Morgunblaðið - 28.12.1973, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
Freysteinn Þorbergsson:
VERÐBÁL
ÁTTFÖLD
VERÐBÓLGA
HEYRA má raddir, sem telja að
orðið verðbólga sé úrelt orðið um
það þjóðarmein, sem hefur í
vissum skilningi áttfaldast frá tíð
fyrrverandi ríkisstjórnar og kalla
mætti krabbamein efnahags-
kerfisins.
Til að almenningur öðlist betri
skilning á þessari meinsemd, sem
ég vil kalla verðbál, er rétt að
taka dæmi úr daglegu lífi, sem
spanna yfir alllangt tímabil.
Hæfilegt þykir að velja einn ára-
tug til að mæla, hvort í ákveðnu
þjóðfélagskerfi ríkir verðbólga
eða verðbál. Hið fyrrnefnda er
viðlíka alvarlegt i efnahagskerf-
um eins og kvef eða aðrir hvelli-
sjúkdómar í mannfólkinu. Hið
síðara er alvarleg meinsemd.
Verða nú tekin dæmi úr þjóð-
félagi okkar í dag og færð í bún-
ing.
Fyrrverandi ríkisstórn, svoköll-
uð viðreisnarstjórn, sem ríkti í
nær tólf og hálft ár, hlaut last
fyrir að stjórna við verðbólgu,
sem gróft er talið að hafi verið
rúm tíu prósentustig á ári. Núver
andi ríkisstjórn hefur setið i tvö
og hálft ár. Á hún þá eftir að rikja
í tíu ár, ef i þessum dæmum er
miðað við, að hún verði jafn lang-
líf viðreisnarstjórninni. Nú er það
staðreynd, að verðbálið er í dag
rúmlega þrjátíu af hundraði á ári.
Fæst sú tala á einfaldan hátt, ef
miðað er við verðbálið síðustu
mælda þrjá mánuði af þvi opin-
bera sjálfu. Verðhækkun visitölu
framfærslukostnaðar hinn 1.
nóvember siðastliðinn reyndist
vera 7,6 prósentustig — i þessu
tilfelli var það hækkunin yfir
mánuðina ágúst, september og
október 1973, þegar enn var ekki
farið að gæta áhrifa frá oliu-
kreppunni miklu. Þar sem þetta
er aðeins verðbál þriggja mánáða,
skal margfalda þessa tölu með
fjórum. Fáum við þá út verðbál
tólf mánaða, eða eins árs, sem er
30,4 prósentustig. Til hagræðis
hér á eftir verður þó aðeins
reiknað með 30 prósentum.
H(JS A 100 MILLJÖNIR
Nú væri villandi að segja að
verðbálið í tíð núverandi stjórnar
sé þrisvar sinnum meira en verð-
bólga fyrri stjórnar. Verðbál þarf
að mæla á lengri tfma en einu ári,
eins og fyrr segir. Líkja má þessu
fyrirbæri við snjóboltann, verð-
lag, sem veltur í blautsnævi ósam-
lyndis ráðherranna niður snar-
bratta ' óstjórnarinnar. A
skömmum tíma margfaldast verð-
lagsboltinn við þessar aðstæður.
Jafnt léleg kontórblók sem hag-
sýn húsmóðir, sem til umráða
hafa sæmilega reiknivél, geta á
skemmri tíma en barn tæmir pela
reiknað út, að tiu ára verðbólga
viðreisnarstjórnarinnar gerir 159
prósentustiga hækkun, ef miðað
er við 10 prósent verðbólgu á ári.
En þegar vinstri stjórnin færi
frá eftir áratug, myndi verðlagið
hafa hækkað um 1278 prósent, frá
því sem það er í dag. Er það átta
sinnum meira, miðað við að verð-
bálið aukist ekki úr þeim 30
prósentum á ári, sem það var
nýlega.
Þannig myndi mjólkurfernan
fyrip pelabarnið, sem í dag kostar
kr. 51,90, kosta kr. 715,20 í árslok
1983. Eggjakilóið, sem i dag
kostar kr. 270,00, myndi kosta kr.
3.720,00 I jólabaksturinn 1983.
Buxur á kontóristann, sem kosta
nú kr. 3.100,00, kosta þá við
stjórnarslit kr. 42.700, oo. Hús-
kofinn, sem í dag kostar kr.
7.500.000,00 og hýsir áðurnefnd
hjónaleysi, þvi úr móð er að falla
að giftast, kostar á sama tíma kr.
103.350.000,00! Og ódýr jarðarför
með kaffi, sem i dag kostar kr.
75.000,00, myndi við stjórnarfall,
ef kontóristinn hrykki þá uppaf
af vonbrigðum, kosta kr.
1,033.500,00.
Þessi nýi þáttur, verðbálið, sem
virðist að meiri hluta af inn-
lendum toga spunninn, en mun á
næstunni aukast einnig af erlend-
um ástæðum, er farinn að um-
bylta fjármálakerfinu á óheilla-
vænlegan hátt. Sérlega er ljóst að
hefðbundnir vextir af lánum og
öðrum fjárhæðum bregðast nú
hlutverki sínu. Harkalega bitnar
verðbálið á útflutningsatvinnu-
vegunum. Þar sem nær öll fisk-
veiði nema í nætur og af opnum
bátum er nú rekin með miklu tapi
og stórfelldar hækkanir útflutn-
ingsafurða sýnast ekki fram-
undan, virðist nú stefnt að röð
gengislækkana. Ljóst er þó, að
gengisfelling er f sjálfu sér aðeins
tilflutningur á vanda. Verkfall
sparifjáreigenda, að kaupa frem-
ur drasl og annað skárra fyrir
aura sína, heldur en að brenna
þeim upp í bönkum, mun fara
vaxandi við þessar aðstæður.
Eykur það enn á óstjórnarvanda
ríkisstjórnarinnar.
Svo kann að fara að ein íhalds-
samasta stétt landsins — lögfræð-
ingar, geri brátt uppreisn og
hætti að krefja vexti af vangoldn-
um skuldum eða skaðabótafé.
Ekki yrði það þó af góðmennsku,
heldur kræfi þeir þá í staðinn um
verðbálsbætur margfalt hærri
HJÓLBÖRUR
Stundum eru sérvitringar eða
gáfumenn á undan samtíð sinni,
en sumum nær samtíðin aldrei.
Hér er skopleg saga um mann,
sem hugsar um framtíðina á
íslandi í dag í ljósi verðbálsins.
Hann hugleiðir skaðabótamál upp
á hefðbundna milljón; en borgar
sig slíkt vafstur? Islensk réttvisi
malar hægt, hann hefur áður
þurft átta ár til að vinna mál fyrir
hæstarétti, þegga mál getur tekið
tíu ár. Vaxi verðbálið enn, eins og
það gerir í dag, getur milljónin
eftir áratug orðið hjólböruvirði.
Ef notuð verður þá sama mynt
sem nú, veitir ekki af hjólbörum
undir peningaviðskipti. Utkoman
verður þá þessi: Maðurinn ekur
tómum hjólbörum eftir tiu ár!
Ósáttur við útkomuna hugleiðir
maðurinn næst að stefna upp á
aðra milljón fyrir annað tjón, sem
málið varðar, og í þetta sinn er
hann dálítið raunhæfari —
gleymir ekki lögfræðingunum,
sem í fyrra dæminu hefðu hirt af
honum hjólbörurnar! Hann er
einnig bjartsýnni — reiknar með
að verðbálið standi i stað — þrjá-
tiu prósent á ári. Ef lögfræð-
ingarnir láta sér nægja vextina
og hálfa aðra milljón, hvers virði
verður þá hans hálfa milljón eftir
tíu ár? Svar — líkkistuvirði!
Árinn sjálfur — dæmið gengur
ekki upp. Maðurinn finnur þó
svar að lokum. Hann velur hina
hefðbundnu milljón fyrir æru-
meiðingar og aðra fyrir tjón, en
sleppir vöxtum. 1 stað vaxtanna
krefst hann verðbálsbóta frá
stefnudegi. í kröfunni miðar
hann við tíu ára málavafstur —
með frádrætti ef málið verður
skemmra eða bálið minna. Miðað
við tiu ár og núverandi verðbál,
leggur hann þá 1278 prósent ofan
á hvora milljón fyrir sig — þökk
sé stjórninni! Þannig hlióða
skaðabótakröfur hans, ef hann
lætur verða af stefnu, upp á tvisv-
ar sinnum 13.780.000,00, eða sam-
tals kr. 27.560.000,00. Það er hið
rétta andvirði tveggja milljóna í
dag — fyrir jólin 1983, ef stjórn-
inni tekst að halda verðbálinu f
þvi horfi sem það var, áður en
olíukreppan skall á!
RtJBLUR
Slikar hótanir um málssókn eru
oft gerðar til að vekja athygli á
málefni — koma sannleika á
framfæri. Líklega væri lífið litils
virði, ef allir nenntu að standa í
löngum málaferlum. Við skulum
samt gera ráð fyrir, að maðurinn i
dæminu láti verða af hótuninni
og vinni málið eftir tíu ár. Ef
lögfræðingunum nægir helm-
ingurinn, hvað fær hann þá fyrir
jafnvirði milljónar i dag? Svar:
Amerískan kátilják, sem Rússar
geta stöðvað þegar þeim sýnist —
af bensinleysi! Þá voru hjól-
börurnar skárri!
Hér hafa — fólki til umhugs-
unar — verið rakin dæmi um
verðbálið eins og það verkar í
raun á íslandi í dag. Einungis er
hér horft lengra fram í timann en
húsmóðir venjulega gerir, þegar
hún skreppur í mjólkurbúðina og
undrast hækkun nauðsynja. Sýnt
var að verðbálið hefur áttfaldast
frá fyrri stjórn miðað við tiu ára
mælikværða — úr um 160
prósentum upp í 1278.
Hvað eiga ráðherrarnir að gera?
Eiga þeir að taka sér frambúðar-
frí og fara heldur i snjókast?
Væri það í samræmi við sam-
komulag þeirra og gerðir að
undanförnu? Myndi það breyta
miklu um stjórn þjóðarskút-
unnar? Rambar stýrið stjórnlaust
á bæði borð?
Þessum spurningum verður
ekki svarað hér. Fólkið í landinu
á að að svara. Verðbálsvandinn er
aðeins hluti af vandamálum
islendinga í dag. Önnur eru, svo
dæmi séu tekin, orkuvandi,
hugsanleg örkuþröng síðar, og
síðast, en ekki síst — hugsanlegur
fullveldismissir ef sofið er á verð-
inum.
Það mikla mál þyrfti aðra grein
og raddir og penna sem flestra
óblindaðra islendinga. Um það vil
ég aðeins segja þetta að sinni. Þar
sem minnst var á hjólbörur áðan,
eru nú nokkrar líkur á, að við
næstu aldamót, eða fyrr, muni
enginn maður á íslandi lengur
aka hjólbörum — heldur aðeins
konur. Og í hjólbörunum verða þá
ekki peningar heldur þungavara.
Og ef svo illa fer, verður þá ekki
íslensk mynt í umferð á islandi,
heldur — rúblur.
Freysteinn Þorbergsson.
Sumt er meira en sýnist
Ragnar Þorsteinsson:
Skjótráður skipstjóri
tJtgefandi Barnablaðið
Æskan.
Reykjavík 1973.
Ragnar Þorsteinsson gaf f fyrra
út bók, sem heitir Upp á lff og
dauða. Utgefandi hennar var
Barnablaðið Æskan, enda bókin
fyrst og fremst ætluð börnum og
unglingum. Á æskuárum mínum
og raunar allt fram á fjórða tug
þessarar aldar var fátt um barna-
bækur á bókamarkaðinum
íslenzka, og reyndar eykst ekki
verulega útgáfa slíkra bóka fyrr
en á árum heimsstyrjaldarinnar
síðari, en nú er svo komið, að
segja má, að bæði erlendum og
innlendum barna- og unglinga-
bókum rigni hér niður á hverju
hausti. Flestra er þeirra að litlu
getið, yfirleitt aðeins minnzt á
þær í blöðum í launaskyni fyrir
„meðfylgjandi" eða væntanlega
auglýsingu. Þó skal þess getið, því
ekki gleymt, blaðið, sem birtir
þetta greinarkorn, hefur fest sér
einn af klerkum borgarinnar til
þess að rita um barna- og ungl-
ingabækur, en hann kemst ekki
yfir að skrifa nema um fátt eitt
slíkra bóka — og oftast sér hann
sér ekki annað fært en vera um of
stuttorður, stöku sinnum kemur
það líka fyrir, að ritdómar hinna
blaðanna taka barnabækur alvar-
lega og birta um þær ritdóma, og
um Upp á Iff og dauða birtu
blöðin umsagnir, sem voru ekki
aðeins til málamynda, heldur
meira og minna rökstuddir dómar
— og allir voru þeir mjög lofsam-
legir. Og Silja, bróðir hennar
Ljúfan og hinn sérstæði, lífs-
reyndi og spakvitri Híram urðu
lesendum á ýmsum aldri eftir-
minnilegir vinir, sem þeir vildu
gjarnan hitta aftur.
Og fyrir um það bil mánuði kom
frá hendi Ragnars sagan Skjót-
ráður skipstjóri, og þar eru þau
söguhetjurnar, Silja og jafnaldri
hennar og náinn félagi, Denni í
Bár, ásamt Híram gamla og Ljúf-
unni, sem er nú eign Silju og hún
breytir og bætir, þá er Híram
frændi hefur lagt blessun sína
yfir breytingarnar. I sambandi
við ráðagerðirnar um breyt-
ingarnar, sem þau Silja og Denni
ræða rækilega, fær Ragnar, sem
hóf sjómennsku sína vestur í
Fjörðum á árabátum, tækifæri til
að kynna lesendum sfnum heiti á
ýmsum innviðum áraskipa, —
heiti sem jafnvel þeir af yngstu
kynslóðunum hér á landi, sem
hafa kynnzt eitthvað slíkum
bátum, kunna alls ekki skil á.
Auðvitað lenda þau í ýmsu
sögulegu, Silja og Denni, og þótt
Silja sé söm við sig, tekst Ragnari
að gefa glögga hugmynd um þann
aukna þroska, sem hún hefur
hlotið, síðan hann skildi við hana í
Upp á lff og dauða. Tvennt er það
einkanlega, sem er ljós vottur um
mannþekkingu hennar og
höfundarins. Annað er hin glögga
lýsing, sem við fáum í stuttu máli
á hinum hrjáða og þreklitla Niku-
lási, sem þykir sjórinn of kaldur,
þegar hann gerir alvöru úr að
ráða sjálfur ævilokim sínum — og
Silja og Denni bjarga honum. Hitt
er það raunar lífshættulega ráð,
sem hún grípur til á siglingu
þeirra Denna á Ljúfunni. Hún
finnur, að þessi ágæti félagi
hennar er að fá vanmáttarkennd
gagnvart henni. Ráðið dugir til
þess, sem Silja hafði ætlað því, og
það gerir meira: Sakir þess verður
ferðin inn eftir hástig sögunnar,
en ella hefði ris hennar lækkað
mjög undir lokin, svo hátt sem þá
atburði ber, er áður hefur verið
frá sagt.
En ekki einungis það, sem þeg-
ar hefur verið tekið fram, gefur
þessum sögum Ragnars gildi og
þá ekki sizt þeirri seinni. Margt af
því fólki, sem hefur skrifað handa
börnum og únglingum, tél-
ur sig verða að predika, — aðr-
ir höfundar slíkra bóka
láta nægja æsispennandi
en oft ærið ólíklega atburði
— og enn aðrir væmna tu-
finningatjáningu. En henni beitir
Ragnar alls ekki, og hann predik-
ar heldur ekki, en honum er og
ljóst, að skáldsaga þarf að vera
meira en hörð og spennandi at-
burðarás, jafnvel þótt hún sé vel
sögð og ekki með neinum ólíkind-
um. Hún þarf að hafa Iífsgildi,
samræmi í gerð persónanna, að-
stæðum þeirra og lífsreynslu
höfundarins sjálfs. Og í þessum
sögum er sumt af roskna fólkinu
— og þá fyrst og fremst Híram
frændi — skáldinu hentugir
miðlarar. Híram hefur átt mikinn
þátt í uppeldi Silju, og reynslan
hefur þegar sýnt henni, að hann
fer ekki með fleipur, og svo
hefur hún þá orðið nám
á sitthvað gamalt, og
gott, sem hrotið hefur út úr ýms-
um öðrum, Híram hefur meðal
annars sagt henni, að tvö séu þau
orð í islenzku máli, sem ekki séu
notuð á sjó, en hann hafi þvi
miður oft heyrt í landi. Það eru
orðin „get ekki“, og það, sem felst
í þessari hvatningu hans, er i
fyllsta samræmi við gerð Silju.
Hann snart einnig eftirminnilega
áhrifanæman streng í brjósti
hennar, þegar hún vildi ekki lána
Reimari Ljúfuna. Þá sagði hann:
„Þú ert ekki sérdeilis greiðvikin,
Silja. Ég kann vísubrot, sem
hljóðar svona: „Reyndu að vera
minn bróðir bezti, blóm en ekki
steinn.“ Hin siðferðilega og
manndómslega kjölfesta bókar-
innar verður svo ekki álimdur
áróðursmiði, heldur kemur fram í
verki sem bein afleiðing af gerð
Silju og þeim hvata, sem hefur
haft mest og heillavænlegustu
áhrif á hana í bernsku.
Það væri svo engan veginn
f jarri lægi að lita á bækurnar Upp
á lff og dauða og Skjótráður skip-
stjóri sem tvo fyrstu þættina i
allsérstæðri skáldsögu, sem hæfði
jafnt ungum sem gömlum og
hefði á fleiri en einn hátt veru-
legt gildi.
Guðmundur Gíslason Hagalfn.