Morgunblaðið - 24.11.1973, Síða 29

Morgunblaðið - 24.11.1973, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. NÖVEMBER 1973 29 GRUNURINN Framhaldssagan eftir: FRIEDRICH DURRENMATT i þýðingu Jóhönnu Kristjónsdóttur____ 1 í byrjun nóvember árið 1948 hafði Barlach veriðlagður inn á Salemsjúkrahúsið í Bern. Þaðan er útsýni yfir gamla bæjarhlut- ann og ráðhúsið. Vegna skyndi- legs hjartaáfalls varð að fresta uppskurðinum i 2 vikur. Upp- skurðurinn tókst mætavel, en í ljós kom, að lögregluforinginn var haldinn ólæknandi sjúkdómi, eins og óttazt hafði verið. Líðan lögregluforingjans var afleit. Tvi- vegis hafði yfirmaður hans, Lutz rannsóknardómarí, reynt að sætta sig við þá tilhugsun, að Barlach væri dauðans matur, en tvisvar hafði von hans glæðzt á nýjan leik, þegar Barlach tók að sýna nokkur batamerki rétt fyrir jólin. Um jólin lá gamli maðurinn reyndar lengst af í móki, en þann 27. desember, sem bar upp á mánudag, var hann vakandi og vel fyrir kallaður og blaðaði í gömlum eintökum af bandaríska tímaritinu „Life“ frá árinu 1945. Þeir voru eins og dýr, Samúel, sagði hann, þegar dr. Hunger- tobel vitjaði hans um kvöldið. — Þeir voru eins og dýr, endurtók hann og rétti honum blaðið. — Þú ert læknir og getur myndað þér skoðun á þessu. Lfttu á mynd- ina úr fangabúðunum Stutthof! Fangabúðalæknirinn Nehle gerir — deyfingarlaust — magaupp- skurð á fanga og mynd er tekin af honum, meðan á þvi stendur. — Það gerðu nasistar iðulega, sagði læknirinn og skoðaði mynd- ina. Svo fölnaði hann upp og lagði blaðið frá sér. — Hvað amar að þér? spurði gamli maðurinn undrandi. Hungertobel svaraði ekki að bragði. Hann lagði blaðið frá sér á rúm Barlachs, stakk höndinni niðúr í hægra brjóstvasann á hvita sloppnum sínum og dró upp vegleg hornspangargleraugu. Lögregluforingínn veitti þvl eft- irtekt, að hendur Hungertobels skulfu, hann kom gleraugunum fyrir á nefinu og leit einu sinni enn á myndina. Hvers vegna er hann svona óstyrkur? hugsað i Barlach. Þvættingur og vitleysa, sagði Hungertobel gremjulega og lagði blaðið á borðið hjá hinum blöðun- um. — Réttu mér höndina. Eg ætla að mæla púlsinn. Þeir þögðu í eina mínútu. Þá sleppti læknirinn hönd vinar síns og leit á töfluna, sem hékk yfir rúminu. — Þetta er á réttri leið, Hans. — Árí viðbót? spurði Barlach. Hungertobel varð vandræðaleg ur. — Við tölum ekki um það núna. Þú verður að fara vel með þig og láta rannsaka þig aftur. Gamli maðurinn tautaði, að hann færi alltaf vel með sig. — Þá er allt eins og það á að vera, sagði Hungertobel og bjó sig til að fara. — Viltu gera svo vel og rétta mér „Life“ aftur, sagði Barlach og gerði sér upp kæruleysistón. Hungertobel tók eitt blaðanna, sem lágu á borðinu við rúmið. — Nei ekki þetta,' sagði lögreglu foringinn og leit á lækninn með stríðnislegu brosi. Eg vil fá blað- ið, sem ég lét þig fá. Ég slepp ekki svona auðveldlega úr fangabúð- unum. liungertobel hikaði ögn, setti dreyrrauðan þegar hann fann rannsakandi augnaráð Bárlachs hvíla á sér, og rétti honum því næst blaðið. Svo gekk hann hröð- um skrefum ut úr sjúkrastof- unni, eins og honum væri órótt í geði. Hjúkrunarkonan kom inn. Bárlach lét hana taka hin blöðin. — Ekki þetta? spurði hún og benti á blaðið, sem lá á rúminu. — Nei, ekki þetta blað, sagði gamli maðurinn. Þegar hjúkrunarkona var farin, hélt hann áfram að virða myndina fyrir sér. Læknirinn, sem var að framkvæma þessa við- urstyggilegu aðgerð, líktist dýr- lingsmynd í upphafinni ró. Grisjugrima huldi mest allt andlit hans. Lögregluforinginn siakk blað- inu niður i náttborðsskúffuna og spennti greipar fyrir aftan hnakka. Hann horfði galopnum augum út í náttmyrkrið, sem fyllti sjúkraherbergið smátt og smátt. Hann kveikti ekki. Siðar kom hjúkrunarkonan með kvöldmatinn. Hann var á matar- kúr og fékk aðeins hafraseyði og te, sem hann snerti ekki. Þegar hann hafði sötrað i sig súpuna, slökkti hann ljósið og hélt áfram að stara út í myrkrið, sem um- vafði hann æ þéttar. Honum þótti gaman að horfa á borgarljósin út um gluggann. Þegar hjúkrunarkonn kom til að búa lögregluforingjann undir nóttina var hann fallinn i fastan svefn. Morguninn eftir klukkan tiu kom Hungertobel. Bárlach lá í rúminu með hendur fyrir aftan knakka og fyrir framan hann lá sama blaðið og opið á sama stað. Iiann horfði íhugull á lækninn. Hungertobel sá, hvaða mynd gamli maðurinn var enn að skoða. — Hvað segirðu um að leiða mig í allan sannleika um það, hvers vegna þú náfölnaðir, þegar ég sýndi þér þessa mynd i „Life“? spurði Barlach. Hungertobel gekk að rúminu, tók töfluna niður og skoðaði hana gaumgæfilegar en hans var vandi og hengdi hana svo aftur á sinn stað. — Það var fáránlegur misgán- ingur, Hans, sagði hann. — Á það er ekki orðum eyðandi. — Þú þekkir þennan Nehle? rödd Bárlachs var ekki laus við æsing. — Nei, svaraði Hungertobel. — Ég þekki hann ekki. Hann minnti mig aðeins á mann, sem ég þekki. Lögregluforinginn sagði, að það hlyti að vera mjög sterkur svipur með þeim. — Svipurinn var sterkur, viður kenndi læknirinn og leit rétt einu sinni enn á myndina og Bárlaeh sá, að hann ókyrrðist. — En myndin sýnir aðeins hluta af andliti mannsins. Allir læknar eru eins, þegar þeir gera upp- skurði. __ A hvern minnir hann þig þessi öfreskja? spurði gamli maðurinn. — Ilvaða máli skiptir það? svar- aði Hungertobel. — Ég hef sagt, að mér skjátlaðist. — Og samt gætirðu svarið, að þetta er sami? Er það ekki rétt, Samúel? — Tja, sagði læknirinn. Hann myndi sverja það, ef hann vissi ekki, að það gæti ekki verið sá, sem honum datt í hug Og nú var hyggilegast að láta þetta leiðindamál vera gleymt og grafið í eitt skipti fyrir öll. Það var heldur ekki viturlegt að vera að blaða í gömlu tímariti, þegar maður hafði gengið undir stór- hættulegan uppskurð. Læknirinn þarna á myndinni, hélt hann á- fram og starði eins og dáleiddur á myndina, gat ekki verið maður- inn, sem hann þekkta, vegna þess að sá hafði verið i Chile á striðs- árunum. Því var algerlega út í hött að tala meira um þessa mynd og þennan lækni, þetta lá allt í augum uppi. VELV/VKAIM Valvakandi avarar ( iba 10- 100 kl. 10.30—11.30, frí mánudagi til fðatudafls._ 0 Hvenær verða mótmælin tekin til greina? Pálina Sigurjónsdóttir hjúkrunarkona hringdi vegna Olgu Guðrúnar í morgunstund- inni. Pálína sagðist vinna á Heilsuverndarstöðinni, sem er fjölmennur vinnústaður, og hefði starfsfólki þar orðið tíðrætt um „Morgunstund ba rnanna" að undanförnu, en í þessum um- ræöum hel'ði komið greinilega i ljós, að fólkið væri sammála i afstöðu sinni til þessa máls. Pálína sagði, að við lestur Þjóð- viljans og Alþýðublaðsins s.l. fimmtudag hefði sér þó fyrst of- boðið, en Alþýðublaðið hafði þá viðtal við Olgu Guðrúnu og Þjóð- viljinn gerir málinu rækileg skil. Pálina sagðist hafa orðið forviða á þeirri ósvífni, sem þarna hefði komið fram, og spurði hversu iengi þetta ætti að ganga svo til. án þess að niark væri tekið á þeim eindregnu mótmælum fjölda fólks, sem fram héfðu komið i þessu máli. 0 Hrifin af Olgu Guðrúnu og sögunni A fimmtudaginn gerðist það, að húsmóðir búsett við Jörfa- bakka hringdi, og vildi hún lýsa ánægju sinni nreð lestur Olgu Guðninar. Fannst henni tími til kominn, að flutt væri saga með innihaldi eins og því, sem tekið er til meðferðar i sögunni umdeildu. Húsmóðirin við Jörfabakka sagði ennfremur, að ýmis vandamál t---------------------- 1 væru í þjóðfélaginu, og misrétti, sem börn þyrftu að vita um. Einnig hefðu þau gott af að vita um aðferðir. sem notaðar eru til að kúga þá. sem minna mega sín. Hún sagðist sjálf eiga átta ára döttur, og teldi hún, að telpan hefði gott af að hlusta á lestur Olgu, enda hefði hún gaman af þessari skemmtilegu sögu. 0 30—40 strætis- vagnar í gangi um nætur G ii ðm u n d u r M ag n ú sson, verkstjöri, Laugarnesvegi 61, kom að máli við Velvakanda. Guðmundur á heima við norðan- verða götuna, og um 10 metra frá húsi hans er port S.V.R., en að undanförnu liafa milli 30 og 40 strætisvagnar verið þar í gangi alla nóttina. tbúar hverfisins una þessu að vonurn mjög illa, þar sem þeir hafa af þessum sökum lítinn svefnfrið, og í annan stað leggur svo mikla olíubrælu frá vögnunum, að útilokað er að hafa að gluggarúðurnar yrðu svartar á nokkrum dögum. Hann langaði til að fá úr þvi skorið. hvort ekki væri áformað að bæta úr þessu ástandi. og þá hvenær. Velvakandi hafði samband við Má Gunnarsson, skrifstofu- stjóra hjá borgarverkfræðingi. og kom þá i ljös, að vegna fram- kvæmda við þann hluta lóðar S.V.R., kem er nær sjönum, hefur vögnunum verið lagt svo nálægt íbúðarhúsunum við Laugarnes- veg. Vegna þess hve olían á vögn- unum þykknar mikað i köldu veðri er hóhjákvæmilegt að hafa þá í gangi á nóttunni, eigi þeir að komast í gang á morgnana. Már sagði að nú væri framkvæmdum að t....,____.....______________ Ijúka á þeim hluta lóðarinnar, sem ætlaður er sem stæði fyrir vagnana á nóttunni. Hann sagði ennfremur. að búast mætti við þessu öhagræði i fjóra daga til viðbótar (þetta er skrifað á fimmtudegi). þannig. að á mánu- daginn ætti þessu hvimleiða ástandi að vera lokið. 0 Löggæzla við Reykjavíkur- tjörn Tvær stúlkur i Reykjavík. sem hafa gaman af þvi að bregða sér á skauta. hafa sent Velvak- anda bréf. þar sem þær kvarta undan ónógri löggæzlu við tjörnina og segja þær m.a.. að lögregla eigi alltaf að vera til staðar. þar sem fjöldi safnisl saman. og sé það ekki hvað sizt nauðsynlegt við tjörnina. Meðan hún sé ísilögð. sé oft margt fölk úti á ísnum og á bökkunum i kring, stundum í myrkri, og þarna sé mikið um krakka. Annað kastið komi strákar og jafnvel fulltfða menn, að þvi er virðist. á hrað- skreiðum skellinöðrum og mótor- hjölum og bruni uni svellið innan um skautafölk. krakka á sleðum og hálfgerða óvita. sem séu þarna oft vörzlu- og umhirðulitil í fylgd með lítið eitt eldri systkinum. Skellinöðrustrákarnir hafa gaman af þvi að aka hratt á milli fölksins og „skrensa" sitt á hvað. Þarna sé mikil hætta á ferðum. Þá sé holdur ekki laust við, að sumir eldri strákanna (ekki endi- lega þeir á vélhjólunum) séu full- harðhentir i viðskiptum sínuin við hina minnimáttar. en þeir niyndu kannski leggja það af. vissu þeir af lögregluþjónum f grennd. Eins sé ljótt að sjá. hvernig krakkarnir rifi og slíti upp trjágróðurinn á bökkunum, án þess að nokkur ónáði þá i því verki. sem oft sé langt og erfitt. 0 Símaþjónusta í stjórnarráðinu „Akiireyringur" skrifar: „Kæri Velvakandi." Oft hefur verið fundið að síma- þjónustu hjá hinum ýmsu fyrir- tækjum, og þá ekki sízt hinum opinberu. Þetta er einmitt það, sem ég ætla nú að gera. Þannig er mál með vetti. að stjórnarráðið hefur sameiginlegt símanúmer fyrir öll ráðuneytin. þ.e.a.s. 25000. Um daginn átti ég erindi við ákveðinn mann i ákveðnu ráðuneyti. hringdi í þetta simanúmer og bað um sam- band við manninn. Simastúlkan sagði þá. að „það væri á tali". og spurði hvort ég vildi bíða. Það vildi ég. og beið nú í símanum góða stund. Þá kom önnurstúlka i símann og svaraði: „Fjármála- ráðuneytið“. Þá sagðist ég vera búinn að biðja um þennan til- tekna mann áður. Fékk ég nú sama svarið og ég hafði fengið áður hjá hinni stúlkunni, sem sagt, „að það væri á tali“ hjá manninum. Hófst nú bið nr. tvö. Samband við blessaðan manninn fékk ég svo seint um síðir. Eg get ekki annað séð en að þessi tilhögun sé ákaflega óhentug fyrir alla aðila. Þess má geta. að ég lieið i simanuin alls um fimm minútur. Samtalið við manninn sjálfan var afgreitt með örfáum setningum. Ef skiptiborð stjörnarráðsins er þannig innréttað. að ekki sé hægl að gefa beint samband frá því við hina ýmsu starfsmenn. þá verður ekki annað séð en nauðsynlegt sé. að hvert ráðuneyti fái sitt sínta- núiiier. Stærðir 14 — 20. Extra small og small, medium og large. Póstsendum. Siggabúð, Skólavörðu- stíg 20. Sími 1441 5. Bók, sem vekur athygli og umtal. Bók, sem hefur komiS út í mörgum útgáfum í yfir 30 löndum, og viða verið metsölubók. Bók, sem fjallar um hatur, þjáningu og vald hins illa i heiminum. . . Bók, sem svarar meðal annars eftirfarandi spruningum: Hver er Jesús? Hvað er kirkja? Tiðkast trúarofsóknir á 20. öld. . Bókin er kröftugur vitnisburð- ur manns, sem var fangi kommúnista i 14 ár. Ichthys bókafélagið, pósthólf 330, Akureyri. Amerlskar kuldaúlpur Tiivann jöiaglöl RICHARD WURMBRAND Neðan- jarðar kirkjan Séra Magnus Runolfsson þýddi Innlnnsriðskipti loið dil lnnsviðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS RYSUNGE H0JSKOLE 5856 RYSLINGE. FYN TELEFON (091 67T0TO. Nýr og endurbyggður. Margar greinar, t.d. bókm., félagsfr., uppeldisfr. sálarfr., tungum., stærðfr., eðlis- og efnafr., kvikmyndun, heimspeki. Aukafög: leikrit, tónlist, leikfimi. Aðrar greinar eru valgreinar. Sendum bækling. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.