Morgunblaðið - 13.11.1973, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973
Við flýttum okkur að biðja um
leyfi til að fara til Sukhumi. „Þið
stóðuð ykkur vel,“ sagði Natasha
okkur fyrsta daginn í Moskvu.
„Leyfið hefur verið veitt.“
Sama dag og við komum til Suk-
humi heimsóttum við apanýlendu
Lapins, sem er á geysistórri lóð
bak við háan múrvegg við Bar-
toishvili-stræti, borg innan borg-
armarkanna. Þarna lifa um 2.000
apar og eru hæstánægðir með
fangavistina og umönnun fjöl-
menns starfsliðs. Þeir eru hafðir í
búrum, þar sem þeir leita skjóls
um veturinn eða þegar rignir, en
flestir eru úti undir berum himni
og rölta hundruðum saman á hall-
andi stöllum, gróður litlum svæð-
um, sem hafa verið útbúin með
grjóti, sandi og dauðum trjám til
þess að minna apana á uppruna-
leg heimkynni þeirra.' Á einu
svæðinu réð þrítugur karlapi, sem
kallast Sputnik, yfir heilli apaný-
lendu. Sputnik var gráhærður og
virðulegur og hafði um sig hirððO
kvenapa, sem voru kvennabúr
hans. Fyrir ofan, uppi á hæðinni,
gnæfði tveggja hæða villa, griðar-
staður Lapins. Okkur var sagt, að
aparnir þekktu húsið, þar sem
tilraunirnar fara fram. Fæstir
þeirra, sem þangað fóru, komu
þaðan aftur.
Við fengum okkur sæti í skrif-
stofu Lapins á annarri hæð húss-
ins, sem hafði verið sveitasetur
grúsíska prinsins Sharlashidze
fyrir byltinguna, og Lapins sagði
dapurlega:
„Við erum með unga hérna í
búri, þar sem hann býr með móð-
ur sinni. Hann fékk hvítblæði frá
ömmu sinni — móðirin slapp og
er hraust. Nú verð ég að löga
honum. Um sjónarkonan í þessari
deild fer alltaf að gráta, þegar ég
segi að við þurfum að nota líkið til
rannsókna. Ég get trúað þér fyrir
því, að oft líðun nér eins og böðli
og sama er að segja um konuna
mína, dr. Lelita Yakoleva, sem er
staðgengill minn. Þannig missum
við 500 apa á hverju ári, þar af
ameini
elur sig hafa fundið lyf,
ulaust í apanýlendu^sem
gegn lömunarveiki? Um
ssa gegn krabbameini, er
margagóða, gamlavini!"
Hann brosti angurvær. Lapin er
glaðlegur og vingjarnlegur maður
og niðursokkinn í starf sitt, sem
er hans Iíf ogyndi.
„Við getum ekki dregið þá
ályktun, að vfrus valdi hvítblæði,
ef við gerðum ekki það, sem við
erum að gera,“ sagði hann. „Til
þess að prófa tilgátur okkar, urð-
um við að ala upp kynslóðir af
öpum og fá fram víxlblöndun
heilbrigðra apa og apa, sem höfðu
fengið hvítblæði, eins mörgum af-
brigðum og vísindin þekkja. Við
urðum að endurtaka margar til-
raunir allt að 1.000 sinnum tilþess
að vera algerlega vissir." „Þess
vegna hefur það meginverkefni
þeirra, að finna vírus með þeim
árangri að finna megi bóluefni,
tekið svona langan tíma — níu
ár,“ segir hann. „Æ, en núna hef-
ur þetta loksins tekizt. Enda-
spretturinn er eftir.“ Hann segir:
„Þegar öllu er á botninn hvolft,
höfum við verið afskaplega
heppnir, því við höfum þrætt
braut kenninga, sem hafa reynzt
réttar.
Þetta byrjaði allt með kjúkl-
ingi, vírusafyrirbæri í illkynjuðu
æxli í kjúklingnum, sem var ekki
uppgötvun okkar. Vísindamenn
hvarvetna hafa velt því fyrir sér,
hvort kjúklinga-vísus gæti valdið
æxli í öðrum dýrum. Þannig byrj-
aði þetta eiginlega hér í Sukhumi.
Við höfum apana og einbeittum
okkur að hvítblæði, af því okkur
fannst, að það væri sú tegund
krabbameins, sem væri bezt fallin
til tilrauna, eðlis síns vegna. Þeg-
ar við byrjuðum, gerði ég ráð fyr-
ir, að við þyrftum 30 ár til þess að
ljúka verkinu. Vegna tæknifram-
fara og meðdálítilli heppni ætlar
þetta að takast langt á undan
áætlun.“
Síðan Lapin tók til starfaí Suk
humi á árunum upp úr 1950, hafa
þúsundir apa farið um apanýlend-
una. Um 200 apar eru fluttir
þangað árlega, aðallega frá
Afriku og Asíu, og um 300 fæðast
í Sukhumi. Fáir hafa dáið úr elli
og þeim, sem það hafa gert, hefur
verið hlíft við hvítblæðitilraunum
af einhverjum orsökum.
Hver api heitir sínu nafni og
hefur sitt númer, og um hann er
haldin skrá, þarsem sjúkdómsfer-
ill hans er rakinn.
„I aðalatriðum," segir dr. Lap-
in, „voru fyrstu tilraunir okkar
gerðar á nýfæddum öpum. Við
sprautuðum í þá blóði úr dýrum
— kaninum — sem höfðu fengið
hvítblæði. Við notuðum þessa
unga eingöngu út frá þeirri til-
gátu, að þeir hefðu ekki haft tíma
til að mynda ónæmi gegn sjúk-
dómum.
Loksins komumst við að því, að
apar á öllum aldri gátu fengið
hvítblæði og að allar tegundir
apa, meðal annars kynblendingar,
sem við ólum upp með víxlblönd-
um. eru næmir fyrir þessari vír-
ustegund. Með þessu urðu rann-
sóknirnar nógu yfirgripsmiklar,
og þær Ieiddu okkur að aðalmark-
inu: rannsókn áhvítblæði f mönn-
um.sem apasjúklingar okkarsmit-
ast af.
Spurningin, sem við horfðumst
í augu við, var geysiþýðingarmik-
il: er hvítblæði í mönnum Ifka
tengd vírusum? Þegar hér var
komið, vorum við reiðubúnir að
ieita að svari. I Sukhumi er lítið
hvítblæðisjúkrahús. Við notuðum
blóð úr skjúklingum þar. En það
reyndist ekki nóg.
í leit okkar að blóði úr mönnum
með hvítblæðiáhrif fórum við alla
leið til Moskvu og létum flytja
flugleiðis til okkar blóð úr sjúkl-
ingum f sjúkrahúsum í Moskvu.
Við sprautuðum því f apa, sem
voru valdir til tilrauna okkar.
Fyrst í stað notuðum við blóð úr
sjúklingum, sem höfðu nýlega
veikzt. Seinna snerum við okkur
að tilraunum með blóð úr sjúkl-
ingum, sem höfðu fengið með-
ferð. Við komumst að því, að við
þurftum allt að 200 til 500 grömm
af blóði úr hverjum hvítblæði-
sjúklingi. Þannig gátum við ekki
notað blóð úr börnum, sem höfðu
veikzt af hvítblæði; svo mikið
blóð var ekki hægt að taku úr
barni. Það gleður mig að geta
sagt, að okkur tókst að ná til-
ætluðum árangri á þess að stofna
lífi eins einasta barns f hættu.
Niðurstaðan var: um það bil
þriðjungur 100 apa, sem voru
sprautaðir með sýktu blóði, fengu
hvftblæði. Tveirþriðju sluppu við
það. Hvers vegna? Önæmi þeirra
verndaði þá augljóslega gegn
veikinni. Þótt þessi staðreynd ylli
Lapin heilabrotum, varð hún ein
til þess, að ónæmissérfræðingar
hans fengu nóg að starfa.
Nokkrir hinna mörgu fbúa apanýlendu
Boris Lapins í Sukhumi.
Tilraunir þeirra voru þess eðlis,
að þeim miðaði hægt áfram. Þær
mjökuðust áfram. „Eg get nefnt
til dæmis, að til þess að komast að
þvf, á hvaða stigi sjúkdómsins
sýkta blóðið er virkast, þurftum
við að gera 800 tilraunir.
Við gerðum tilraunir með allar
blóðtegundir til þess að fá vissu
fyrir þvf, að ekki væri til ein
tegund, sem gæti ekki borið hvít-
blæði. Við komumst að því, að
allar tegundir bera hana. En það
tók sinn tíma að komast að þessari
niðurstöðu.
Við urðum að ákvarða kringum-
stæður smitunarinnar. Tilrauna-
flokkur okkar kallaði á blöndun
sýkts blóðs úr sjúklingum og svip-
aðs blóðs, sem var hitað í tvær
stundir við 60 gráða hita. Slíkur
hiti drepur vírusa. Eins og við var
að búast, fengu apar, sem voru
sprautaðir með sýkta blóðinu,
hvftblæði; þeir sem fengu blóð
samkvæmt hitameðferðinni
fengu það ekki.
Við urðum að fá vissu fyrir því,
að sama gilti um apa, sem eru
fæddir hér, og hina, sem eru flutt-
ir hingað frá Afríku og Asfu. Við
gerðum tilraunir á öllum apateg-
undum. Sumir eru skyldari mann-
inum en aðrir. Allir urðu að gang-
ast undir sömu próf.“
Þegar Lapin hafði sannað, svo
enginn vafi gat leikið á, að hvft-
blæði í mönnum hefði áhrif á apa,
tóku þeir að rannsaka erfðaáhrif-
in: „Við komumst að því, að apar
með hvítblæði úr mönnum báru
það til afkvæma sinna. Við höfum
haft 12 dæmi um, að veikin hafi
borizt milli apa úr tveimur mönn-
um, sem upphaflega báru veik-
ina.“
Næsta skref: að ákvarða hvort
hvítblæði er smitandi.
„Við settum apa, sem þjáðust af
hvítblæði, í búr, sem heilbrigð
dýr bjuggu í. Smátt og smátt smit-
urðu hraustu apamir. Karlapar
bjuggu með kvenöpum, en við
settum einnig kvenapa inn til
annarra kvenapa, og í öllum til-
vikum barst hvítblæði á milli. Við
vitum nú, að það berst með þvag-
inu. A þessari stundu erum við
með 15 apa undir eftirliti hér,
og þeir hafa allir veikzt af hvít-
blæði, þótt þeir hafi ekki fengið
hvítblæði blóðsprautu og séu ekki
afkvæmi apa, sem eru veikir af
hvítblæði. Allir þessir 15 apar
fengu það við líkamlega snert-
ingu við eitt einasta dýr, sem
hafði hvitblæði úr mönnum. Og
það tók þá nokkra mánuði að
smitast.
Við gerum ráð fyrir, að þeir
deyi flestir úr hvítblæði, en
nokkrir munu lifa lengur. Enn
aðrir — kannski einn eðatveir —
munu lifa af fyrir kraftaverk. Þar
sem við trúum ekki á kraftaverk,
munum við kafa í orsakirnar, sem
við vitum að eiga rætur í ónæmi,
og kanna einkenni þeirra, sem af
lifa, til þess að fá vitneskju um
hæfni þeirra til að veita sjúk-
dómnum viðnám. Við vitum, að
hún býr með þeim. Okkur hefur
miðað mikið á þá átt að bera
kennsl á ónæmihæfileika. Allt er
þetta liður í könnun okkar á því,
hvernig gera megi sjúklinga
ónæma með þvf að sprauta í þá
hvftblæðifrumum — til þess að
lækna hvítblæði.“
Seinna fór hann með okkur upp
á efri hæð, þar sem sjúklingar
hans voru í einangrunarbúrum,
þar á meðal unginn, sem átti að
deyja daginn eftir. Hann ríghélt
sér í raunalega móður sína, sem
virtist vita hvað til stóð. „Þeir eru
furðulega greindir," tautaði Lap-
in. „Það er lítill munur á þeim og
okkur."
Við vorum komnir gegnum
járndyr og að stiganum, sem lá
niður í rannsóknarstofurnar, og
eitt andartak reyndist hinn nú-
tímalegi sovétvísindamaður átak-
anlega mannlegur — á gamla
rússneska vfsu. Hann var að tala
um smithættuna — við sjálfan sig
og starfsfólkið: „Þar sem við vit-
um, að hvítblæði er smitandi, ger-
um við allar nauðsynlegar varúð-
arráðstafanir til þess að vernda
starfsfólkið. Hingað til hefur eng-
inn starfsmanna minna smitazt af
því.“ Hann krossaði sig, flóttalega
eins og hann ætlaði að gera eitt-
hvað, sem hann mætti ekki. Síðan
leit hann undan og gekk niður
stigann.
Seinna, þégar við vorum aftur
komnir í vinnuherbergið, sagði
hann frá 21 árs starfi sínu í aðal-
atriðum:
„Nú á þessari stundu vinna 50
manns í þessari deild — læknar,
líffræðingar, efnafræðingar —
ósleitilega að því lokaverkefni
okkar að prófa tilraunabóluefni
við hvítblæði, sem við höfum
framleitt hér í Sukhumi. Ég Iít
svo á, að þetta bóluefni verði not-
að til að bólusetja nýfædd börn
engu síður en fullorðið fólk, sem
vill vernda sig gegn veikinni. Það
hefði þau áhrif að gera það
ónæmt fyrir hvítblæði, á sama
hátt og Salk-bóluefnið gerir fólk
ónæmt fyrir lömunarveiki."
Hvenær ætlar hann að tilkynna
tilkomu Lapin-bóluefnisins, eins
og það verður áreiðanlega kallað?
Hann hristir höfuðið: „Eg veit
það ekki. Það er ekki undir mér
komið. Leyfið til þess að nota það
á fólki verður að koma að ofan
eítir ftarlegar tilraunir með nið-
urstöður ökkar."
En norður f Moskvu hljóta
krabbameinssérfræðingar að hafa
heyrt, að von sé á Lapin-bóluefni
við hvítblæði innan eins árs?
„Eg veit það,“ sagði hann og
brosti feimnislega. „Þeir hafa
sýnt mér mikið traust, og það hef-
ur gert mig stoltan og auðmjúkan
í senn. Hvað sem þvf liður verður
prófessor Blokhin að gefa út til-
kynninguna, því hann er yfirmað-
ur krabbameinsrannsókna okkar
og samræmir allt starf ökkar.
Hann er frábær maður, en lika
mjög gætinn og hleypur ekki að
neinu. Ábyrgðin, sem hann ber,
er líka geysimikil. Vissulega ger-
um við okkur grein fyrir þvi, að
við munum bjarga mörgum
mannslífum, og því fleiri því fyrr
sem bóluefnið verður framleitt. A
hinn bóginn verðum við að vera
algerlega vissir um heillavænleg
áhrif bóluefnissins við hvítblæði.
Alls enginn vafi má ríkja.“
Hann lftur út um gluggann yfir
borgina Sukhumi og út á kyrrt —
og blátt — Svartahaf.
„Ég ætti ekki að segja þér
þetta," segir hann hugsi, „en
dagurinn er afskaplega fagur. Við
erum strax byrjaðir á undirbún-
ingi næsta verkefnis okkar —
bóluefnis, sem á að nota gegn
krabbameini f iðrum.“
„Eins og þér nú vitið er það
bjargföst skoðun min, að allt
krabbamein eigi rætur í vírus. Eg
tel, að sé beitt fimm ólíkum bólu-
efnum fyrst einu í einu, en öllum
saman sfðar, muni það tryggja
kynslóðir framtiðarinnar gegn
flestum tegundum krabbameins.
Og þótt við munum í fyrstu
nota þessi bóluefni til að fyrir-
byggja krabbamein, munum við
að lokum finna leiðir til þess að
nota þau til að binda enda á út-
breiðslu krabbameins í sjúklingi,
sem er talinn dauðans matur eins
og nú standa sakir. Og lækná
hann!“
Ljósblá augu hans leiftra af
hæglátu sjálfstrausti. Hann er
ekki að gorta. Hann veit:
„Allt mun þetta gerast stig af
stigi um mína daga. Ég vil vera
lifandi og fylgjast með þessu ger-
ast..."
Hann þagnarog segir brosandi:
„Þú veizt, að 'við höfum allir
leynilegar vonir. Drauma. Draum-
ur minn númer eitt og draumur
nr. 2 er þessi:
Að þurfa aldrei að drepa annan
apa!“