Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 28.12.1973, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. DESEMBER 1973 31 Landsleikur við Bandaríkin í kvöld Geir Hallsteinsson með íslenzka liðirtu I kvöld fer fram í Iþróttahúsinu í Hafnarfirði landsieikur í hand- knattleik milli Islendinga og Bandarfkjamanna og hefst ieikurinn kl. 20.30. 4. janúar n.k. munu tslendingar svo leika annan landsleik við Bandarfkjamenn og fer hann einnig fram í Iþróttahúsinu í Hafnar- firði og hefst á sama tíma og leikurinn í kvöld, kl. 20.30. Þá hefur verið ákveðið að efna til móts með þátttöku sex liða og fer það fram f tþróttahúsinu í Hafnarfirði dagana 29. desember til 3. janúar. Eins og áður hefur komið fram, var ákveðið fyrir nokkru, að bandariska landsliðið í hand- knattleik kæmi hingað á þessum tíma í nokkurs konar æfingabúðir og léki við íslenzk lið. Þá var hins vegar búið að ákveða Norður- landamót i handknattleik, en þeg- ar ekki gat orðið af þvi, var ákveð- ið að íslenzka landsliðið kæmi inn i myndina. Þá var um tvennt að velja — láta íslenzka liðið taka þátt i mótinu,. eða keppa tvo leiki við Bandaríkjamennina. — Við völdum seinni kostinn-, sagði Páll Jónsson, annar lands- liðsnefndarmanna á fundi með fréttamönnum i gær. — Við töld- um að landsliðið fengi þannig betri æfingu, heldur en ef það tæki þátt í mótinu, ekki sízt vegna þess að við áttum von á því að margir landsliðsmenn yrðu í þeim liðum, sem þátt tækju í mót- inu, og liðin, sem keppt yrði við, þar af leiðandi ekki sterk, ef landsliðsmennirnir væru teknir úr þeim. ISLENZKA LANDSLIÐIÐ Einn nýliði verður í íslenzka landsliðinu sem mætir Banda- ríkjamönnum i kvöld. Er það Ragnar Gunnarsson, markvörður úr Armanni. Sennilega hefur val á nýliða í landslið, sjaldan eða aldrei ■ verið jafn óumdeilanlegt og val Ragnars, sem staðið hefur sig með mikilli prýði með Ar- manni, það sem af er keppnis- tímabilinu! Islenzka liðið verður annars þannig skipað: Ólafur Benediktsson, Val Ragnar Gunnarsson, Armanni Auðunn Oskarsson, FH Axel Axelsson, Fram Björgvin Björgvinsson, Fram Geir Hallsteinsson, FH Gísli Blöndal, Val Gunnsteinn Skúlason, Val Einar Magnússon, Víkingi Ólafur H. Jónsson, Val Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Viðar Símonarson, FH BANDARtSKA LIÐIÐ — Við skoðum þessa ferð okkar til Islands sem mikilvægan undir- búning bandaríska liðsins fyrir lokakeppni heimsmeistarakeppn- innar sagði Dr. Peter Buehning, formaður bandaríska handknatt- leikssambandsins, á fundinum með fréttamönnum í gær. Banda- rlska landsliðið hefur skort til- finnanlega verkefni við sitt hæfi. Það er helzt að við fáum leiki við Kanadamenn, og þá sigrum við oftast með 10 marka mun. Buehning sagði, að í bandaríska Stefni að HM sagði nýliðinn í landsliðsmarkinu RAGNAR Gunnarsson, mark- vörður Ármanni, er eini nýliðinn í handknattleikslands- liðinu, sem leikur við Banda- ríkjamenn f Iþróttahúsinu f Ilafnarfirði f kvöld. Ragnar er 26 ára gamall pfpulagninga- maður, en stundar nú nám f Tækniskólanum. Segja má að Ragnar hafi fyrst í vetur skotist upp á stjörnuhimininn, þó svo að hann hafi varið mark Armenninga síðastliðin fjögur ár. Aður var Ragnar Framari, gekk ekki vel þar, komst ekki í lið og söðlaði þvf um. Er við ræddum við Ragnar f gær sagðist hann vitanlega vera ánægður með að fá tækifæri með landsliðinu og sagðist vona að hann ætti eftir að fá fleiri möguleika með landsliðinu. Það væri ekkert leyndarmál að hann stefndi að því að komast með landsliðinu f úrslit Heims- meistarakeppninnar í ArÞýzka- landi. Hann yrði þó að láta sér nægja að vona, það væri annarra að velja. — Ég þakka ströngum æfingum Péturs Bjarnasonar það, að ég skuli nú vera talinn nógu góður til að komast í landsliðið. sagði Ragnar. Þá er það einnig þungt á metunum að ég hef einbeitt mér að hand- knattleiknum, en ekki verið f fótboltanum Ifka eins og áður. Eg hef ekkert æft með lands- liðinu og það verður örugglega ekki þægilegt fyrir mig að keppa með vörn fyrir framan mig sem ég þekki ekkert. Taugaóstyrkleikinn er ekki farinn að segja til sfn enn og maður getur að minnsta kosti leyft sér að vona að vel gangi, sagði Ragnar að lokum. liðinu væru átta leikmenn, sem leikið hefðu með því í lokakeppn- inni á Olympíuleikunum, en leik- menn bandaríska liðsins er hing- að koma, eru eftirtaldir: Don Morelli • Edward Osorio Sandor Rivnyak G. Duchateau Rick Abrahamson Roger Baker Dennis Berkholtz Peter Buehning, jr. Mike Cavanaugh Tom Hardiman ' Bernie Iwasczyszum Matt Matthews William Mozee Wayen Naylor Robert Sparks Harry Winkler. Allmargir þessara leikmanna hafa komið hingað áður ogUeikið hér með bandaríska landsliðinu. HVAÐGERIR ISLENZKA LIÐIÐ Lengst af hafa íslendingar unn- ið Bandaríkjsmenn í handknatt- leikslandsleikjum næsta auðveld- lega, en siðast er Bandaríkja- menn voru hér á ferð, í júli 1972, veittu þeir mun meiri keppni en áður. Ekki er að efa að síðan hefur liði þeirra farið mjög mikið fram, ekki sizt eftir að það fékk mjög þekktan rúmenskan þjálf- ara til liðs við sig. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma ætti íslenzka liðið þó að vinna öruggan sigur í kvöld. Ætla má, að við teflum fram okkar allra sterkasta liði — liði, sem vafalaust tekur litlum sem engúm breytingum fyrir lokaátök heims- meistarakeppninnar. Geir Hall- steinsson leikur nú með liðinu, en ■ Geir Hallsteinsson ■ leikur með fslenzka landsliðinu í kvöld. hann er heima í jólaleyfi og verð- ur fróðlegt að sjá hvort tekst að tæta bandaríska liðið jafnmikið í sundur og tókst í leiknum fræga við Frakka í Laugardalshöllinni. 13. LEIKURINN Landsleikur Islands og Banda- ríkjanna í kvöld verður 13. lands- leikur þjóðanna í handknattleik. Urslit fyrri leikja hafa verið þessi: 22.2. ’64 Island—USA 32:16 23.2. ’64 Island—USA 32:14 14.5. '66 USA—ísland 18:26 16.5. ’66 USA—Island 19:41 21.2. ’70 Island—USA 27:9 22.2. '70 ísland—USA 25:12 21.11 '70 Island—USA 30:14 22.11 '70 ísland—USA 28:18 8.4. '72 Island—USA 21:11 9.4. '72 Island—USA 25:18 18.7. '72 ísland—USA 24:15 19.7. '72 Island—USA 20:15 1 þeim tólf leikjum, sem leiknir hafa verið, hafa Islending ar því skorað 331 mark gegn 179. Má og til gamans rifja það upp, að það var í landsleik gegn Bandaríkja- mönnum, sem fram fór í Hafnar- firði, sem Geir Hallsteinsson náði því marki að skora fyrstur íslend- inga 300 mörk i landsleikjum. Betra en gildandi met „NORRÆNA lyftingasambandið óskar Gústafi Agnarssyni til ham- ingju með glæsilegan árangur í íþrótt sinni. 160,5 kg í snörun er hálfu kílói betri árangur en gild- andi heimsmet unglinga og árangurinn er Norrænt unglinga- met. Hann hefði hlotið bronsverð- laun í snörun á Evrópumeistara- mótinu og heimsmeistaramótinu í ár, og árangur hans mun vera um það bil sá sjötti bezti, sem náðst hefur f heiminum." Þannig hljóðaði símskeyti, sem Finnur Karlsson formaður Lyft- ingasambands Islands fékk frá Yngve Froelander, ritara Lyft- ingasambands Norðurlanda fyrir jólin. Sem kunnugt er vann Gústaf Agnarsson afrek sitt á móti, sem fram fór i sjónvarpssal skömmu fyrir jól, en um afrekið og mót þetta hafa síðan orðið nokkrar deilur. Meðfylgjandi mynd tók Ólafur K. Magnússon af sjónvarpsskerm- inum, er Gústaf hafði lyft met- þyngdinni. KR vann REYKJAVIKURMOT yngri flokkanna í innanhússknatt- spyrnu stendur yfir þessa dagana i Laugardalshöllinni. I gær var leikið í 5. flokki og sigruðu KR- ingar. I dag verður fjórði flokkur- inn á ferðinni og hefst fyrsti leik- urinn klukkan 13.30 í Laugardals- höllinni. Sjá einnig íþróttir á bls. 19

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.