Morgunblaðið - 09.01.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 19
I iÞRðnáFRíniR Moranssiiis
V
Hjalti
marki
FH-ingar stigu enn eitt skrefið
til íslandsmeistaratitilsins í hand
knattleik í fyrrakvöld, er þeir
sigruðu Hauka í leik liðanna f
íþróttahúsinu í Hafnarfirði með
21 marki gegn 13. Komu úrslit
þessa leiks nokkuð á óvart, þar
sem barátta þessara liða hefur
verið hnífjöfn f vetur — oftast
ekki skilið nema eitt mark. Það
sem fyrst og fremst gerði gæfu-
muninn í leiknum í fyrrakvöld
var frábær markvarzla Hjalta Ein
arssonar í FH-markinu, en hann
varði nú eins og hann hefur
bezt gert áður og mátti segja, að
hann lokaði markinu langtímum
saman. Jafnframt þessu áttu
Haukar svo heldur siakan dag, og
virtust missa móðinn við mótlæt-
ið í byrjun síðari hálfleiks.
í byrjun var leikurinn í sæmi-
legu jafnvægi. Eftir að FH-ingar
höfðu skorað tvö fyrstu mörk
leiksins á þremur fyrstu mínútun-
um vörðu markverðir liðanna
þrjú vítaköst í röð: Hjalti eitt og
Gunnar Einarsson tvö. Bæði liðin
léku góða vörn í fyrri hálfleikn-
um, enda höfðu aðeins 5 mörk
verið skoruð um hann miðjan.
Haukarnir tóku þjálfara sinn úr
FH Viðar Símonarson úr umferð
og virtist það gefa góða raun.
Reyndar losnaði þá nokkuð um
Gunnar Einarsson, en allur sókn-
arleikur FH liðsins var til muna
óákveðnari og tilviljunarkennd-
ari, þegar Viðar var ekki virkur í
honum. Undir lok hálfleiksins
hættu Haukarnir þessari gæzlu á
Viðari, og þurfti þá ekki að sökum
að spyrja. Hann skoraði þrjú fal-
leg mörk.
Þótt FH-ingar hefðu þrjú mörk
yfir i hálfleik, átti engan veginn
að vera öll nótt úti fyrir Haukana.
Oft hafa leikir milli þessara liða
verið þannig að FH-ingar hafa
haft forystuna framan af, en
Haukar siðan sigið á. En strax á
upphafsminútum hálfieiksins
kom í ljós, að hverju stefndi. Það
var sama hvað Haukarnir reyndu,
Hjalti tók öll skot þeirra, og það
sem meira var: Hann var jafnan
fljótur að átta sig og senda knött-
inn fram til Viðars eða Gunnars
og fékk FH þannig mörg mörk
eftir hraðaupphlaup. Var það
ekki fyrr en á 15. mínútu hálf-
leiksins, sem Herði tókst loks að
finna leið framhjá Hjalta og
skora.
Yfirburðir FH-inga í leiknum
voru algjörir. Þeir komust mest
11 mörk yfir, þegar 4 minútur
voru til leiksloka, en á lokamínút-
unum tókst Haukunum aðeins að
rétta hlut sinn, enda þá komið los
á FH-liðið.
Það leikur ekki á tveimur tung-
um, að FH-liðið verður erfitt
viðureignar f vetur. Því virðist
fara fram með hverjum leik.
Kraftur og dugnaður eru einkenni
þess, ekki sízt í vörninni, sem er á
stöðugri hreyfingu og gefur and-
stæðingum sinum nánast ekkert
svigrúm til þess að komast í skot-
færi. Þegar það svo bætizt við, að
markvarzlan er framúrskarandi,
getur niðurstaðan ekki orðið
nema á einn veg.
Auk Hjalta áttu landsliðsmenn-
irnir: Viðar, Gunnar og Auðunn
allir mjög góðan leik í fyrrakvöld.
Auðunn er jafnan sterkur varnar-
leikmaður, og auk þess hreyfir
hann sig mikið á línunni og opnar
þannig fyrir samherja sína.
Gunnar Einarsson er mjög snögg-
ur og fljótur leikmaður, greini-
legur arftaki Geirs Hallsteins-
sonar í FH-liðinu. Meira að segja
hreyfingar hans og Geirs eru
mjög svipaðar, skot þeirra og
tækni. Það, sem Gunnar vantar
helzt, eru meiri líkamsburðir til
þess að standa í átökum.
LIÐ HAUKA: Ómar Karlsson 1, Sturla Haraldsson 1, Sigurður
Jóakimsson 2, Elfas Jónasson 2, Ólafur Ólafsson 2, Stefán Jónsson
3, Guðmundur Haraldsson 1, Þórir Gfslason 1, Hörður Sigmarsson
2, Gunnar Einarsson 2, Arnór Guðmundsson 2, Þorgeir Haralds-
son 1.
LIÐ FH: Hjalti Einarsson 4, Birgir Björnsson 2, Viðar Sfmonar-
son 3, Gils Stefánsson 1, Arni Guðjónsson 2, Auðunn Óskarsson 3,
Jón Gestur Viggósson 1, Ólafur Einarsson 2, Örn Sigurðsson 2,
Gunnar Einarsson 3, Þórarinn Ragnarsson 1.
Rafha-hlaupið
FYRSTA Rafha-hlaup barnaskól-
anna í Hafnarfirði á þessum vetri.
fer fram laugardaginn 12. janúar
n.k. Hefst það stundvíslega kl.
13.00 við Lækjarskólann. Fyrir-
komulag hlaupsins verður eins og
í fvrra. Víðistaðaskólinn sigraði
bæði i pilta- og stúlknaflokki i
hlaupinu. sem frani fór s.l. vor. en
þátttakendafjöldi i hlaupi þessu
hefur jafnan verið nnkill og
keppni tvfsýn og verður það
örugglega einnig að þessu sinni.
Það er Frjálsíþróttadeild FH. sent
umsjón hefur með hlaupinu.
Luther kvaddi
með sigri
LUTHER Gollege lék sinn síðasta
leik hér á landi í fyrrakviild. And-
slæðingarnir voru úrvalslið
K.K.L og Luther sigraði með !II
sligi gegn 73. fsl. liðið átti aldrei
miiguleika til sigurs I þessum
leik. Luther lék fyrri hálfleikinn
mjiig vel, og áberandi var hin
frába'ra hittni þeirra úr langskot-
um. Eg heltl, að ekki hafi komið
hingað til lands lið með aðrar
eins skyttur.
Luther hafði yfir í hálfleik
53:27. Yfir hiifuð álti ísl. liðið
slakan leik, sérstaklega í fyrri
hálfleik, en undir lokin lifnaði
heldur yfir liðinu og náði það þá
að sýna marga injiig skemmtiiega
kal'la og minnkaði forskot Luther
þá uin ein 14 stig.
Það eina, sein undirntuðum
finnsl ekki nógu gott við þessa
heimsókn. er það. að ekki skuli
nema tieplega helmingur leik-
manna úr 1. deildar liðunum
mæta til að sjá þetta lið. Lið. sem
margt var hægt að læra af. K.t.v.
telja isl. kiirfuktiattleiksmenn sig
kunna nóg. og ekki þurfa að fylgj-
ast meðþótt við fáum hingað upp
gott háskólalið frá Handarikjun-
um. Eg þori þó að fullyrða. að
tnargir þeirra. sem ekki sáu þetta
lið leika llér á landi. hefðu geta
Uert mikið af að sjá lil þeirra.
gk.
lokaði
FH
Sem fyrr greinir fengu
Haukarnir lítil tækifæri i þessum
leik. Veikleiki liðsins virðist fyrst
og fremst vera skortur á lang-
skyttum, en Hörður er eini leiks
maður liðsins, sem getur skotið af
færi, en FH-ingar komu jafnan
timanlega út á móti honum.
Ólafur reyndi einnig nokkrum
sinnum lágskot sín, en Hjalti
kunni greinilega á þau, og var
kominn i stöðu um leið og Ólafur
skaut. Stefán Jónsson var beztur
Haukanna í þessum leik. Hann
reyndi að brjótast i gegnum vörn
FH-inganna, en varð ekki mikið
ágengt enda má enginn sín við
margnum. Þá stóð Gunnar Einars-
son sig allvel i markinu, einkum
til að byrja með, en engin von var
til þess að hann réði við mörk
FH-inganna úr hraðaupphlaup-
unum.
1 STUTTU IVlALI
íslandsmótið 1. deild.
Iþróttahúsið Hafnarfirði 7. jan.
Urslit: Haukar — FH 13—21
(6—9).
GanKur leiksins:
>Iín. liaukar Fll
2. 0:1 Örn
3. 0:2 Gunnar
12. 12. 1:2 1:3 ölafur
14. 1:4 Gunnar
16. Arnór 2:4
18. 2:5 Ami
19. 2:6 Gunnar
21. 2:7 Viðar
22. Hörður 3:7
24. Guðmundur 4:7
25. 4:8 Viðar
27. Hörður 5:8
29. Sigurður 6:8
3«. 6:9 Viðar
32. Hálflcikur: 6:10 Birgir
34. 6:11 Auðunn
35. 6:12 Viðar
38. 6:13 Ami
40. 6:14 Viðar
41. 6:15 Gunnar
44. 6:16 Gunnar
Gunnar Eínarsson stekkur upp og skorar eitt marka sinna í leikn
um, án þess að Hörður Sigmarsson fái hindrað hann.
Hjalti Einarsson, hetja FH-liðsins f leiknum við Hauka fær sér
vatnssopa, meðan félagar hans sækja að Haukamarkinu.
Mörk Hauka: Hörður Sigmars-
son 4, Stefán Jónsson 4, Arnór
Guðmundsson 2, Sigurður Jóa-
kimsson 1, Guðmundur Hai'alds-
son 1, Þórir Gfslason 1.
Mörk FH: Gunnar Einarsson 7,
Viðar Simonarson 6, Arni Guð-
jónsson 2, Ólafur Einarsson 2.
Örn Sigurðsson 2, Auðunn Ósk-
arsson 1, Birgir Björnsson 1.
Brottvísanir af velli: Auðunn
Óskarsson, Örn Sigurðsson, Þór-
arinn Ragnarsson og Gils Stefáns-
son, allir úr FH i 2 min. og Sigurð-
ur Jóakimsson, Haukum i 2 min.
Misheppnuð vítaköst: Hjalti
Einarsson, FH, varði vítakast frá
Herði Sigmarssyni á 6. inín., og
frá Ólafi Ólafssyni á 42. mín.
Gunnar Einarsson, Haukum,
varði vitakast fráGunnari Einars-
syni á 9. mín. og Viðari Símonar-
syni á 10. mín.
Dómarar: Sigurður Hannesson
og Gunnar Gunnarsson. Þeir
dæmdu yfirleitt með ágætum. Það
eina, sem má að finna hjá þeim.
var, að ekki var nógu mikið sam-
ræmi í dæmingu vítakasta. Undir
lokin dæmdu þeir nokkur víta-
kiist, en fyrr i leiknum hiifðu slík
brot aðeins gefið aukakiist._ (i.
45. Hörður
45.
48.
5«.
51. Hörður
53. Stofán (v)
54. Stcfán (v)
54.
56.
58. Stofán(v)
59. Þörir
60. Stofán (v)
7:16
7:17 Viðar(v)
7:18 (iunnar
7:19 (iunnar
8:19
9:19
10:19
10:20 Orn
10:21 Ölafur
11:21
12:21
13:21
Staðan
Staðan í 1. deild íslands-
mótsins í handknattleik er nú
þessi:
FH 7 7 0 0 155—109 14
Valur 5 4 0 1 100—88 8
Vikingur 6 3 0 3 124—124 6
Haukar 7 2 2 3 130—144 6
Fram 6 13 2 112—113 5
Armann 7 2 1 4 100—108 5
Þór 5113 85—102 3
ÍR 7 1 1 5 126—144 3
Markhæstu leikmenn móts-
ins eru eftirtaldir:
Viðar Símonarson, FH 45
Gunnar Einarsson. FH 43
Hörður Sigmarsson, Hauk-
um 42
Axel Axelsson. Fram 41
Agúst Svavarsson, ÍR 38
Einar Magnússon, Víkingi 36
Gfsli Blöndal, Val 31
4'ilhjálmur Sigurgeirsson,
ÍR 29
Sigtryggur Guðlaugsson,
Þór 28
Stefán Jónsson, Haukum 26
Hörður Kristinsson.
Armanni 25
Finanger
heiðraður
í HÓFI Körfuknattleikssam-
bandsins í fyrrakvöld var Kent
Finanger þjálfari Luther Coll-
ege heiðraður fyrir starf sitt til
eflingar isl. körfuknattleik.
Var Finanger afhent heiðurs-
merki K.K.Í. og er hann fyrsti
útlendingurinn, sem það
merki hlýtur. Þeir, sem fyigzt
hafa með starfi þessa mattns í
sambandi við eflingu isl.
körfuknattleiks, vita. að hann
hefur ávallt verið tilbúinn að
aðstoða okkur ef til hans hefur
verið leitað, og sennilega er
erfitt að finna þann mann. sem
myndi teija, að hann verð-
skuldaði ekki þennan þakk-
lætisvott frá K.K.I.
GK.