Morgunblaðið - 28.12.1973, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973
Þútur í skóginum
Eftir Kenneth
Grahame
5. kafli
ÆVINTÝRI FROSKS
„Jæja, það getur verið, að ég sé svolítið lausmáll,“
sagði hann. „En ég er líka svo vinsæll . . . vinirnir
hópast í kring um mig . . . við gerum að gamni okkar
og segjum skrítlur, og tungulipurðin hleypur með
mig í gönur.Ég hef líka svo þroskaða samræðuhæfi-
leika. Mér hefur verið sagt, að ég ætti að stofna
umræðuhópa hvað sem það nú þýðir. Jæja, en skítt
með það. Haltu áfram, greifingi. Hvernig eiga þessi
göng þín að koma okkur að gagni?“
„Ég hef komizt að einu og öðru,“ sagði greifinginn.
„Ég lét oturinn klæðast sótarabúningi og berja upp á
bakdyramegin til að bjóða vinnu sína með kústa á
bakinu. Á morgun er ætlunin að halda mikla kvöld-
veizlu. Einhver á afmæli . . . ég held gamli marðar-
foringinn og allir merðirnir verða samankomnir í
veizlusalnum í fagnaði yfir mat og drykk og eiga sér
einskis ills von. Þeir verða þar byssulausir, sverð-
lausir og priklausir.“
„En verðirnir verða á sinum stað fyrir utan,“ sagði
rottan.
„Einmitt,“ sagði greifinginn. „Merðirnir treysta
vörðunum algerlega, en þar koma neðanjarðargöng-
in okkur að haldi. Þau liggja beint upp í framreiðslu-
herbergið við hliðina á stóra matsalnum.“
„Já, ég man, að það brakaði alltaf í einu gólfborð-
inu þar. Þarna er komin skýringin,“ sagði froskur.
„Við læðumst hljóðlega upp í framreiðsluherberg-
ið . .sagði moldvarpan.
Teiknar þú vel ?
HÉR eru invndir af fimm litlum jóla-sveinum.
Aðeins ein mvndanna er þó alveg fullgerð. A hinar
vantar hin og þessi atriði. Og nú hefur þú tækifæri
til að betrumbæta myndina, og með því æfa þig í
teikningu.
FEROIIVIAIMO
cJVonni ogcTVIanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
„Og nú getur þú veitt hina fimm, Nonni“.
„Ágætt“, sagði ég og tók við færinu og renndi því
til botns.
Þá dró ég það góðan spotta upp aftur, þangað sem
ég átti von á þorski.
Brátt fann ég, að kippt var í. Það hlaut að vera fullt
af fiski þarna.
Þeir bitu á jafnt og þétt, en festu sig þó ekki.
Eftir dálitla stund fann ég þó, að kippt var fast í.
„Nú er*ég með einn stóran“, kallaði ég og dró af
alefli.
Manni horfði á.
„Nei, sjáðu, Nonni“, kallaði hann, þegar ég dró
upp veiðina. „Þú hefur fiskað tvo í einu“.
Og það var satt. Tveir þyrsklingar höfðu bitið á ,
sinn öngulinn hvor, annar stór, en hinn lítill.
Fyrst Jagði ég þann stóra við hliðina á kolanum.
Hann var nærri því alin á lengd.
Þegar ég losaði þann minni, varð mér hálfhverft
við. Hann hafði svartan blett á trýninu eins og sá, sem
við höfðum fleygt út.
Og ekki varð ég minna hissa, þegar ég sá, að hann
var særður í kjaftvikinu.
Þetta var sami fiskurinn og áður. Manni var alveg
hlessa.
„Þetta var undarlegt. Það er þá víst bezt að hirða
hann“, sagði Manni.
„Hann getur þá verið handa þér, en sá stóri handa
pabba“.
Ég liélt áfram að fiska, og eftir svo sem tíu mínútur
var ég búinn að veiða hina þrjá, sem á vantaði.
Þá tók ég aftur árarnar. Manni settist við stýri, og
nú var lialdið í norðurátt.
' ■
íi
ÍTlcóInorgunkaffinu
,1 U'
ftf HneBÍck"
— Slappaðu af, maður. þú
veizt vel, að ég fer alltaf var-
lega.
KMlT(5p
5 *
— Mamma, þú þarft vfst ekki
að búast við pabba heim f há-
deginu...
• Nei, júlíus þó.. .