Morgunblaðið - 09.01.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.01.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9, JANUAR 1974 Torfi Einarsson —Minningarorð Hann ver fæddur 24. ágúst 1907, að Tannanesi í Önundarfirði og ólst þar upp. Hann varð bráð- kvaddur á nýársdagskvöld og er til moldar borinn í dag, miðviku- dag, frá Þjóðkirkjunni í Hafnar- fírði. Með því að styttra er milli fjöru og fjalls á Vestfjörðum en víðast annars staðar á landinu, hefur lífsbaráttan þar verið háð af hinni mestu hörku og hagsýni, bæði á sjó og landi, og verið hin kröfu- þyngsta um alhliða atgervi sveína, sem þar ólust upp, og þess vegna bæði harður og hollur skóli til karlmennsku og manndóms í hvívetna. atgervi Torfa Einars- sonar var slíkt á öllum sviðum að hann var einsogskapaðurtil bar- áttu í erfiðu umhverfi. Hann var snemma í allra fremstu röð um hreysti, afl og harðfengi. Þar fór sarnan ótrúlega mikil snerpa og óbilandi þol á æskuárum. Sízt var því að undrast, að sótzt var mjög eftir Torfa, hvar sem hann hafði unnið, bæði á sjó og landi. Hann var vaj't af barnsaldri, þegar hann fór fyrst í skiprúm á vetrarvertíð. Um tvítugt hóf hann jarða- bætur fyrir búnaðarfélagið í Mosvallahreppi og Flat- eyrarhreppi, og var það fyrsta jarðvinnsla þar um slóðir með vélknúnu jarðræktartæki. Að þessari túnasléttun vann hann kappsamlega um tíu ára skeið, vorið allt, sumarið að mestu og fram á haust. Sömu jarðrækt- arstörf vann hann einnig víðar um Véstfirði. Strax á æxkuárum og jafnan síðan var það trú- mennskan, mikið kapp og mikil afköst, sem einkenndu allt starf Torfa, svo og hans framúrskar- andi greiðvikni við hvern og einn. Nokkurs þarf við til að halda trakt or í vinnufæru ástandi við mikla notkun, og kom sér þá vel, sem oftar, að Torfi var hagur á allt, sem hann tók höndum til, og mjög sýnt um að fást við vélar, bæði á sjó og landi. Og allra manna var hann tregastur til að gefast upp við verkefnin. Síðan lá leiðin suður. Torfi sett- ist að á Hlébergi við Hafnarfjörð ásamt konu sinni, Auðbjörgu Tryggvadóttur frá Kothvammi í Húnavatnssýslu. Stundaði hann nú smiðar í trésmiðju Reykdals. Gróðurhús reistu þau á Hlébergi, enda hafði húsmóðirin menntað sig til garðyrkjustarfa og lagt um skeið stund á garðyrkju. Vorið 1952 fluttust þau hjón ásamt ungum syni sínum að Tungukoti á Vatnsnesi. Þarþurfti ntjög að taka til hendi um ræktun og byggingar. Erfiðir voru að- drættir upp f afdal, og vegurinn ekki lagður þangað fyrr en íbúð- arhúsið hafði verið reist. Islendingar telja sig lánsmenn að hafa nóg af fersku lífslofti í kring um sig, kryddað gróðurilmi á sumrin. Við, sem njótum þess- ara ómetanlegu gæða í fullum mæli, skiljum lítt þjáningar þeirra, sem andarteppa — asmi — herjar á, og nær því útiiokar öndun í köstum. Slfkan sjúkdóm tók Torfi Einarsson fyrir tæpum tveimur áratugum. Urðu and- þrengslin enn aðgangsharðari um gróðurtímann, svo að hann neyddist til að taka endan- lega þá ákvörðun að hlíta læknisráðum og hverfa frá gróðurlendinu og til sjávar, flutti sig og fjölskyldu sína til Hvammstanga og vann þar við kaupfélagið um tíma, rétt eins og hann hefði aldrei stundað annað en verzlunarstörf. Skúli kaupfé- lagsstjóri spurði mig hvað eftir annað: Hvernig á ég að fara að því að halda í hann Torfa? Ég svaraði, að sonur hans væri í þann veginn að hefja mennta- skólanám.og væri því flutningur suður ákveðinn. Enda fór það svo. Torfi hafði á æskuárum verið tvo vetur f Laugaskóla í Þingeyj- arsýslu við mjög góðan orðstír, og fýsti mjög að halda áfram, en mat meira að styðja foreldra sína í lifsbaráttunni. Uppbót fyrirþessa öfullnægðu námsþrá fann hann i' gleðinni yfir því að auðnast að styðja son sinn til náms og sjá hann og tengdadóttur sína komir. áleiðis á _háskólabrautinni. Sjálf- ur reyndi hann jafnan að nota stopular frístundir sínar til lestr- ar; hann hafði yndi af ljóðum, orti laglega á yngri árum, þótt dult færi. Síðustu árin og til æviloka vann Torfi við olíusölu f Nesti f Foss- vogi, þótt heilsu væri nokkuð tek- ið að hraka þrátt fyrir læknismeð- ul og meðferð. Ötulleiki hans og öryggi var alltaf hið sama. Höfðu þau hjón fyrir nokkrum árum fest kaup á nýrri íbúð í Hafnarfirði.. Ég votta nánustu ástvinum Torfa innilega samúð í söknuði þeirra. Allir, sem þekktu hann, munu geyma minningu um traustan og góðan dreng. Helgi Tryggvason. Hannes Stefánsson skipstjóri—Minning f.2.7. 1892 d. 2.1. 1974. Þegar ég nú hugsa um allar samverustundirnar, sem voru ljúfar og góðar, þá hlaðast upp svo margar, sem vert væri að minnast, en ég tek þær síðustu, sem eru mér einkar ljúfar og kær ar. Við fórum saman síðastliðið sumar á minn fæðingarstað að Fossi i Suðurfjörðum — ferð, sem við höfðum svo oft talað um að fara. Þar þekkti hann allt og gat frætt mig um svo margt, sem ég hafði svo gaman af að heyra, því ég var barn þegar við fluttumst þaðan. Hann var sá í fjölskyld- unni, sem bjó yfir ótæmandi fróð- leik um foreldra, fjölsskyldu og bernskuár okkar yngri systkin- anna, þess vegna er nú stórt skarð við fráfaíl hans. Hann var hinn góði bróðir, sem alltaf leysti úr spurningum manns og tilbúin að gefa holll ráð. En ég er þakklát fyrir hvað hann fékk að vera lengi með okkur. Hannes var gæfumaður í sínu lífi, hann eignaðist þrjár konur: sem allar reyndust honum vel og voru fyrirmyndar húsmæður. Með sinni fyrstu konu, Katrínu Árnadóttur, eignaðist hann einn son Guðmund, sem var hans auga- steinn og þeir mjög samrýndir og góðir félagar. Katrín lézt eftir aðeins nokkurra ára hjónaband. Næsta kona Hannesar var Rann- veig, þekkt kaupkona i Stykkis- hóimi, þeim varð ekki barna auð- ið, en ólu upp systurson okkar Ragnar Franzson, sem Hannes reyndist sem bezti faðir. Rann- veig lézt árið 1940. Þriðja kona han var Sigríður Einarsdóttur og eftir lát hennar árið 1967 fluttist hann á Hrafnistu. Hannes bar þar hlýjan hug til þeirra vina er hann kynntist á Hrafnistu og reyndust honum vel siðustu árin, sem hann dvaldist þar. Og veit ég, að það hefur verið gagnkvæmt, því öll- um, sem kynntust honum, þótti vænt um hann, því þar sem góðir mdnn fara þar eru Guðsvegir. Blessuð sé minning míns ást- kæra bróður. Jóhanna Stefánsdóttir. Engin samþykkt varðandi olíusjóðinn í FRETT blaðsins i gær um að sjávarútvegsráðherra hefði farið þess á leit við LÍU, að ákveðinn hundraðshluti af útflutningsverð- mæti loðnu rynni í svonefndan olíusjóð, var sagt, að sjómanna- samtökin hefðu samþvkkt þessa ráðstöfun fyrir sitt leyti. Loftur Júlíusson, formaður Skipstjóra- og stýrimannaféiags- ins Öldunnar, sagði blaðinu i gær, að þetta væri ekki rétt hvaðsnerti skipstjórnarfélögin. Engin ,sam- þykkt hefði verið gerð hjá þeim varðandi þetta mál. t Bróðir minn, t Móðirokkar SIGMUNDUR GRÍMSSON, gullsmíðameistari, JÓNÍNA LOFTSDÓTTIR Vancouver, Canada, andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 8. janúar. andaðist 27 desember 1973 Viktoría Daníelsdóttir Bjarni Daníelsson Bárður Daníelsson. Leifur Grímsson. t Bróðir okkar, Af alhug þökkum við auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall og jarðarför PÁLL KRISTMUNDSSON, RÓBERT ARNARS KRISTJÓNSSONAR, frá Goðdal, Grettisgötu 98, Látraströnd 30. Eiginkona, börn, móðir, systkini, tengdafaðir og tengdasystkini. andaðist 4. jan. í Borgarsjúkrahúsinu. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju, föstudaginn 1 1, jan. kl 1 0.30. Systkini og aðrir vandamenn. t Sonur minn og bróðir okkar Hjartans þökk fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐMUNDUR SIGURÐSSON elskulegs eiginmanns míns, sonar, bróður og tengdasonar, vistmaður Arnarholti BJARNA JÓNS ÞORVALDSSONAR, sem lést 1 janúar sl verður jarðsettur fimmtudagjnn 10. janúar kl 10,30f.h frá Fossvogskirkju. Digranesveg! 115. Sesselja Guðmundsdóttir Linda Ágústsdóttir, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. Sigurlaug Sigurðardóttir Jón Sigurðsson Kristín Sigurðardóttir. t Þökkum auðsýnda vinsemd og samúð við fráfall og jarðarför móður t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa okkar, tengdamóður og ömmu, ALEXANDER BRIDDE HALLFRÍÐAR EINARSDÓTTUR bakarameistara Bárugötu 8 Steinunn Sigurðardóttir, Sigurjón Guðmundsson, fer fram-frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 10 janúarkl 13.30 Sigfriður Sigurðardóttir, Vilhjálmur Valdimarsson,. Blóm vinsamlegast afþökkuð, þeir sem vildu minnast hans er bent á Guðrún Sigurðardóttir, Mágnús Þór Mekkinósson, Sigríður Ben Sigurðardóttir, Sigurgeir Gíslason, Rauða Kross íslands ^ Lúðvík Lúðvíksson, Anna Laufey Þórhallsdóttir Þórdis Bridde og barnabörn. börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar,. tengdamóðir og amma, LAUFEY ÓSK JÓNSDÓTTIR, Krókatúni 5, Akranesi, er andaðist 2 janúar, verður jarðsungin frá Akraneskirkju fimmtudagmn 10 janúar, kl 2. Þeim. er vildu minnast hinnar látnu, er bent á sjúkrahús Akraness. Kristín Magnúsdóttir, Svanberg Ólafsson, Ingibjartur Þórjónsson og börn. t GUÐJÓNJOH^NNESSON, Tangagötu 1 5, ísafirði, er andaðist að sjúkradeild Hrafn- istu 1. janúar sl. verður jarð- sunginn finntudaginn 1 0. janúar kl 3 e.h. frá Fossvogskirkju. F.h barna og annarra ættingja, Sigríður Gísladóttir, Þröstur Guðjónsson. Útför JÓNS BRYNJÓLFSSONAR verzlunarmanns Stykkishólmi fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10 janúar kl 1 3 3C) Systkinin. t Þökkum innilega auðsýnda sam- úð og hlýhug við andlát og útför DAVÍÐS FRIÐRIKSSONAR frá Gamla-Hrauni, B-götu 24 Þorlákshöfn, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Jóhann Daviðsson, Guðbjörg og Þóra Davíðsdóttir, Haukur Benediktsson og systkini hins látna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.