Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreióslt. Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 22,00 kr. eintakið. að safna undirskriftum. Og Þjóðviljinn ólmast nú dag hvern eins og naut í flagi. En ekkert er betri vísbending til lýðræðis- sinna, hvar í flokki, sem þeir eru, um að þeim beri að taka þátt í undir- skriftasöfnuninni en ein- mitt tryllingur kommún- ista. Allir vita í hverra þágu þeir starfa, enda gerði Þjóðviljinn sér ný- lega lítið fyrir og fullyrti, SKRIFUM UNDIR Undirskrifasköfnunin „Varið Iand“ hef- ur gengið að óskum fyrstu dagana, og leynir sér ekki, að almenningur hefur mikinn áhuga á því að taka þátt í þessum að- gerðum til að stuðla að því, að landið verði ekki gert varnarlaust. Listar hafa Iegið frammi á ýms- um vinnustöðum, og sums staðar hafa allir eða svo til allir starfsmenn ritað undir. Listar hafa líka verið sendir út á land, og undirskrifta- söfnun þar er hafin. Nú um helgina ættu sem allra flestir að nota tækifærið til að undir- rita listana. En á miklu ríður, að allir þeir fjölskyldumeðlimir, sem náð hafa kosningaaldri, undirskrifi, en ekki einungis heimilisfaðir- inn. Listana þarf þess vegna sem víðast að bera f hús, þannig að öllum þeim, sem þess óska, gefist tækifæri til að undirrita áskorunina. Eins og að líkum lætur hafa kommúnistar tryllzt yfir því, að almenningur á íslandi skuli láta vilja sinn varðandi varnarmál- in í ljós með þeim hætti að rússneski herinn hefði hvergi nærri komið valdaráni, hvorki í Eystrasaltsríkjunum né AusturEvrópuríkjunum. Nei, engum þyrfti að stafa hætta af rússneska hervaldinu, heldur ekki íslendingum. Flotaupp- bygging þeirra á Norður- höfum væri bara gerð f varnarskyni o.s.frv. íslenzk alþýða svarar nú þessa dagana slíkum fullyrðingum með því að undirskrifa listana „Var- ið land.“ Ef nægilega margir taka þátt í þeirri undirskriftasöfnun munu forustumenn lýð- ræðisflokkanna í ríkis- stjórninni sannfærast um nauðsyn þess, að við- halda hér einhverjum vörnum, og þá munu kommúnistar ekki koma fram áformum sínum um að gera ísland óvarið og ofurselt ofbeldisöflum. Það er því skylda hvers og eins að vera þátt- takandi í undirskrifta- söfnuninni. Lýðræðis- sinnar í öllum flokkum, þ.á m. Alþýðubanda- laginu, skrifa undir og einangra kommúnista- klíkuna. KVEÐJA TIL LÚÐVÍKS T Þjóðviljanum í gær er fjallað um fisk- sölumál í höfuðborg- inni og þar stendur eftirfarandi: „Og til þess að undirstirka þetta, skal frá því sagt hér, að einn ágætur starfsmaður ráðuneytis- ins, sem fengið hefur kæru verðlagsstjóra til meðferðar, en embættið hefur kært ólöglega verð- lagningu á neyzlufiski, kemur oft á tíðum í eina fiskbúðina og kaupir sinn fisk á því verði, sem upp er sett, meðan ráðu- neytið situr á kæru verð- lagsstjóra.“ Nú vita víst allir, að ráðherra verðlagsmála, sá sem hér er um rætt, heitir Lúðvík Jósepsson. Hann hefur neitað fisk- sölum um nauðsynlega hækkun fiskverðs til að reyna að halda niðri vísi- tölunni. En Þjóðviljinn gefur ótvírætt í skyn, að ætlun hans sé sú að láta óátalið, að fiskur sé seld- ur á hærra verði en verð- lagsreglur heimila. Þann- ig getur fólk fengið sinn fisk, fisksalarnir fara ekki ,,á hausinn“ og blessuð elsku kaupgjalds- vísitalan hækkar ekki vegna hækkaðs verðlags. Þannig er allt í fínu lagi og enginn ætti að þurfa að kvarta. Klókt hjá Lúð- vík, ekki satt? PARIS — Um þessar mundir hefur Henry Kissinger meiri áhrif á alþjóðavettvangi en nokkur annar utanríkisráð- herra Bandaríkjanna hefur nokkurn tíma haft. Jafnvel fáir forsetar hafa haft jafnmiki) áhríf. Kissinger sameinar á skemmtilegan hátt sífelld ferðalög og frábæra pólitíska skarpskyggni og einmitt þess vegna er hann orðinn næsta alþjóðlegur persónuleiki. Ekki er gott að segja, hversu lengi þetta ástand varir, gengi manna getur reynst hverfult á stundum. MáJarekstur. sem byggist á stöðugri ferð heimshornanna á milli, á sín takmörk. Aðeins einn banda- rískur utanríkisráðherra hefur haft svipaðan hátt á. Það var John Foster Dulles, en sú skrítla var sögð, að Eisenhower forseti hefði eitt sinn sagt við hann: „Foster, það er ekki nóg að gera eitthvað I málinu, þú verður að vera á staðnum." Enginn getur kvartað undan því, að Kissinger sé bara á staðnum eða að hann geri ekki nög. I tímaritinu Swiss Rewiev of World Affairs mátti lesa fyrir skömmú: ,,A undanförn- um vikum hefur Kissinger utanríkisráðherra Níxons Bandaríkjaforseta farið um heiminn líkt og galdramaður á töfrateppi. Hann hefur sett fram fjölmargar formúlur um allskyns samkomulag í flestum vandamálum. Allar eiga þessar formúlur það sameiginlegt, að þær miða að því að koma á friði þjóða í inillum." Kissinger er meistari í þeirri list að koma fram með mála- miðlunartillögur, blandaðar hæfilegum skammti af ýtni, á réttu augnabliki og réttum stað. Hann neytirtii hins ítrasta póli- tfskrar og sálfræðilegrar þekkingar sínnar, en hún er næstum þvíóeðlilega mikil." A síðastliðnum áratugum hef- ur aðstaða stjórnarerindreka gjörbreytzt, þar sem þotuflug hefur gert mönnum auðveldara Henry Kissinger hefur ekki talið eftir sér ferðirnar milli Israels og Egyptalands til að samræma sjónarmið ráðamanna þar og reyna að koma á friði ríkjanna í milli. iVIynd þessi var tekin í Aswan 12. jan. sl„ þegár hann ræddi þar við Sadat, forseta Egyptalands. Eftir C. L. Sulzberger hann tók við völdum í Quai d'Orsay. Hann hefur oft deilt harkalega við manninn, sem kallaður er „kæri Henry" í frönskum bókum. Engu að síð- ur fer vel á ineð þeim starfs- bræðrum og Jobert hefur oft látið í Ijós ádáun á þessum vini sínum og andstæðingi. Jobert hefur þetta um Kissinger að segja: „Henry Kissinger er mikil persóna. Eins og galdramaður á töfrateppi en áður að hittazt og skíptast á skoðunum, hvenær sem þörf hefur krafizt. Fljúgandi sendi- menn hafa þvi að meira eða minna leyti tekið við af gamal- dags sendiherrum, ef svo má að orði kveða. Forsetar Banda- rikjanna hafa hagnýtt sér þetta tækifæri til hins ítrasta. Fjöl- margir sérráðgjafar, sem vinna fyrir forsetann, hafa á undan- förnum árum haslað sér völi, þar sem utanríkisráðuneytið var einrátt á árum áður. Við getum nefnt nokkra af þessum ráðgjöfum: House vann fyrir Wilson, Hopkins fyrir Roosevelt, Bundy, Harriman og fleiri fyrir Kennedy og loks Kissinger fyrir Nixon þar til hann var gerður að utanríkiS; ráðherra. Dulles \rar fyrsti utanríkis- ráðherrann, sem gerði sérgrein fyrir því, að hægt væri að sam- eina utanríkisráðherraem- bættið og hið spennandi starf forsetaráðgjafans. Þar til Kissinger tók við ráðherraem- bætti, hafði Dulles verið víð- förlastur og víðkunnastur allra bandarískra utanríkisráðherra. Margir varfærnir Banda- ríkjamenn efuðust um túlkun Dulles á utanrikisráð- herraembættinu, það er að segja, að hann reyndi að vera hvort tveggja í senn, háttsettur ráðherra og farandsali. Árið 1964 sagði Dean Rusk, eftir- maður hans í embætti, við mig: „Stjórnkerfi Bandaríkjanna gerir ráð fyrir því, að utanríkis- ráðherrann gegni hlutverki sendiherra, þegar hann fer utan. Ráðherra f ríkisstjórn okkar vinnur samkvæmt fyrir- mælum forsetans. Við höfum ekkert sérstakt verksvið utan- ríkisráðherra, eins og tíðkast i ríkisstjórnum sumra annarra þjóða, George C. Maishall var þeirrar skoðunar, og þar er ég samþykkur honum, að þegar utanríkisráðherrann færi í ferðalag yrði hann að skilja embættistáknin eftir heima. Sá, sem gegnir embættinu á meðan, hlýtur að verða ábyrgur fyrir öllum fyrirskipunum. ■ •. r * JíeUrJJorkShnes C —^Cmmm* Utanrikisráðherrann getur ekki tekið ráðuneytið með sér til útlanda." Dulles . viðurkenndi aldrei þessar kenningar, heldur reyndi að hafa utanrikisráðu- neytið með sér i skjalatöskunni. Þetta gerir Kissinger líka, og raunar í enn ríkari mæli. Hann sendir ekki eftir fyrir- skipunum, þegar hann er erlendis, eins og Rusk gerði, heldur þeytist um heiminn og spinnur allt i einn vef. Og það, sem meira er, Kissinger hefur vakið mikla að- dáun, hvar sem er, en það tókst Dulles aldrei. Michel Jobert liinn litríki utanríkisráðherra Frakklands hefur stundum verið kallaður hinn franski Kissinger, en hann var aðalráð- gjafi Pompidou forseta, áður en Sumum finnst hann kartnski helzt ráðríkur á stundum, en ég er viss úm, að hann mun ekki móðgast, þótt ég segi þetta. Þetta er eðlilegt, þar sem hann hefur valdið byltingu á mörg- um sviðum og reynir að vera alls staðar í einu. Hann hugsar líkt og atvinnustjórniTrálamað- ur, en hann kann líka að komast að samkomulagi við stjórnmálamenn og að taka for- ystuna, þegar á þarf að halda. Þegar hann telur sig vera í hættu, kann hann afar vel að láta málin niður falla. Loks þetta: Henry Kissinger er mað- ur, sem lifir hverja mínútu lífs sins Svona vil ég lýsa honum: Sívakandi, ástríðufullur, athug- ull, alltaf í mjög góðu jafnvægi, stundum svolítið utan við sig og sennilega draumlyndur, og síðast en ekki sízt er Kissinger vafalaust góðhjartaður." Betri álit á heimsins þekktasta stjórnmálamanni fáum við sennilega ekki að heyra i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.