Morgunblaðið - 13.11.1973, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 13.11.1973, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 13. NÖVEMBER 1973 25 félk f fréttum X.-": • A • ' *í ffclk í fjclmiélum □ PETER FINCH KVÆNIST ÁSTRALSI leikarinn Peter Finch gekk í sl. viku að eiga fegurðardis frá Jamaika, Elethu Barrett, sem verið hefur vinkona hans í sjö ár. Þau voru gefin saman á borgaralegan hátt i ráðhúsi Rómar. Peter er 57 ára, en frúin þrí- tug. Þau eiga þiggja ára dóttur og hyggjast setjast að í Lugano í Sviss. Þetta er þriðja hjóna- band Peters. Fyrri hjónabönd- um hans lauk með skilnaði. Fyrst kvæntist hann rússnesku balletdansmeynni Tamöru Tchinarovu og næst leikkon- unni Yolöndu Turner frá S- Afríku. □ VILL VERÐA 165 ÁRA JOE Smith hélt hátíðlegan 109. afmælisdag sinn á föstudaginn, en hann var langt frá því ánægður. Hann vill ná þvi að verða 165 ára. Joe er vistamður á ellisjúkra- húsi í Frensno í Kaliforniu og hann segist vilja slá met Rúss- ans, sem sagður var hafa náð 165 ára aldri. Og Joe kann að takast þetta. Læknar segja, að heilsa hans sé ágæt. Hann er enn fær um að ganga án aðstoðar hækja eða stafs, og læknar telja sjón hans hafa batnað undanfarin ár. Joe á aðeins eina ráðleggingu handa gestum: „Ef þið sjáið eitthvað rangt, komið málunum þá í lag.“ Læknaskýrslur i San Fran- cisco staðfesta, að Joe fæddist þar árið 1864. Utvarp Reykjavík A ársþingi sinu fyrir skömmu samþykktu landssamtök lestrarkennara i Danmörku að gera tillögu um það til réttra aðila, að Astrid Lindgren yrði tilnefnd til Nóbelsverðlauna í bókmenntum næsta ár. Astrid, sem er sænsk, er mjög kunnur barnabókahöfundur, hefur samið yfir 30 barnabækur, sem allar hafa náð miklum vinsældum. Þekktasta sögupersóna í bókum hennar er án efa Lina langsokkur, sem heillar jafnt unga sem gamla með framtakssemi sinni og friskleika. Dönsku lestrarkennararnir hyggjast leita eftir samstöðu fleiri aðila um tillögu sína. Þeir styðja tillöguna þeim rökum, að bækur Astrid séu heilsteypt listaverk, sem metin séu af miklu stærri lesendahópi en skáldkonan miðaði við. Blaðamaður dansks blaðs hringdi í skáldkonuna, sagði henni tíðindin og spurði hana hvað hún vildi segja um þessa tillögu: — Hvað á ég að segja annað en að þetta er óvenjulega sætt hugsað. En ég hef sjálf aldrei leitt hugann að slíku. Ekki það, að ég telji ekki, að barnabækur og höfunda þeirra skuli taka alvarlega. En ég hafði aldrei búizt við neinu slíku . .. Ég er djúpt snortin af þessum fallegu hugsunum . .. Eg hef glaðzt yfir að geta með bókum mínum glatt aðra. En ég hef aldrei hugsað um neina slika viðurkenningu. Hvert sækir skáldkonan sér hugmyndir að bókunum? — 1 sjálfa mig — og varla annars staðar. Þótt ég klifi Kilimanjaro, yrðu bækur minar vart öðru visi. Hafa börn hennarorðið tilefni til bókarskrifa? — Ég hef auðvitað lesið bækurnar mínar fyrir eigin börn og fyrir barnabörnin sjö. Ég byrjaði að skrifa árið 1944, þegar ég var 37 ára ... Stefnir hún að ákveðnu marki með bókum sínum? — Ég gleðst sjálf, þegar ég sit og skrifa — ég vonast til að gleðja aðra með bókunum . .. Það hlýtur að vera nægilegt markmið. Ég reyni að ná eins langt og ég get, listrænt séð, og að gera bækur minar eins auðlæsilegar og mögulegt er. Hve stórt er upplag bóka hennar orðið? — Eg hef ekki tölu á því. En bara i Svíþjóð skiptir það milljónum og við bætist, að þær hafa verið þýddar til útgáfu i 40 löndum öðrum . . . Ég hef ekki getað fylgzt almennilega með þessu . . . Það er skemmtilegra að fást við næstu bók en að telja upplög . .. ÞRIÐJUDAGUR 13. nóvember 7.00 Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15, 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund bamanna: kl. 8.45: Anna Snorradóttir end- ar lestur sögunnar „Padding- ton kemur til hjálpar" eftir Michael Bond, þýdda af Erni Snorrasyni (11). Morgun- leikfimi kl. 9.20. Tilkynning- ar kl. 9.30. Þingfréttir 9.45. Létt lög milli liða. Eg man þá tfð kl. • 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögnum og tónlist frá liðn- um árum. Tónleikar kl. 11.25: Enska kammerhljóm- sveitin leikur sinfónísk lög eftir Jean-Baptiste Lully. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- kynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregni. Tilkynningar. 13.00 Ef tir hádegið Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hluts- endur. 14.30 Jafnrétti — misrétti V. þáttur. Umsjón: Þórunn Friðriksdóttir, Steinunn Harðardóttir, Valgerður Jónsdóttir, Guðrún H. Agnarsdóttir og Stefán Már Halldórsson. 15.00 Míðdegistónleikar: Tón- list eftir Stravinskf Sinfóniuhljómsveitin í Lund- únum leikur svítuna „Eld- fuglinn"; Antal Doratistj. CBC-sinfóníuhljómsveitin í Lundúnum leikur Fjórar etýður fyrir hljómsveit; höf- undur stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. A skjánum ÞRIÐJUDAGUR 13. nóvember 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 1 faðmi náttúrunnar. Breskt gamanleikrit, byggt á sögu eftir Irska rithöfundinn Sean O’Faolain. Leikstjóri Barry Davis. Aðalhlutverk Barbara Jefford, John Carson, Cyril Cusack og Elizabeth Tyrell. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. Frank Keene er breskur hershöfðingi á eftirlaunum. Hann býr einsamall i írsku sveitahéraði og á þar náðuga daga. í nokkur ár hefur hann verið í miklu vinfengi við konu nokkra þar í sveit. Hún er gift drykkfelldum manni og heldur óskemmtilegum, 16.20 Popphornið. 17.10 Tónlistartfmi-.bamanna Egill Friðleifsson söngkenri- ari sér um tímann. 17.30 Framburðarkennsla f frönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregn- ir. Tilkynningar. 19.00 Veðurspá Fréttaspegi 11. 19.20 A vettvangi dómsmsmál- anna Björn Helgason hæstarréttar- ritari talar. 19.40 Kona f starfi Bergljót Halldórsdóttir meinatæknir flytur erindi m/viðtölum. 20.00 Lög unga fólksins Ragnheiður Drífa Steinþórs- dóttir kynnir. 21.00 Hæfilegur skammtur Gfsli Rúnar Jónsson og Júlí- us Brjánsson sjá um þátt með léttblönduðu efni. 21.30 A hvftum reitum og svört- um Guðmundur Arnlaugsson f lytur skákþátt. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: Minningar Guð- rúnar Borgf jörð Jón Aðils leikari les (5). 22.35 Harmonikulög Art van Damm kvintettinn leikur. 23.00 A hljóðbergi Tennessee Williams les Ijóð eftir suðurrfkjaskáldið Hart Crane. Með verður flutt fslenzk þýðing á frásögn Williams af sjálfsmorði skáldsins 1932 og stuttri hug- leiðingu um skáldskap Cran- es. 23.25 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. * en getur ekki skilið við hann, þvf kaþólska kirkjan leyfir ekki slíkt. Þetta þykir hers- höfðingjanum miður, sem vonlegt er, en fær þó ekki að gert. 21.25 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónar- maður Jón Hákon Magnús- son. 22.00 Skák. Stuttur, bandarfskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Haraldsson. 22.05 Töfranálin Dönsk mynd um kinversku nálastunguaðferðina við lækningar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 22.55 Dagskrárlok MAMMA LÍNU FÁI NÓBELSVERÐLAUN og Indíána, en ráðstefna þeirra verður haldin i Kaupmanna- höfn innan skamms. Þá mun Jón Hákon fjalla um hina miklu fólksflutninga og fanga- skipti, sem nú eiga sér stað milli Pakistans, Indlands og Bangladesh, og þau vandamál, sem þeim fylgja. I Morgunstund barnanna í dag lýkur Anna Snorradóttir lestri sögunnar „Paddington kemur til hjálpar”. Anna segist hafa haft mjöggaman af að lesa þessa sögu, en hún væri bein- línis til þess ætluð að skemmta börnunum, án þess að hafa á sér prédikunarsvip, eða ein-' hvern sérstakan boðskap að færa. Hún er þeirrar skoðunar, að gjarnan mætti vera meira af hreinu skemmtiefni f barnatím- unum. Anna sá um sunnudagsbarna- tfma útvarpsins með öðrum í 9 ár samfleytt, auk þess sem hún hefur séð um „Litla barnatím- ann“ og lesið barnasögur öðru hverju. Hún segist setja það til viðmiðunar um gæði barna- bóka, að fullorðnir geti haft gaman af þeim lfka. VIÐ birtum fyrir skömmu mynd af Elizabeth Taylor, þar sem hún var að stjórna uppboði til ágóða fyrir fsraelskar ekkjur og munaðarleysingja. Þessi mynd var tekin af stjörnunni, er hún kom til uppboðsins, sem haldið var á Hilton-hótelinu f Amsterdam. Með henni er Hol- lendingurinn Henry Wijnberg, sem hefur verið einkavinur hennar og vart vikið frá henni frá þvi að hún og Richard Bur- ton slitu samvistir fyrir nokkru. 1 kvöld er á dagskrá sjón- varpsins kl. 21.25 fréttaskýr- ingaþátturinn Heimshorn í um- sjá Jóns Hákons Magnússonar. Jón tjáði okkur, að þar væri símaviðtal, sem sænska sjón- varpið hafði við sovézka kjarn- orkufræðinginn Andrei Sakar- off nú f haust. Björn Bjarnason ræðir við Ragnar Ingimarsson prófessor um orkuskortinn f heiminum og Haraldur Ölafsson gerir að umræðuefni ráðstefnu „fjórða heimsins”, sem hann kallarsvo. Þar mun vera um að ræða minnihlutahópa á norðurhveli jarðar, svo sem Lappa, Eskimóa EINKAVINUR HENNAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.