Morgunblaðið - 13.11.1973, Síða 31

Morgunblaðið - 13.11.1973, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1973 Frumvarpið um framkvæmd lög- gæzlunnar lagt fram á Alþingi RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt frain á Alþingi lagafrumvarp þaö, sem boðaS hafði verið um, hvern- ig framkvæmd löggæslu Islend- inga varðandi veiðar brezkra tog- ara skuli vera. Er gert ráð fyrir, að bráðabirgðaákvæði um þetta efni verði bætt aftan við lögin um bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu. Bráðabirgðaákvæðið, sem lagt er til, er svohljóðandi: „Meðan í gildi er samkomulag um lausn á fiskveiðideilu milli Islands og Bretlands, frá 13. nóvember 1973, skulu brot gegn ákvæðum samkomulagsins af hálfu þeirra bresku veiðiskipa, sem tilgreind eru á skrá, sem er fylgiskjal með samkomulaginu, og heimilaðar eru botnvörpu- veiðar á umsöndum svæðum i fiskveiðilandhelginni milli 50 pg 12 mílna frá grunnlínu, varða þeim viðurlögum, að veiðiskip, sem brotlegt hefur orðið við ákvæði samkomulagsins, skal fellt niður af fyrrnefndri skrá og missir þar með rétt til að stunda veiðar samkvæmt ákvæðum sam- komulagsins. Dómsmálaráðuneytið tekur ákvörðun um þá framkvæmd samningsins, er það hefur fengið gögn f hendur frá Landhelgis- gæslunni." Athugasemdirnar, sem fylgja frumvarpinu hljóða svo: „Samhliða lagafrumvarpi þessu er lögð fyrir Alþingi tillaga til þingsályktunar um heimild til að staðfesta samkomulag um bráða- birgðalausn á fiskveiðideilu milli tslands og Bretlands, sem er fylgi- skjal með þingsályktunartillög- unni. Svo sem fram kemur í þvf samkomulagi verður það með þeim hætti, að brezkum veiðiskip- um, sem talin eru á skrá, sem er fylgiskjal samkomulagsins, er heimiluð botnvörpuveiði á til- teknum svæðum milli 50 og 12 mílna frá grunnlfnu í fiskveiði- landhelginni þann tfma, sem sam- komulagið gildir. Veiðar af hálfu þeirra veiðiskipa, sem fara í bága við ákvæði samkomulagsins, varða þeim viðurlögum, að þau skip verða felld niður af skránni og missa þar með rétt til að Keflavík, 6. nóv. SL. föstudag opnaði tízkuverzlun- in Sallý að nýju eftir miklar og gagngerðar breytingar. Hefur gólfflötur verzlunarinnar verið stækkaður um helming og eldri hluti húsnæðisins verið breytt. Verzlunin mun kappkosta nú sem hingað til að vera ávallt með nýj- ar tizkuvörur á boðstólnum. stunda veiðar samkvæmt sam- komulaginu. Rétt þykir að marka framkvæmd á sviptingu leyfis með þeim hætti, sem í frumvarpi þessu greinir, þannig að dóms- málaráðuneytinu sé falið að taka ákvörðun um það efni, er það hefur fengið í hendur málsgögn frá Landhelgisgæslunni. Komi til brot af hálfu skips, sem strikað hefur verið út af skrá, fer um það eftir almennum reglum.“ Tízkuverzlunin Sallý flytur all- ar sfnar vörur inn sjálf, beint frá tízkuhúsum í Evrópu, og koma nýjar vörur f verzlunina vikulega. I Sallý geta konur fengið allan klæðnað, hvort heldur spari- eða hversdagsklæðnað. Eigendur Sallý eru hjónin Ingi- björg Sigurðardóttir og Kristinn Hlíðar Kristinsson. lú-éttaritari. Tízkuverzlunin Sallý Kefla- vík í stærri húsakynnum Tfzkuverzlunin Sallý eftlr breytinguna. Sigurbergur GK fyrstur að selja í AP-fréttastofan skýrði frá þvf í gær, að búast mætti við, að íslenzk fiskiskip seldu fisk í Grimsby og Hull á næstu dögum, í f'yrsta skipti frá því að íslenzka landhelgin var færð út í 50 sjómílur. Taldi frétta- stofan, að fyrstu sölurnar gætu átt sér stað á miðvikudag eða fimmtudag. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem Morgunblaðið fékk á skrifstofu L.I.U., er þess varla að vænta, að íslenzk skip selji í Bretlandi í þessari viku, þó svo að samkomulag náist í landhelgisdeilunni. Reyndar væri það svo, að brezkir fiskkaupmenn biðu í of- væni eftir að fá fisk frá ís- lenzkum skipum en það væru togarakarlar ekki né heldur löndunarmenn. Þrátt fyrir það er reiknað með, að íslenzk skip selji fljótlega, eftir að sam- komulagið við Breta hefur verið staðfest. Er jafnvel reiknað með að fyrsta skipið, sem selur i Bretlandi, verði Sigurbergur frá Hafnarfirði. Til stóð að Arinbjörn RE, sem var með 76 lestir af fiski og Hamar frá Rifi seldu afla sinn í — Afstaða Sjálfstæðisflokksins Framhald af bls. 32 atbeina stjórnarandstöðunnar varð samkomulag um í utanríkis- málanefnd að flytja enn nýja þingsáiyktunartillögu, sem allir þingmenn greiddu síðan atkvæði, eftir að breytingartillögur sjálf- stæðismanna og Alþýðuflokks- manna um viðáttumeiri fiskveiði- lögsögu var felld. I þessari þingsályktun frá 15. febrúar 1972 segir í 3. tl. „Að haldið verði áfram samkomulags- tilraunum við ríkisstjórnir Bret- lands og Sambandslýðveldisins Þýzkalands um þau vandamál, sem skapast vegna útfærslunn- ar“. I kosningabaráttunni 1971 höfðu núverandi stjórnarflokkar að vísu haldið þvf fram, að óþarfi væri að ræða við aðra vegna út- færslunnar. Sjálfstæðismenn voru það raunsæir að segja fyrir um, að rétt væri að hefja slíkar viðræður strax, svo að útfærslan yrði virk og næði tilgangi sínum, enda þótt við hefðum auðvitað fullan lagalegan rétt til einhliða útfærslu. Það verður ekki komizt hjá því að vekja athygli á, að í samningi þessum felst ekki viðurkenning Breta á 50 mflna fiskveiðilögsögu við Island eins og fólst I samn- ingnum við þá 1961 á 12 mflunum. I þessum samningi er heldur ekk- ert minnzt á fyrirætlanir okkar um frekari útfærslu fiskveiðilög- sögunnar eins og gert var i samn- ingnum frá 1961. Þetta kemur vonandi ekki að sök, þarsem fyrir Alþingi liggur tillaga okkar sjálf- stæðismanna um útfærslu auðlindalögsögu okkar í 200 mfl ur fyrir árslok 1974 og frv. ríkis- stjórnarinnar um breytingu á lögunum um landgrunnið þess efnis, að það skuli miðast við 200 mílur. Við treystum því, að þróun mála á hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna muni og færa okkur endanlegan sigur og yfir- ráð yfir 200 mílna auðlindalög- sögu. Ekkert er heldur í samningnum minnst á málarekstur Breta i Haag og sætir það furðu, þegar höfð eru f huga stóryrði sumra stjórnarsinna um þann málarekst- ur. Þá viljum við taka fram, að allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa viljað leita samkomulags við Breta og koma á friði á miðunum til að bægja frá hættum. Allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru þeirrar skoðunar, að unnt hefði verið að ná betri samning- um en raun ber vitni, ef betur hefði verið staðið að málum, og nokkrir þeirra telja ágalla samn- ingsins svo mikla, að þeir telja sig ekki geta fallizt á hann eins og hann liggur fyrir. Við, sem greiðum samningnum atkvæði, gerum það fyrst og fremst til þess að binda endi á hina hasttulegu deilu og koma á f riði. I öðru lagi viljum við treysta þvf að Bretar taki hér minna en 130 þús tonna ársafla, í stað 160- 170 þús. tonna ársafla fyrsta árið eftir útfærsluna, sem forsætisráð- herra telur erfitt að véfengja, að þeir hafi gert. I þriðja lagi teljum við lífsnauðsyn að stemma stigu við smáfiskadrápi hér við land og gera eftirlit með veiðarfærum og veiðum Breta samkvæmt samn- ingum virkt. I fjórða lagi teljum við miklu máli skipta að tollalækk anir samkvæmt viðskiptasamn- ingi okkar við Elfnahagsbandalag- ið geti komið til framkvæmda og markaðir fyrir sjávarafurðir í löndumþess nýtistokkur. Við höfum þann skilning, að þessi samningur breyti engu um þá fyrirætlun okkar sjálfstæðis- manna, sem við vonum, að sam- staða náist um hér á þingi, að færa auðlindalögsögu okkar út i 200 mílur fyrir árslok 1974, nema að svo miklu leyti sem veiði- heimildir þær, sem Bretum eru veittar samkvæmt samningnum milli 12 og 50 milna hljóta að gilda þar til samningstímabilið er á enda. Voru aðrir nefndarmenn í utanrikismálanefnd sammála um þennan skilning. Við undirritaðir fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins i utanríkismála- nefnd munum greiða atkvæði með tillögu þeirri til þingsálykt- unar um heimild fyrir ríkisstjórn- ina til að ganga frá bráðabirgða- samkomulagi við ríkisstjórn Bret- lands um veiðar brezkra togara. Þótt við séum að þessu leyti sammála öðrum nefndarmönnum í utanrikismálanefnd, höfum við kosið að skila séráliti til þess að koma sérstaklega sjónarmiðum okkar í máli þessu á framfæri. 31 Agreiningur í Sigtúni AGREININGUR varð í Sigtúni um helgina, er Sigmar Pétursson veitingamaður var að flytja ýmis áhöld og tæki, sem hann átti, úr húsinu, en leigusamningur hans rann út um síðastliðin mánaða- mót. Fyrrverandi og núverandi eigendur hússins voru á staðnum og kvöddu til lögreglu til þess að taka skýrslu um það, sem á brott var numið, en ágreiningurinn var um það, hver væri eigandi að áhöldunum. Lögreglan tjáði Mbl. í gær, að hún hefði aðeins komið á staðinn til þess að staðfesta það, sem þar fór fram, en leigjandinn hafði numið á bbrott frystipressu, sem Póstur og sími, sem á húsið, taldi sig eiga. Lágu matvæli í eigu Pósts og síma undir skemmdum, er frystipressan var numin á Fyrirlestur fellur niður FYRIRLESTUR sá, sem Michael Hurey frá Irlandi átti að flytja í dag kl. 10.15 i 5. kennslustofu Háskólans á vegum Guðfræði- deildarinnar fellur niður af óvið- ráðanlegum orsökum. Verður fyrirlesturinn fluttur á morgun á sama stað og sama tfma. — Chou Framhald af bls. 1 annar fundurinn var í febrúar á þessu ári. Eins og fyrri daginn hafa engar ákveðnar upplýsingar verið gef- nar um fund Kissingers með kfn- verskum ráðamönnum, nema hvað hann hafi farið frjálslega og vinsamlega fram. Bretlandi? Bretlandi. L.I.U. lagði hins vegar að útgerðarmönnum bátanna að láta þá ekki selja í Bretlandi, fyrr en búið væri að staðfesta samkomulagið við Breta. Fóru þeir því til Belgíu og eiga að selja þar í dag. Það verður því að öllum líkindum bátur en ekki togari, sem verður fyrstur til að selja í Bretlandi. Þessar samningaviðræður hafa nú staðir yfir í einu eða öðru formi á 3. ár, án þess að gengið hafi eða rekið, fyrr en nú með þeim samningi við Breta, sem ósk- að er heimildar Alþingis að gera. Það er skoðun okkar, að full ástæða sé til að ætla, að unnt hefði verið að ná jafngóðum samningi eða betri fyrir meira en heilu ári og a.m.k. sl. vor í samningaviðræðum f maí, en eftir þær gripu Bretar til fordæman- legra ofbeldisaðgerða, sem sköp- uðu hættuástand á miðunum. Munum við rökstyðja þessa skoð- un okkar nánar f framsögu. I þessu nefndaráliti bendum við að- eins á samanburð á tilboði Islend- inga f maí og samningum, sem nú liggja fyrir, skoðun okkar til stað- festingar. Ríkisstjórnin hefur að okkar áliti haldið illa á samningavið- ræðum, verið reikul í ráði og sjálfri sér ósamkvæð eins og atburðir síðustu vikna leiða glögg- Iega í ljós. Hefur slfk ósam- kvæmni og stefnuleysi verið til þess fallið, að ekki náðist sá árangur, sem unnt hefði verið að ná ef öðru vísi hefði verið að málinu staðið. Einsdæmi er, að þingflokkur stjórnarliðs lýsi fyrst milliríkja- samning „gjörsamlega óaðgengi- legan", en sfðan, að þingmenn hans muni greiða honum atkvæði til þess að vera áfram í stjórn. Við teljum það miðúr, að í inngangi orðsendingar utanrfkis- brotL Þá munu vegglampar hafa valdið einhverjum ágreiningi. Eftir þennan ágreining var skipt um skrár f öllum útidyra- hurðum hússins. Sigmar Péturs- son, veitingamaður vildi ekkert úr þessu gera, er Mbl. spurði hann í gær álits á þessu. Hann sagðist hafa verið að flytja eigur sínar úr húsinu, en samningur hans um leiguna rann út um mán- aðamótin. Þó sagðist Sigmar hafa fengið að halda dansleik fyrstu helgina í mánuðinum. Hann kvað allt vera gert í miklu bróðerni, sem fram færi milli sín og eig- enda hússins. Þyrlu stolið Saigon, nóvember, AP. FLUGHER Suður-Vietnams til- kynnti f dag, að einni af þyrlum hans hefði verið stolið. Þyrlan hafði neyðzt til að lenda við fjalla- þorp vegna slæms veðurs og þegar áhöfnin leitaði skjóls var enginn skilinn eftir á verði. E"yrr- verandi flugmaður i flughernum er grunaður um að hafa stolið þyrlunni, hann var rekinn úr hernum 1971 vegna gruns um ólöglega starfsemi af einhverju tagi. Leit að þyrlunni hefur engan árangur borið. — Sýrlendingar Framhald af bls. 1 orðsendingu vegna þessa til Al- þjóða Rauða krossins, og hann hefur sent hana áfram til Sýr- lands. Af Sýrlendinga hálfu hefur ekkert verið sagt um þessar ásak- anir. Rólegt var við vopnahléslín- urnar í dag, og hafa friðarsveitir Sameinuðu þjóðanna nú tekið við gæzlu á veginum frá Kairó til borgarinnar Suez, en ísraelskar brynsveitir voru þó ennþá í grennd við stöðvar Sþ sídegis í dag. Friðarsveitirnar tóku form- lega við gæzlunni að afloknum öðrum fundi hershöfðingjanna Ahron Yariv, frá Israel, og Mohammed Gamazy, frá Egypta- landi. Það voru þeir, sem undir- rituðu vopnahléssáttmálann á sunnudaginn, og var það í fyrsta skipti síðan 1949 sem fulltrúar ríkjanna tveggja hittust augliti til auglitis. ráðherra Islands til sendiherra Bretlands, en í þeirri orðsendingu felst samningurinn, skuli ekki vera kveðið ákveðnar að orði en: „er miðað við, að ársafli brezkra skipa verði um 130.000 tonn,“ og leggjum áherzlu á að í fram- kvæmd verði hér um algert há- mark að ræða. Við vekjum athygli á, að þótt takmörkun skipafjölda skv. 1. tl. orðsendingar dragi verulega úr sóknarmætti brezkra togara, um 36% að smálestatölu miðað við 1971, þá má með aukinni sókn þeirra brezku togara, sem mega veiða hér við Iand skv. samn- ingnum, vega hér upp nokkuð á móti. Augljóst er af ákvörðun friðunarsvæða i 2. tl„ að seinlæti og athafnaleysi sjávarútvegsráð- herra við ákvörðun friðunar- svæða, hefur orðið til þess að fleiri friðunarsvæði eru ekki til- greind í samningnum. Þá er tímaákvörðun lokunar eins svæðis af sex Islendingum óhagkvæm skv. 4. lið og sýnist raunar sú timaákvörðun hafa verið tekin i London gagnstætt þeim upplýsingum. sem gefnar voru að viðræðum þar loknum. Æskilegra hefði verið, að ákvæðin um lögsöguna sam- kvæmt 6. lið hefðu verið skýrari og m.a. eðlilegra, að brezkir tog- ari, sem staðinn er að veiðum i bága við samkomulagið hefði rétt til þess að kalla á brezkt eftiiiits- skip til að sannreyna málsatvik i stað þess að leggja þá skyldu á íslenzkt varðskip.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.