Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
Fa
JJ III /. I í./. /f. i v
íiiAii;
22-0-22-
RAUÐARÁRSTÍG 31
BILALEtGA
CAR RENTAL
n 21190 21188
BÍLALEIGA car rental
Hverfisgötu 18
86060
(£
BÍLALEIGAN
5IEYSIR
CAR RENTAL
“W24460
í HVERJUM BÍL
PIOMŒŒR
ÚTVARP OG STEREO
KASSETTUTÆKI
SKODA EYÐIR MINNA.
Shodb
UI6AH
AUÐBREKKU 44-46.
SÍMI 42600.
Bílaleiga
CAB BENTAL
Sendum
C4* 41660 — 42902
MJÓR ER MIKILS
0 SAMVINNUBANKINN
FERÐABÍLAR HF.
Bílaleiga. —
Sími 81260.
Fimm manna Citroen G.
S. station. Fimm manna
Citroen G.S. 8 — 22
manna Mercedes Benz
hópferðabílar (m. bílstjór-
um)
Ríkisstjórn
með skjögur
Afgreiðsla tollskrárfrum-
varpsins á dögunum, eða öllu
heldur sú staðreynd, að það
frumvarp var alls ekki afgreitt,
hefur staðfest það sem flestir
raunar vissu, að við völd á ts-
landi situr fallin ríkisstjórn.
Að vfsu orðaðist þessi stað-
reynd mismunandi i hugskota-
þrengslum stjórnarsinna. Tóm-
as Karlsson beitti mjög fjar-
lægum og hugvitslegum túlk-
unum á þingræðisreglunni.
Hann sagði það algjört.ábyrgð-
arleysi af stjórnarandstöðunni
að hleypa ekki því frumvarpi f
gegn, nákvæmlega eins og rík-
isstjórnin vildi hafa það. Hins
vegar hafði hann bersýnilega
ekki hugleitt, hvort ætlast
mætti til þess af rfkisstjórn, að
hún hefði þingstyrk til að koma
fram mikilvægustu málum,
minnsta kosti meðan hún sjálf
teldi sig meirihlutastjórn.
Magnús Kjartansson ráð-
herra kommúnista sagði hins
vegar, að nú bæri að íhúga
þingrof og nýjar kosningar.
Sagði sami maður, að Bjarni
Guðnason væri pólitískur trúð-
ur, en honum gleymdist, að
sjálfur leikur hann eitt aðal-
hlutverkið í ríkisstjórnarfars-
ganum.
Ólafur Jóhannesson forsætis-
ráðherra var ekki á sömu skoð-
un og Magnús Kjartansson.
Hann virtist hins vegar sam-
mála Ragnari Arnalds, að nú
skyidi „skáskjóta málunum í
gegnum þingið“ og ekki víkja
fyrir öðru en vantrausti.
Það er þvf ekki furða, þótt
gárunganum hafi orðið á orði
að ríkisstjórnin væri orðin eins
og rolla með skjögur. Hún gæti
hvorki gengið, staðið né fallið
Hið sanna
Ríkisstjórnin kennir nú
stjórnarandstöðunni um, að
tollskráin fékkst ekki sam-
þykkt á Alþingi fyrir jól. Hið
sanna f málinu kemur hins veg-
ar fram f nefndaráliti minni-
hluta fárhags- og viðskipta-
nefndar efri deildar, en hann
skipuðu Magnús Jónsson, Geir
Hallgrímsson og Jón Armann
Héðinsson. I nefndarálitinu
segir m.a.:
„Tollaskráin er ein viða-
mesta og flóknasta löggjöf, sem
hér gildir, og þarf langan tíma
og mikla varfærni til að gera a
henni breytingar, sem ekki
valdi ósamræmi. Þingmenn
eiga þvf engra annarra kosta
völ f slfkri tfmaþröng en annað-
hvort samþykkja frv. nánast
blindandi eða fella það, þvf að
breytingum.sem nokkru nema,
verður ekki við komið.
Vegna mikilvægis málsins
mælum við þó með þvf, að frv.
verði semþykkt með þeim
breytingum, sem nefndin
stendur sameiginlega að.
Hins vegar mótmælum við
harðlega tillögu þeirri um
hækkun siiluskatts, sem fjár-
málaráðherra gerir kröfu til, að
hengd verði aftan í frv. sem
bráðabirgðaákvæði, bæði sem
óþinglegri og ástæðulausri. Það
er með öllu fráleitt að breyta
lögum um söluskatt með toll-
skrárlögum. Jafnframt er verið
að reyna með þessu á óviður-
kvæmilegan hátt að tengja við
nauðsynjamál, sem hefur al-
mennt fylgi á þingi, skatt-
heimtu, sem ekki nýtur nægi-
legs stuðnings til að geta náð
fram að ganga með þinglegum
hætti.
Aætlað er af ríkisstj., að frv.
valdi rfkissjóði á næsta ári 615
milfj. kr. tekjutapi. Innflutn-
ingur til landsins hefur vaxið
svo gífurlega að undanförnu,
að tekjur af aðflutningsgjöld-
um eru áætlaðar að verða 8,5
miljarðar, sem er 1,7 milljarða
hækkun frá núgildandi fjárlög-
um og einum milljarði kr.
hærri upphæð en áætlað var f
fjárlagafrv., sem lagt var fyrir
Alþingi f byrjun október f
haust. Svo örar eru hækkanirn-
ar og miðað við þá óðaverð-
bólgu, sem geisar af sífellt
meiri krafti, má telja vfst, að
aðflutningsgjöld fari það mikið
fram úr fjárlagaáætlun á næsta
ári, að tekjutapið vegna þessar-
ar tollalækkunar skipti litlu
máli f hinum stjarnfræðilega
talnaleik rfkisstjórnarinnar,
þar sem milljónir eru nánast
smámynt.
Því sfður er þörf þessarar
furðulegu tekjuöflunar, að f
fjárlagafrv. er áætlað fyrir um
200 millj. kr. af umræddum 615
millj. kr. tekjutapi, svo að eftir
standa, sem þó byggjast á
hreinum ágiskunum, um 400
millj. Til að mæta þeirri smá-
vægilegu upphæð f fjármála-
feni rfkisstjórnarinnar heimtar
fjármálaráðherra 1% söluskatt
sem gefur um 650 millj. eða
250 millj. umfram tekjutapið,
og hótar að stöðva ella bráð-
nauðsynlega lagasetningu. AU-
ir heilvita menn hljóta að for-
dæma þessi vinnubrögð, því að
fjármálaráðherra er auðvitað í
lófa lagið að spara jafnvirði
þeirrar fjárhæðar f 30 millj-
arða frárlögum. Hér er aðeins
um örlítið brot að ræða af þeim
stórkostlega efnahagsvanda,
sem fram undan er og stjórnin
ætti fremur að reyna að Ieysa
en efna að átæðulausu til ill-
inda um nauðsynjamál."
spurt og svaraá
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSíNS
Hringið f sfma 10100 kl.
10—11 frá mánudegi til
föstudags og biðjið um
Lesendaþjónustu Morg-
unblaðsins.
□ Þjóðaratkvæða-
greiðsla um
varnarmálin?
Aðalsteinn Jóhannesson,
Dyxgjuvegi 16, Reykjavík,
spyr:
„Eru Tíminn og Þjóðviljinn
meðmæftir þvi, að þjóðarát-
kvæðagreiðsla fari fram um
veru varnarliðs hér á landi?“
Þórarinn Þórarinsson, rit-
stjóri og ábyrgðarmaður
Tfmans, svarar spurningunni
fyrir sitt leyti:
„Ritstjórar Tímans hafa ekki
rætt málið eða tekið afstöðu til
þess, en persónuleg afstaða min
er sú, að eins og má.lið liggur nú
fyrir, komi þjóðaratkvæða-
greiðsla ekki til greina.“
Svavar Gestsson, ritstjóri og
ábyrgðarmaður Þjóðviljans
svarar spurningunni þannig og
er svar hans birt f heild sinni,
enda þótf venja sé að birta ein-
ungis bein svör við beinum
spurningum í þessum þætti:
„Þegar- bandaríski herinn
kom hingað til lands snemma í
maí 1951 var ekki viðhöfð
þjóðaratkvæðagreiðsla; og það
sem meira er: Alþingi var ekki
kvatt saman til þess að taka
afstöðu til hersetunnar, áður en
bandaríski herinn settist að i
landinu á nýjan leik. Þannig
var stjórnarskrá þverbrotin af
þeim, sem þá réðu.
Allir eru sammála um að her-
seta sé óeðlilegt ástand. Ekki er
þar aðeins um að ræða að-
standendur núverandi ríkis-
stjórnar í landinu, heldur bók-
staflega talað alla íslendinga
aðra en þá, sem e.t.v. hafa
beina hagsmuni af því að hafa
bandaríska herinn hér í
landinu. Þegar eðlilegu ástandi
er breytt í óeðlilegt ástand er
sjálfsagt að viðhafa þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Þegar óeðlilegu
ástandi er breytt í eðlilegt
ástand gegnir allt öðru máli.
Við það bætist svo, að stjórnar-
flokkarnir þrír lýstu því allir
yfir fyrir síðustu kosningar, að
bandaríski herinn ætti að fara
úr landinu og herstöðvarnar að
leggjast niður. Þannig hefur til
dæmis Framsóknarflokkurinn
lýst þeirri stefnu sinni að koma
hernum úr landinu á hverju
flokksþinginu á fætur öðru frá
1953, og sú stefna, sem ríkis-
stjórnin fylgir i herstöðva-
málinu, er fyllilega i samræmi
við þá stefnu, sem Framsóknar-
flokkurinn hefur markað.
Stefna rikisstjórnarinnar er
hins vegar nokkurt frávik frá
stefnu annars stærsta stjórnar-
flokksins Alþýðubandalagsins,
sem krefst úrsagnar úr NATO.
En Alþýðubandalagið og
forustumenn þess hafa lýst því
yfir, að þeir muni fallast á að
vinna að brottför hersins sem
Iágmarksatriði til þess að þátt-
taka þess flokks i rikisstjórn sé
framkvæmanleg.
Þjóðviljinn telur að vissulega
geti komið til greina og sé eðli-
legt í mörgum tilvikum að við-
hafa þjóðaratkvæðagreiðslur,
en með tilliti til þess sem
gerðist, er herinn kom inn í
landið og með tilliti til þess að
stjórnarflokkarnir höfðu skýra
stefnu í þessum málum fyrir
síðustu kosningar svara ég
spurningunni, sem fram er bor-
in, neitandi.“
Námsstyrkir til
barna strjál-
býlisþingmanna
Guðmundur Guðjónsson,
Vallarbraut 7. Seltjarnarnesi,
spyr:
„1. Eiga börn alþingismanna
rétt á að fá námsstyrk til
jöfnunaraðstöðu til framhalds-
náms nemenda í strjálbýli?
2. Ef svo er, — fá þingmenn
ekki ibúðir í Reykjavik og uppi-
hald greitt úr rikissjóði?"
Fyrri spurningunni svarar
Örlygur Geirsson, fuiltrúi í
menntamálaráðuneytinu:
„Nemendur hljóta styrk er
þeir uppfylla þau skilyrði, sem
sett eru í lögum um jöfnun
námskostnaðar, án tillits til
starfs foreldra."
Seinni spurningunni svarar
Friðjón Sigurðsson, skrifstofu-
stjóri Alþingis:
„Utanbæjarþingmenn fá allt
að 19.000 krónum í húsaleigu-
styrk, og 950 krónur i dag-
peninga."
Skerðir varnar-
samningurinn
fullveldi íslands?
Orðið fullveldi er lögfræði-
legt hugtak, sem notað er bæði í
þjóðárétti um stöðu ríkja í sam-
félagi þjóðanna og í stjórnlaga-
fræði um æðsta vald ríkisins
yfir landi sfnu og þegnum. —
Eins og alkunna er, viður-
kenndi Danmörk með sam-
bandslögunum 1918, að Island
væri frjálst og fullvalda ríki.
Lýðveldið ísland var stofnað
1944. Eftir það hefur ísland
gerzt aðili að Sameinuðu þjóð-
unum, Atlantshafsbandalaginu,
Evrópuráðinu, Norðurlanda-
ráði og EFTA. Það hefur einn-
ig með margvíslegum öðrum
hætti tekið þátt i milliríkjasam-
skiptum sem sjálfstætt og full-
valda ríki. Varnarsamningur-
inn frá 1951 og dvöl bandaríska
varnarliðsins í landinu hefur í
engu skert lagalegan eða raun-
verulegan möguleika til slíkrar
þátttöku í samstarfi þjóða
heims. Þær skyldur, sem á
íslandi hvíla samkvæmt
varnarsamningnum eru ekki
aðrar en þær, sem fjöldi ann-
arra ríkja, sem allir telja full-
valda, hafa undirgengizt, og
reynslan hefur sýnt, að þær
hafa ekki skert athafnafrelsi
ríkisins á alþjó.ða vettvangi. —
Um æðsta vald íslenzka ríkis-
ins yfir landi og þegnum þarf
ekki heldur að efast. Varnar-
liðið hefur dvalizt í meira en 20
ár í landinu, og enginn getur
með neinum rökum haldið því
fram, að af því hafi leitt full-
veldisskerðingu inn á við.
Hefur því komið í ljós, að þau
ákvæði varnarsamningsins,
sem með berum orðum miða að
því að tryggja fullveldi íslands,
hafa verið virt. Þessi ákvæði
varða sum einstök atriði, en að
auki er í 5. gr. aðalsamningsins
tekið fram: „Ekkert ákvæði
þessa samnings skal skýrt
þannig, að það raski úrslitayfir-
ráðum fslands yfir íslenzkum
málefnum."