Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 15. tbl. 61. árg. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1974 Prentsmiðja Morgunhlaðsins Miðausturlönd: Nú fer Kissinger að hitta Hussein — Brotið blað í samskiptum þjóða, sagði Sadat um samninginn Aswan, Tel Aviv, Beirut 18. jan. haldi þangað á morgun, laugar- , AP — NTB. dag. Séð ofan úr Öskjuhlíðinni. Ljósm. Mbl. Sv. Þ. HEN'RY Kinniger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna. átti f dag enn eiftn fund meðSadat Egypta- landsforseta, og sagði Kissinger, að næsti áfangi yrði að gengið yrði frá samkomulagi um aðskiln- að sýrlenzkra og ísraelskra her- sveita. Sagðist Kissinger fara til Damascus á sunnudag til að ræða um skipan mála á Golanhæðum, og jafnvel er búizt við, að Sadat Egyptar og Israelar: Samningurinn í höfn Kaíró og Tel Aviv, 18. janúar AP—NTB EGYPZKIR og ísraelskir hers- höfðingjar undirrituðu um hádegisbilið í dag skamkomulag það, sem Henry Kissinger, utan- Papaspyrou mótmælir Aþenu, 18. jan AP. SÍÐASTI forseta gríska þjóð- þingsins fyrir byltinguna 1967, Dimitrios Papaspyrou, fordæmdi f dag harðlega vald- hafana nýju f landinu og sagði, að stefnt væri nú rakleitt til fullkominnar harðstjórnar. Er þetta fimmta yfirlýsingin gegn stjórninni, sem út er gef- in í þessari viku. Hafa þær allar verið á þessa lund. Aðrir, sem gagnrýnt hafa hörku nýju stjórnarinnar nú sfðustu daga, eru Kanellopoulos, fvrrver- andi forsætisráðherra, Georg- es Mavros, fyrrv. ráðherra, tvenn stúdentasamtök og Sam- tök grfskra blaðamanna. í yfirlýsingu sinni hvetur Papaspyrou þjóðina til að vera æðrulausa, enda þótt ótti og uggur sé nú í flestum. Hann benti á ýmsar mjög afdráttar- lausar einræðisráðstafanir, sem gerðar hefðu verið sl. daga og líkti ástandinu við það sem var, meðan Grikkland var hernumið af Þjóðverjum. í dag sprungu sprengjur í bifreiðum starfsmanna við bandarfska og rúmenska sendiráðið í Aþenu, en um slys er ekki vitað. rfkisráðherra Bandaríkjanna, hefur átt frumkvæði að, um aðskilnað herja deiluaðila við Súezskurð og hefur þar með verið stigið mikilvægt spor í friðarátt f löndunum fyrir botni iVIiðjarð- arhafs. í Aswanog Tel Aviv undir rituðu Golda Meirog Sadat einnig afrit af samningnum. Hér á eftir fer texti samkomulagsins. A. ísraelar og Egyptar skulu virða til fullnustu vopnahléssam- komulagið, sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á fundi sínum 22. október si. B. Herir ísraela og Egypta skulu aðskildir sem hér segir. 1. Allt egypzkt herlið á austur- bakka Súezskurðar skal flutt vest- ur fyrir línuna, sem merkt er „a“ á meðfylgjandi korti. Allt ísraelskt herlið þar á meðal liðið á vesturbakka Súez og við Bittervatn skal flutt austur fyrir línu, sem merkt er,,b“ á kortinu. 2. Svæði þetta milli herja ísraela og Egypta verður vopna- hléslína, sem gætt verður af gæzlusveitum Sameinuðu þjóðanna og verða gæzlumennirn- ir áfram frá löndum, sem ekki eiga fast sæti f Öryggisráði S.Þ. 3. Takmarkað herlið og hergögn verða á svæðinu frá egypzku lín- unni aðSúezskurði. 4. Svæðið milli herja ísraela og lfnunnar, sem merkt er „c“ á kortinu, sem ligggur meðfram fjöllunum, þar sem Gidi og Mitla- stöðvarnar eru, skal á sama hátt hlýta takmörkunum um herlið og hergögn. 5. Gæzlusveitir S.Þ. munu fylgjast með, að áðurnefndum ákvæðum verði hlýtt í, samvinnu við fulltrúa Egypta og israela. 6. Flugherir aðila fá að athafna sig án fhlutunar upp að áður- nefndum línum. C. Nákvæm framkvæmdaráætl- un um aðskilnað herjanna skal samin af hernaðarráðgjöfum aðila, og skulu þeir hittast við kólómetra 101 ekki síðar en 48 klukkustundum eftir undirritun þessa samkomulags og ljúka störf- um innan 5 sólarhringa frá þeim tíma, og skal aðskilnaður herja byrja 48 klukkustundum eftir að framkvæmdaráætlun liggur fyrir og skal lokið ekki síðar en 40 dögum eftir að hún hefst. Dl Samkomulag þetta ber ekki að skoða sem endanlegt friðarsam komulag Egypta og ísraela. Það er fyrsta skrefið í átt til varan- legs, réttláts og endanlegs friðar í samræmi við skilmála ályktunar Öryggisráðs S.Þ. nr. 338 og innan takmarka friðarráðstefnunnar í Genf. Kissinger mun ræða við Hussein Jórdaniukonung á morg- un i hafnarborginni Aqaba, og sfðla sunnudags heldur hann heimleiðis. Opinberlega hefur ekkert verið sagt um samning Egypta og Ísra- ela í Sýrlandi, en haft er fyrir satt, að Assad forseti hafi látið í ljós ótta um, að israelar myndu ráðast á Sýrland, þegar gengið hefði verið frá samkomulaginu við Egypta. Þá mun irakstjórn hafa gefið hersveitum sínum skipun um að snúa aftur til víglínunnar i Sýr- landi, en þær voru kvaddar heim, eftir að Assad féllst á vopnahléið. Kissinger og Sadat glaðir Bæði Kissinger og Sadat voru glaðir og reifir, þegar þeir hittust í dag og fulltrúar israela og Egj'pta höfðu undirritað sam- komulagið. Sagði Sadat, að með samningunum væri brotið blað i samskiptum þessara þjóða. Kiss- inger og Sadat kvöddust síðan með miklum virktum, er sá fyrr- nefndi hélt áleiðis til fundar við Jóradaníukonung. Stjórnarandstaðan í ísrael mót- mælir Fulltrúar ísraelsku stjórnar- andstöðunnar hófu í daggagnrýni á samkomulagið og sög-ðu, að staða Israela hefði veikzt að mun við þessa samkomulagsgerð. Aft- ur á móti segja erlendar frétta- stofnanir, að almennt hafi virzt ánægja í landinu með samkomu- lagið. Solzhenitsyn svarar: Dýrsleg hræðsla vald- hafa við uppljóstranir Moskva 18. janúar AP. RITHÖFUNDURINN Alexander Solzhenitsyn lét f dag vestrænum fréttamönnum f té stutta yfir- lýsingu um rógsherferð þá, sem nú er farin gegn honum af opin- berum aðilum í Sovétrfkjunum. Þar segir, að stjórnendur f Kreml haldi sér rfgfast í blóði drifna fortfðina og hin harkalegu við- brögð við hinni nýju bók hans séu sprottin af dýrslegum ótta við uppljóstranir. Þetta er fyrsta svar rithöfundarins sfðan hert var á áróðri gegn honum eftir að verk hans „Archipelag Gulag" var gefið út f Frakklandi. I morgun birtust í lesendadáiki blaðsins Sovietskaya Kultura bréf frá fjórum sovézkum listamönn- um, þar sem hart er deilt á Solzhenitsyn og hann kallaður föðurlandssvikari og öðrum álíka nöfnum. Þessir listamenn eru Lev Kerbel, myndhöggvari og Lenin- verðlaunahafi, Boris Zakhava, leikari og leikstjóri, V. Sizko, tón- listarmaður og Lebedenko, sem er ættaður frá Rostov. Er sá síðast- nefndi einna illyrtastur og segist ekki skrifa bréfið til að „reyna að höfða til samvizku Solzhenitsyns, því að hvaða samvizku getur sá maður haft, sem hefur svikið föðurland sitt og raunar allt, sem vað lifum og hrærumst i“. í yfirlýsingu sinni segir SoLzhenitsyn: „Eg hafði revndar ekki búizt við svo harkalegri af- neitun, sem þar með felur f sér hálfvelgjulega játningu. Leið- togarnir dylja kjarn'a málsins fyrir lesendum blaðanna i her- ferð sinni og Pravda lýgur og seg- ir, að rithöfundurinn líti á allt með sömu augum og þeir, sem hengdu byltingarsinnaða verka- menn og bændur. Nei, það gerir hann ekki, héldur með augum þess, sem þeir píndu og líflétu." segir Solzhenitsyn og kvaðst vona, að sá tími kæmi, að þessi bók fengi að koma út f Sovétríkjunum og alténd vissi hann, að hún myndi verða Iesin mikið og víða i föðurla^di sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.