Morgunblaðið - 09.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1974, Blaðsíða 14
14 Bragi Sigurjónsson: MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. JANUAR 1974 jT A að afhenda völd Alþingis ráðum og nefndum? Völd eru mörgum eftirsóknar- verð, og á fáu ber kannski meir i þjóðlífi okkar nú en valdsókn ráða og nefnda. Varla er nokkurt ráð eða nefnd fj'rr stofnað af rik- isvaldinu t.d. en það fer að seilast eftir meira og meira valdsviði en nokkur ætlan var í upphafi þeirra, er að stofnun þess stóðu, og er þá ekki ósjaldan, að sótt er á hendur Alþingis, reynt að fá laumað til samþykktar frumvarpi að lögum, sem færi hluta af ákvörðunarvaldi Alþingis yfir í hendur ráðsins eða nefndannnar, sem um er að ræða hverju sinni. Þetta er miklu varhugaverðari valdtilflutningur en margir gera sér ljóst, jafnvel sumir alþingis- menn, sem ættu þó að hafa þann metnað fyrir Alþingi að standa vörð um völd þess og valdsvið. Er þar fyrst að nefna, að ráðin og nefndirnar bera enga svipaða ábyrgð gagnvart alþjóð sem Al- þingi og alþingismenn, sem starfa að öllum alþingismálum fyrir opnum tjöldum, hljóta og verða að þola gagnrýni kjósenda og hafa af því hitann í haldinu. Ráð og nefndír starfa nánast á bak við hulinstjöld um margt og skáka oft í því skjóli, að gagnrýnissmá- sjá almennings nær ekki til þeirra. Nú má enginn skilja orð mín svo, að ráð og nefndir séu ekki nauðsynlegar stofnanir til. úr- lausnar ýmsum verkefnum, en hinu skyJdí hvorki þjóðkjöríð þing né þingkjörin stjórn gleyma, að þeirra er og á að vera valdið í lýðræðisþjóðfélagi, þar sem menn á að vega og meta eftir verkunum og beitingu valdsins, og það á ekki að afhenda mikilsverða valdaþætti úr hendi þessara þjóð- völdu fulltrúa þess. Ráð og nefnd- ir eiga fyrst og fremst að vera ráðgefandi og leiðbeinandi, og sem slík geta þau vissulega líka verið áhrifarík, en úrslitavaldið á að liggja i hendi þings og stjórnar, þar sem ábyrgðin liggur almenn- ingi í augum uppi. Annars verður lýðræðinu hætt. Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp til laga um verndun Mývatns og Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu, og er frumvarpið sagt samið á vegum Náttúruverndarráðs. Áður hefir þetta frumvarp eða lfk gerð þess verið flutt tvisvar á alþingi, upphaflega að undirlagi og áeggj- an Landeigendafélags Laxár- og Mývatnsjarða, meðan Laxárdeil- an svonefnda stóð sem hæst. Frumvörpin hafa hins vegar ekki náð fram að ganga, og er vísast, að meirihluta alþingismanna hafi þótt Náttúruverndarráði ætlað fullmikið vald í frumvarpi þessu, en þar segir í upphafi 3. greinar, að á umræddu lundsvæði sé hvers konar mannvirkjagerð og jarð- rask óheimilt, nema leyfi Nátt- úruverndarráðs komi til. En hið umrædda landsvæði er sam- kvæmt 2. gr. frumvarpsins þannig skilgreint: „Ákvæði laganna taka til Skútustaðahrepps og Laxár með hólmum og kvfslum allt að ósi árinnar við Skjalfanda, ásamt 200 metra breiðri strandlengju með báðum bökkum Laxár.“ I upphafi frumvarpsins er tilgang- urinn með frumvarpsgerðinni sagður sá, að stuðla að verndun Laxár- og Mývatnssvæðisins. En í því banni við allri mann- virkjagerð og jarðraski, sem felst í 3. gr. frumvarpsins, nema leyfi Náttúruverndarráðs komi til, er það m.a. fólgið, að Alþingi réði því ekki lengur, ef frumvarpið yrði samþykkt, hvort frekari vatnsvirkjun færi fram í Laxá. Alþingi afsalaði sér því valdi til Náttúruverndarráðs. Nú eru margar hliðar á vatnsvirkjunum aðrar en náttúruverndarlegar, og því afar hæpið, svo ekki sé tekið dýpra í árinni, að Náttúruvernd- arráði sé falið sjálfdæmi um viss- ar virkjunarframkvæmdir, þótt sjálfgert þyki að hafa álit þess til hliðsjónar. Þá felst í frumvarpinu það, að bændur í Skútustaðahreppi öll- um, svo og aðrir, er þar búa eða hafa atvinnurekstur með höndum (þar á meðal Kfsilgúrverksmiðj- an), mega enga mannvirkjagerð gera né jarðrask fremja, nema leyfi Náttúruverndarráðs komi til. Leyfilegt á þó að vera að byggja samkvæmt samþykktu skipulagi, enda hafi Náttúru- verndarráð samþykkt það, og teljist framkvæmdir nauðsyn- legar vegna búreksturs, þarf ekki sérstakt leyfi Náttúruverndar- ráðs fyrir þeim. Hver eða hverjir eigi að meta nauðsyn fram- kvæmdanna fyrir búreksturinn er ekki skilgreint. A hinni 200 m breiðu strandlengju Laxár gilda sömu reglur og í Skútustaða- hreppi. Samkvæmt upplýsingum í greinargerð, sem fylgir frumvarp- inu, hefir það verið borið undir hreppsnefnd Skútustaðahrepps og „Landeigendafélag Laxár- og Mývatns ', eins og það heitir í frumvarpinu, og tjá báðir aðilar sig eindregið fylgjandi samþykkt þess, en hreppsnefndir Reykdæla- og Reykjahreppa hafa ekki anzað umsagnarbeiðni og hreppsnefnd Aðaldælahrepps telur sérstaka löggjöf um verndun Laxár ekki nauðsynlega. Fyrir ókunnuga er rétt að upplýsa, að Laxá i Suður- Þingeyjarsýslu rennur að lang- lengstum hluta um Reykdæla-, Aðaldæla- og Reykjahrepp. þótt upptök hennar séu f Skútustaða- hreppi. Athyglisvert er, að svo virðist sem frumvarpið hafi ekki verið borið undir bæjarstjórn Akureyr- ar til umsagnar, en svo sem kunn- ugt er á Akureyrarkaupstaður, ásamt rikinu að hluta, lang- stærstu mannvirki við Laxá, þar sem Laxárvirkjun er. Ekki virðist heldur hafa verið hirt um að leita umsagnar Laxárvirkjunarstjórn- ar, en hins vegar er tekið fram, að annar sáttamaðurinn í síðustu sáttanefnd Laxárdeilu, Egill Sig- urgeirsson hri., hafi látið umsögn í té. Þá er álits stjórnar Kísilgúr- verksmiðjunnar auðsjáanlega ekki leitað né eigenda Reykjahlíð- artorfu, en þeir hafa mikla mann- virkjagerð við Mývatn, hótel- rekstur með meiru, sem sífellt kallar á endurgerðir, og ekki ósennilegt, að þeim þyki umhend- is að Iúta boði og banni Náttúru- verndarráðs í einu og öllu, þótt þeir væru fúsir til og teldu vafa- laust raunar sjálfsagt að hafa við þaðsamráð og samvinnu. Engum, sem vel þekkir til mála á Laxár- og Mývatnssvæði, dylst, að frumvarp þetta er runnið und- an rótum þeirra, sem koma vilja með bindandi lagasetningu í veg fyrir, að fullnaðargerð Laxár- virkjunar III nái fram að ganga, þ.e. að i Laxárgljúfrum við Brúar verði reist 20—23 m há stífla, en sú mannvirkjagerð er alger for- senda þessaðLáxárvirkjanirþær sem nú hafa verið gerðar, verði öruggar til orkuframleiðslu. Síð- an hafa góðir og gegnir náttúru- verndarmenn, sem ekki hafa full- kannað, hvað hangir á spýtunni, tekið þetta fóstur til meðgöngu og burðar á Alþingi, og er það hrekk- leysi ekki mannlýti út af fyrir sig, en þó verður að leggja ríkisstjórn og alþingismönnum þær skyldur á herðar, að í upphafi skyldi end- inn skoða. Nú brenna semsé orku- vandræðin á Norðlendingum, og um það er engum blöðum að fletta, að ódýrasta, fljótgerðasta og öruggasta úrbótin, sem þar er hægt að gera á þessu ári, og gera nothæfa þegar að vetri, er að full- ljúka Laxárvirkjun III. Þar má því ekki setja ótímabærar laga- fætur fyrir. Slíkt væri að bregðast hagsmunum almennings á Norð- urlandi og raunar á landinu öllu, þvl að með þvl að hindra fullnað- argerð Laxárvirkjunar III er ver- ið að láta ónýttar hundruð millj- ónir króna, sem þegar hafa verið lagðar í virkjunina, en koma ekki til gagns nema virkjunin verði fullgerð. Þessar hundruð milljón- ir k;róna eru að sjálfsögðu teknar úr vasa alþjóðar, og þjóðin öll yrði að láta sér blæða fyrir, ef þeim væri kastaðtil einskis. í upphafi þessa greinarkorns vakti ég athygli á tilhneigingum nefnda og ráða til að sölsa undir sig völd Alþingis og ríkisvalds. Ég benti á, að þetta væri varhugavert og hvers vegna það er varhuga- vert. Nú er oft talað um, að virð- ing og reisn Alþingis fari minnk- andi, m.a. vegna ofurvalds flokk- anna. En það skyldi aldrei vera, að sífelld ásælni nefnda og ráða í völd, sem hafa heyrt og eiga að heyra Alþingi til, hafi höggvið hættulegri skörð í reisnarmúrinn en flokkavaldið? Alþingismenn verða að halda vörð um völd og virðingu Alþing- is, og þar þurfa þeir ekki sízt að gæta sín fyrir valdaásælni nefnda og ráða. Þeir skyldu vera minnug- ir þess, að beri þeir ekki virðingu fyrir völdum Alþingis og standi vörð um þau, gera aðrir það tæp- ast heldur. Hvar halda menn, að það geti t.d. endað, ef Náttúru- verndarráði er veitt einræðisvald yfir virkjun allra fallvatna á ís- landi, Búnaðarþingi einræði um alla lagasetningu varðandi land- búnað á islandi, L.I.U. um veiðar við island eða Atvinnurekenda- sambandinu um skipan launa og kjara? Getum við ekki verið sammála um, að á þessum málum öllum þarf að vera yfirstjórn, sem hefir aðstöðu til að sjá upp yfir þrengsl- in, eða hafi hún það ekki, þá geti almenníngur með handhægu móti veitt henni lausn I náð, svo sem hann getur við Alþingi og rikis- stjórn, og brýnt á ný vopn, sem hafa sljóvgazt. Jón Asgeirsson skrifar um tónlist: Hafliði Magnús Hallgríms- son, cellóleikari Robert Bottone, píanóieik- ari. íslenzk þjóðlög í útsetn- ingu Ilafliða Hallgríms- sonar. Claude Debussy — Sónata Leos Janacek — Ævintýri. Benjamin Britten — Són- ata í C-dúr, op. 65. Upphaf sálmsins „Grátandi kem ég nú Guð minn til þín“ er láknrænt fyrir lotningu og undir- gefni listamannsins Hafliða M. Hallgrímssonar gagnvart göfgi lónlistarínnar. Hver tónn var ekki aðeins leikinn, heldur þrung- inn lífi og tæknin ekki aðeins leikur, heldur mögnuð spennu og tign. Hafliði er mikill listamaður, sem með óslitinni þjálfun og und- irgefni við listina gefur fyrirheit um íslenzkan stórlistamann. Sem tónskáld á Hafliði skemmri leið gengna en í glímu sinni við eellóið. Þó leyn- íst ekki að hann á þar brýnt erindi að reka og bankar upp á af einurð. Utsetning- ar hans eru vel unnar, en helzt til samiitar í formi. Forspil og millispil voru stundum fjarri efniviðnum í stíl og stefgerð. I laginu „Kindur jarma í kofunum ‘ tekst Hafliða að tengja saman lag og úrvinnslu á meistaralegan hátt. Sálmalag Jóns Olafssonar frá Söndum „Grátandi kem ég nú Guð minn til þín“ var tignarlegt Fær höfundarlaun sín ekki greidd Hafliði Magnús Hallgrfmsson. og sannfærandi niðurlag þessa þjóðlagaflokks. Leikur Hafliða var allur mjög glæsilegur, þó að sónata Brittens væri án efa há- punktur tónleikanna. Það er að- eins timaspursmál hvenær sæma má Hafliða tignarheitinu „virtúós'. Robert Bottone er góður píanó- leikari, sem fróðlegt hefði verið að heyra i sjálfstæðum leik. Sam- leikur þeirra félaga einkenndist af nákvæmni og alúð. Blaðinu hefur borizt eftir- farandi samtal, sem Rigmor Hövring hefur átt við Þor- stein Stefánsson, rithöfund: — Það hefir verið mér mikið gleðiefni, segir Þorsteinn Stefáns- son, að fá fjölda bréfa heiman frá íslandi, þar sem fólk hefir látið í ljós ánægju sína með útvarpssögu mína í haust: „Framtfðina gullnu". Hitt hefir mér þótt stór- furðulegt, að íslenzka útvarpið hefir að svo stöddu ekki greitt mér grænan eyri, og heldur ekki svarað bréfum mínum, frá þvi að upplestri sögunnar var lokið. Þegar hringt var til gjaldkera- skrifstofu þess síðast, var boríð við, að ekki hefði verið vitað um heimilisfang mitt (!) (Ríkisút- varpið aðeins fengið það 7 sinn- um). Efni eftir mig hefur verið flutt í dönsku, norsku og sænsku útvarpi og auk þess hef ég samið við ýmis blöð og útgefendur víðs vegar um heim, en hvergi mætt öðru eins — að einu landi undan- skildu, nefnilega Rússlandi. Árið 1967 hafði ég þá ánægju, að kosin var saga eftir mig til birtingar í úrvalssafni þeirra danskra sagna, er ritaðar höfðu verið á tuttugustu öldinni og gefa átti út á rússnesku. En svo brá við, að eftir að bókin var komin út og ég fór að minnast á ritlaun, þá hættu Rússar að svara bréfum mínum. Ég skrifaði þeim á fjórum málum — en þeir skildu auðsjáanlega ekki lengur, hvað ég var að fara.. . Þá skrifaði ég rússneska sendiráðinu í Kaupmannahöfn og sendi bréfið í ábyrgð. Ekkert svar að heldur. Nú er mér sagt, að Rússar séu komnir í Bernarsambandið; en ennþá hefir mér engin greiðsla né nein afsökun borizt þaðan austan að. Mér þætti leitt, ef Ríkisútvarpið skyldi hafa tekið sér „mennta" ráðstafanir þessara rikja til fyrir- myndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.