Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 Bergsteinn A. Bergsteinsson fiskimatsstjóri: Fyrir nokkru stóðu yfir deilur vesna námskeiða- og skólahalds um fiskvinnslu o{i sæðamat fisks ojt fiskafurða. Meðan þessar deilur stóðu sem . hæst ræddu við mig margir frétta- menn fjölmiðla og báðu mig um álit eða umsagnir Fiskmats ríkis- ins unt málíð, þar sem það væri túlkað nær algerlega einhliða og þá deilt mjiig áFiskmat ríkisins og einnig á mi^sjálfan persónulega. Ég færfpit undan að taka þátt í þessum opihberu deilum, en fyrir því voru ýnisar ástæður, eða eink- um eftirfarandi: Eins og aðrir yfirmenn Fisk- mats ríkisins var ég mjög upptek- inn við að skipuleggja umrætt námskeið fyrir fiskmatsmenn. sem auglýst hafði verið af sjávar- útvegsráöuneytinu, svo starfstími minn leyfði varta viðræður við fréttamenn eins og þá stóð á. í öðru lagi leit ég og lit svo á, að þegar opinberar deilur verða um mikilvæg málefni sé jafnan meginalriði að finna lausn hvers vandamáls. sem mundi þá frekar verða f'undin með því að forðast auknar deilur. Ymsir vinir mínir, bæði úr stétt blaðamanna og aðrir, voru frekar óhressir yfir þessari ákvörðun minni, enda viðurkenni ég, að það er starf blaðamanna að afla frétta af því, er fréttnæmt telst hverju sinni. Af þessum ástæðum lofaði ég ýmsum fréttamönnum og öðrum að semja sfðar nokkuð ítarlega greinargerð um ntálið allt í heild, en það loforð efni ég nú hér með. ymislegt um SÖGU naiviskeiða Opiribert rfkismat á frystum fiski og fiskafurðum til útflutn- ings hófst hér á landi árin 1944—ió. en árið 1945 var ég undirritaöur skipaður matsstjóri með þessum framkvæmdum. Síðar. eða árið 1949, var opin- bert gæðamat fisks og fiskafur(5a sameinað í eina stofnun, „Fisk- mat ríkisins" og ég þá endurskip- aður fiskmatsstjóri við þá stofnun. Fiskmat ríkisins hefur nú með höndum stjórnun á gæðaflokkun fisks og fiskafurða, sem fram- leiddareru til manneldis, annarra en á saltsíld, niðursuðuvörum og lagmetisvörum. Uað er mjög langt síðan við- komandi aðilar fiskframleiðslu gerðu sér ljóst, að mikil þörf væri fyrf*- fræðslu vegna gæðamats og vöruvöndunar við fiskfram- leiðslu. Um námskeið fiskima tsmanna og aðra frœðslu í fiskvinnslu Árið 1945 hafði ég starfað í Bandaríkjunum til þess að afla mér þekkingar vegna framleiðslu og gæðamats á frystum fiskafurð- um, en í því sambandi starfaði ég þar sérstaklefea með þeim opin- beru aðilum, er þá höfðu þau störf með höndum þar í landi. Árið eftir eða 1946, var rætt um áðurnefnda fræðslustarfsemi hér á landi, en að þeim umræðum stóðu einkum ráðuneyti sjávarút- vegsmála, sölusamtök fiskfram- leiðenda og Fiskmat ríkisins. Þessar umræður reyndust mjög jákvæðar og haustið 1947 var efnt til fyrsta námskeiðsins, sem var um gæðamat og framleiðslu á frystum fiski. Allir viðkomandi aðilar töldu árangur af þessu fyrsta námskeiði það góðan, að ákveðið var að halda námskeiðunum áfram og þá vegna gæðamats og framleiðslu allra framleiðslugreina, er heyrðu undir stjórnun Fiskmats rikisins, eins og þurfa þætti hverju sinni. Svo giftusamlega tókst til, að um námskeiðin skapaðist náin samvinna miili Fiskmats ríkisins, Sölusamtaka fiskframleiðenda og Rannsóknastofnunar sjávarút- vegsins, (er áður bar heitið „Rannsóknastofa ' Fiskifélags íslands), en góð samvinna þessara aðila tel ég, að hafi fyrst og fremst gefið námskeiðunum sérstakt gildi, einkúm með þvi, að allar þessar stofnanir hafa lagt námskeiðunum til hæfustu kennslukrafta hverju sinni. Námskeiðin hlutu nafnið „Fisk- iðnaðarnámskeið sjávarútvegs- ráðuneytisins" og hafa jafnan verið auglýst undir því heiti. Fyrjr hönd sjávarútvegsráðu- neytisins og Fiskmats ríkisins, leyfi ég mér sérstaklega að nota þetta tækifæri til þess að þakka Sölusamtökum fiskframleiðenda, Rannsóknastofnun sjávarútvegs- ins, einstökum eigendum fiskiðju- vera og mörgum fleiri aðilum fyr- ir ómetanlega aðstoð við fram- kvæmd umræddra námskeiða á undanförnum árum og áratugum. Til skýringar vegna umræddra námskeiða fylgir eftirfarandi tafla: FJÖLDI NAMSKEIÐA OG VERKEFNI ÞEIRRA Skýringar: Ferskur fiskur verður sérstök námsgrein árið 1968. Hreinlæti og búnaður verður sérstök námsgrein árið 1970. Aður var kennt nokkuð um bæði þessi atriði samkvæmt þess tíma kröfum. Ar Frystur fiskur Hreinlæti og búnaður Ferskur fiskur Saltfiskur Skreið Tala nemenda 1947 - . samkv. skýringu að ofan samkv . skýr. að ofan 74 1948 - - - - 46 1949 - - - - 12 1950 - - - - - 45 1953 - - - - 17 1954 - - - 50 1955 - - - 69 1955 - - ■ - 36 1956 - - - 40 1957 - - - 27 1959 - - - 48 1961 - - - 3 5 1961. - - 45 1962 - -• - 39 1963 - - - 27 1964 - - - 34 1965 - - - 34 1966 - - - 22 1968 ~ - sérstök námstfr. 4 9 1970 - sérstök námsKréin - 44 1971 - : - - 42 1971 - -■ - 52 1972 - - - 20 1972 - - 25 1972 - - „ - 25 1973 - - - 56 MISTÚLKUN UM GILDI OG FYRIRKOMULAG NAMSKEIÐANNA Vegna námskeiðs þess, sem nú er nýlokið, voru blaðaskrif og umræður túlkaðar nánast eingöngu af aðilum andstæðum umræddu námskeiðahaldi á veg- um sjávarútvegsráðuneytisins og Fiskmats ríkisins. Á margan hátt gætti nokkurs æsings hjá þeim aðilum, er.mesi létu málið til sín taka og gætti þar í mörgum tilvikum bæði mis- túlkunar eða að oft vantaði mikið á, að rétt væri frá skýrt, svo að almennt væri unnt að mynda sér rétta skoðun á málinu. Frá hendi þeírra, er mistúlkuðu þetta mál, tel ég 1 aðalatriðum hafa valdið þekkingarskortur á málinu, eða jafnvel villandi frásagnir af ásettu ráði. Hvorugt þessara atriða eru við- komendum til sóma, en til þess að sýna þeim velvilja, vildi ég óska. að um fyrra atriðið hefði einkum verið að ræða, þ.e. skort á þekkingu. Setningar eins og „3ja vikna námskeið" eru algerlegaYvillandi fyrir alla þá, er ekki þekkja til þessa máls. Þótt námskeið þessi st'andi ekki yfir nema i þrjár vikur, hefur fólk það, er þau sækir, öðlazt áður mikla starfsmenntun og starfs- hæfni. Þetta er líka fólkið, sem fórnað hefir íslenzitri sjávarút- vegsframleiðslu sinum starfs- kröftum með miklum og góðum árangri, fóikið, sem hefir orðið mikla stárfsþekkingu um allt, er snýr að vöndun framleiðslunnar og gæðamati hennar. Til þess að fá inn á námskeiðin hverju sinni fólk með hæfa starfs- þekkingu og aðra góða eiginleika er í aðalatriðum beitt eftirfarandi aðferðum: 1. Að nemendur hafi mikla starfsþjálfun í þeirri fram- leiðslugrein, er viðkomandi námskeið snýst um hverju sinni. 2. Að veita með námskeiðum alla möguléga fræðslu í þvi formi að auka skilning fólksins á gagnsemi þeirrar verk- menningar, er það þegar hefir aflað sér, og gefa því til við- bótar nauðs.vnlegan verk- legan og bóklegan fróðleik. Það gefur námskéiðum þess- um sérstakt gildi, að þegar kennarar eru frá Fiskmati ríkisins, Sölusamtökum fisk- framloiðenda og Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins, er hér um að ræða kennslukrafta, er bezt vita hverju sinni um málefni fiskiðnaðarins al- mennt. 3. Þegar fólk er valið inn á nám- skeíð hverju sinni er, eins og segir í lið 1, tekið fullt tillit til verkhæfni. Ennfremur er þá einnig mikið tillit tekið til framkomu og hæfileika við- komanda til að umgangast aðra menn svo líklegt sé, að viðkomandi sé vel fallinn til vandasamra og umdeildra trúnaðarstarfa. 4. Með mikilli áunninni reynslu þeirra, er kenna á nám- skeiðunum og stjórna þeim, er námskeiðið sjálft mjög gott tækifæri til að dæma verk- hæfni og framkomu nemenda. 5. Að velja fólk inn á námskeiðin vegna verkhæfni og fram- komu eru engir eins færir um og yfirmenn Fiskmats ríkisins og fulltrúar framleiðslueftir- lits Sölusamtaka fiskframleið- enda, vegna stöðugra eftirlits- ferða um landið og góðrar samvinnu sín á milli. 6. Að enduðu námskeiði eru nemendur ætið reyndir f ýms- um trúnaðarstörfum áður en þeir öðlast full réttindi til að verða fiskmatsmenn,- FISKVINNSLUSKOLINN Það væri mjög rangt ef ein- hverjir álitu, að Fiskmat ríkisins væri í andstöðu við Fiskvinnslu- skólann. Til dæmis skakkaði ekki miklu árið 1939, að mér undirrituðum tækist að koma þvi málefni í framkvæmd, en það er of löng saga að segja frá þvi nú. Fátt mætti kallast þarfari stofnun á Islandi heldur en vel upp byggður og réttilega rekinn fiskvinnsluskóli, og er næsta furðulegt, að því máli hefur ekki verið hrundið í framkvæmd fyrr. Hins vegar verða allir aðilar að gera sér ljóst, að eins og maður lifir ekki á einu saman brauði, verður fiskvinnsluskóli ekki til í alvöru aðeins með þvi að semja og samþykkja um hann lög á Alþingi og þau frekar fljótfærnisleg, þótt ekki sé meira sagt. Fiskiðrrskóli þarf nefnilega að minnsta kosti lágmarksaðstöðu til þess að vera það, sem honum er ætlað, en þá aðstöðu hefir hann ekki fengið hingað til, þótt bráð- um séu liðin 3 ár frá því lög um hann voru samþykkt. Varla hefir nokkur þjóð eins mikla þörf fyrir góðan fisk- vinnsluskóla og íslendingar, en sennilega er leitun á þjóð, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.