Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973
^ 22-022-
RAUÐARÁRSTfG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
1TEL 14444 * 25555
mm/Ð/H
I BlLALEIGA CAR RENTAL
<g
BÍLALEIGAN
51EYSIR
CAR RENTAL
24460
í HVERJUM BÍL
PIO NEEH
ÚTVARPOG STEREO
KASETTUTÆKI
Hverfisgötu 18
86060
’SKODA EYÐIR MINNA.
Shodo
LBOM
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
HÓPFERÐIR
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir 8—50 far-!
þega bílar.
KJARTAN
ingimarsson,
sími 86155 og 32716.
- i.’i ■■■■—. ... »
FERÐABÍLAR HF.
Bilaleiga. - Simi 81260.
Fimm manna Citroen G S stat-
ion. Fimm manna Citroen G.S.
8—22 manna Mercedes Benz
hópierðabílar (m bilstjórum).
Hjartans þakkir og
kveðjur, sendi ég öllum
þeim, sem á einn eða
annan hátt glöddu mig á
70 ára afmæli mínu þann
1 8 nóv sl.
Guð blessi ykkur öll.
Jónina E. Jóelsdóttir,
Hlíðarstræti 17,
Bolungarvik.
STAKSTEINAR
Eftir 2 og 1/2 ár
Vinstri stjónin sfðari hafa
verið tnislagðar hendur um
flest. Málefnaleg barátta henn-
ar hefur mistekizt og fram-
kvæmd stefnumálanna farið í
handaskolum. Þessi rfkisstjórn
átti að veita kraft til að sam-
eina alla „vinsti" menn undir
einn hatt og eitt merki. Eftir
tveggja ára setu hennar eru
vinstri menn iðnari en nokkru
sinni við að troða skóinn hver
niður af öðrum.
Þegar f upphafi eyðimerku-
göngu sinnar vissu stjórnar-
flokkarnir þrfr sem var, að
meðai svo sundurleits hóps var
rík hætta á óeiningu og óheil-
indum. Þess vegna reyndu þeir
að setja sér málefnasamning,
þar sem ágreiningsefnin væru
íe.vst með málamiðlunartillög-
um, sem hvorki voru fugl né
fiskur. Þar sem gapið var of
mikið milli manna og flokka til
þess að jafnvel slík lausn
gengi, svo sem í afstöðunni til
varnarm álanna, var sett inn
eins konar krossgáta, sem hver
gat ráðið eftir geðþótta. Þetta
átti að hafa þann kost, að hver
sem gæti haldið því fram, að
sín lausn væri hin einarétta.
Nú hefur það sýnt sig, að
þetta galdraverk hafði sama
annmarka og eilffðarvélin —
það stóðst ekki f raun. Þ\í hef-
ur raunin orðið sú, að ráða-
menn kappkosta að troða sfn-
um skilningi fram fyrir ann-
arra, með mismunandi offorsi
þó. A meðan horfir þjóðin f
forundran á ffgúruverkin í ráð-
herrastólnum vasast í meining-
arlitlum orðaleikjum en eng-
inn fær neitt að vita um, hvern-
ig helztu málum vindur fram.
Þjóðin vill ekki...
Með tilliti til þess, að rfkis-
stjórnin er rúin trausti, og það
á ekki sfzt við í sambandi við
meðferð varnarmála, fundust
mönnum æði undarlegar frétt-
irnar, sem bárust út hingað frá
ra-ðu utanríkisráðherra áNató-
fundinum.
1 rfkisútvarpinu var ræða
ráðherrans þýdd á þessa leið: ..
að ÍSLENZKA ÞJOOIN gæti
ekki sætt sig við áframhaldandi
dvöl varnarliðs hér á landi.
Þess konar fullyrðing eru f
meira lagi villandi. Þjóðin hef-
ur ekkert verið spurð um mál-
ið. Þetta var ekki kosningamál
sfðustu Alþingiskosninga. Vilji
Alþingis hefur ekki verið kann-
aður, og meira segja eru rök-
studdar grunsemdir um, að Al-
þingi telji sig ekki eiga samleið
með rfkisstjórninni í málinu.
Því er það ósvífni af verstu
gerð, að básúna reikula, ósk.vn-
samlega og óskiljanlega stefnu
ríkisstjórnarinnar sem vilja
þjóðarinnar á erlendum vett-
vangi. Rfkisstjórnin hefurekki
sýnt, að hún viiji hafa fslenzku
þjóðina með í ráðum í þessu
stórmáli. Upplýsingar um gang
mála fást engar. Afstaða ein-
stakra ráðherra eða stjórnar-
þingmanna liggur ekki fyrir og
ekki er fyllilega Ijóst að hverju
er stefnt, né heldur hvaða upp-
lýsingar hafi komið fram í
„samningaviðræðunum" við
Bandaríkjamenn. íslendingar
hafa þvf naumast nokkur skil-
vrði til að gera upp sinn hug til
málsins. Ábyrgðarlaus fram-
koma rfkisstjórnarinnar I með-
ferð málsins skapar óvissu og
óöryggi, sem öllum er á móti
skapi og yfirlýsingar einstakra
ráðherra út á við, eru hvorki
þeim né islendingum til sóma.
Þvf er Ijóst, að flestir tslend-
ingar frábiðja sér, að nafn
þjóðar sinnar sé lagt við hring-
landaháttarstefnu ríkisstjórn-
arinnar f öryggismálum.
SPURNINGAR OG SVÖR UM VARNARMÁL
Hvað um dvöl
erlends herliðs
á Islandi
á friðartímum?
ÞEGAR þessari spurningu er
svarað, er í upphafi nauðsyn-
legt að gera sér grein fyrir þvf,
hvað felst í hugtakinu „friðar-
tímar '. Um það má lengi deila,
og enginn getur gefið fullkomið
svar. Vinstri stjórnin, sem sat
við völd á árunum 1965-1958,
taldi í upphafi valdaferils síns,
að ástandið væri þá svo frið-
vænlegt í heiminum að vísa
mætti til fyrirvarans um friðar-
tíma og segja upp varnar-
samningnum. U r þessari ráða-
gerð varð þó ekki. Talsmenn
stjórnarinnar lýstu því yfir, að
ástand alþjóðamála hefði vérsn-
að svo mjög vegna þjöðaijupp-
reisnarinnar í Ungverjalaridi
haustið 1965 og ófriðarins f.vrir
botni Miðjarðarhafs um svipað
leyti, að ekki væri óhætt að iáta
varnarliðið hverfa úr landinu.
Má segja, að i þessari afstöðu
komi fram nokkur vísbending
um það, hvað þá voru taidir
f riðartimar.
Ekki má gleyma því, að geng-
ið var út frá ákveðnum forsend-
um 1949 og 1951, þegarrætt var
um friðartíma. Þá vartekið inið
af hernaðartækni þess tima og
stöðu alþjóðamála. Síðan hefur
orðið gjörbylting á báðum þess-
um sviðum. sem hefur mjög
stuðlað að því, að hin gamla
skilgreining á hugtakinu friðar-
tímar er úr gildi fallin. Bjarni
Benediktsson taldi svo komið
1957, að vegna breyttra að-
stæðna í hernaðartækni væru
.fyrirvararnir gersamlega Ur
gildni fallnir. Lýsti Bjarni
þessu þannig i ræðu, sem hann
fluttl á fundi Ueimdallar 14.
apríl 1957:
„Það er að vísu satt, að þegar
við gerðumst aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu 1949, þá höfð-
um við þann fyrirvara á, að við
vildum ekki hafa erlendar her-
stöðvar hér á friðartímum.
heldur ætluðum við okkur ein-
ungis að veita aðilum svipaða
aðstöðu hér, ef til ófriðar kæmi,
eins og gert var i súðustu styrj-
öld. En síðan eru viðhorfin
gersamlega breytt... Það er
ekki einungis, að styrjöldin
sjálf sé orðin miklu hættulegri
og með hörmulegri afleiðingum
en tiokkru sinni áður, heldur er
nú, gagnstætt því sem áður var,
nærri undirbúningslaust hægt
að hefja styrjöld. En þegar við
vorum að semja um inngöngu í
Atlantshafsbandalagið 1949 var
þvi haldið fram og með rökum,
að hægt væri að sjá með nokk-
urra vikna fyrirvara, hvort
st.vrjöld væri í aðsigi eða ekki.
Ilerflutningar og hin og þessi
atvik til undirbúnings gæfu til
kynna, að verið væri að efna til
styrjaldar. Þetta var alveg rétt.
Bæði 1914 og 1939 mátti næstu
vikurnar á undan sjá, að þá var
farið að efna til styrjaldar. Það
gat fram lijá engum farið. En
nú er orðin á þessu breyting.
Eftir að hin nýju ógurlegu vopn
komu til sögunnar, flugvélarn-
ar, sem hægt er að senda frá
flugvöllum innan úr miðjum
löndum, eldflaugar, sem hægt
er að skjóta frá eldflaugastæð-
um, sem eru fyrir hendi þegar í
dag, þá er hægt að hefja styrj-
öld svo að segja gersamlega
fyrirvaralaust. Þess vegna er sá
fyrirvari, sem um var talað
1949 og við þá í góðri trú gerð-
um ráð fyrir, nú gersamlega úr
sögunni."
Þetta var sagt 1957. Öllum er
kunnugt um þá öru framþröun,
sem orðið hefur i hernaðar-
tækni síðan og þá brej'tingu,
sem orðin er á aðstæðum á haf-
inu umhverfis ísland. Þess
vegna er enn minni ástæða en
þá til að ríghalda í hinn gamla
fyrirvara sem óumbreytanlega
staðreynd. Það getur beinlinis
verið háskalegt og sýnist fyrst
og fremst gert til að leiða liug-
ann frá núverandi aðstæðum.
Öryggi íslands verður að
tr.vggja og það er gert með nú-
verandi skipan mála. Væri því
rétt að gera ekki bre.vtingu á
henni nema ijóst væri, að ný
viðhorf hefðu skapazt, annað-
hvort vegna þess, að heims-
ástandið gerðu núverandi fyrir-
komulag varnanna bersýnilega
óþarft eða að Islendingar gætu
sjálfir annazt öryggismál sín.
Sjálfstæðismenn hafa látið í
ljós það álit, að stöðugt þurfi að
endurmeta varnirnar og
varnarþörfina. Þeir eru síður
en svo talsmenn þess, að hér sé
erlent varnarlið til eilífðar-
nóns, en þeir vilja ekki, að ras-
að sé um ráð fram i tilfinninga-
hita.
F
Haflidi Jónsson
„Margur verður af aurum
api“ segir gamall málsháttur,
og senniiega má finna þeim orð-
um stað í jólakauptíðinni. Nú
er orðið mínna um þaðen áður
var, að fólk leggi eigin vinnu i
gjöf til vina. Verðmæti gjafa er
ekki ætíð mælikvarði á þann
hug, sem gefandinn ber til
þiggjanda. Skrautlegt jólakort,
sem framleitt er í þúsundatali,
verður aldrei jafn gilt jóla-
kveðju, sem sendandi hefur
sjálfur lagt huga og hönd við að
teikna til vinar. Nú fara yngis-
sveinar I verzlun og kaupa
dýran skartgrip fyrir stúlkuna
sína, en langafi þeirra vann að
því vetrarlangt 1 öllum tóm-
stundum að smiða og skreyta
fallegan hlut fyrir sína heitt-
elskuðu, og hann gat verið þess
fullviss, aðenginn annar gripur
af sama tagi var fáanlegur. Gjöf
hans var persónuleg og er
kannski geymd nú i þjdðminja-
safni eða i byggðasafni sem
tákn umþjóðlega menningu.
Hvers vegna höfum við lagt
niður þann góða sið að gefa
hluta af sjálfum okkur með í
þeim gjöfum, sem við sendum
til vina okkar? Plastfugla-
skraut frá Japan jafnast ekkert
að listrænu gildi á við útskorna
fugla úr ýsubeini eftir haga
islenzka hönd, en nú virðist sú
gamla leikfangasmfði, sem var
mjög almenn um land allt fram
til 1940, vera horfinn með öllu
og í stað þess er allt keypt frá
leikfangaverksmiðjum fyrir
þann gjaldeyri, sem við leggj-
um ofurkapp á að afla, til að
geta veitt okkur jafnt fánýti
sem nauðsynjar frá öðrum
löndum.
Við erum vel birg af margvís-
legum efniviði tii jóla-
skreytinga. Steinvölur af
sjávarströnd eða úr fjallsskriðu
má gera að fallegum skraut-
munum, ef örlitlu hugviti er
beitt. Rekaviðarlurkur getur
verið til margra skiautmuna
nýtilegur og jafnvel þöngla-
hnyðju getum við málað og
skreytt, þannig að hún yerði
sérstætt og fallegt listaverk,
sem prýði er að á vegg eða
stofuborði. Ef við höfum fyrir-
hyggju, þá er hægt að afla á
haustin mikið af efniviði til
jólaskre.vliiiga. Fjölda jurta,
sem eru sölnaðar og búnar að
fella fræ, má skera frá rót,
þurrka þær og mála í skemmti-
legum litum, þegar kemur að
jólum. Hvers konar gömul ílát
er liægt að skreyta. Mála má
trékubba, blikkdósír, eigínlega
hvað sem til fellur, og nota
fyrir undirstöðu. Djúp ílát t.d.
gamla kaffikatla, skaftpotta
o.þ.u.l. má fylla með mold eða
mosa, en við grunnar skálar,
pönnur, trékubba og þess
háttar þarf að nota leir til
festingar á skreytingarefninu.
Hér hefur aðeins verið bent á
möguleika, en það er undir
þolinmæðinni komið, hvernig
til tekst og æfingin skapar
meistarann.
Það væri t.d. gott viðfangs-
efni fyrir börn 10—12 ára að
'o* 'o í
búa til óróa, er gæti orðið
ánægjuleg jólagjöf til vina og
vandamanna. Óióar geta verið
með ýmsu móti, hver vogar-
stöngin getur tekið við af
annarri. Allt veltur á því að
jafnvægi fáist milli hægri og
vinstri vogarms. Stangirnar eru
oft hafðar úr víðitágum, en þær
hafa þann kost, að auðvelt er að
sveigja þær og mynda skemmti-
lega boga, en þeir eru síðan
tengdir saman með tvinna eða
öðrum grönnum þræði. Á
vogarstangirnar má lfma
smágert og haganlega tilbúið
skraut. Það geta verið fiðrildi
úr silkipappír, smáar öðu-
skeljar, örsmáir jólasveinar úr
ullarlögðum eða bómull og þá
faglega mótaðir með mislitum
silkitvinna, eins og við á, til að
fá fram eitthvert sköpunarlág á
karlana. Hér hefur aðeins verið
bent á fátt eitt, sem gera má til
að auka jólagleðina og vera
virkur þátttakandi í undir-
búningi sameiginlegrar
fagnaðarhátíðar.
Umfram allt skulum við
stefna að þvi að halda okkar jól
með hefðbundnum hætti og lát-
úm erlerida siði sízt af Öllu hafa
um of áhrif á venjur okkar um
jólahald.
H1..H