Morgunblaðið - 13.12.1973, Síða 23

Morgunblaðið - 13.12.1973, Síða 23
MORGUIVBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973 23 „EG tók fljótt eftir því, að bæði börnin frá Vestmannaeyjum og þeir nemendur, sem höfðu Vestmannaevinga á heimilum sínum, áttu við erfiðleika og vandamál að stríöa. Þessi vandamál höfðu ekki hvarflaö að mér fyrr. IVIér varð það ljós- ara en áður, að það er ba'ði erfitt að vera barn og lenda f sorg, og að vera barn og þurfa að skilja annað barn, sem á í erfiðleikum. Börn geta stund- um verið miskunnarlaus í dóm- um sfnum. eins og flestir þekkja.“ Þetta sagði Rúna Gísladóttir rithöfundur, er Morgunblaðið átti samtal við hana og mann hennar, Þóri S. Guðbergssoii, til þess að forvitnast um eina af ath.vglisverðari barnabókum fs- len/kum hin síðari ár. Er það bókin „Asta og eldgosið í Eyj- um“, sem út kom nú fyrir jólin hjá ísafoldarprentsmiðju. Þau Þórir og Rúna eru b;eöi með kunnustu og vinsælustu harna- bókahöfundum á islandi og hafa sent frá sér samtals um 18 bækur. „Asta og eldgosið í E.vj- um“ er hins vegar önnur bókin, sem þau skrifa í sameiningu. t þessari bók er félagslegt vanda- mál samtímans, Vestmanna- evjagosið og afleiðingar þess fyrir það fólk, sem fyrir þvf varð, fullorðna og börn, tekið til umbúðalausrar meöhöndl- unarsem barnasaga. Hugmundin að bókinni varð sem sagt til, þegar áhrifa goss- ins tók að gæta í barnaskóla einum í Reykjavík, þar sem Rúna kenndi, og sambúðin hjá nýkomnu börnunum frá Vest- mannaeyjum og þeim reyk- vísku, sem fyrir voru, gekk brösótt á stundum. „Eg sagði svo manni mfnum frá þessu og við ræddum um þetta fram og aftur," segir Rúna, „og áður en e'g vissi af hafði hann skrifað niður beinagrind af sögubygg- ingu, sem löngu síðar varð svo sú saga, sem við erum að ræða um núna.“ „Þá byrjuðu fæðingarhríðir og verkir, sem ég að minnsta kosti er ekki laus við enn," seg- ir Þórir. „Við fórum strax að vinna meðefnið, um skrifuðum söguna fimm sinnum og ein- staka kafla raunar miklu oft- ar.“ Þau Rúna og Þórír segja, að efnivið sögunnar hafi borið að úr ýmsum áttum, — kynnin við börnin í skólanum, blaðagrein- ar, viðtöl og frásagnir af ástandinu, lestur erlendra rita um félagsleg og sálræn vanda- mál af völdum náttúruhamfara, o.fl. „Allt þetta gaf okkur tiI- efni til ntiklu lengri og ítarlegri skrifa en raun varð á.“ Og kannski ekki sízt komu til persónuleg kynni, bein eða óbein, af fólki í þessum kring- umstæðum. „Við vöknuðum einnig til umhugsunar um vandamál gamla fólksins í Vest- mannaeyjum. Vinur okkar einn átti aldraðan föður í Eyjum. Hann hafði innréttað bílskúr- inn sinn sem verkstæði og það varð hans annað líf.“ Missir þeirra verðmæta, sem raunverulega skipta máli fyrir ntanneskjur, er kannski höfuð- viðfangsefni bókarinnar. „Hús fjölskyldunnar hefur sjálfsagt kostað 4 milljönir, en brúðan hennar Ástu’ aðeins 400 kr. Samt öttaðist Ásta mest, að brúðan týndist. Við teljum, að þannig sé farið með fleiri. Minningarnar, sem tengdar eru ákveðnum hlutum, er oft virð- ast næsta ómerkilegir í útliti, eru okkur meira virði en öll heimsins gæði. Og minningarn- ar getur enginn tekið frá okk- ur.“ „Okkur finnst alltaf talsvert erfitt að skrifa,“ sögðu þau Þór- ir og Rúna, er við spurðum, hvort þetta efni hefði ekki ver- ið vandmeðfarið. „Ekki sízt, þegar um svo viðkvæmt og vandasamt ntál var að ræða. Við reyndum eins og við gátum að setja okkur í spór þessa fólks, erfiðleika þess og vandamál, til þess að geta skilið ý)að sem bezt.“ En skilja börn svona bók? „Við erum ekki f nokkrum vafa uni það. Af eigin reynslu vitum við, að það er nauðsynlegt að tala við börn eins og maður við mann og þau skilja lang oftast miklu meira en okkur rennir grun í. Börn hafa sérstakan hæfileika til að skynja með til- finningum. Þau hafa þörf fyrir sögur, sem virkja þennan hæfi- leika, auka hugmyndaflug þeirra og skerpa skilning þeirra. Þau hafa þörf fyrir ævintýri og frásögur, gaman og alvöru, — en líka raunveruleg vandamál, sem þau verða ötrú- lega fljótt að horfast i augu við í lífinu. Um leið og mamma eða Framhaid á bls. 25 Rætt við Þóri S. Guðbergsson og Rúnu Gísladótt- ur um athyglis- verða barnabók Óskar Halldórsson (með stafinn). A.J. Godtfredsen og Magnús Andrésson á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Magnús gaf greinarhöfundi niyndina, þegar hann fór að fylgjast með Málþingi um Guðsgjal'aþulu hér í blaðinu. Baróninn i fyrrgreindri afmælisgrein Valtýs Stefánssonar um Öskar segir hann, að fyrst þegar hann hafi haft fregnir af þessum „upprennandi manni" hafi hann heyrt, að hann væri „svo mælsk- ur“. að hann gæti haldið klukkutíma ræðu yfir hverju kálhöfði. sem gægðist upp úr moldinni. islandsbersi heldur ekki nema eina ræðu. Hann er mjög stuttorður og þegir oftast eða hlær með maganum innan um fólk, kemur aðeins með yddaðar athugasemdir á stangli. En i Guðsgjafaþulu er þess oftar en einu sinni getið, að hann eigi ættir að rekja til gulrófna. i fyrsta kafla segir t. a. m.: ,,Eg er nefnilega gulróumaður sem gerir út á síld. Alveg einsog þú, þú gerir út á fugl en ert í raun og veru skáld. Kanski stórskáld. Djöfull góður strákur. Heyrðu, þegar ekki eru kanaríufuglar þá ættirðu að taka þig til og skrifa ævisögu mina. Þú skalt byrja svona: islandsbersi var kominn af fræg- um gulróum að lángfeðgatali." VI „Drastískur delludómur“ „Þegar ég var strákur í Kaupmanna- höfn, 17 ára gamall,“ segir Halldór Lax- ness, „var þar fullt af islenzkum sildar- grósserum. Þeir voru miklir hótelmenn og fannst ekki nógu rúmt um sig í borginni svo að þeir keyptu sér hótel, mig minnir endilega það héti Hótel Continental, á Kristjánshöfn. Þar var um tíma hótelstjóri Jónas Lárusson, veitingamaður, faðir Magnúsar Más Lárussonár. Ég lenti ineð kunningjum i félagsskap Óskars á þessu hóteli haustið 1919. Þar var A. J. Godtfredsen öllum stundum, fínn maður á gammósfum, Kaupmannahafnarsjarmör. Hann var vitaskuld danskur, en hafði farið ungur til islands og stundað verzlunarstörf hér á landi. Öskar hafði hann fyrir vikadreng, kallaði hann Gotta. Hann gegnir hlutverki barónsins í Guðsgjafa- þulu og er þar nefndur Gottesen." 1 Þulunni segir, aðGotti Gottesen hafi „síðar ( verið) dæmdur fyrir landráð og rækur ger af Islandi ævilángt, fyrstur manna í sögu landsins". Godtfredsen skrifaði grein gegn Is- lendingum I „The Fishing News“ og var hún orsök þess, að hann fékk þttngan döm fyrir Hæslarélti. „einn af þessum drastísku delludómum eins og stundum voru kveðnir upp á islandi á því tímabili," segir Halldór Laxness, ,,t. a. m. stafsetningardóm- urinn, sent ég fékk fyrir Ilrafnkötlu. * Hæstiréttur felldi dóminn yfir Godt- fredsen 2. febrúar 1945 og segirþar, að í grein ákærða „sem birtist i viðlesnu brezku blaði, voru Islendingar sakaðir ranglega um spellvirkjahátt og aðrar mótgerðir gegn Bretum, er eiga í styrjöld, og þeir hvattir til að beita islendinga harðræðum. Vargreinin þvi líkleg til þess að valda hættu á sérstakri ihlutun erlends rfkis um málefni ís- lenzka rfkisins. Samkvæmt þessu . . . þykir refsing hans hæfilega ákveðin, fangelsi 7 mánuði, en gæzluvarðhald hans frá 6. apríl til 4. ágúst 1943 skal koma til frádráttar refsingunni." Þó að dómurinn hafi verið övenju harður, er ekki kveðið svo á, að Godt- fredsen sé „rækur ger af Islandi ævi- lángt" eins og í sögunni segir. Honum líkaði auðvitað ekki dómurinn, sem hann hlaut. Halldór Laxness segir: „Eg hitti Godtfredsen oft i Kaupmannahöfn eftir að hann fór burt af islandi og vikurn við einlægt kunnuglega hvor að öðrurn. Hann færði þá mál þetta alltaf í tal. Ég kunni ekki skil á þvi til hlítar, en hafði samúð með honum, að hafa hlotið s\ o einstæðan dóm. En síðast. þegar ég hitti hann i Kaupmannahöfn, fannst mér komið rutl á hann." I grein Godtfredsens er m.a. sagt. að „allur þorri islenzkra togara er nú i Reykjavik „til viðgerðar" sent er eins konar spellvirkjaháttur . . .“ Þá er þess oggetið. að Islendingar séu eina þjöðin í Málþing um Guðs- gjafa þulu VI grein heiminum.sem hagnist á stríðinu. Bret- ar greiði of hátt verð fyrir fisk íslenzku togaranna. laun séu of há á islandi o. s. frv. „En ef islendingar vilja ekki sigla og taka áhættuna eins og allir aðrir fiskintenn og sjómenn ... er bezt að þeir eti sjálfir fisk sinn ..." En hvað segir nú sögumaður Guðs- gjafaþulu um Gotta Gottesen? Þar er fyrir ntunn Egils kafteins Grimssonar fjallað um þá Bersa báða eins og fyrr greinir og sagt m. a. um Bersa, að hann hafi aldrei farið að ráðum annarra ntanna í einu né neinu, — „ef frá er skilinn hlermaður hans eða kontakt- maður í viðskiftaheiminum, og áður var nefndur i bók minni hér að frarnan, Gottesen. Ekki er því að neita að Gotte- sem var kynlegur kvistur. Af mörgum var hann kallaður hirðfífl Bersa og væri útgerðarmanninum nauðsvnlegt að hafa i fvlgd sinni trúðleikara að stjana undir sig að drykkju og hafa af fyrir sér f roluköstum sem oft fylgja viskíi. Þess- ari skoðun vil ég enn levfa mér að mótmæla." Þannig er ekki hægt að segja annað en þessi marghrjáði og Uinlausi útlend- ingur hafi hlotið vorulega uppreisn í þessari lykilskáldsögu eða essay-roman Halldórs Laxness. Guðsgjal aþuiu. sf

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.