Morgunblaðið - 09.01.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MÍÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974
17
Andstæðingar Brians Faulkn-
ers vega hart að samsteypu-
ANDSTÆÐINGUM Brians Faulkners, forsætisráð-
herra Norður-írlands, hefur nú tekiztbað, sem þeir
hafa stefnt að mánuðum saman, — ao bola honum
frá forystu stjórnmálafylkingar sambandssinna.
Eftir atkvæðagreiðsluna á landsfundi þeirra sl.
föstudag, þar sem samþykkt var með454 atkvæðum
gegn 374 að fordæma stofnun írlandsráðsins svo-
nefnda, sem frá var gengið í des. sl., hafa málin
skipazt svo, að Faulkner sá sér ekki annað fært en
að segja af sér sem leiðtogi sambandssinna. Þar
með hefur tekizt að vega svo að hinni nýskipuðu
samsteypustjórn mótmælenda og kaþólskra, að ó-
víst er, hvort hún lifir slíkt áfall af. Kann þá eins
svo að fara, að brezka stjórnin sjái sig tilneydda að
taka aftur i sínar hendur stjórn mála N-Irlands.
Hvort núverandi írlandsmálaráðherra, Francis
Pym, er maður til að bræða trúfylkingarnar saman
á ný er mikið vafamál — raunar spurning, hvort
það er á nokkurs manns færi, svo algert sem
glóruleysi öfgaafla þessa hrjáða lands viroist vera.
stjórn N-írlands
sem vilja reyna samvinnu við
kaþólska,
Saka Faulkner
um svik
Fremstir í fylkingu andstæð-
inga Faulkners eru presturinn
Ian Paisley og öfgamaðurinn
William Craig, sem báðir áttu
sinn störa þátt I að koma á
ófremdarástandi og átökum síð-
ustu ára. Þeir hafa ferðazt um
N-Irland og efnt til fjölfunda
mótmælenda, þar sem þeirhafa
formælt Faulkner fyrir svik við
málstað þeirra,
Svikin eru að þeirra mati
stöðu N-írlands innan brezka
ríkisins, enda þótt skýrt sé tek-
ið fram í stjórnarskrá írlands
að N-írland sé hluti írska ríkis-
ins. Sömuleiðis fékk Faulkner
því framgengt, að allar ákvarð-
anir ráðsins skyldu teknar ein-
róma og tryggði þannig mót-
mælendum neitunarvald í öll-
um málum sem það kann að
fjalla um og þar með afgerandi
áhrif á öll þess störf.
A hálfu brezku stjórnarinnar
hefur sú afstaða verið tekin til
sameiningar landhlutanna að
hún komi ekki til greina nema
því aðeins, að meirihluti kjós-
enda á N-Irlandi sé henni fylgj-
andi — og skal fara fram þjóð-
N-írlandi á örfáum vikum, ef
Gosgrave féllist á framsal fél-
aga IRA Að vísu hefur dregið
úr slíkum staðhæfingum eftir
að sprengjuherferðir í Bret-
landi hófust, því að menn sjá
nú, að stuðningsmenn IRA
starfa víða og eiga sér mörg
skjól önnur og jafnvel betri en
Dublin. Cosgrave hafnaði þess-
ari kröfu afdráttarlaust, meðal
annars á grunvelli þeirrar vin
eskju, sem borizt hefur um
pyndingar fanga á N-Írlandi og
andúðar kaþólskra manna á
fangelsunum án dóms og laga,
sem svo mjög liafa tíðkast und-
anfarin ár — og reynzt harla
tvíeggjað vopn i baráttunni
í hinni nýju samsteypustjórn Norður-írlands eiga sæti 6 ráðherrar
sambandssinna, 4 ráðherrar kaþólskra, úr flokki jafnaðarmanna og
verkamanna — SDLP — og 1 ráðherra úr svonefndum Alliance — eða
Bandalagsflokki. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Paddy Devlin frá
SDLP, heilbrigðis- og félagsmálaráðherra; Oliver Napier frá Alliance-
flokknum, fjallar um þann hluta dómsmála, sem er í höndum heima-
stjórnarinnar, en brezka stjórnin hefur yfirstjórn þeirra í sínum hönd-
um eftir sem áður; Brian Faulkner, sambandssinni, forsætirráðherra;
John Hume frá SDLP fjallar um viðskiptamál; Basil Mclvor, sambands-
sinni, fjallar um fræðslumál. P.A. Syther og Ken Bloomfield verða
aðstoðarráðherra og ritari forsætisráðherra. John Baxter, sambands-
sinni, fjallar um upplýsingamál; Austin Currie frá SDLP fer með
húsnæðis- og sveitarstjórnarmál og áætlanagerð; Herbert Kirk, sam-
bandssinni, fjallar um fjármál; Gerry Fitt frá SDLP, aðstoðarforsætis-
ráðherra; Roy Bradford, sambandssinni, fjallar um umhverfismál og
Leslie Morrell, sambandssinni, fjallar um landbúnaðarmál.
Faulkner hefur lýst því yfir,
að hann muni halda áfram
starfiisínu.i samsteypustjórninni
og kemur vel til greina að hann
stofni nú nýjan flokk. Faulkner
hefur haft stuðning rúmlega 20
þingmanna sambandssinna —
minnihluta allra þingmanna
mótmælenda — en þingmenn
stjórnarflokkanna þriggja hafa
þó meiri hluti á hinu nýja þingi
landsins, og ætti stjórnin þvi að
geta verið starfhæf, ef tekst að
skapa sæmilega einingu innan
þeirra. Annað mál er hversu
vel það gengur, þegar og ef
meirihluti mótmælenda reynist
henni andvígur.
Stjórnin
tekin við
Samsteypustjórnin nýja, sem
allur þorri landsmanna hafði
bundið vonir um frið og fram-
tíðarlausn hinna yfirþyrmandi
vandamála N-trlands, sór em-
bætttiseiða á gamlársdag.
Sá eiður hljóðaði ekki upp á
hollustu við brezku krúnuna,
heldur hétu ráðherrar þvi, að
virða lög N-trlands og skyldur
sínar samkvæmt Irlandslögum
frá 1973, til hags og hilla landi
og þjóð.
A nýársdag tók stjórnin til
starfa en áður en hann væri á
enda runninn höfðu fimm
sprengjur sprungið á N-Írlandi
og einn maður látið lífið. Hafa
nú hátt í þúsund manns beðið
bana beinlínis af völdum átak-
anna i landinu sl. fjögur ár.
Yfir höfðum ráðherranna
hanga sem áður blikandi sverð
heiftrar og hótana öfgaafla kaþ-
ólskra og mótmælenda um að
láta einskis ófreistað til að
koma stjórninni fyrirkattarnef.
Irski lýðveldisherinn heldur
áfram sprengingum, bæði
heima fyrir og á Bretlandi og
öfgasveitir mótmælenda virðast
til alls vísar, jafnframt því,
sem stjórnmálaandstæðingar
Faulkners keppast við að grafa
undan honum og öðrum þeim,
fólgin i þvi, að fallast á þátt-
töku í samsteypustjórn með
kaþólskum og myndun trlands-
ráðsins með þeim málamiðlun-
um, sem samþykktar voru á
fundum stjórna Irlands, Bret-
lands og N-Irlands I desember
sl.
Stofnun þessa ráðs var af
kaþólskri hálfu alger forsenda
stjórnarmyndunarinnar og til-
slökun þeirra til að koma því á
laggirnar sizt minni en Faulkn-
ers. Þeir höfðu krafizt þess að
fá viðurkennt, að á það yrði
litið sem samvinnugrundvöll,
er byggja mætti á væntanlega
sameiningu landshlutanna, þvi
að sú skoðun stendur óhaggan-
leg bæði meðal kaþólskra á Nlr-
landi og írskra lýðveldinu, að
irland verði að sameina í fram-
tiðinni, hvenær svo sem það
verður. Faulkner fékk því hins
vegar framgengt, að bæði full-
trúar kaþólskra á N-Irlandi og
stjórn Liams Cosgraves i Dub-
lin viðurkenndu núverandi
aratkvæðagreiðsla þar um á tiu
ára fresti, næst árið 1983. Ekki
þurfa andstæðingar Faulkners
að óttast, að til sameiningar
komi í bráð, því ekki ber á
neinni stefnubreytingu í þá átt
meðal mótmælenda, sem eru
tveir þriðju hlutar þjóðarinnar.
IR A þrætu-
epli sem áður
Andstæðingar Faulkners
hafa þó jafnvel gert sér enn
meiri mat úr annarri mála-
miðlun, sem hann gekkst inn á
við stofnun Irlandsráðsins,
en hún verðar Irska lýð-
veldisherinn. Bæði Faulkner
og Heath, forsætisráðherra
bretlands, höfðu krafizt þess,
að tjórnin í Dublin
framseldi til N-trlands menn,
sem grunaðir væru um
aðild að hryðjuverkum þar í
landi. Forystumenn mótmæl-
enda hafa gjarnan haldið þeirri
skoðun á loft, að unnt væri að
binda enda á hryðjuverkin á
gegn IRA. Aftur á móti hét
Cosgrave því, að reyna að halda
starfsemi IRA í skefjum heima
fyrir og lagði fram þá málamiðl-
unartillögu, sem samþykkt var,
að IRA-félagar yrðu dregnir
fyrir rétt, þar sem þeir væru
handteknir, hvort sem þeir
hefðu brotið af sér á trlandi eða
N-írlandi. I samræmi við þessa
málamiðlun lét stjórn Cos-
graves myndarlega til skarar
skríða fyrir áramótin með
handtöku fjölda manna, sent
grunaðir voru um aðild að eða
stuðning við IRA.
Myndun samsteypustjörnar
mótmælenda og kaþólskra á N-
trlandi og stofnun írlandsráös-
ins mörkuðu vissulega þáttaskil
i sögu Irlands en þeim var hvar-
vetna fagnað með varúð. Vonir
um batnandi ástand voru
blandnar ugg um, að öfgaöfl-
in yrðu skynsemi og raunsæi
yfirsterkari. Fyrstu dagar árs-
ins 1974 hafa sízt slegið á þenn-
an ugg.
— mbj.