, að mínu viti, og verður sjálfsagt sam- þykkt með nokkrum breytingum, helzt þeim sem ég hef minnzt á.“ Verða línu- miðin vernduð? „Nú stunda Vestfirðingar mikið línuveiðar, er ekki hætt við, að línumiðin geti farið illa ef botn- vörpu verður hleypt inn á svæð- ið?“ „I því sambandi vona ég, að miðin verði friðuð ef þörf krefur. Annars hlýtur landhelgisgæzl- Hibnar Rósmundsson an að verja línumiðin. Línuveið- arnar á Vestfjörðum skipa orðið nokkra sérstöðu í sjósókn á íslandi, því þær eru ekki stundað- ar að ráði frá öðrum lands- fjórðungum. Þessar veiðar gefa af sér gott og jafnt hráefni og eru mjög hagstæðar fyrir byggðariög- in á Vestfjörðum, þar sem þeim fylgir jöfn og góð vinna. Helzta vandamálið í sambandi við línuveiðarnar er'að fá góða beitingarmenn, en ég er viss um, að margt er hægt að gera til að fá fólk til að beita. Það hefur t.d. ekki gerzt að Vestfjörðum frá því að ég byrjaði til sjós, að kvenn- maður hafi beitt. Hins vegar hef- ur það tíðkazt I öðrum landsfjórð- ungum. I haust brá svo við á Pat- reksfirði, að fimmtug kona, sem er nýlega flutt vestur frá Reykja- vík, hóf beitningarstörf. Hefur komið í ljós, að þetta er ekki síður kvennmannsverk, enda eru konur yfirleitt handfljótari en karlmenn og í beitingu þarf fólk að vera handfljótt." „Á beitningarvélin eftir að leysa beitningarkarlana af hólmi?" „Beitningarvélinni þarf að fara fram áður en hún verður al- mennt notuð. Hins vegar eiga menn eflaust eftir að nota hana mikið í framtíðinni, fyrst þarf að leysa mörg vandamál varðandi hana. Það er t.d. ekki hægt að nota alla beitu við vélina. Hún beitir eingöngu síld^ en nú er tíð- in sú á Vestfjörðum, að síld er ekki notuð til beitu heldur loðna og smokkfiskur." T.Hvað er helzt að frétta frá Patreksfirði?" Þyrftum lítið „Breiðholt” „Nýverið var hafin bygging nýs frystihúss sem verðurtekiðínotk un á næsta árum. Þá er einnig verið að stækka saltfiskverkunina um helming. Húsabyggirngar eru nokkuð miklar, en stöðugt vantar fólk. enda atvinnuástandið mjög Marteinn Friðriksson gott. Það vantar ekki, að fólk vill koma til okkar, en húsnæði skort- ir algjörlega. Við værum vel staddir ef við hefðum eitt lítið „Breiðholt“. Um þessar mundir eru gerðir út sex bátar, sem róa frá Patreks- firði, og sá sjöundi er við síldveið- ar í Norðursjó." Fá ekki menn á bátana Á fiskiþinginu rákumst við á annan Iandsþekktan aflamann, Hilmar Rósmundsson skipstjóri á því fræga aflaskipi Sæbjörgu frá Vestmannaeyjum. Á það skipi hefur Hilmar margsinnis orðið aflakóngur, og hæstur yfir landið en nú er svo komið, að ekki er vfst, að Sæbjörg verði gerð út frá Eyjum i vetur. Ástæðan fyrir þvf er sú, að erfitt verður að fá áhöfn á skip, sem er á stærð við Sæ- björgu. „Af þeim aragrúna mála, sem hér eru á dagskrá, er landhelgis- málið mál málanna,“ segir Hilmar og bætir við,” en mér lízt hálfilla á samningana, ef það er rétt, að við verðum að fara eftir vilja Breta i sambandi við nýtingu á okkar eigin landhelgi. Við eigum að ráða sjálfir, hvaða svæði eru opin og Iokuð og skilyrðislaust að hafa alla lögsögu f okkar hönd- um.“ „Mikið hefur verið rætt um vinnuaflaskort innan sjávarvegs- ins á þessu Fiskiþingi, hvað telur þú, að geti orðið til bjargar?" „Vinnuaflsskorturinn ergífur- legt vandamál. Það þarf að búa þannig um hnútana, að það fólk, sem vinnur við fiskveiðar og fisk- vinnslu, hafi svo góð laun, raun- hæf laun, að það verði eftir- sóknarvert að vera í þessum stort- um. Helzt væri hægt að gera þetta með stórfelldum skattafríðindum. En þetta horfir allt illa núna. Ríkisstjórnin verður að gera eitthvað raunhæft, ef hún þá á Kristjðn Asgeirsson. annað borð skilur það, að þjóðin lifir að mestu á þessari atvinnu- grein, hvort sem henni Iíkar bet- ur eða verr.“ „Hvaðan rærð þú á Sæbjörgu í vetur?“ „Að sjálfsögðu ætla ég að róa að heiman. En aftur á móti reikna ég með að selja Sæbjörgu, því ég býst ekki við að fááhannþann mannskap, sem þarf til að geta stundað eðlilegar veiðar. Það er vitað, að erfitt mun reynast að fá menn á báta af stærðinni 50-100 lestir og af þeim sökum eru nokk- uð margir Eyjabátar til sölu. Það sjá allir heilvita menn, að það er þjóðhagslega óhagstætt að þurfa leggja mörgum sæmilegum bát- um, eingöngu vegna þess, aðekki fást á þá menn. Þessir bátar hafa hingað til þótt sæmilegust at- vinnutæki. En þrátt fyrir þá hug- mynd að gera sem flesta Eyjabáta út að heiman í vetur, hef ég ekki trú á, að hægt verði að gera út nema hluta þeirra svo í lagi sé. Hið opinbera verður að gera eitthvað til að draga úr þeirri spennu, sem er á vinnumarkaðn- um, ef sjávarútvegurinn er talinn þess verður að sitja í fyrirrúmi. Á næstu árum verðum við að leggja kapp á að uppfræða fólk um sjávarútveginn. Það þarf að kenna þessar atvinnugreinar í j skólum landsins og taka þær inn í skyldunámið, og á þá ég sérstak- lega við verklegt nám. Þá þarf að halda áfram að kenna hagnýt- fræði sjávarútvegsins, enda er það nauðsynlegra en að mennta nokkur hundruð þjóðfélagsfræð- inga, sem við höfum lítil not fyrir. Reynslan hefur sýnt okkur, að þeir menn, sem búnir eru að fara í gegnum langskólanám, fara ekki f sjávarútvegsstörf svo teljandi I sé. 1 Hér áður fyrr fóru skólapiltar til sjós á sumrin t.d., en nú er er búið að ganga þannig frá lána- málum námsmanna, að eftir því sem þeir vinna minna, því hærri lán fá þeir. Mér finnst, að það ætti frekar að verðlauna þá, sem sýna, að þeir hafi áhuga á að bjarga sér og gera eitthvert gagn um leið. Fiskveiði laga frumvarpið mikilvægast Einn af fulltrúum Norð- lendinga á Fiskiþinginu er Kristján Ásgeirsson frá Húsavík. Rætt við fulltua á Fiskiþingi Húsvikingar hafa almennt nokkra sérstöðu, hvað útgerð snertir, þvi þeirra útvegur byggist að mestu á útgerð minni þilfarsbáta og op- inna báta. Þar af leiðandi er eðli- legt, að þeir hafi mikinn áhuga á fiskveiðilagafrumvarpinu, enda kom það á daginn, er við ræddum við Krstján, að hann hafði mjög mikinn áhuga á því. „Við Húsvíkingar teljum mik- inn vanda að leysa þau mál, sem rætt er um í fiskveiðilagafrum- varpinu. Sérstaklega hvernig á að nýta fiskimiðin innan 12 mílna markanna. Að sjálfsögðu erum við sammála um, að nauðsynlegt sé að fjarlægja allt, sem heitir botnvarpa og flotvarpa út fyrir 12 mílna mörkin og það fyrir öllu Norðurlandi. Fiskfræðingar eiga síðan að skipuleggja veiðisvæði fyrir báta innan við 12 mílna lín- una. Fiskifræðingarnir eiga að vera afgerandi í sambandi við nýtingu svæða og veiðifæra. Það hefur verið rætt um að banna veiðar á vissum svæðum í framtíð- inni. Ekki erum við sammála því, viljum heldur takmarka veiðar á þessum svæðum," sagði Kristján. Allt að 50 innleggjendur „Smábátaútgerð er í hávegum höfð á Húsavík, hvað eru gerðir út margir bátar þaðan?“ „Stærri bátarnir eru yfirleitt af stærðinni 8-35 lestir, og síðan koma opnir bátar, sem gerðir eru út hluta úr árinu. Þegar flestir stunda sjóinn eru innleggjendur hjá frystihúsinu um 50 talsins. Aflabrögð á árinu hafa verið nokkuð göð, en linan hefur verið sérstaklega gjöful þetta árið. Beitan, sem við notum mest, er loðna og hana veiðum við sjálfir, þegar hún gengur upp að Norður- landi. Einnig höfum við beitt dá- litlu af smokkfiski og makríl eftir að loðnubirgðir minnkuðu. Vinnuskortur í fiskiðnaðinum er mikill og því til lausnar tel ég að greiða beri hærra kaup og veita skattfríðandi sérstaklega. Byggingaframkvæmdir á Húsa- vík eru miklar um þessar mundir. Verið er að byggja nýja freðfisk- geymslu fyrir frystihúsið, og verður fyrri hluti hennar tekinn í notkun á næsta ári. Að vori á að byggja ofan á saltfiskverkunar- húsið. Þá eru 40 íbúðir í bygg- ingu, þar af 15 í raðhúsum. Bæjar- félagið stendur í miklum gatna- gerðarframkvæmdum og í sumar var aðalgatan steypt." „iAð lokum Kristján, hvernig lízt þér á samkomulagið við Breta?" „Svar mitt við þessari spurningu er er stutt. Ég er á móti öllum samningum við Breta.“ Hagnýting fiskimiðanna aðalmálið Marteinn Friðriksson frá Sauð- árkróki er einn af fulltrúum Norðlendinga á þinginu, en hann er framkvæmdastjóri hraðfrysti- hússins á Sauðárkróki. „Hvað finnst þér mikilverðast framundan í fiskveiðimálum íslendinga?" Framhald á bls. 24.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.