Morgunblaðið - 28.12.1973, Side 18

Morgunblaðið - 28.12.1973, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 Mikil hálka á vegum landsins Rafalarnir um borð í Bjarna Sæmundssyni, sem eiga a5 fram- leiða rafmagn fyrir Hornfirðinga. „ÞAÐ er svo um aila vegi lands- ins nú, að þeir eru mjög svellaðir og hálka þar að leiðandi mjög mikil.“ sagði Arnkell Einarsson hjá Vegagerð rfkisins, þegar við ræddum við'hann f gær. Hann sagði, að færð um Suður- land væri ágæt allt austur til Vík- ur, en þaðan og austur í Öræfi væri aðeins fært stórum bílum og jeppum. Á SV-landi er alls staðar mikil hálka og skafrenningur og éljagangur var á Hellisheiði í gær. Færð upp í Borgarfjörð var góð, en leiðindaveður var í Borgarfirði og þvi ekki að vita hve lengi góð færð entist. Þaðan var fært til Búðardals. Fjallvegir á Snæfellsnesi voru að þyngjast, en í dag á að veita Börn verða ekki fyrir barðinu á þjónaverkfallinu í FRÉTT frá Félagi fram- reiðslumanna, sem Mbl. hef- ur borizt segir að þrátt fyrir yfirstandandi verkfall Félags framreiðslumanna muni félagið ekki hindra jólatrésskemmtanahald fyrir börn sökum þess að óeðlilegt hlýt- ur að teljast að láta þau gjal'da samningatregðu af hálfu Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda. Það er von félagsins með þessari ráðstöfun, að forráða- menn slíkra skemmtana hafni boðum um veitingar af hálfu veit- ingamanna, þar eð verkfallsbrot mundi eflaust setja óyndislegt yfirbragð á jólaskemmtanir barn- anna. — Skömmtun Framhald af bls.l hefur verið gripið til. í dag voru litlar sem engar breytingar gerð- ar á þessum ráðstöfunum. í Brússel er harmað, að Holland er undanskilið eins og Bandaríkin og óttazt er, að sú ráðstöfun hafi neikvæð áhrif á samvinnuna inn- an Efnahagsbandalagsins. Kaíró-blaðið A1 Ahram segir í dag, að þrýstingnum á Vesturlönd sé þar með ekki lokið og allt sé komið undir því að skjót lausn finnist á deilumálunum við israel. Mörg blöð gagnrýna ákvörðun olíuframleiðsluland- anna. Miklar verðhækkanir urðu í dag í kauphöllum í London, New York og víðar vegna ákvörðunarinnar. aðstoð á þeim. Brattabrekka var ófær, en ráðgert er að ryðja veg- inn fyrir Gilsfjörð í Reykhólasveit í dag. Á Vestfjörðum er færðin viða mjög þung og sums staðar ófært með öllu. Í dag verður mok- að frá Isafirði til Bolungarvíkur og Súðavíkur. Holtavörðuheiði var ófær í gær, en í dag á að veita aðstoð á heiðinni og á allri leið- inni frá Reykjavík til Akureyrar verða bifreiðar aðstoðaðar. Öfært er til Ólafsfjarðar, en til Siglu- fjarðar er fært stórum bílum T)g jeppum. Frá Akureyri er fært til Húsa- víkur og þaðan er fært að Kísiliðj- unni í Mývatnssveit. Vegir á NA-landi eru aftur á móti allir ófærir. Á Austurlandi var ástandið þannig í gær, að fært var frá Egilsstöðum um Fagradal til Eski- fjarðar. Þá var fært suður með fjörðum til Hafnar í Hornafirði, en Breiðamerkursandur er með öllu ófær. — 43 ára maður Framhald af bls. 32 fannst. Leikur því grunur á, að til stympinga hafi komið milli félag- •anna áður en Öskar yfirgaf húsið. Öskar heitinn var ættaður frá Sauðárkróki, en undanfarin ár i hefur hann búið í Sandgerði. — Tollalækkanir Framhald af bls. 32 gjörra tollfríðinda. Fryst rækja verður nú tolluð 8%, en fryst flök 6% í þessum löndum. Hvað viðkemur hráefnistollum til iðnaðarins, verður væntanleg'a reynt að koma til móts við hann með því, að hann fái greiðslufrest á einhverjum hluta þeirra gjalda sem greiðast af hráefnum og vél- um til iðnaðarins. Hvernig nánari tilhögun þessa verður var ekki ákveðið í gærdag, en verið var að ræða málin í fjármálaráðuneyt- inu. Til greina hafði komið að yeita mönnum formlegan gjald- frest á mismuni gildandi tollskrár og væntanlegrar nýrrar tollskrár. Gjalddagi skuldaviðurkenningar iðnaðarins á mismuninum yrði 1. marz 1974 og yrði síðan tekið inn í lagafrumvarp um nýja tollskrá heimildarákvæði um niðurfell- ingu þessarar skuldaviðurkenn ingar. Ákvæði þetta mundi þö ekki taka til f járaflatolla, svo sem af Ijósmyndavörum, ilmvötnum eða öðru slíku. I sambandi við þessa ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær um tolla- lækkanir gagnvart vörum frá'Ebe — Bjarni Sæmundsson Framhald af bls. 2. rafmagn fyrir Höfn. Skrúfur rannsóknarskipsins eru knúnar með rafölum, sem knúnir eru með dísilvélum, er þetta gert til að minnka^titring í skipinu. Þrír stórir rafalar eru um borð í Bjarna Sæmundssyni og geta þeir samtals framleitt 1000 kw. Þrjár dísilvélar á Höfn framleiða 630 kw, og er rafmagnsframleiðslan því 1630 kw þegar Bjarni Sæ- — Skotið á feðga Framhald af bls. 32 hefði náð að hlaupa fyrir skotið, sem lenti í bílnum hans og var það í brjósthæð. Þetta dæmi og svo mörg önnur sýna, hve brýnt er að fara varlega með skotvopn. Sá leikur, sem mörgum finnst vera í því að skjóta í mark, getur haft hinar alvarlegustu afleiðingar, ef ekki er gætt fyllstu aðgátar. mundsson verður kominn til Hafnar. Túrbínan gat framleitt 1200 kw og verður því framleiðsl- an 200 kw minni þegar búið verður að tengja kerfi Bjarna inn á rafveituna á Höfn, en þegar túrbínan var 1 gangi, sagði Frið- rik. Bjarni Sæmundsson átti að fara frá Reykjavík í gærkvöldi og er ekki gert ráð fyrir að hann komi til Hafnar i Hornafirði fyrr en í fyrramálið. Er jafnvel gert ráð fyrir, að búið verði að tengja raf- ala skipsins við rafveitu Hafnar á sunnudag. — Vilja þjóðfána Framhald af bls. 15 skreyta landslagið. Þeir segja, að þótt Grænland sé að mestu leyti allt annað en grænt, þá sé það þekkt um heim allan sem Græn- land og því eigi græni liturinn heima í fánanum. Þeir benda á hina sjö krossfána Norðurlandanna, sem þeir segja að séu ekki aðeins fegursti fána- hópur í heiminum heldur talandi dæmi um tengsl þjóðanna og fari því vel að Grænland bætist í þann flokk. Viðræður um varnarmálin um miðjan janúar FRESTUR sá, sem veittur er sam- kvæmt varnarsamningi Islands og Bandaríkjanna um endurskoð- un samningsins rann út á jóladag, svo sem kunnugt er. Samninga- umleitunum milli rfkisstjórna ts- lands og Bandaríkjanna er ekki lokið enn og samkvæmt upplýs- ingum Einars Agústssonar, utan- ríkisráðherra, verður þeim fram haldið um miðjan janúar. „Þang- að til gerist ekki neitt,“ sagði Einar. Einar Ágústsson sagði, að eng- inn tími tapaðist þrátt fyrir þenn- an drátt, þar sem Alþingi væri í jólaleyfi. Hann kvað niðurstöður viðræðnanna milli ríkisstjórn- anna verða lagðar fyrir þingið „ef með þarf“. Einar sagði, að ekkert hefði ver- ið ákveðið um framhald viðræðna við Vestur-Þjóðverja um land- helgismálið, en hann sagðist þó hafa trú á því, að þær viðræður hæf ust bráðlega á ný. Matarlyfti- vagn skemmdi Loftleiðaþotu Matarlyftivagn, sem var að koma með mat um borð í eina . af þotum Loftleiða á Kennedy- flugvelli s.l. föstudag 21. desember rakst utan í vélina og skemmdi hana það mikið að heilan sólarhring tók að gera við vélina. Grétar Kristjánsson að- stoðarframkvæmdastjóri Loft- leiða sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, að hann hefði ekki heyrt nákvæmlega hvern- ig óhappið átti sér stað, en matarlyftivagninn hefði verið að koma með mat um borð í þotuna. Hann hefði rekizt utan í vélina þannig, að hún dæld- aðist eða gat kom á hana og viðgerð tekið sólarhring. Þotan sem var fullskipuð farþegum átti að fljúga til Keflavíkur og þaðan til Glasgow og London. Þegar fréttist um atburðinn, var Flugfélag íslands fengið til að fara þessa ferð til Glasgow og London frá Keflavík, en Bandaríkjafarþegarnir hefðu verið sendir til Evrópu með öðrum vélum félagsins. — Ganga Arabar of langt? Framhald af bls. 16 stríðinu, Araba til þess að af- létta olíusölubanninu á meðan samningaviðræður standa yfir og vini ísraela í Bandaríkjun- um til þess að sýna stillingu og þolinmæði á meðan hann leitar sátta. Kissinger reynir að viðhalda vopnahléðinu og tryggja, að fyrstu viðræður ísraela og Ar- aba í Genf muni koma í veg fyrir æsingar í iðnaðarríkjunum í vetur. Takist það, ætti hættan á styrjöid og Gyðingahatri að vera stórum minni en hún er nú. Þetta er erfitt starf og hafi nokkurn tíma verið þörf á að gæta hófs í orðum og gerðum þá er það nú. Vilji Arabar ekki aflétta olfusölubanninu heldur reyna að beita því til híns ítr- asta til þess að þvinga ísraela til undansláttar, geta þeir kom- ið í veg fyrir, að samkomulag náist í viðkvæmu deilumáli og jafnframt vakið öldur efna- hags- og kynþáttavándamála, sem þeir hafa enga von um að ráða við. Gðð 5 herb. ibúð óskast til leigu. Fyrirframgreiðsla. Sími 37647. Vegna kjaradeilu veitingaþjóna og veitingahúseiganda verður ekki haldin jólatréskemmtun á vegum félagsins að þessu sinni. Verzlunnarmannafélag Reykja- víkur. Júlíus. Til leigu í Kópavogi lítið einbýlishús. íbúðarstærð 80—90 fm. Hitaveita, bílskúr. Tilboð með upplýsingum um fjölskyldustærð og hugsan- lega leigu sendist Mbl. fyrir 3. janúar merkt „3060". Tll lelgu I Grlndavlk 500 fm fiskverkunar- eða iðnaðarhúsnæði til leigu frá áramótum Upplýsingar í símum 92-1420 og 92-1 950. ■H7¥IT¥dl?¥,¥ftýl H¥ 71 ¥H¥2 S ¥1¥¥S A itMmhsmM M hita HiIFm / ta IlB bh / ta HHH Hn SKÆKÆ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.