Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973
Mikið
kv ikasilfursm agn
kemur upp með eldgosum
Þann 19. maí mældu bandarfskir vfsindamenn umtalsvert magn
af kvikasilfri úr gfgnum á Heimaey, er þeir flugu þar yfir.
Eftir
Elíiui Pálmadóttur:
f hinum virtu tfmaritum
Science og Nature hafa á undan-
fiirnum árum hirzt ritgerðir um
hugsanlega niengun andrúms-
lofts al' völdum kvikasilfurs. er
l'ram kernur á eldfjalla- og jarð-
hitasvieðum og þá fyrst og fremst
með eldgosum og vegna uppguf-
unar.
Við lestur þeirra hljóta að
xakna hér á þessu eldfjal lalandi
ýmsar spurningar: Hvert fer
kvikasilfur. sem kemur fram við
eldgos eða kenuir frain í lofthjúp
yfir jarðhitasva*ðum? Ifvað verð-
ur um það? Erum við. sem á old-
fjal lasvieðum búum. í meiri
ha'ttu fyrir kvikasilfurseitrun en
aðrir? Var kvikasilfurmagnið.
sem kom fram við eldgos i Laka-
gfgum og víðar, kannski þáttur í
h (irm u ng u m m óð uh a r ði nd a n n a ?
Eða erum við lifandi da*mi þess,
að kvikasilfur sé fólki ekki eins
hicttulegt og talið er. þar eð við
höfum húið í um það hil 110(1 ár f
þessu eldf jallalandi án þess vænt-
anlega að híða störtjón af viilduin
kvikasilfurseitrunar? Er kannski
unnt að nota kvikasilfursmæling-
ar sem vísbendingu um yfirvof-
andi elilgos?
En vfkjum fyrst að tímarits-
greiinuuim í Science og Nature. í
því siunhandi her fyrst að nefna
ritgerð eftir Eshleman. Siegel og
Siegel. sem á ensku nefnist: ..Is
mereury from Ilawaii voleanoes á
natural source of pollution? (Nat-
ure. 233. 471—472). 1 þessari rit-
gerð er hent á. að geysimikið
magn kvikasilfurs herist út í and-
rúmsloftið yfir hinu þekkta ekl-
fjallasvieði í þjiíðgarðinum á
Hiiwaiieyjum. Siegel og Siegel
héldu síðan þessum mælingum
áfram á Islandi sumaríð 1972 í
samvinnu við tvo íslenzka vísinda-
menn. þá Guðmund Sigvaldason
og Krey f’órarinsson. en niður-
stöður þessara atluigana hiilust í
Nature 23 fehrúar 1973. Benda
niðurstöðitr þessar eindregið til
þess. að í lofti yfir jarðhitasvæð-
um á Islandi sé verulega meira
kvikasill'ur en taliðer að vera eigi
f ónienguðii andrúmslofti. Þá
minnast höfundar á. að kvikasilf-
ur hafi við gosið. sem varð við
Ifeklu árið 1970. og þá staðreynd.
að nijög verulegt magn af kvika-
sflfri sé að fitina í setlögum á
sjávarhotni suður. suðvestur og
vestur af Islaildi. Láta þeir liggja
að því. að kvikasijfur þetta muni
vera frá Islandi komið. í þessu
sambandi er athvglisvert, að
inagn kvikasilfurs í ískjörnum frá
Grænlandsjökli virðist vera mjög
mismikið á tiniabilinu
1850—1940. Keinur þetta fram í
grein er Carr og Wilkins birtu f
Seience 31. ágúst 1973. Telja þeir
ekki útilokað, að þennan mun
megi rekja til eklgosa, sem orðið
hafa á eða við Island á þessu
tímabili. Hvérnig svo sem þessu
er farið, eru menn nú yfirleitt að
komast á þá skoðun, að hlutur
mannsins varðandi kvikasilfurs-
niengun í heiminum sé hverfandi
lítill miðað víð það, sem náttúran
sjálf afrekar og þá væntanlega
fyrst og fremst með eldgosum og
vegna uppgufunar frá jarðhita-
svæðum. Menn verða því að horf-
ast í augu við þá staðreynd, að
lítið kunni að vera á nninum þess
kvikasilfursmagns, sem er víða í
náttúrunni, og þess magns, er
kann að hafa eiturverkanir í för
með sér á menn og dýr (sbr.
Hammond í Science 26. febrúar
1971).
Vegna þeirra spurninga, sem á
inann hljóta að leita við lestur á
greinum þessara vísindamanna
og sem hér á undan var varpað
fram. leitaði blaðamaður Mbl. til
nokkurra aðila, er ætla mætti, að
hefðu um þessi mál fjallað. Lá þá
að sjálfsögðu beint við að ræða
við dr. Guðniund Sigvaldason
jarðefnafræðing. Sagði hann, að
auk samvinnu þeirra Siegels. sem
fyrr um ræðir, hefði hann fjallað
um kvikasilfur í islen/.ku um-
hverfi og sent Rannsóknarráði
skýrslu þar að lútandi fyrir ári.
Væri skýrslan trúnaðarmál
ætti hann því erfitt með að ræða
efni hennar. Ilann hefði i raun
ekki verið ánægður með skýrsl-
una og teldi. að endurtaka þyrfti
ýmsar mælingar og gera n'ýjar.
Hitt væri staðreynd. að magn
kvikasilfurs í sumum sýnum
hefði verið allmikið. Dr. Guð-
mundur kvaðst ætla. að kvikasilf-
ur.sein bærist út i andrúmsloftið.
þynntist mjög fjjiitt og myndi
sjörinn síðan gleypa mikíð af því.
Væri þannig ekki hætla á ferðum
neina ef til vill skammtfinaverk-
anir i sambandi við eldgos. í Vest-
mannaeyjagosinu hefðu veriðtek-
in sýni f Ileimaey. en ekki fundist
þar neitt af þeím varhugaverðu
efnum. sem t.d. fundust í Heklu-
gosinu.
Ef sjórinn gleypir kvikasilfrið,
hvað þá? Geir Arnesen efnaverk-
fræðingur á Rannsóknastofnun
fiskiðnaðarins hefur annazt rann-
sóknir á kvikasilfri í fiski á áfun-
um 1972 og 1973. Er það m.a. gert
vegna þess, að Bandaríkjamenn
hafa sett mjög ströng fyrirmæli
um það, hve mikið kvikasilfur
megi vera í fæðutegundum. Hef-
ur sala á túnfiski verið bönnuð í
Bandaríkjunutn af þessum sök-
um. En túnfiskurinn er einkum á
svæðum þar sem mikið er um
ledgos og búast má við eldgosum
neðansjávar. Geir kvað kvikasilf-
ursmagn, sem ákvarðað hefði ver-
íð í fiski hér á landi, yfirleitt vera
minna en Bandaríkjamenn leyfðu
mest í fiski. Þó virtist sem heldur
meira magn fyndist I mjög göml-
um og stórum fiskum en í minni
fiskum. í tveimur tegundum,
þ.e.a.s. I hákarli og hámeri, væri
magnið meira en leyfilegt væri
talið í Bandaríkjunum. Hér væri
þó um fá sýni að ræða. Geir benti
enn fremur á, að Danir hefðu
eintiig fundið mikið af kvikasilfri
f hámeri.
Sl. vetur voru tekin sýni af
loðnu, ailt frá þvf hún fór að
koma upp að Norðausturlandinu í
febrúar og henni síðan fylgt á
ferð hennar suður fyrir land.ið og
með þvf, en þá stóð Heimaeyjar-
gosið einmitt yfir. En ekkert
kvikasilfursmagn fannst í henni,
sagði Geir.
Nú snerum við okkur til Péturs
Sigurjónssonar forstjóra Rann-
sóknarstofnunar iðnaðarins og
spurðumst.fyrir um notkun kvika-
silfurs hér á landi í iðnaði og
hvort stofnunin hefði með hönd-
um kvikasilfursmælingar. Sagði
Pétur. að Rannsóknarstofnun iðn-
aðarins yæri nú aðgera athuganir
á mælingaaðferðum og fjárveit-
ingum o.fl.. til þess að búa sig
undir að geta tekið að sér kvika-
silftirsmælingar fyrir eiturefna-
nefnd. bæðí f umhverfinu og f
fólki.
Hann sagði. að lítið væri notað
af kvikasilfri hér i iðnaði. Og
stofnunin hefði ekki gert neinar
kvikasilfursmælinar á mat um
skeið. A tímabili var það þó gert,
þá aðallega til að kanna kvikasilf-
ursmagn í innfluttum, niðursoðn-
um matvælum. Þaðleiddi til þess,
að talsvert magn af kvikasilfri
fannst í niðursuðumat frá Eystra-
salti og var innflutningur stöðvað-
ur. en þær niðurstöður voru svo
staðfestar f Danmörku. Aftur á
móti reyndist ekkert magn f
bandarfsku'm matvælum og jap-
önskum.
En hvað um kyikasilfur í mönn-
um? Hefur nokkuð verið unnið að
ákvörðunum á magni kvikasilfurs
í mönnum hér á landi? Leitað var
upplýsinga um þetta atriði hjá
Páli Sigurðssyni ráðuneytisstjóra
í heílbrigðismálaráðuneytinu.
Sagði hann, að lítið hefði verið að
þessu unnið. Ráðuneytið hefði þó
hlutazt til iim, að tveír læknanem-
ar tóku á síðastlíðnu sumri sýni til
ákvörðunar á kvikasilfri í blóði.
þvagi og hári fólks, sem býr á
jarðhitasvæðum i Þingeyjarsýslu
og í Hveragerði, en til samanburð-
ar skyldu tekin sýni annarsstaðar
á landinu, svo sem á Austfjörðum
og Vestfjörðum. Stúdentar þessir
höfðu þó ekki skilað skýrslu um
mál þetta, þegar rætt var við
ráðuneytisstjórann. A vegum
heilbrigðisyfirvalda starfar hins
vegar eiturefnanefnd samkvæmt
lögum um eiturefni og hættuleg
efni. Var því næst leitað upplýs-
ina hjá prófessor Þorkeli Jóhann-
essyni á Rannsóknarstofu III í
lyfjafræði, en hann er formaður
eíturefnanefndar.
Próf. Þorkell kvað ekki loku
fyrir það skotið, að síðkominna
eituráhrifa gæti orðið vart hér á
landi af völdum kvikasilfurs sem
og í öðrum eldfjallalöndum. Benti
hann á, að eiturefnanefnd hefði
nýlega haft til kynningar og at-
hugunar handrit að grein eftir þá
Carr og Wilkins, sem fyrr eru
nefndir, þar sem fjallað er um
dreifingu kvikasilfurs í sjó og í
lofthjúpi yfir sjó. Af grein þessari
mætti ráða, að mjög mikið kvika-
silfur væri í sjónum við Austur-
Grænland og umtalsvert kvika-
silfursmagn hefði kotnið upp úr
gígnum í Heimaey, þegar þeir fé-
lagar flugu þar yfir 19. maí í vor.
Væri þetta sýnu athyglisverðara,
þar eð gosið var mjög f rénum um
þetta leyti og ekki var unnt að
sýna fram á kvikasilfur að marki f
hrauninu né í þvagi manna, sem
dvöldust í Vestmannaeyjum, þeg-
ar gosið var í hámarki. Sú spurn-
ing hlyti þvf að vakna, hvað um
kvikasilfrið yrði. Síigði próf. Þor-
kell, að Carr og Wilkins hölluðust
að því, að kvikasilfur, sem fram
kæmi við eldgos, gæti borizt með
rykögnum í lofthjúpnum um all-
an heim og kæmi síðan fram eftir
atvikum í ís, sjó, vötnum eða á
þurrlendi.
Pi óf. Þorkell lagði á það megin-
ájierzlu. að aðalhættan af kvika-
silfri stafaði ekki af þvf sjálfu,
heldur af metýlkvikasilfri, er
myndaðist víðsvegar í náttúrunni
fyrir tilstilh ýmissa baktería, en
einkum þeirra. sem lifðu í súrefn-
issnauðú umhverfi, svo sem í set-
lögum í ám, vötnum og sjö. Metýl-
kvikasilfur væri langtum hættu-
legra efni en kvikasilfur eða önn-
ur kvikasilfurssambönd og við
ákvarðanir á kvikasilfri í lifandi
umhverfi, væri þannig öldungis
afgerandi fyrir tiilkun niður-
stöðutalna að vita, hve mikill
hluti kvikasilfurs væri metýl-
kvikasilfur. I fiski mætti raunar
ganga út frá því sem vísu, að 9/10
hlutar kvikasilfursmagnsins væri
metýlkvikasilfur. Þorkell kvað
hreinar metýlkvikasilfureitranir
hafa orðið velþekktar á sjötta tug
Hvað
verður
um það?
aldarinnar frá Minamata og Níi-
gata í Japan, þar sem metýlkvika-
silfri var hleypt í sjó og mengaði
fisk, og frá írak á árunum
1971—1972, en þar var sæðiskorn,
sem varið var gegn sveppum með
metýlkvikasilfri, notað til mann-
eldis. Próf. Þorkell kvað að öðru
jöfnu vænlegast að ákvarða met-
ýlkvikasilfur f hári. Hárið yxi
fram um u.þ.b. 1 sm á mánuði og
með því að mæla kvikasilfur og
metýlkvikasilfur í hverjum sm
mætti fá visbendingu um það
kvikasilfursmagn, sem hlutaðeig-
andi eínstaklingur hefði komizt í
snertingu við um margra mánaða
skeið. í þessu efni bæri þó að
varast, að í ýmiss konar hárlökk-
um og þvílíku væru kvikasilfurs-
sambönd notuð sem rotvarnar-
efni. Gæti þetta hæglega truflað
ni ðurs t öð ut ölu r k v i k a si 1 f urs-
ákvarðana, ef eigi væri tillit til
þess tekið. Að lokum lét próf.
Þorkell þess getið, að eiturefna-
nefnd hefði skýrt landlækni frá
því, að nauðsyníegt væri að kanna
að nokkru. hvert magn kvikasilf-
urs og metýlkvikasilfurs kynni að
vera í mönnum hér á landi.
Það var því eðlilegt að snúa sér
að lokum til landlæknis. Olafs
Ölafssonar, sem kvaðst hafa mik-
inn áhuga á aðfylgjast með þessu,
bæði með tilliti til heilsufars
landsmanna og auk þess hefði al-
mannavarnanefnd áhuga á að
vita, hvort hægt væri að nota
kvikasilfursmælingar til að segja
fyrir um eldgos.Tlefur almanna-
varnanefnd gert samþykkt um að
fá Bandarikjamennina. sem
mældu yfir Vestmannaeyjum, til
að koma Iiingað og gera kvikasilf-
ursmælingar yfir eld-
f jallasvæðum.
Landlæknir sagði, að tækni við
mælingar á kvikasilfursmagni f
mönnum væri sífellt að batna og
hefði hann hug á að nýta það.
Ekki hefur komið fram í þéim
mælingum. sem gerðar hafa ver-
ið, að kvikasilfursmagn sé hér
meira en leyfilegt er. í Vest-
mannaeyjum voru matvæli t.d.
mæld reglulega meðan gosið stóð
og kom ekkert óeðlilegt kvikasilf-
ursmagn fram í þeim — enda
hefði fólki þá ekki verið leyft að
vera þar úti, sagði landlæknir.
Hann sagði ennfremur, að unnið
væri að því að bæta niðurstöður
fyrri mælinga á kvikasilfri og ætti
hann von á þeirri skýrslu.
Landlæknir kvað ætlunina vera
að fylgjast með mælingum á því,
hvort kvikasilfur fyndist í fólki
hér á landi og þá rneð tilliti til
liðinna gosa, væntanlegra gosa og
almennt í sambandi við jarðhita-
og eldfjallasvæðin.