Morgunblaðið - 13.11.1973, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 13.11.1973, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐÍ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973 — Svo má Myndin er af þátttakendum námskeiðsins. Námskeið fyrir félagsmálakennara ÆSKULÝÐSRAÐ ríkisins efndi fyrir skömmu til framhaldsnámskeiðs í Reykjavík fyrir félagsmálakennara og var einkum fjallað um kennslufræði- leg atriði, framkvæmd félags- málanámskeiða og uppbyggingu slfkrar fræðslu í náinni framtíð. Leiðbeinendur voru Reynir G. Karlsson æskulýðsfulltrúi, Sgurður R. Guðmundsson skóla- stjóri, Guðmundur Gfslason kennari og Sigurþór Þorgnsson fulltrúi í kennslufræðideild Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Að námskeiðinu loknu fengu 30 þátttakendur afhent skírteini, sem veitir þeim rétt til að kenna námsefni Æskulýðsráðs ríkisins á félagsmálanámskeiðum. A sl. vetri efndi Æskulýðsráð, í samráði við fræðslunefndir UMFÍ og ÍSI, til námskeiðs fyrir félags- málakennara að Leirárskóla í Borgarfirði og lagði þar fram námsefni til nota á félagsmála- námskeiðum. Hafa félagasamtök og skólar nú þegar haldið 24 námskeið með alls 488 þátt- takendum, þar sem farið hefur verið yfir námsefni þetta. Fóru námskeiðin fram undir hand- leiðslu áðurgreindra félagsmála- kennara og með nokkurri aðstoð Æskulýðsráðs. Æskulýðsráð hefur átt góða samvinnu við fjöl- marga aðila um fræðslustarfsemi þessa og hefur þáttur Ungmenna- félags Islands verið þar stærstur. (Ur f réttatilkynningu frá Æ.R.). Framhald af bls. 23. bændur mega vera á hrakhólum | með hross sín og afurðir af þeim. Fyrir nokkru eignuðumst við hrossabændur þó tvo málsvara á Alþingi, alþingismennina Ingólf Jónsson og Ágúst Þorvaldsson, sem leggja til, að útflutningsgjald verði aðeins sett á ættbókarfærða kynbótagripi. Teljum við hrossa- bændur það mikilverða leiðrétt- ingu og eiga alþingismennirnir heiður skilið fyrir að vilja leið- 1 rétta að nokkru það óréttlæti, sem þessi skattiagning allra útfluttra hryssna hlýtur að teljast. d) Þar sem skattur þessi skal renna í stofnverndarsjóð, er rétt að draga fram aðalhlutverk þess sjóðs, eftir þvf sem við fáum bezt skilið, en það er einmitt að styrkja kynbætur á vegum hrossa- ræktarsambandanna. Þá skilst fyrst, hvernig óviðkomandi menn verða málinu skyldir. Langsam- lega flestir hrossaræktarsam- bandsmenn eru bændur, sem eiga það fá hross, að þeir hafa ekki eigin stóðhest og svo má ekki glevma þeim stóra hluta bæjar- búa, sem eiga eina eða tvær hryss , ur, en þessir aðilar allir þurfa að fá þjónustu fyrir hryssur sínar, sem hrossaræktarsamböndin veita. Rétt er að koma fram, að svo virðist okkar málum hrossa- bænda komið, vegna bændafor- ystu okkar, að öll ræktun er talin eiga sér stað í þessum þjónustu- fyrirtækjum hrossaræktarsam- bandanna, svo að sá opinberi styrkur, er hrossaræktin nýtur, rennur nær óskiptur til þeirra. Við unidirritaðir spyrjum: Hvar fer hrossaræktunin fram? Hvert leita hrossaræktarsamböndin eft- ir stóðhestum f flestum tilvikum? Hverja er verið að skattleggja og jafnvel hindra í að selja kynbóta- gripi? Við hrossabændur, sem eigum stóðhesta og hryssur, erum hverj- ir um sig með eigin stofnræktun að okkar mati. Við leitum ekki til hrossaræktarsambanda um á fá stóðhest. Hins vegar eru þeir oft- ast keyptir frá okkur hrossabænd- um. Að þessi kaup fari þannig fram, að við einir séum til þeirra skattlagðir, til þess að um gjöf eða fyrirgreiðslu sé að ræða I þágu þjónustu hjá hrossaræktarsam- böndunum, eru að okkar mati hin mestu rangindi. e) I umræðum um fyrrgreint deiluatriði höfum við hrossa- bændur ætlað að sætta okkur við dóm og réttsýni alþingismanna eftir umræður á Alþingi. Hins vegar hafði það aldrei heyrzt okk- ar á meðal, að hugmynd Búnaðar- þings væri að skattleggja allan útflutning á hrossum, annan en á geldingum. Slfkri tillögu hefðum við hrossabændur ekki látið ósvarað, svo ranglega sem að okk- ar búframleiðslu væri vegið með því og þá sérstaklega I saman- burði við aðrar búfjárgreinar, sem njóta allar mikils rfkisstuðn- ings. 3. Eins og fram hefur komið, höfum við undirritaðir aðeins heyrt getið um stofnverndarsjóð ' af blaðaskrifum sjálfskipaðra talsmanna, svo og vegna fenginna fjárkrafna í umræddan sjóð. Því er ekki úr vegi að fara fram á það, að skipulagsskrá þessa sjóðs verði birt opinberlega, einnig hverjir eiga sæti í sjóðsstjórninni, hvar sjóðurinn er geymdur og annað er hann varðar. 4. I greinargerð fyrir breyting- artillögu Ingólfs Jónssonar og Ágústs Þorvaldssonar og í rit- stjórnargrein búnaðarblaðsins Freys í júlíhefti sl. eru skýr rök sett fram, máli okkar hrossa- bænda til stuðnings. Þau eru ekki endurtekin hér, en til þeirra vitn- að, ef einhverjir vildu kynna sér málstað okkar hrossabænda bet- ur, þvf þau rök standa enn í fullu gildi, að okkar dómi. 1 framhaldi af þeim rökum, sem þar eru sett fram, viljum við enn fremur benda á, að ríkissjóður leggur fram fé, sem nemur 10% af allri landbúnaðarframleiðsl- unni, þar með talin framleiðsla á hrossum, til að verðbæta útfluttar afurðir. Öllu þessu fjármagni er — Fiskiþing Framhald af bls. 12. „Kyrst og fremst hagnýting landhelginnar. Það er mikilvægt að gera skynsamlegar ráðstafanir nú í sambandi við fiskveiðamar. Ráðstafanir, sem bæði stuðla að því, að fiskstofnunum sé við- haldið. Þessi mál þarf að gera að langtímamarkmiði, þannig að við getum aflað meira fyrir okkar fiskiðnað. Nú er búið að draga saman álit fiskideilda Fiskveiðifélagsins um allt land, er lýtur að nýtingu land- helginnar. Ég er á móti því að Alþingi setji lög um nýtingu land- helginnar til margra ára. Hætt er við, að þau lög gætu orðið þung í vöfum, sérstaklega þegar þarf að fara breyta þeim. Einnig mótast lög Alþingis af pólitík, því al- þingismennirnir hugsa alltaf um atkvæði sín. Mér finnst, að þeir sem eru kunnastir sjávarútvegin- um, t.d. stjdrn Fiskifélagsins og fiskimálastjóri, ætti að setja þessi lög og hafa nokkuð frjálsar hendur um hvernær þeim er breytt." Furðulegar ráðstafanir „Nú var dragnótaveiði á Skaga- firði bönnuð i mest allt sumar. Þið hafið að sjálfsögðu ekki verið ánægðir með það?“ „Dragnótaveiðin var ekki leyfð fyrr en 15. júlí og bönnuð, öllum að óvörum, 1. ágúst. Þetta kom sér mjög illa fyrir eigendur og sjó- menn á bátunum. Allir höfðu reiknað með, að dragnótaveiðin yrði leyfð eins og venjulega. Og enn meir kom þetta á óvart, þar sem engin rökstudd athugasemd um veiðamar kom frá fiskifræð- ingum. Þessi ákvörðun um drag- nótabannið var pólitísk ákvörðun og var hún mjögtil skaða, því þeir menn, sem voru á bátunum, voru að mestu atvinnulausir í sumar. Viðgetum borið þessa fáu veiði- daga í sumar saman við sumarið 1972 og í ljds kemur að ekki var síður fisk að fá í dragnótina í sumar, enda sóknin sú sama og á undanförnum árum. Skuttogararnir gjörbreyttu atvinnuástandinu Nú eru komnir þrfr skuttogarar til Skagafjarðar, hefur atvinnu- ástand ekki breyzt mikið með komu þeirra?" „Við höfum verið illa settir með atvinnu undanfarin ár, hún byggðist þá sem nú mikið á fisk- vinnu, sem var mjög stopul, en hér eru þrjú frystihús. Núna hafa komið þrír skuttogarar með stuttu millibili, og hafa þeir gjör- breytt atvinnuástandinu. Einn skuttogarann eiga Hofsósingar og Sauðkrækingar sameiginlega, og er það hentugast rekstrarfyrir- komulag. Frystihúsið á Hofsósi hef ði ekki ráðið við að taka á móti einum togarafarmi i einu, en með þessu fyrirkomulagi, fær það ein- hvern fisk í hvert skipti, sem tog- ari landar, og er því vinna jöfn í frystihúsinu þar. Mér hefur fundizt þetta athyglisverð upp- bygging, og sést það bezt á því, að það byggðarlag í Skagafirði, sem verst stóð, hefur náð sér á strik. Þó að skuttogaramir séu góðir og veiti gífurlega atvinnu, standa málin þannig, að erfitt er að gera þá út við þau skilyrði, sem nú eru. Það þarf nauðsynlega að gera ráð- stafanir til að þessi skip geti borið sig.“ Betra að sjá af fáeinum tonn- um af fiski „Hvernig leggjast samningarnir við Breta í þig?“ „Ég tel, og held að um það séu flestir sammála, að heppi- legra sé, að sjá af fáeinum tonn- um af fiski heldur en að standa í ófriði eins og verið hefur. Við teljum mikilsvert, að Islendingar ráði yfir sínum veiðisvæðum sjálfir. En verst þykir mér, að ofbeldistími herskipanna skuli ekki hafa verið dreginn frá sam- ingstímanum." „Hvernig er útlitið framundan hjá ykkur á Sauðárkróki?" „Þessi mikla vinna, sem nú er, eykur bjartsýni manna, en okkur vantar tilfinnanlega húsnæði fyrir fólk, sem hingað vill flytjast. Á Sauðárkróki er gott að búa, þar er hitaveita og allar aðstæður hin- ar þægilegustu. Elftir að skólafólk hvarf af vinnumarkaðnum í haust hefur verið töluvert um að fólk vanti til vinnu, og er það vanda- mál, sem erfitt er að ieysa, því álag á fólkið er að verða of mikið. Framkvæmdir á vegum bæjar- félagsins hafa verið nokkuð miklar og ber hæst hitaveituna. Þá er unnið að gerð nýs flugvall- ar, en því verki þarf að hraða, því öryggi gamla vallarins er ákaf- lega takmarkað. Og til þess, að allt verði í góðu gengi hjá okkur þarf að gera stórt átak í hafnar- málunum." Þ.O. Sjö fengu stór- riddarakrossinn FORSETI Islands sæmdi I gær eftirtalda Islendinga stórriddara- krossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Jón Steffensen prófessor fyrir visindastörf, Loga Einarsson, for- seta Hæstarréttar, fyrir embættis- störf, Magnús H. Magnússon, bæjarstjóra Vestmannaeyja, fyrir sveitarstjórnarstörf, Pétur Sig- urðsson, forstjóra Landhelgis- gæzlunnar, fyrir störf á sviði al- mannavama, Sigurgeir Kristjáns- son, forseta bæjarstjórnar Vest- mannaeyja, fyrir sveitarstjórnar- störf, Svöfu Þorleifsdóttur, fyrr- verandi skólastjóra, fyrir störf að kennslu — og félagsmálum, Þcrbjörn Sigurgeirsson prófessor fyrir vísindastörf. STUTT BÓKAR- KYNNING KOMIN er í bókaverzlanir fjórða bók ameríska sálfræðingsins og prestsins Norman Vincent Peale. Heiti bókarinnar er „Leiðsögn til lífs án ótta“. Þýðandi er sem fyrr Baldvin Þ. Kristjánsson. Hann hefur með kunnáttu sinni, góðvild og frábærum áhuga komið „leiðsögn" hinna fjögurra bóka dr. Vincent Peal áleiðis til hinnar íslenzku þjóðar, og á miklar þakkir skilið. Ölafur Ólafsson. brýna... skipt á milli afurða af nauterip- um og sauðfé. Þannig er það einn- ir á þessu sviði, að við hrossa- bændur erum hlunnfamir. 5. Með þessum skrifum okkar, erum við ekki að mótmæla, að stofnverndarsjóður komist á lagg- imar. Við teljum, að stofnvemd- arviðleitnin eigi fullkomlega rétt á sér. en við álítum, að það eigi að afla til þeirrar starfsemi fjár magns á sama hátt og til annarrar búfjárræktar. 6. Við undirritaðir nokkrir hrossabændur í Rangárþingi vilj- um enn fremur taka fram, að með þessum skrifum okkar, erum við ekki að hefja deilur við menn, sem hafa á þessu máli aðrar skoð- anir. Við drögum hér fram okkar sjónarmið, svo aðrir okkur óvið- komandi menn geti ekki komið fram opinberlega og sagt fyrir okkar hönd, að við séum ánægðir með orðna framvindu og að með fyrrnefndri skattaálagningu sé verið að tryggja hag okkar hrossa- bænda. Þessi hagsmunamál hljóta að þjappa hrossabændum um allt land saman, og væri vel, ef skrif Steinþórs Run- ólfssonar á Hellu yrðu til þess að hrossabændur myndu stofnaáneð sér félagssamtök, t.d. Landssamband stóðbænda, til þess að standa vörð um öll þessi mál, sem hér að framan er komið að. Þá væri það slíks landssam- bands að taka fyrir lagaupp- kast um stofnverndarsjóð og laga- uppkast um útflutning hrossa, áður en Alþingi gerði að lögum„ ekki Búnaðarþings eins í samráði við Landssamband hestamanna- félaga. Gamalt máltæki segir: Svo má brýna deigt járn að bíti. Mætti þessi síðasta brýning til okkar hrosssabænda frá Steinþóri Run- ólfssyni duga til að við rísum upp sameinaðir til að verja málstað okkar á félagslegum grundvelli. Við undirritaðir, nokkrir hrossa- bændur í Rangárþingi, teljum, að það myndi verða hrossaræktinni til góðs, og þá væri fyrir góðum málstaði barizt. Við leggjum þessi mál öll fram fyrir alþingismenn og alþjóð f sambandi viðbreytingartillögu al- þingismannanna Ingólfs Jónsson- ar og Ágústs Þorvaldsonar, og treystum á réttsýni og vilja til að yfirvega stórt og viðkvæmt mál. Halldór Gunnarssom Holti. Leifur Einarsson, Nýjabæ. Björn Ó. Lárusson, Fitjamýri. Ólafur T. Jónsson, Hemlu. Karl Halldórsson, Ey. Guðmundur Jóhannsson, Miðkrika. Einar Valmundsson, Móeéðarhvoli. Jón Einarsson, V-Garðsauka Bjarni Arsælsson, Bakkakoti Sigurgeir Valmundsson, Fróðholti Guðmundur Gfslason, Uxahrygg Eggert Haukdal, Bergþórshvoli. Óskar Halldórsson, Ulfsstöðum. Valdimar Jónsson, Alfhólum. Erlendur Ámason, Skíðbakka Gunnar Magnússon, Artúnum. Jón Þorvarðsson, Vindási. Ingimar Isleifsson, Ekru. Ingvar Sigurðsson, Velli. Guðni Gunnarsson, Moshvoli. Diðrik Sigurðsson, Kanastöðum. Konráð Auðunsson, Búðarhóli. V aldimar Auðunsson, Grímstanga,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.