Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
OJtCBÓK
ÁRNAÐ
HEILXA
Þann 17. nóvember gaf séra
Gunnar Gíslason saman í hjóna-
band í Dómkirkjunni Margréti
Gunnarsdóttur og Eirík Tómas-
son. Heimili þeirra er að Bólstað-
arhlíð 20, Reykjavík. Séra Gunnar
er faðir brúðarinnar.
(Studio Guðm.)
Þann 17. nóvember gaf séra
Þorsteinn Björnsson saman- í
hjónaband Sigrúnu Hannibals-
dóttur og Ölaf Egilsson. Heimili
þeirra er í Bolungarvík.
(Studio Guðm.).
Þann 3. nóvember gaf séra Sig-
urður H. Guðjónsson saman 1
hjónaband 1 Langholtskirkju
Hrefnu Teitsdóttur og Bjarna
Stefánsson. Heimili þeirra er að
Iðufelli 10, Reykjavík.
(Studio Guðm.)
Pennavinir
Holland
A. Markerink
Heidelhoflaan 8
Barchem (Gld)
Holland.
Hvað maðurinn heitir fullu
nafni er okkur ekki ljóst, en hann
er 26 ára að aldri og kvæntur.
Hann og eiginkona hans safna
myntum og hafa mikinn áhuga'á
ljósmyndum. Hann skrifár á
ensku og þýzku.
Noregur
Kjell Nordmo
c/o Ove Lund
Nenseth
N-3908 Tollnes
Norge.
Kjell er 19 ára og hefur mestan
áhuga á landafræði, frímerkja-
söfnum og tónlist. Hann óskar
eftir að komast í bréfasamband
við Islending á svipuðu reki.
| SÁ IMÆSTBE5T1
Bandaríkjamaður, Breti
og ísraeli voru saman
komnir og skeggræddu.
Bandaríkjamaðurinn:
Einn forfeðra minna undir-
ritaði sjálfstæðisyfirlýs-
ingu Bandaríkjanna.
Bretinn: Jæja, ég verð
þá að geta þess, að einn
forfaðir minn var við-
staddur undirritun Magna
Carta.
ísraelinn: Ekki vantar í
ykkur montið. Þið skuluð
ekki gleyma því, að það var
einn forfaðir minn, sem
ritaði boðorðin tíu.
„Jólagetraun
barnanna”
Síðustu dagana hafa streymt
inn lausnir 1 „Jólagetraun barn-
anna“. En við höfum þó grun um,
að mörg börn eigi eftir að senda.
Skilafresturinn er til 30. — eða
áramótanna. Strax eftir nýárið
drögum við um það, hver hlýtur
skautana f verðlaun. En munið að
merkja lausnirnar: „Jólagetraun
barnanna".
Þann 3. nóvember gaf séra Jón Thorarensen saman 1 hjónaband
í Dómkirkjunni Guðrúnu Guðnadóttur og Þorstein Aríúrsson.
Ennfremur Guðnýju Guðnadóttur og Sigurjón Sigurjónsson, og
eru brúðirnar systur. Heimili Guðrúnar og Þorsteins er að
Fornhaga 13, en Guðný og Sigurjón búa að Framnesvegi 6.
(Studio Guðm.).
I dag er föstudagurinn 28. desember, 362. dagur ársins 1973. Barna-
dagur.
Ardegisháflæði er kl. 08.34, sfðdegisháflæði kl. 20.51.
Sérhver lægð skal fyllast upp, og sérhver hæð og hóll skal lækka;
krókarnir skulu verða beinir og ójöfnurnar skulu verða að sléttum
götum; og allt hold mun sjá hjálpræði Guðs.
(Lúkas 3.5—6).
Lárétt: 2. ólm 5. samstæðir 7. kom
auga á 8. hestar 10. ósamstæðir
11. hræðileg 13. tónn 14. tuldri 15.
klukka 16. samhljóðar 17. gljúfur.
Lóðrétt: 1. tónn 3. skarti 4. streng-
inn 6. fornir 7. tjón 9. bardagi 12.
samstæðir
Lausn á sfðustu krossgátu.
Lárétt: 1. litar 5. önd 7. söng 9. sö
10. annasöm 12. NN 13. nögl 14.
tún 15. ómnum.
Lóðrétt: 1. lásana 2. tönn 3.
angsnum 4. RD 6. gömlum 8. önn
9. sög 11. sönn 14 tó.
IMÝIR BORGAPAR
Á Fæðingarheimili Reykjavík-
ur fæddist:
Diljá Markúsdóttur og Viggó
Benediktssyni, Garðbraut 37,
Garðahreppi, sonur, þann 13. des-
ember kl. 00.25. Hann vó tæpar 14
merkur og var 50 sm að lengd.
Ingibjörgu Richter og Júlíusi
Hafsteinssyni, Hverfisgötu 74,
Reykjayík, sonur þann 12.
desember kl. 18.25. Hann vó 16Í4
mörk og var 53 sm að lengd.
Sólveigu Róbertsdóttur og
Grfmi Bjarndal Jónssyni, Reyk-
holti, Biskupstungum, dóttir,
þann 12. desember kl. 20.00. Hún
vó tæpar 16 merkur’ og var 52 sm
að lengd.
Margréti Loftsdóttur og Jónasi
Frfmannssvni, Digranesvegi 119,
Kópavogi, dóttir þann 3. desem-
ber kl. 09.30. Hún vó 17 inerkur
og var 52 sm að lengd.
Elínu Guðmundsdóttur og
Bjarna Asgeirssyni, Marbakka,
Seltjarnarnesi, dóttir þann 13.
desember. kl. 00.05. Hún vó rúm-
ar 15 merkur og var 52 sm að
lengd.
Það er oft þröngt á þingi á bílastæðunum f Reykjavfk
GENGISSKRÁNING
Nr. 335 - 27. desember 1973
SkraC fra Eining Kl. 13.00 Kaup Sala
14/9 1973 1 Bandaríkjadollar 83, 60 84, 00
19/12 - i Sterlingspund 193, 10 194,30
27/12 - i Kanadadollar 83, 70 84, 20 *
_ _ 100 Danskar kronur 1330, 40 1338,40 *
_ _ 100 Norskar krónur 1458, 10 1466,80 *
_ 100 Sænskar kronur 1829, 70 1840,70 *
_ _ 100 Finnsk mörk 2170, 70 2183, 70 #
_ _ 100 Franskir írankar 1776, 70 1787,40 «1)
_ _ 100 Belg. frankar 202, 60 203, 80 *
_ 100 Svissn. frankar 2589, 90 2605,40 #
_ - 100 Gyllini 2950, 20 2967,90 *
_ - 100 V. -Þyzk mörk 3112,90 3131, 50 #
_ _ 100 Lirur 13, 78 13, 87 #
_ _ 100 Austurr. Sch. 424, 15 426, 65 *
_ _ 100 Escudos 326, 20 328, 20 *
12/12 _ 100 Pesetar 147, 10 148,00
27/ 12 _ 100 Yen 29, 80 29.98 *
■ 15/2 - 100 Reikningskrónur-
Vöruskiptalönd 99,86 100, 14
14/9 - 1 Reikningsdollar-
Vöruskiptalönd 83, 60 84, 00
« Breyting frá síðustu skráningu.
1) Gildir aðeins fyrir greiðslur tengdar inn- og útflutn-
ingi á vörum.
| BRIDC3E ~1
Eftirfarandi spil er frá leiknum
milli Belgíu og Portúgal í Evrópu-
mótinu 1973.
Norður
S. A-G-10-7-6
H.
T. 9-5-3
L. G-7-6-4-3
Vestur
S. D-3
H. Á-D-7-6-3
T. G
L. D-10-9-8-5
Austur
S. K-9-8-5-2
H. G-5-2
T. A-K-4
L. A-K
Suður.
S. 4
H. K-10-9-8-4
T. D-10-8-7-6-2
L. 2
Portúgölsku spilararnir sátu
A—V við annað borðið og sögðu
þannig:
Austur Vestur
1 S 2 H
3 L 4 L
4 H 4 G
5 H 6 H
Spilið varð 3 niður og belgíska
sveitin fékk fyrir það.
Við hitt borðið urðu miklar
sviptingar. Austur opnaði á 1
spaða, suður sagði 3 tígla, vestur
sagði 3 hjörtu, austur sagði 4 tígla.
vestur 4 hjörtu, ert nú fannst port
úgalska spilaranum, sem sat i
norðri, komin tími til aðblandasér
í málið og sagði 5 lauf!! Austur
doblaði og þetta varð lokasögnin.
Austur lét út laufa ás, síðan ás
og kóng í tigli og er ekki ástæða
til að rekja spilið frekar. Sagnhafi
fékk aðeins 2 slagi varð 9 niður og
belgiska sveitin fékk 2600 fyrir
eða samtals 2750 á báðum borð-
um og gærddi þannig græddi
þannig 21 stig.
ÁHEIT OC3 C3JAFIR
Áheit og gjafir afhent Morgun-
blaðinu.
Strandakirkja:
B.B. 500, Ónefndur 200, E.S. 100,
Ó.S.G. 2.500, H.J. 500, Ómerkt
500, D.L. 300, B.B.G. Gömul áheit
2.500, L.J. 300, G.M. 4.000, Á.G.
200, B.G. 100, S.K. 200, S.S. 10,
B.K. 100, Frændi 100, S.G.B.
2.500, A.H.A. 400, G.G. 200, K.A.
300, Sillý 1.000, M.G. 1.000, Ebbi
350,
Guðmundur góði:
S.M. 500, Guðrún Jónsd. 2.000,
M.G. 500, N.N. 500.
Ilallgrfmskirkjtf í Rcykjavík.
Frá Snorra kr. 4000,00, Frá
Helgu kr. 1000,00. Samtals kr.
5000,00, lagðar f samskot við
kirkjudyr við hátíðamessuna 27.
okt. síðastliðinn. Frá A. Sig. kr.
5000,00, Von, Neskaupstað kr.
200,00, G. Þorst. kr. 25000,00, St.
Eir. kr. 1000,00, H.G. kr. 500,00,
K. Þorst. kr. 1000,00, Nfna kr.
500,00, Unni kr. 500,00. Samtals
kr. 33700,00.
Kærar þakkir, gleðileg jól.
Jakob Jónsson.