Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 20

Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 Nefndarálit sjálfstæðismanna: Nefndaráliti minni hluta sjálfstæðismanna í fjár- veitinganefnd, þeirra Matthíasar Bjarnasonar, Jóns Árnasonar og Stein- þórs Gestssonar við 2. um- ræðu um fjárlagafrum- varpið var dreift á Alþingi í gær. ! nefndarálitinu kemur m.a. fram eftirfar- andi: □ Fjárlagafrumvarpið er nú komið upp í um 28 milljarða og á fyrirsjá- anlega eftir að hækka stórkostlega ennþá. í þessu endurspeglast verðbólgustefna ríkis- stjórnarinnar. 3] Skattpíningarstefna rfkisstjórnarinnar hef- ur höggvið háskalega nærri skattborgurum, þannig að nú er ein höf- uðkrafa launþegasam- takanna um lækkun skattanna. ] Ríkið tekur sífellt i_ stærri og stærri hluta af þjóðarframleiðslunni í sfnar þarfir. 22 Erlendar lántökur hafa aukizt stórlega í tfð þessarar ríkisstjórnar. Hafa átt sér stað gegnd- arlausar fjárfestingar, sem hafa leitt til kapp- hlaups um vinnuaflið og magnað verðbólg- una, sem aldrei hefur verið meiri. Oðaverðbólga Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1974 er þrjðja fjárlagafrumvarp- ið, sem núverandi ríkisstjórn leggur fram. Öll þessi þrjú fjár- lagafrumvörp eiga það sameigin- legt, að f þeim endurspeglast sU verðbólgustefna, sem verið hefur allsráðandi á valdatímabili þess- arar ríkisstjörnar. I fjárlögum fyrir árið 1971, sem voru síðustu fjárlög fyrrverandi rfkisstjórnar, voru .tekjur áætl- aðar 11 milljarðar 54.7 millj. kr„ en gjöld 11 milljarðar 23,3 millj. kr. Greiðsluafgangur það ár var áætlaður 270,4 millj. kr. Á f járlög- um 1972, fyrstu fjárlögum nUver- andi ríkisstjórnar, voru tekjur áætlaðar 16 milljarðar 898,8 millj. kr„ en gjöld 16 milljarðar 549,5 millj. kr. Greiðsluafgangur varþá áætlaður 87,5 millj. kr. Fjárlög yfirstandandi árs eru tekjur áætl- aðar 21 milliarður 970,3 millj. kr. og gjöld 21 milljarður 457,2 millj. kr. Greiðsluafgangur er áætlaður 24,4 inillj. kr. Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1974 gerir ráð fyrir, að tekjur verði 27 milljarðar 343,4 millj. kr. og gjiild 27 milljarðar 437,3 millj. kr. Greiðsluafgangur er áætlaður 103.7 millj. kr. Gjaldahlið fjárlaga frá'því þessi ríkisstjórn tók við hefur því hækkað sem hér segir: 1971 —1972 um 5.526,2 tnillj. kr„ eða 50,13%. 1972 —1973 um 4.907.7 millj. kr. eða 29,65%. Utgjaldaaukning frá síðasta fjár- lagafrv.. er áætluð 5.980,1 millj. kr. og nú við 2. umræðu liggja fyrir breytingatillaga frá fjárveit- inganefnd til hækkunar á gjöld- um að upphæð 648.407 millj. kr. Hækkun gjalda nemur því 6.628,5 millj. kr. frá fjárlögum yfirstand- andi árs. Skylt er aðgeta þess, að hluta þeirra gjalda, sem áður hafa verið á framkvæmdaáætlun, er nú bætt við rekstrarútgjöldin. en þar er um 690 millj. kr. að ræða. Hins vegar er sjáanlegt, að við 3. umræðu eiga fjárlög eftir að hækka stórkostlega frá því sem þau nú liggja fyrir. Lífeyristrygg- Oðaverðbólga og skattpíning einkenni stjórnarstefnnnnar Draga verður úr miðstjórnarvaldi ríkisins ingar og sjúkratryggingar eiga eftir að hækka um nokkur hundr- uð millj. kr. frá fjárlagafrum- varpi. Launaliðir fjárlagafrum- varps eiga eftir að hækka, þvf þeir eru í A-hluta frumvarpsins miðaðir við vísitölu september- mánaðar. Heildarlaun í A-hluta frumvarpsins nema 5.809,6 millj. kr„ en miðað við kaupgreiðslu- vísitölu 1. desember 149,89 stig hækka launin á næsta ári um 430 millj. kr. I B-hluta frumvarpsins eru launaliðir ýmist miðaðir við kaupgreiðsluvísitölu eins og hún var í marzmánuði eða í septem- lærmánuði. Ef launaliðir í B-hluta frumvarpsins eru miðaðir við gildandi kaupgreiðsluvísitölu þurfa launin í þessum hluta fjár- lagafrumvarpsins að hækka um 560 millj. kr„ en heildarlaun i B-hluta nema 3.602 millj. kr. Þá er vitað, að samningar við opin- bera starfsmenn koma til með að auka verulega útgjöld ríkissjóðs á næsta ári, en sú stærðargráða er enn þá óþekkt. Auk þessa, sem nú hefur verið nefnt, eru mörg mál og erindi, sem send hafa verið óafgreidd. Þá eru komnar frarn kröfur aðildarsamtaka ASÍ um miklar kauphækkanir og má búast við verulegum kauphækkunum, sem munu hafa áhrif á fjárlög og á atvinnureksturinn í landinu. Sjó- mannasamtökin hafa sett fram sfnar kröfur um hækkun skipta prósentu og hækkun á lágmarks- kaupi. Ilvernig kaup- og kjara- samningar kunna að verða til lykta leiddir skal hér ósagt látið, en eitt má fullvíst telja, að veru- legaf hækkanir verða á öllu kaup- gjaldi, sem mun hafa f för með sér vaxandi tilkostnað við atvinnu- reksturinn. Tvær höfuðástæður fyrir nýrri kröfugerð launastéttanna er al- gert aðgerðárleysi ríkisstjórn- arinnar til að koma í veg fyrir þá háskalegu verðlagsþróun, sem á sér stað í efnahagsmálum og leitt hefur til þeirrar mestu óðaverð- bólgu, sem nú flæðir yfir þjóðina, og hin ástæðan er gegndarlaus skattpíningarstefna, sem laun- þegasamtökin í landinu stynja undan. Skal nú vikið að gerðum ríkisstjórnarinnar í skattamálum. Skattpíning Við gerð fjárlaga haustið 1971 boðaði ríkisstjörnin gagngerar breytingar í skattamálum. Við, sem stöndum að þessu nefndar- áliti, vöruðum við þeim áformum, sem ríkisstjórnin hafði uppi í þeim efnum, þar sem við töldum slíkar aðgerðir í efnahagsmálum gera hvort tveggja í senn, að hækka fjárlög geigvænlega og verða á þann hátt hættulega virkur verðbólguvaldur í þjóð- félaginu, svo og myndi sú skatta- hækkun höggva háskalega nærri getu skattborgaranna. einkum þeirra, sem minna mættu sín. Þessi illi grunur okkar hefur full- komlega verið staðfestur sfðan. Kröfur launþegasamtakanna nú beinast fvrst og»fremst að því að krefjast linunar á skattpíningu síðustu ára fremur en að hækka launataxta og skal engan undra það, þegar borin er saman skatt- greiðsla einstaklinga og félaga árið 1971 og síðan. Eftirfarandi yfirlit sýnir álagð- an tekju- og eignaskatt 1971, 1972 og 1973 eftir skattumdæmum. Upphæðir eru taldar í þúsundum króna. Sknttumdæmi Reykjavík- ........................ Vesturlands-....................... Vestfjarða- ....................... N.-lands vestra- .................. N.-lands evstra- .................. Austfjarða- ....................... Suðurlands- ....................... Vestmannaeyja- .................... Reykjanes- ........................ Samtuls % hn'kkuu 1971 1972 1973 •71—’73 779 2 210 2 802 307.4 63 200 282 447.6 50 107 252 504.0 28 93 131 468.0 122 342 449 308.0 49 149 190 400.0 57 208 273 480.0 53 134 158 300.0 324 940 1 150 357.0 1 525 4 449 5 759 377.7 í málefnasamningi rikisstjórn- arinnar eru fyrirheit gefin um, að nú skuli breytt um stefnu í skatta- málum og skattab.vrðin látin koma réttlátara niður þ. e. breiðu bökin látin bera skattana. En hverjar eru svo slaðreyndir f þessum málum? Allt stefnir í sömu átt, eins og kornið var hjá hinni fyrri vinstri stjórn, sem sat að völdum á árunum 1956—1958. Eftirfarandi tafla sýnir glögglega þróunina, hver hún var og er í tíð núverandi stjórnarflokka og svo hins vegar þá breytingu, sem átti sér stað með tilkomu tekjuskatts- laga viðreisnarstjórnarinnar á ár- inu 1960: Erlendar lántökur Þrátt fyrir það, að afurðaverð á flest öllum útflutningsvörum okkar hefur verið hagstæðara en nokkurn gat grunað þá hafa er- lendar lántökur aukizt stórlega. Gegndarlausar fjárfestingar hafa átt sér stað, sem hafa leitt til kapphlaups um vinnuaflið og ýtt undir og magnað óðaverðbólguna, sem nú tröllríður íslenzku efna- hagslffi. Hinar stórfelldu erlendu lán- tökur valda öllum hugsandi Af Skatlfffi’.V'lHil]f l'cif, sem ckki grcifin skaii 19,'jt) .............................. (ilflflO cSn 7».2'.; 10 201 cða 20.89 liiflO ............................... 15 080 - 20.849 03 020 79.10', 1973 .................................. .‘>7 987 — 57.59 42 855 — 42.59 Vísitöluhækkanir A þessu ári hefur kaupgreiðslu- vísitalan hækkað úr 117 stigum í 149,89 stig, eða um 28%. Framfærsluvísitalan hefur hækk- að á sama tíma úr 176 stigum í 226 stig, eða um 28,41%. Byggingar- vísitalan hefur hækkað á sama tíma úr 689 stigum í 913 stig, eða um 32,6%. Til samanburðar má geta þess, að byggingarvísitala hækkaði á 12 ára valdaferli fyrr- verandi ríkisstjórnar um 403 stig, eða um 33 stig á ári. Síðan núver- andi ríkisstjórn tók við hefur byggingarvísitalan hækkað um 378 stig á 2'i ári, eða um 152 stig að meðaltali á ári. Hluti ríkistekna af þjóðarframleiðslu Allar aðgerðir stjórnvalda síðasta hálfa þriðja ár hafa miðað að því, að ríkið er sffellt að taka meira af þjdðarframleiðslunni : sínar þarfir, eins og meðfylgjandi tafla sýnir: mönnum áhyggjum og er nauð- synlegt að hugleiða í alvöru um þá alvarlegu þróun, sem þar á sér stað. Þannig hafa erlend lán til langstíma hækkað: Áf 1905 196« 1967 I96S uiillj. kr. .. 3 920 4 520 0 570 11 407 Bitizt um fjármagnið Sú ríkisstjórn, sem nú situr hér að völdum og taldi landsmönnum trú um, að hún myndi taka upp áætlunargerð um alla þætti ríkis- búskaparins, hefur gengið á sveig við þau heit, og horfið frá því að fela Framkvæmdastofnun ríkis- ins heildaráætlanir og röðun framkvæmda, en leyft liðsmönn- um sfnum að bftast um fjár- magnið til einstakra framkvæmda og til vissra staða og gengið að þvf búnu í það að telja saman bitana. Þá kemur í Ijös, að niðurstöðu- tölur fjárlaga hafa hækkað meir en áætlað var. Þá eru góð ráð dýr Þjófiiirífnmlcifist;! Tckjur skv. A-lilutu Ár (verijj ú mnfKuftsv. rikisreikninRS Hlutfali 1905 .................. 21 257 iuiiíj. kr. 3 090 millj, kr. 17.4% 1970 .................. 42 833 -- — 9 800 — — 22.9% 1071 ................... 53 210 — 13 258 — — 24.9% 972 .................. 05 450 -- — 17 837 — — 27.2% 1973 ................ 89 100 áætl. 23 970 — — ca. 27.0% og ekki önnur fyrir hendi en að tevgja tekjudálkinn og leggja hærri álögur f formi skatta á þjóð- ina. Stefnunni verður að breyta Stefnunni verður að breyta og starfsaðferðum við fjárlagagerð til þess að Alþingi tapi ekki tök- um á fjármálum ríkisins og stjórnun þess. Með vísun til þeirra athuga- semda, sem hér hafa verið gerðar, teljum við, að þessar breytingar séu meðal hinna mikilvægustu, sem gera þarf: Dregið verði stórlega úr rfkis- afskiptum, og miðstjórnar- valdi ríkisins verði settar skorður, m. a. meðþvi aðskipa verkefnum, sem það hefur nú, á nýjan hátt þannig, að verk- svið sveitarfélaganna verði aukið verulega frá því sem nú er og valdsvið ríkisins fært saman að sama skapi. Sú valddreifing myndi strax korna fram í lækkandi kostnaði við opinberar framkvæmdir byggðarlaganna og verða um leið raunhæfasta leiðin að fram- kvæma þá byggðastefnu, sem tekur mið af getu almennings og nánustu vandamálum borgar- anna. Fyrir gerð fjárlaga teljum við að nauðsynlegt sé að hverfa meir að áætlunum til lengri tíma, bæði um verklegar framkvæmdir ríkisins og fjárlagaáætlanir. 1969 1970 1971 1972 1973 11 720 11 095 14 445 17 240 cu. 20 670 Ný þingmál FélagsmáJasátt- máli Evrópu Þorvaldur Garðar Kristjáns- son (S) spyr utanríkisráðherra: Hvað dvelur af Islands hálfu undirritun og staðfestingu Félagsmálasáttmála Evrópu (European Social Charter). Frá fundi f sameinuðu þingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.