Morgunblaðið - 13.12.1973, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973
Dvínandi traust á Brezhnev
1. grein
voru ekki lengur trúverðugar og
hann varð að láta undan, meðal
annars vegna þess, að hann réð
ekki yfir vopnum, sem stóðust
samjöfnuð við vopn Bandaríkja-
manna, hvorki kjarnorkuvopnum
né venjulegum, eldflaugum né
skipum, ef til hættuástands kæmi
— og þetta vissu Bandaríkja-
menn. Eftir Kúbu-deiluna hófst
efldur vígbúnaður í Rússlandi,
Krúsjeff var tregur til þess að
leggja blessun sína vfir hann. en
neyddist til þess vegna þrýstings
frá haukunum. Hann var langtum
hægari og minni en þeir kröfðust
eins og greinilega kom í ljós, þeg-
ar hann jókst hröðum skrefum
eftir fall Ki'úsjeffs 1964.
Sem eftimaður Krúsjeffs
gekkst Brezhnev fyrir vígbúnað-
inum fyrst eftir fall Krúsjeffs, en
þó hefur ýmislegt bent til þess á
sfðari árum, að veruieiki vfgbún-
aðarkapphlaupsins hafi fljótlega
orðið til þess, að hann gerði gang-
skör að því að setja taumhald á
haukana, sem höfðu hjálpað hon-
um til valda. Krúsjeff hafði sjálf-
ur komizt til valda með keimlík-
um hætti, fyrst með því að saka
Krúsjeff
Georgi Malenkov forsætisráð-
herra um að vanrækja varnir
Iandsins og steypa honum sfðan af
stóli með hjálp heraf lans. En þeg-
ar hann hafði greitt allar pólitísk-
ar skuldir olli veruleiki vfgbúnað-
arkapphlaupsins því, að fljótlega
kastaðist í kekki með honum og
herforingjunum.
Þessi endurteknihg gefur til
kvnna, að eitt pólitískt lögmál að
minnsta kosti á jafnt við í austri
og vestri. Það sést greinilega á
þvf, hvernig John F. Kennedy
notaði „eldflaugagapið', sem var
ekki til, í baráttu sinni gegn Eis-
enhower forseta og hvernig hann
reyndi síðan að hafa taumhald á
Pentagon. Það sést líka á því,
hvernig Nixon vísaði svokölluðu
kjarnorkujafnræði á bug f kosn-
ingunum 1968 og neyddi sfðan
Pentagon með eftirgangsmunum
til að sætta sig við Salt-samning
inn, sem vegsamaði þá hugmynd
að öllu nema nafninu. Henry
Jackson öldunardeildarmaður
notar nú sömu aðferð til þess að
reyna að treysta stöðu sína fyrir
næstu forsetakoningar, og í
Kreml beita haukarnir sömu að-
ferð gegn Brezhnev.
Vera má, að samningarnir um
t ak mörk un kj arnorkuvfgb úna ðar
séu þegar farnir að brevta öllu
þessu, en i svipinn gætu sovétauk-
arnir vel haldið því fram, aðtrúin
á Brezhnev hefði beðið öbætan-
legan hnekki. Þetta er ekki
fyrsta sinn, sem Brezhnev hefur
dregið í land. 1 stríðinu 1967 í
Miðausturlöndum hótuðu Sovét-
rfkin að láta til skarar skrfða
gegn Israel, en hörfuðu frá barmi
hengiflugsins, þegar Johnson for-
seti „miðaði Sjötta flotanunV —
eins og hann orðaði það — að
svæði átakanna. Ilaukarnir sýndu
Brezhnev í tvo heimana á storma-
sörnum fundi í miðstjórn flokks-
ins.sem var haldinn, þegarstríðið
stóð sem hæst — en hann sigraði
og andstæðingar hans voru lækk-
aðir í tign. Einn þeirr'a var Alex-
ander Shelpin stjórnmálaráðsfull-
trúinn, sem lengst hefur gengið í
því að láta opinberlega í ljós and-
úð sína á því, hvernig Brezhnev
hefur haldið á málunum í þvf
hættuástandi, sem hefurríkt.
Brezhnev hefur hvað eftir ann-
að dregið i land, þegar svipað
hefur verið ástatt — til dæmis í
árekstrum Sýrlendinga og Jór-
daníumanna 1970, þegar Banda-
Dr. Kissinger hefur opinber-
lega látið 1 Ijós aðdáun sfna á
Vietor Zorza, höfundi greinar-
flokksins „Átökin í Kreml“,
sem Morgunhlaðið hefur tryggt
sér einkarétt á, og það ekki að
ástæðulausu.
Dannin um. að Zorza hefur
haf t á réttu að standa eru mörg.
Hann spáði til dæmis falli
Krúsjeffs nokkru áður en at-
burðurinn gerðist þótt Banda-
rfkjastjórn kæmu tfðindin ger-
samiega á óvart þrátt fyrir þá
mannmörgu leyniþjónustu,
sem hún hefuryfir að ráða.
Zorza spáði innrásinni í
Tékkóslóvakíu. þött hún kæmi
einnig vestrænum ríkisstjórn-
um á óvart. Löngu áður en
Rússar og Kfnverjar fóru að
deila fyrir opnum tjöldum
sagði Zorza ítarlega frá leyni-
legri togstreitu þeirra.
Victor Zorza er tní prófessor
við John Hopkins-háskóla í
Washington, en skrifaði áður 1
brezka hlaðið The Guardian.
Greinar eftir hann birtast nú f
blöðitm eins og Christian Sei-
enee Monitor, The Times og
Washington Post.
Sovézkt herskip við Island.
ZORZA
Spáði
falli
Krús-
jeffs
ÁRÖÐUR Rússa hefur gefið
greinilega til kynna hvaða stefnu
sovézki kommúnistaleiðtoginn,
Leonid Brezhnev, f.vlgir í þeírri
valdabaráttu. sem nú er háð í
Kreml.
Brezhnev virðist hafa sætt árás-
um fvrir að láta undan fyrir Nix-
on, þegar forsetinn fyrirskipaði
viðbúnað herafla Bandaríkjanna
uin allati heim á dögum stríðsins í
Miðáusturlöndum. Brezhnev ætl-
aði að senda sovézkt herlið til
Miðausturlanda eins og hann
sagði Hvíta húsinu, með sam-
\innu Bandaríkjamanna eða án
hennar, ef þeir neituðu. Þegar
Bandaríkin tilkynntu um viðbún
aðinn, lét hann undan á mjög
svipaðan hátt og Nikita Krúsjeff
forsætisráðherra dró í land í
Kúbu-deilunni. Þegar Krúsjeff
var gagnrýndur fyrir þetta svar-
aði hann því til. að fyrir honum
hefði vakað að bjárga heiminum
f rá stríði. En veigamesta röksemd
Krússjefs — og Breznev beitir
henni nú sér til varnar — var sú,
að Kfnverjar notuðu hættuástand-
ið til þess að æsa til styrjaldar
milli Sovétríkjanna og Bandaríkj-;
anna og að þeir mundu hagnast
mest á slíkum átökum.
Þegar Brezhnev heldur þvf nú
fram með því, sem hann leggur
sovézkum blöðum í munn að
„mikilvægasta markmið'1 Peking-
stjórnarinnar í stríðinu í Miðaust-
urlöndum hafi verið að egna til
„beinna hernaðarátaka'' milli
Sovétríkjanna og Bandaríkjanna,
á hann raunverulega við það, að
haukarnir i Kreml séu að þóknast
Kfnverjum. Vegna hins þráláta
ötta Rússa við Kinverja gæti
Brezhnev varla fundið haldbetri
röksemd gegn andstæðingum sín-
um. Hún kom Ki'úsjeff vissulega
að góðum notum, um tíma að
mínnsta kosti. En að lokum var
annar lærdómur Kúbu-deilunnar
veigameiri að diimi Kremlhauk-
anna og hann stuðlaði að falli
Krúsjeffs á sama hátt og annar
lærdömur Miðausturlandastríðs-
ins getur kostað Brezhnev stöð-
una, þegar hann hefur sfazt inn.
Þegar Krúsjeff lét undan í
Kúbu-deilunni töldu sovéthauk-
arnir afleiðinguna þá, að ekki
væri hægt að taka mark á honum 1
árekstrum, sem síðar gæti komið
til milli Sovétríkjanna og Banda-
rfkjanna. Kjarnorkuherfræði
byggist á blekkingu. Samkvæmt
.henni skiptir ekki meginmáli,
hvort mótaðilinn ætlar vísvitandi
að beita kjarnorkuvopnum. Mestu
máli skiptir, að vitað sé, að leið-
togar þjöðarinnar séu fastir fyrir
og nógu ákveðnir til þess aðauka
áhættuna svo mikið, að líkur á þvf
aukist, aðannar hvor aðilinn beiti
kjarnorkuvopnum. Blekking
Krúsjeffs hafði aldrei eins mikil
áhrif og hún áður hafði eftir
Kúbu-deiluna — hvorki í Berlín
né í öðrum stórfelldum deilumál-
um, því ekki var lengur hægt að
taka hann trúanlegan.
Tiltækur hernaðarmáttur var
annar lærdómur, sem Kreml-
haukarnir drögu af Kúbu-deil-
unni. og hann á sér margar hlið-
stæður í árekstrunum í Miðaust-
urlöndum. llótanir Krúsjeffs
VICTOR
ZORZA:
• • 1 •
Kreml