Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 12 Júlíus S. Ólatsson framkvæmdastjéri: ^pil f* og verðlagsákvaeði Við búum á tslandi við svonefnt blandað hagkerfi, þar sem mark- aðsbúskapur á þó að vera hin al- menna regla I viðskiptalífinu. Markaðsbúskapur byggist á vald- dreifingu, þ.e. þvf valdi er dreift til heimilanna, sem ákveður neyzluna og þar með framieiðslu og/eða innflutning. i Aðalmarkmið kerfisins er að1 uppfvlla óskir og þarfir neytand- ans á markaðnum, þ.e. að sjá hon- um fyrir nægilegri þjónustu og vöruframboði. Þessi þjónusta er f flestölium tilfellum aðeins veitt gegn greiðslu og helzti mæli- kvarði á hæfni fyrirtækjanna í þessu starfi er ágóðinn og vfk ég að þvf síðar. Til þess að slíkt kerfi starfi sem bezt, þarf að uppfylla viss skilyrði í þjóðfélaginu, s.s. að fyrir hendi sé réttur fólks til frjálsrar atvinnu, frelsi til að- stofna fyrirtæki, örva þarf verð- samkeppni og samkeppni al- mennt, án þessarra forsenda starfar markaðsbúskapur ekki, sem skyldi. Eins og flestir vita hefur þó tiltölulega stór hluti bióðarbú- skaparins, verið tekinn út úr markaðsbúskapnum, s.s. fræðslukerfið, heilbrigðiskerfið,. póst-, síma- og rafmagnskerfið, vín- ogtóbakssalan.sala flest allra landbúnaðarvara og margt fleira. Er næsta furðulegt hve fá- ar raddir heyrast um, að það sé þörf á að endurskoða fyrri ákvarðanir í þessum efnum og láta markaðslögmálin stjðrna meiru en gert er, t.d. við innflutn- ing og dreifingu landbúnaðar- vara, svo eitthvað sé nefnt. Hlutverk ágóðans- og mikilvægi I markaðsbúskap hefur ágóðinn ákaflega miklu hlutverki að gegna, en ágóðahugtakið hefur orðið fyrir miklum árásum vinstri manna, m.a. vegna þess að þeir telja, að aðstaðan til að afla ágóða hafi alvarlegar afleiðingar fyrir boðskap þeirra um jafna tekju- skiptingu, án þess að ég fari nán- ar út i þá sálma hér. Hér á eftir er miðað við ágóðahugtak, sem kalla má áhættuþóknun, þar sem laun eiganda og markaðsvextir eru dregnir frá venjulegum ágóða fyrirtækjanna. Hæfilegur ágóði er fyrst og fremst langtímamark- mið. Stjórnandi fyrirtækis í mark- aðsbúskap verður að vera sívak- andi fyrir þessu markmiði, ann- ars getur tap í dag þýtt atvinnu- leysi fyrir hann og starfsfólk hans á morgun. Segja má, að ágóðinn hafi ferns konar hlutverki að gegna í markaðsbúskap. I fyrsta lagi er hann mælikvarði á árangur og hæfni stjórnar fyrir- tækisins. í öðru lagi, hefur hann stýringarhlutverki að gegna, þ.e. hann stýrir fjármagni til fjárfest- ingar i vörum og/eða þjónustu, sem eftirspurn er eftir. I þriðja lagi, er nýjungarhlutverkið, þ.e. að ýta undir nýjungar í rekstri og framleiðslu vara. Agóðaviðleitnin ýtir undir tækniþróun og hvers konar hagkvæmni í rekstri fyrir- tækja. I fjórða lagi er ágóðinn lykilatriði varðandi þjóðfélagsleg- an sparnað, þar sem hann ýtir undir fjárfestingar og þar með sparnað. Agóðinn og aðstæður fyrir því, að hann myndist, eru jafn nauð- synlegar í sósialisku og kapí- talisku þjóðfélagi, því hann „ágóðinn“ verður fyrst að vera til, svo hægt sé að eyða án þess að ganga á höfuðstól. Hann „ágóð- inn“ er þvi undirstaða skattlagn- ingar, og má því segja, að hann sé forsenda velferðarþjóðfélagsins, og án hans verður engum þjóðfé- lagslegum umbótum komið á, því að öll eyðsla stjórnvalda byggir á skattheimtu, sem tekin er af ágóða, sem myndast hefur hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þeir, sem vilja útíloka ágóða- myndum eru (þvi) að uppræta sjálfan vaxtarbrodd efnahagslífs- ins. Það sem hér hefur verið rakið er einfölduð mynd, þar sem ytri skilyrði eru talin óbreytt (kon- stant), en þau eru það yfirleitt ekki og ýmislegt gert til að skekkja myndina, t.d. má nefna skatta, verðlagshöft og verðlags- eftirlit o.s.frv. Þörf er nýrrar löggjafar Nú má enginn skilja orð mín svo, að takmarkalaus gróðafikn eigi að vera allsráðandi í þjóðar- búskapnum. Hugmyndir um slíkt eru fjarri mér og tilheyra gömlum tíma kapitalismans um síðustu aldamót. Nútímaþjóðfélag hefur skapað markaðsbúskapnum ákveðinn lagaramma, með m.a. lögum til eflingar neytendasam- tökum, um lausafjárkaup, afborg- unarkaup, um verðlagsmál o.fl. o.fl. Við íslendingar erum þvi miður heldur skammt á veg komnir á þessu sviði, þvi að lög gegn einok- un og samkeppnishömlum eru ekki til, lög til eflingar neytenda- samtökum ekki til, Iög um lausa- fjárkaup að ýmsu leyti úrelt, enda komin til ára sinna (50 ára göm- ul), lög um óréttmæta verzlunar- hætti þyrfti einnig að endurskoða (40 ára gömul). Lög um verðlags- mál hafa verið endurskoðuð, en hlutu ekki afgreiðslu á þinginu 1970, svo sem flestir muna eftir. Það skal tekið fram, að aldur lagagreina í árum er ekki mæli- kvarði á gildi þeirra, en svo ör þróun hefur átt sér stað í við- skiptalífi landsmanna síðustu 30 árin, að eðlilegt má teljast, að endurskoða eða semja þurfi nýja löggjöf um áðurgreind mál. Hér á eftir verða verðlagsákvæði og verðlagseftirlit gerð að sérstöku umtalsefni. Verðmyndun — Verðlagsákvæði Verðmyndun er meðal flóknari viðfangsefna hagfræðinnar og virðist reynslan sýna, að of mikil bein afskipti af henni séu óhag- stæð til langframa, þjóðhagslega séð. Það sem merkilegt má telja við verðmyndun markaðsbú- skaparins er, að hún virðist starfa á mjög einfaldan hátt, þangað til að gripið er inn í með opinberum aðgerðum, þá kemur í Ijós, hversu flókið kerfi er þarna að verki og að það lætur illa að beinni stjórn. Enda er það svo, að í sosíalisku ríkjunum, austan tjalds, hafa ráðamenn rekist áreifanlega á þessa staðreynd og gefist upp á alhliða áætlunarbúskap og tekið upp markaðsbúskap á afmörkuð- um sviðum til stjórnar neyzlu og framleiðslu. Þá má nefna, að á hinum Norðurlöndunum hafa sosíalistaflokkar eða jafnaðar- menn hafnað beinum afskiptum af verðlagi og aðeins gripið til skammærra ráðstafana, þ.e. verð- stöðvana, en ég mun segja hér siðar frá áliti sænskra jafnaðar- manna á verðlagsákvæðum og verðlagseftirliti. Hér á landi eru enn við lýði verðlagsákvæði, þ.e. bundin há- marksálagning, í sumum tilfellum hámarksverð. Einnig er hér verð- lagseftirlit, sem i megin atriðum er i sömu skorðum allar götur síðan árið 1945, og miðast við ástand í heimsstyrjöld. Hér búum við enn, sem sagt við ráðstafanir og inngrip í verðmyndun, sem aðrar þjóðir hafa talið ófullnægj- andi og því sagt skilið við fyrir mörgum árum, nema i undan- tekningartilfellum í stuttan tíma og kalla þá verðstöðvun. Verðlagseftirlit var m.a. rétt- lætt á þeirri forsendu, að með því væri verið að tryggja hag neyt- andans og halda niðri verðbólgu. Þetta er tómt lýðskrum og blekk- ing, enda heyrist þessi röksemd vart lengur. Háir tollar ásamt síhækkandi söluskatti eru órækasta sönnun þess, að stjórnvöld hafa engan áhuga á að lækka vöruverð með raunhæfum aðgerðum. Enda er svo komið, að ágóði er orðinn hverfandi eða enginn, sem fæst fyrir að verzla með margar af þeim vörum, sem heyra undir verðlagsnefnd og stefnir í þá átt, að vöruskortur verði á sumum sviðum í nánustu framtíð, ef ekki er úr þessu bætt. Sömu sögu má segja um flestar þjónustugrein- arnar. Þau eru fá fyrirtækin, t.d. í málmiðnaði, þar sem endar nást saman, hvað þá að ágóði sjáist. Þetta er algjörlega óeðlilegt og óæskilegt ástand. Ég leyfi mér því að fullyrða, að núgildandi kerfi sé hvorki at- vinnulífinu né neytendum til góða. Hverjum á kerfið þá að þjóna? Helzta skýringin er sú, að eftir- lit þetta sé orðið ágóðaeftirlit og eigi að þjóna þeim pólitíska til- gangi að stuðla að jafnari tekju- skiptingu hér á landi, þannig sé híutverki ágóðans í markaðsbú- skap kúplað frá að mestu og happa- og glappaaðferðin tekin við. Eðlilegra væri að afnema verðlagsákvæðin, en beita skatta- pólitík til tekjujöfnunar, ef slíkt markmið er talið æskilegt. Þá komum við aftur að hinum fjór- um hlutverkum ágóðans í mark- aðsbúskap, sem getið var um hér að framan. Þetta ágóðaeftirlit, sem hér er stundað stefnir f voða eðlilegri verkaskiptingu I at- vinnulifinu, dregur úr áhuga al- mennings á því að eignast hlut I fyrirtæki, dregur úr samkeppni milli fyrirtækja, dregur úr vöru- gæðum, dregur úr hagkvæmri fjárfestingu, dregur úr nýjungum í innkaupum og framleiðslu og fleira mætti nefna. Til að rökstyðja frekar þetta álit fer hér á eftir umsögn og álit nefndar sænska jafnaðarmanna- flokksins og alþýðusambandsins (SAP-LO Gruppen) á róttækum aðgerðum s.s. verðlagsákvæðum og verðlagseftirliti í því skyni að koma í veg fyrir verðhækkanir: Álit sænskra jafnaðarmanna á verðlagseftirliti „Miklu skiptir, að menn geri sér góða grein fyrir þessum mismun- andi atriðum með hliðsjón af þeim tilraunum, sem gerðar eru til að láta lita svo út sem verð- myndunarvandamálin séu ofur einföld. Að hamla gegn verð- hækkunum er örðugt viðfangs- efni. Af hálfu sumra aðila hefur verið krafist „kröftugra aðgerða“, eins og það er kallað, gegn verð- hækkunum. Ekki hefur reynzt unnt að fá glögga hugmynd um, hvað I þessum „kröftugu aðgerð- um“ felist, nema að þvi leyti sem beinlínis er visað til verðlags- ákvæða eða verðstöðvunar. Verð- lagsákvæðum var beitt á stríðsár- unum og á tímum vöruskorts eftir stríð í því skyni að koma í veg fyrir alvarlegar þjóðfélagslegar afleiðingar af kreppukenndum verðhækkunum. Verðlagsákvæði eða verðstöðv- un hafa hins vegar á eðlilegum tímum alvarlegar afleiðingar f för með sér.“ Og sænskir jafnaðarmenn halda áfram: 1. Stjórnsýslukostnaðurinn er mikill. 2. Verðlagseftirlit veldur hættu á minnkun samkeppni. 3. Verðlagseftirlit veldur hættu, á hægari þróun. 4. Verðlagseftiriit getur haft áhrif til að halda við háu verði. Svo kann að fara, að það verð, sem verðlagseftirlitið leyfir, verði skoðað sem Iágmarksverð, en ekki hámarksverð. 5. Verðlagseftirlit getur valdið röskun á vöruframboði. — 6. Verðlagseftirlit getur dregið úr vörugæðum. og þar með valdið óbeinni verðhækkun. 7. Verðlagseftirlit getur valdið aflögun á dreifikerfinu. 8. Verðlagseftirlit á sumum teg- undum vara og þjónustu, t.d. verð landbúnaðarvara og af- notagjald síma, er ákveðið af þinginu og þannig þegar háð verðlagsákvæðum. 9. Þróun verðlags í löndum, þar sem verðlagseftiriiti er beitt, er ekki hagstæðari en hér. Þess vegna er verðlagseftirlit engin lausn á eðiilegum tímum. Það er ekki kostur á neinni skyndilausn. Nauðsynlegt er að beita margháttuðum aðgerðum. Þetta sögðu sænskir jafnaðar- menn árið 1970. — Til viðbótar við álit sænskra jafnaðarmanna, hef ég prjónað hér I viðbót nokkrar skýringar í sömu númeraröð og hér að fram- an: la. Verðlagsskrifstofan mun kosta okkur skv. fjárlaga- frumvarpinu um 20 milljónir á þessu ári, til samanburðar má nefna að Hagstofan skv. sömu heimild mun kosta um 19 milljónir, ef kostnaður vegna þjóðskrárinnar er ekki tahnn með og stjórnsýslu- kostnaður meðalráðuneytis 10 millj. — 30 millj. Væri ekki hægt að nota áðurgreindar 20 milljónir á hagkvæmari hátt en gert er nú. 2a. Þar sem álagningu er haldið svo lágri, að þess er nánast enginn kostur að verzla með vöruna, segir sig sjálft, að samkeppnin hverfur. 3a. Öhætt er að fullyrða, að öll þróun í verzlun og þjónustu hér á landi er langt á eftir t.d. Norðurlöndunum og má kenna stjórn verðlagsmála að verulegu leyti um þetta. Eink- um á ég við að fyrirtæki í þéttbýli eru of mörg og of smá, t.d. I heildverzlun er al-, gengasta stærðin um 1 — 5 I menn, sömu sögu mætti segja úr smásöluverzlun og mörgum þjónustugreinum. 5a. Vörur með óhóflega lágri álagningu hverfa úr verzlun- inni, þær fást einfaldlega ekki, sem dæmi má nefna ýmis verkfæri, einkum sér- verkfæri, 9,6% álagning, ýms- ar bygging'avörur og ýmsar matvörur. — 6a. Ekki skal ég segja um hversu mikið er um þennan vanda hér á landi, en hitt er vist, að það álagningarprósentukerfi, sem hér rikir, hvetur menn frekar en hitt til þess að kaupa dýrari vöru inn til þess að meira fáist út úr prósentunni, ekki alltaf spurt um gæðin, og þarf ég ekki að skýra þetta atriði nánar. 7a. Til skýringar nægir að benda á mikla fjölgun snyrtivöru- verzlana fyrir nokkrum árum og poppfataverzlana nú. Þá vil ég geta þess að heildverzl- un er algerlega horfin í sum- um greinum hér, t.d. bygg- ingavörum, tízkuvörum, raf- magnstækjum alls konar. Menn þurfa t.d. að fara í 10 búðir, ef þeir vilja skoða úrval af útvörpum eða þvottavélum í stað einnar eða tveggja verzlana. 9a. Ég þarf ekki að bæta neinu við þessa fullyrðingu hvað varðar verðlag á íslandi. Ekki er hægt að tjá sig öllu skýrar en hinir sænsku kratar gera um kerfi, sem starfar á sömu meginreglum og verðlagseftirlitið hér á landi. Það einkennilega við umræður um verðlagsmál hér á landi er, að nánast allir aðilar, sem um þau ræða og þekkja til þeirra, eru sammála um, að kerfið sé jfengið sér til húðar, en enginn þorir að hrófla við þvi. Vafalaust er það af ótta við verðhækkanir, ef kerfinu yrði aflétt. En fullyrða má, að þó svo að einhverjar verð- hækkanir yrðu fyrst í stað á þeim vörum, sem lægsta hafa álagn- ingu, þá myndi stóraukin sam- keppni jafna slíkt fljótlega og að öðru jöfnu stuðla að stöðugra verðlagi, þegar til lengdar lætur og þar með hlutfallslegra verð- lækkana miðað við ástandið í dag. Önnur áhrif yrðu aukið vörufram- boð, sem þýddi fleiri gæða-, verð- og vöruflokka. Kerfisbreyting i þessum anda myndi tryggja mikið vöruframboð á hagkvæmu verði. Loks myndi hagræðing i verzlun og þjónustu stóraukast, en of langt mál yrði að fara út í það hér. Ég he|d, ef öll þessi atriði eru tekin og skoðuð ofan i kjölinn, þá komist sanngjarnir og skynsamir menn aðeins að einni niðurstöðu, það er að afnema beri verðlags- ákvæðin og tími sé kominn til að reyna eitthvað nýtt og láta mark- aðslögmálin og markaðsbúskap- inn gegna hér stærra hlutverki en hann gerir í dag. Til þessa þarf ekki neina lagabreytingu, heldur aðeins skoðanaskipti hjá við- skiptaráðherra og verkalýðsfor- ystunni, svo einfalt er málið. Stvrktarfélag Landakotsspítala: Afhenti Landa- koisspítala gjöf STYRKTARFÉLAG Landakots- spitaia afhenti nýlega spítalanum að gjöf heyrnartæki fyrir útvarp til afnota fyrir aila sjúklinga spitalans. Formaður félagsins, Kristin Benjamínsdóttir, afhenti gjöfina fyrir hönd félagskvenna, en prforinna Hildegard veitti henni viðtöku fyrir hönd systr- anna. Dr. Bjarni Jónsson yfir- læknir þakkaði gjöfina fyrir hönd spitalans. Styrktarfélag Landakotsspftala var stofnað í ársbyrjun árið 1970 og er tilgangur félagsins að vinna að málefnum spítalans. Verkefni félagsins til þessa hafa nær ein- göngu beinzt að því, að safna fjár til ýmissa tækjakaupa og búnað- ar, sem gerir vist sjúklinga á spítalanum betri og ánægjulegri og hefur félagið m.a. safnað fjár til tækjakaupa og húsgagnakaupa í leikstofu á barnadeildinni. Nokkrar félagskvenna ásamt prforinnu Hildegard og Dr. Bjarna Jónssyni yfirlækni. (Ijósm. Mbl. Sv. Þorm.) Félagskonur hafa safnað fjái ins á þann hátt að hafa kaffisölu spítalanum vor og haust svo o með happdrættum, sölu lukki poka ofl., og hefur þessari fjái söfnun verið ágætlega tekið a hinum mörgu velunnurum spíta! ans. Formaður Styrktarfélag Landakotsspítala er eins og áðu segir Kristfn Benjamínsdóttir, ei aðrir í stjórn eru Kristín Jóní dóttir ritari, og Margrét Akadótti gjaldkeri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.