Morgunblaðið - 13.12.1973, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. DESEMBER 1973
25
v
U ’ w
Tll lelgu I Grindavlk
2 x 250 fm iðnaðar- eða fiskverkunarhúsnæði til leigu.
Upplýsingar í síma 92-1 420 eða 92-1 950.
Síðastliðinn laugardag var opnuð f Bogasal Þjöðminjasafnsins sýning í minningu Kdpernikusar,
en á þessu ári eru liðin 500 ár frá fæðingu hans. — Sýningin verður opin út þessa viku frá kl. 2 — 10
daglega.
-Asta og eldgosið
Framhald af bls. 23
pabbi vilja ekki gefa barninu
það, sem þaðbiður um, um leið
og frændi eða lítill vinur í
heimsókn tekur eða lemur, þá
er „alvara lífsins" fyrir dyr-
um!"
„Ásta og eldgosið í Eyju-m" er
vönduð bók að frágangi og hana
prýða ekki sízt fjöldi Iitprent-
aðra teikninga eftir Baltasar.
Þau Þórir og Rúna létu lika
afar vel af samskiptum sínum
við teiknara og útgáfu. „Upp-
örvunin, sem við fengum hjá
útgefendum og áhugi þeirra á
verkefninu, varð okkur ntikil
hvatning, og þeir eiga miklar
þakkir skildar fyrir að vilja ráð-
ast i útgáfu á svo dýrri bók. Þá
er hlutur Baltasars mjög mikil-
vægur þáttur í bókinni, sem
margir eiga sjálfsagt eftir að
dást að. Ferðir okkar til hans.
voru næstum eins og til leik-
stjóra, sem setti fyrir okkur
verk á svið. Við fundum strax í
upphafi, að Baltasar hafði af-
skaplega ntikið næmi fyrir
þeim atriðum, sem okkur fund-
ust skipta máli."
Að Iokum spurðum við Þóri
og Rúnu eftir hverju þau hefðu
einkum sótzt með ritun þessar-
ar bókar. „Þegar við eldumst
finnst okkur æ erfiðara að
segja eitthvað um tilgang og
markmíð bóka. Þegar við virð-
um fyrir okkur málverk verð-
um við fýrir mismunandi áhrif-
um, — oft allt öðrum áhrifum
en listamaðurinn varð fyrir, er
hann skóp verkið. Þannig er
það oft með rithöfund. Þó að
hann setji sér háleit mark og
mið verða áhrifin, sem lesend-
ur hans verða fyrir, mjög mis-
munandi af margvíslegum or-
sökum, — uppeldi, menntun,
umhverfi o.l'l. Við erum ein-
dregið þeirrar skoðunar, að rit-
höfundar eigi að hafa háleitt
mark og mið. En þau er unnt að
setja fram á mismunandi hátt,
og það er nauðsynlegt að bjóða
börnum bæði garnan og alvöru.
Ef skrif okkar gætu orðið til
þess að vekja einhvern til um-
hugsunar og skilnings á vanda-
málum annarra, líðan þeirra og
tilfinningum, erum við ánægð."
— Kynþátta-
vandamál
Framhald af bls. 22
Ennfremur verður að hafa
það hugfast, að fyrir átatug að-
eins settust um 100.000 fransk-
ir landnemar frá Alsír að i Mar-
seille vegna loftslagsins og
góðra atvinnumöguleika. Koma
þeirra var mjög hagkvæm fyrir
borgina frá efnahagslegu sjón-
armiði, en skiljanlega voru þeir
bitrir yfir þvi að hafa þurft að
yfirgefa fósturland sitt, og því
voru þeir ekkert yfirmáta
elskulegir húsbændur gagnvart
Aröbum, sent þeir urðu að ráða
i þjónustu sína, þar sem skortur
var á fröndku verkafólki.
Samruni Frakka og Alsír-
manna virðist ógerlegur, og
Frakkar verða nú í fysta sinn
að horfast i augu við kynþátta-
fordóma. Þetta blandast saman
við andúð á erlendum innflytj-
endum yfirleitt, en staðreyndin
er sú, að útlendingar inna af
hendi um 8"?) af erfiðsvinnu og
allt að 20% af störfum, þar sem
fagmenntunar er ekki krafizt.
íbúar Marseilles eru nú tæp
milljón. í miðborginni búa nú
um 40.000 Arabar og svipaður
fjöldi er talinn búa í fátækra-
hverfum útborganna (rétt tala
erlíklega miklu hærri) Þeir eru
því urn það bil 10% íbúanna, en
samkvæmt áliti þjóðfélagsfræð-
inga brýzt kynþáttaóánægja að
jafnaði út, þegar 10—12%
manna af öðrum k.vnþætti hafa
setzt að í borgum.
Erlent vinnuafl í Frakklandi
er orðið þess askynja hvers
megnugt það er, eins og fram
kont í verkföllunum við
Renault bílaverksmiðjurnr á
síðasta vori. Frakkar eru ef til
vill ekkert hrifnir af því að
þurfa að treysta á Araba, en
efnahagur landsins þarfnast
þeirra.
Sem stendur hefur ófriðar-
öldurnar lægt, en vinna verður
markvisst að því að breyta þvi
•óánægjuástandi, sem enn ríkir.
Það er hyggilegt hjá borgar-
stjórn Marseille að rífa niður
Arabahverfin, og allt útlit er
fyrir, að strangara eftirlit verði
komið á við landamærin til að
tryggja, að fjöldi innflytjenda
fari ekki fram úr þeirri tölu,
sem aðilar hafa komið sér sam-
an um. Þótt ógeðfellt sé að gera
innflytjendur afturreka er það
þó heppilegra en gefa útlend-
ingahatri og þar meðkynþátta-
fordómum byr undir báða
vængi.
Jólaljósin i Hafnar-
fjaráarkirkjugar6i
verða afgreidd alla virka daga frá kl. 9 — 19 frá og með
1 7. des. til 22. des. í kirkjugarðinum. Ath. Ekki afgreitt á
sunnudögum.
Guðrún Runólfsson.
Styrktarsjóður Meistara-
félags húsasmiða
Umsóknir um styrk úr styrktarsjóði meistarafélags húsa-
smiða skulu berast sjóðnum eigi siðar en 1 7. des. n.k.
Stjórnin.
Rowen t
Sandgeröi
Húsmæður. Verzlið ódýrt. Sendum heim alla daga.
Þorláksbúð, sími 7480.
Kaffivélin lagar allt fró 2-8 bollum af ilmandi kaffi á ca. 5
mínútum — Heldur heitu
íbúö tll leigu
5 herb. íbúðarhæð er til leigu. Sérhiti, sérinngangur,
suður svalir. íbúðin er nálægt miðbænum.
Tilboð sendist afgr. Mbl fyrir annað kvöld merkt Vestur-
bær 3052.
Einbýlishús — Einimelur
Til sölu er 300 fm einbýlishús við Einimel, ásamt 50 fm
bílskúr. Hús þetta gefur mikla möguleika.
Fasteignasalan, Norðurveri, Hátúni 4a. Sfmar 21870
— 20998.
Heildsala — Smásala
Djúpsteikingar
pottur
Hárþurrkuhjálmur
Vörumarkaðurinn bf.
J ÁRMÚLA 1A • SÍMI 86-112
Rowenta