Morgunblaðið - 28.12.1973, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 3
Fjórum skákmót-
um lokíð hjá T.R.
Konur þinga í
Bandalagi kvenna
NÝTT starfsár Taflfélags Reykja-
víkur hófst með setningu haust-
mólsins 30. september s.l., en mót-
inu lauk 4. nóvember. Ingi R.
Jóhannsson fór með sigur af
hólmi með 9 vinninga úr 11 um-
ferðum og vann hann sér sæmdar-
heitið skákmeistari Taflfélags
Reykjavíkur 1973.
Næsta mót, sem TR hélt, var
hraðskákmót félagsins. Þar sigr-
aði Guðmundur Sigurjónsson.
Ingi R. Jóhannsson skákmeistari
Taflfélags Reykjavíkur
Hlaut hann 16 vinninga af 18
mögulegum. Næsti maður, sem
var Ingvar Asmundsson, hlaut
ekki nema 13H vinning og sýnir
þetta hve yfirburðir Guðmundar
hafa verið miklir á mótinu.
Þriðja mótið, sem Taflfélagið
hélt, var 11 umferða helgarmót og
var teflt dagana 23. 24. og 25.
nóvember. Þar sigraði Þórarinn
Guðmundsson, með 9'á vinning.
Þá hófst Bikarmót T.R. 10.
nóvember og lauk 10. desember.
Sigurvegari varð Sævar Bjarna-
son. Hreppti hann bikarmeistara-
titilinn eftir að hafa tapað 1'á
skák í þessari útsláttarkeppni, en
eftir 5 töp féll keppandi úr leik.
Um þessar mundir tekur Sævar
Bjarnason þátt í Evrópumeistara-
móti unglinga I skák, en mótið fer
fram í Hollandi. Þetta mót er
haldið árlega. Engar fréttir hafa
enn borizt af mótinu, en því líkur
skömmu eftir 'áramót. Þá teflir
Ómar Jónsson á alþjóðlegu móti
unglinga sem ferfram í Hallsberg
i Svíþjóð um þessar mundir. Það-
an hafa heldur engar fréttir bor-
izt.
BILUN varð á jarðsímastreng frá
Reykjavík til Hafnarf jarðar 1
gærmorgun við Kópavogslæk.
Þessi jarðstrengur er með 500 lln-
um og þar af fóru 300 llnur úr
sambandi. Hafnfirðingum gekk
mjög illa að ná sambandi við
Reykjavfk 1 gær, en í gærkvöldi
var komið eðlilegt símasamband
aftur.
Guðmundur Sigurjónsson hrað-
skákmeistari Taflfélags Reykja-
vfkur.
Jólahraðskákmót TR hófst í
félagsheimili félagsins í gær og
lýkur því 1 dag. Skákþing Reykja-
víkur hefst svo fimmtudaginn 3.
janúar n.k. kl. 20. Tefit verður á
sunnudögúm, þriðjudögum og
fimmtudögum, biðskákir verða
tefldar á mánudögum 1 viku
hverri. Keppt verður í tólf manna
flokkum og skipað í flokka eftir
nýútreiknuðum skákstigum. Öll-
um er heimil þátttaka, og innrit-
un hefst föstudagskvöldið 28.
desember, í kvöld kl. 21.
Hafsteinn Þorsteinsson hjá
Bæjarsímanum sagði í samtali við
blaðið í gær, að 4. símstrengir
lægju frá Reykjavík til Hafnar-
fjarðar og hefði annar aðal-
strengurinn farið í sundur.
Strengirnir væru ekki á sama stað
af öryggisástæðum, en þeir væru
24 lína, 26 lína, 150 llna og 500
lína.
BANDALAG kvenna í Reykjavík
hélt að venju aðalfund sinn í
byrjun nóvember eða dagana 8.
og 9. Til umræðu voru
menningar- og heilbrigðismál,
uppeldis- og skólamál, barna-
gæzlumál, áfengismál, trygginga-
mál, orlofsmál, verðlags- og
■verzlunarmál o.fl. Voru gerðar
margar álvktanir á fundinum.
Fundinn sátu 84 fulltrúar.
Bandalag kvenna I Reykjavik
var stofnað 30. maí 1917.1 því eru
flest kvénfélög í borginni eða
samtals 28 félög með 10137 félags-
mönnum. Aðalstjórn bandalags-
ins skipa Geirþrúður Hildur
Bernhöft, formaður, Halldóra
Eggertsdóttir og Unnur Schram
Agústsdóttir. 1 varastjórn eru
Sigríður Ingimarsdóttir, Sigþrúð-
ur Guðjónsdóttir og Margrét
Þórðardóttir. Formenn aðildar-
félaganna mynda fulltrúaráð, sem
heldur að jafnaði 4—5 fundi á ári.
Bandalagið er einn af þremur
eignaraðilum að Kvenna-
heimilinu Hallveigarstöðum.
Fastanefndir starfa milli funda
og skila tillögum fyrir aðalfund.
A fundinum skilaði orlofsnefnd
eftirfarandi skýrslu um störf:
Starf orlofsnefndar á árinu 1973
bilað vegna þess, að jarðvegur I
kringum hann var hreyfður í
sumar, i frostunum að undan-
förnu hafi jarðvegurinn komizt á
hreyfingu og er þiðnaði komizt
bleyta í strenginn.
varð meira en nokkru sinni fyrr.
Barnaheimili fyrir börn orlofs-
kvenna var rekið í Saltvík með
fyrirgreiðslu Æskulýðsráðs
Reykjavíkur.
Nefndin efndi til ráðstefnu um
orlofsmál að Hótel Esju dagana
22.—24. febrúar. Formönnum
allra orlofsnefnda á landinu var
boðið til ráðstefnunnar og mættu
alls 39 fulltrúar og 9 gestir. Rætt
var um nýju orlofslögin og sam-
ræmingu á fyrirkomulagi orlofs-
ins. Kosin var 14 kvenna lands-
nefnd og er henni ætlað að halda
fundi um sameiginleg skipulags-
og hagsmunamál.
Mæðraheimilisnefnd skilaði
eftirfarandi áliti: A Mæðra-
heimilinu við Sólvallagötu hafa á
yfirstandandi ári dvalið 14 stúlk-
ur á aldrinum 15—35 ára.
Rekstur heimilisins hefur gengið
vel og er hagstæður, þar sem
stúlkurnar aðstoða við ýmis
heimilisstörf.
Páll Þórðarson
kosinn prestur
í Norðfjarðar-
prestakalli
Þann 9. desember sl. fór
fram prestskosning í Norð-
fjarðarprestakalli. Atkvæði
voru talin 1 gær á skrifstofu
biskups. Einn umsækjandi var
um prestakallið, séra Páll
Þórðarson, settur prestur þar.
A kjörskrá voru 984, þar af
greiddi atkvæði 641. Umsækj-
andinn hlaut 640 atkvæði, einn
seðill var auður. Kosninginn
var lögmæt.
500 lína símastrengur bilaði
Talið er, að strengurinn hafi
Þjóðhátíð allt áríð í höfuðborginni
Byrjar með brennu á þrettándanum
Þjóðhátfðarhöldin á árinu
1974 hefjast 1 rauninni í
Reykjavík á þrettándakvöld, 6.
janúar, með álfadansi og
brennu á Melavellinum, og
markar sú kvöldskemmtun
upphaf þjóðhátlðar 1 höfuð-
borginni, seeir 1 fvrstu dagskrá
þjóðhátfðarnefndar 1 Reykja-
vlk, sem prentuð hefur
verið. Þar má sjá, að 1974 verð-
ur nær samfellt hátíðarár, þar
sem öðru hverju verður eitt-
hvað um að vera I tilefni af því,
að 1100 ár eru liðin frá því
norrænir víkingar hófu
landnám á tslandi.
I Reykjavik verður fyrst álfa-
brenna á þrettándanum, í vor
verða sýningar í skólum borgar-
innar, þá koma hátíðahöldin 17.
júní I Reykjavík og listahátíð
7.—21. júnl, en íþróttahátíð 30.
júni til 3. júli. Þingvallahátíða-
höldin eru 28. júlí, þegar fólk
úr öllum landsfjórðungum
kemur saman til þjóðhátiðar á
Þingvöllum, en næstu helgi á
eftir, 3—5. ágúst, verður efnt
til fjölbreyttra hátíðahalda I
Reykjavik, þar sem að sjálf-v
sögðu verður minnzt þess sögu-
lega viðburðar, en Ingólfur
Arnarson nam fyrstur land á
Islandi og reisti bæ sinn I
Reykjavík.
ALFABRENNA
Þréttándahátíðin hefst á
Melavellinum kl. 20.30, sunnu-
daginn 6. janúar. Þar munu
álfakóngur og drottning hans
koma fram, ásamt fylgdarliði,
og verður söngur og þjóðdansar
við brennu fram eftir kvöldi, en
i lok hennar verða jólin kvödd
með mikilli flugeldasýningu.
Næsta vor verða haldnar
sýningar I skólum borgarinnar
á teikningum, munum úr
handavinnu drengja og stúlkna
og öðrum verkefnum tengdum
námsgreinum og íþróttum, sem
sérstaklega hafa verið stundað-
ar I tilefni þjóðhátiðarársins.
Viðfangsefnin verða einkan-
lega byggð á fræðslu um land-
nám Islands. Á vissum tímum
verður dagskrá, þar sem
nemendur koma fram og flytja
efni úr sögu lands og þjóðar.
Úrval úr þessum vorsýningum
verður tekið til uppbyggingar á
skólasýningu, sem opin verður
þjóðhátíðardagana.
REYKJAVÍK !!P*,a®
ÞJÓÐHÁTÍÐ
197A
Forsfðan á dagskrá þjóðhátíðar
I Reykjavík. Landnám Ingólfs,
mynd eftir Jóhann Briem.
Dagskrá þjóðhátíðardagsins
17. júní byrjar með hefðbundn-
um hætti í Reykjavik kl. 10 að
morgni og verður athöfn á
Austurvelli. I öðrum atriðum
hátíðarinnar verður lögð
áherzla á þátt æskunnar og
verður íþróttahátíð síðdegis,
þar sem þátttakendur verða á
aldrinum 10—18 ára úr skólum
og íþróttafélögum borgarinnar.
FJÖLBREYTT
LISTAHATIÐ
Listahátíð verður haldin í
Reykjavík 7.—21. júni. þar sem
margir kunnir innlendir og
erlendir listamenn koma fram.
I báðum leikhúsunum í borg-
inni verða sýnd íslenzk leikrit,
flutt verður islenzk ópera og
efnt til sýningar á íslenzkri list
í aldanna rás.
Píanóleikarinn Vladimír
Ashkenazy hefur unnið að
undirbúningi hátíðarinnar
ásamt listahátíðarnefnd og leik-
ur hann sjálfur á hljómleikum,
sem verða á dagskrá hátíðar-
innar. Af þátttöku erlendra
listamanna, sem þegar er
ákveðin, má nefna Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna undir
stjórn André Previn, hljóm-
Ieika óperusöngkonunnar
Renata Tebaldi, pianóleikarans
Daniels Barenboim, fiðlu-
leikarans Zuckermann og
bassasöngvarnas Tavela frá
Finnlandi. Fluttur verður jass-
konsert með þátttöku Banda-
ríkjamannsins John
Danskworth og balletflokkur
Tanz Forum frá Köln heldur
sýningu. Þá eru væntanlegir
margir aðrir listamenn frá
Norðurlöndum.
I samvinnu við íþróttabanda-
lag Reykjavikur efnir þjóð-
hátíðarnefnd til fjögurra daga
iþróttahátíðar í Reykjavík dag-
ana 30. júní til 3. júli. Keppt
verður í hinum ýmsu greinum
Óperusöngkonan Rcnata
Tebaldi kemur m.a. á listahátfð.
íþrótta, svo sem knattspyrnu,
sundi, júdó, lyftingum, frjáls-
um íþróttum, badminton,
tennis, handkanttleik, sigling-
um og róðri. Þá verða einnig
sýndir fimleikar. Úrvalslið frá
Norðurlöndum, að Færeyjum
meðtöldum, ætla að sækja
Reykvikinga heim á íþrótta-
hátiðinni og taka þátt í henni.
Iþróttahátíðin fer fram í
iþróttamannvirkjum í Laugar-
dal, nema siglingar og róður,
sem keppt verður í á Skerja-
firði.
Aðalhátfðin f borginni.
Aðalhátiðahöldin fara fram í
borginni dagana 3. 4. og 5. ágúst
með útiskemmtunum á Arnar-
hóli og víðar um borgina. A
laugardaginn verða barna-
skemmtanir á 9 stöðum í
borginni og skrautbúnir vagnar
fará með skemmtikrafta milli
stáða, Lítill lúðráflokkur úr
skólum borgarinnar, leik-
flokkur og nokkrir aðrir
skemmtikraftar koma fram.
Á Arnarhóli hefst aðalhátíðin
kl. 14.00. Við setningarathöfn-
ina kemur boðhlaupari með
blys inn á hátíðarsvæðið og
kveikir langelda að loknu boð-
hlaupi, sem hefst tveimur sólar-
hringum áður við Ingólfshöfða.
Meðal dagskráratriða verður
frumflutningur Filharmoniu-
kórsins og Sinfóníuhljómsveit-
arinnar á nýju tónverki eftir
Jón Þórarinsson tónskáld. Flutt
verður samfelld söguleg dag-
skrá, sem Bergsteinn Jónsson
cand. mag. hefur tekið saman,
en í henni verða raktir helztu
þættir úr sögu Reykjavikur.
Skemmtikvöldvaka verður á
Arnarhóli kl. 20, en dans verð-
ur síðan stiginn í hverfum borg-
arinnar fram yfir miðnætti. A
sunnudagskvöld verður knattt-
spyrnuleikur milli úrvalsliðs
Kaupmannahafnar og Reykja-
víkur á Laugardalsvellinum, en
á mánudag verður aftur
kvöldvaka á Arnarhóli og flutt
ýmis tónlistaratriði og dans á
Lækjartorgi, en hátíðinni slitið
með flugeldasýningu við
Arnarhól skömmu fyrir mið-
nætti.
Iþróttir verða meginstofn
hátíðahaldanna á sunnudag og
fara þau fram í Laugardalshöll
og Sundlaugunum í Laugardal,
en milli íþróttaatriða verður
teflt með lifandi taflmönnum,
klæddum fornmannabúning-
um. Á mánudeginum verða
barnaskemmtanir úti í borginni
og samfelld dagskrá kl. 2 á
Arharhóli. Þar fara fram ræðu-
höld og þjóðdansasýning og
fluttir verða þættir úr gömlum
revíum. Þá syngur líka Pólyfón-
kórinn.