Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974
3
„Marghöfða jötunn á leirfótum,,
Alexander Solzhenitsyn
Morgunblaðið spyr
nokkra öndvegis-
höfunda álits
á ofsóknunum
gegn
Solzhenitsyn
MORGUNBLAÐIÐ hefur snúið
sér til nokkurra öndvegishöf-
unda og spurt þá álits á þeim
ofsóknum, sem nú er beint
gegn Alexander Solzhenitsyn í
Sovétríkjunum. Svör þeirra
fara hér á eftir:
Guðmundur G. Haga-
lín, rithöfundur sagði: „Mér
finnst hálf hlálegt að spyrja
mig um þetta. mann, sem hef í
um það bil 40 ár varað við hin-
um kommúnistisku viðhorfum
gagnvart skoðanafrelsi. Það
yrði víst þröngt á Kleppi, ef
kommúnistar réðu hér rikjum
úr þvi að við erum nú i vanda
með húsrúm handa geðsjúkl-
ingum."
Gunnar Gunnarsson,
rithöfundur svaraði spurningu
Mbl. svo:
„í Garðaríki austurs hafa þau
, undur gerzt, að aðallega einn
maður hefur risið upp gegn
þeim hinum marghöfðaða jötni
á leirfötum sem þar ræður ríkj-
um og hefur ráðið um stund og
með öllu ósýnt um hvor á end-
anum kunni að hafa betur.
Þessi eini maður, langtímum
saman þjakaður f þrælabúðum
og á aðra lund, stórskáldið og
stórmennið Alexander Solzhen-
itsyn, er raunar þegar í broddi
frelsisfylkingar nokkurra
frægra og djarfhuga manna —
á yfirborði er fylgilið hans fá-
mennt en gott. En nú stendur
svo á, að Stalín bóndi er allur,
og stalinistar — fornir, frá-
fallnir og endurfæddir — hika
við að ganga milli bols og höf-
uðs á hetjunni vammlausu.
Sjúklegri viðkvæmni er þar að
sjálfsögðu ekki fyrir að fara,
hvað þá manngöfgi. En það er
svo um suma menn, að þeir geta
orðið hættulegri dauðii\ en lif-
andi — einkum drepnir eða
myrtir. Hvað eftir annað hafa
valdbeitendurnir reynt að fá
þennan sanna vin rússnesku
þjóðarinnar eða réttara þjóð-
flokkanna til að forða sér úr
landi, og nú mun sú hugmynd
vera uppi, að gera hann land-
rækan. En Solzhenitsyn veit of-
urvel, hvar á hnettinum hann
er óvinunum hapttulegastur, og
heigulsháttur er ekki það
sem einkennir hann mest.
Píslarvætticj hefur Tiann síður
en svo í hyggju að afbiðja — ef
harðstjórarnir út úr aumkun-
arverðum vandræðum sínum
skyldu láta til ieiðast að unna
honum þess. Hetjan gerzka yf-
irgnæfir þegar allar aðrar þar
um slóðir, fyrr og síðar, og þótt
víða væri leitað mun jafningi
hans vandfundinn. Skáldum
heimskringlunnar er þaðósmár
heiður, að hneigja höfuð sín í
auðmýkt og aðdáun fyrir skáld-
bróður sínum, sem meðal ann-
arra mannkosta er það gefið, að
kunna ekki að hræðast né
víkja.“
' Halldór Laxness, rithttf-
í undur sagðist ekki halda, að
neinn rithöfundur gæti verið
■ hrifinn af ofsóknum gegn rit-
! höfundum. Hann sagði, að ekki
mætti stilla spurningunni
þannig upp: pólitík eða rithöf-.
undar og pólitík gegn rithöf.-
undum. Halldór sagðist halda
að það væri málstaða, sem eng-
inn rithöfundur yrði hrifinn af
og hann sagðist ekki skilja i
því, að rikisstjórnir væru það
heldur. Það væri undantekning
ef svo væri.
Sigurður Nordal,
prófessor sagði: „Ég hef ekki
annað viðhorf til þessa, en það
sem hver einasti heilbrigður
maður hlýtur að hafa. Þetta er
svo fjarri okkur sem verið get-
ur, að ég skil bara ekkert f“
þessu fóki og skil heldur ekki,
að kommúnisminn standi á
þeim brauðfótum, að hann
þurfi að nota slíkar aðferðir."
Snorri Hjartarson,
skáld sagði við spurningu Morg-
unblaðsins:
„Mér finnst þetta algjörlega
forkastanleg framkoma við
Solzhenitsyn, og ég er hneyksl-
aður. Ég er algjörlega andvígur
slíkum aðferðum '*
„Er þetta nokkuð meira en
maður á von á?“ spurði Tóin-
as Guðmundsson, skáld, er
Mbl. bar fyrir hann spurning-
una. „Maður stendur orðlaus og
vonar, að enginn íslendingur
óski þess að kalla slíkt yf ir sig.“
Hildur Johnson
Valgerður Lárusdóttir og sonur Sigrfður Johnson með nöfnu Hjálmar Stefánsson
hennar sfna
Kominn tími til að
í okkur heyrðist”
EINS og fram hefur komið í
fréttum hefur nú verið hafin
undirskriftasöfnun meðal
þeirra, sem mótmæla vilja
kröfum um uppsögn varnar-
samningsins og brottvísun
varnarliðsins. Um þessi mót-
mæli hafa verið mynduð sam-
tök, sem nefna sig „Varið
land“, en þar eru menn úr öll-
um lýðræðisflokkunum.
Samtökin opnuðu strax f
byrjun þessarar viku skrifstofu
f Miðbæ við Háaleitisbraut, og
nú hefur verið opnuð önnur að
Strandgötu 11 f Hafnarfirði, og
verða þær báðar opnar yfir
helgina.
Blaðamaður Morgunblaðsins
kom f skrifstofuna f Miðbæ sfð-
degis í gær, og á þeim stutta
tfma, sem staðið var við, var
stöðugur straumur af fólki,
sem ýmist var til þess komið að
rita nöfn sfn eða skila fullskip-
uðum listum og sækja fleiri.
Við ræddum fyrst við Hregg-
við Jónsson, sem veitir skrif-
stofunni forstöðu, og spurðum
hann, hversu margir hefðu
komið í skrifstofuna síðan hún
var opnuð.
— Það hefur ekki verið hægt
að hafa tölu á öllu því fólki,
sem hingað hefur komið, en
straumurinn hefur verið lát-
laus frá morgni til kvölds, sagði
Hreggviður.
— Enda þótt ekki sé gert ráð
fyrir þvi, að skrifstofan sé opin
nema frá tíu á morgnana til sjö
á kvöldin, höfum við hreinlega
ekki komizt frá, þannig að i
reynd hefur skrifstofan verið
opin á kvöldin líka. Ef nú fer
sem horfir, þarf að opna miklu
fleiri skrifstofur.
Greinilegt er, að hér er á
ferðinni fólk úr öllum flokkum,
og þar er fólk úr Alþýðubanda-
laginu ekki undanskilið. Það er
mikill hugur i þessu fólki, það
kemur hingað af sjálfsdáðum
og vill leggja málstaðnum lið.
Við þurfum á starfskröftum að
halda, og væri vel þegið að fá
sjálfboðaliða. Talsvert hefur
verið um það, að aldrað fólk
hefur hringt og óskað eftir því,
að til þess væri komið með lista,
þar sem það á óhægt með að
komast i skrifstofuna. Margir
hafa lagt fram fé, og eigum við
nú þegar í sjóði um 250 þúsund.
Þá ræddum við við Valgerði
Lárusdóttur hjúkrunarkonu.
Hún sagðist hafa heyrt það á
vinum sínum og kunningjum,
að mikil stemning væri fyrir
undirskriftasöfnuninni, og
kvaðst sannfærð um,að
þátttaka yrði mjög mikil.
Við snerum okkur að Hjálm-
ari Stefánssyni verzlunar-
manni. Hann var búinn að fylla
eitt blað og var kominn til að
sækja fleiri. Hann sagðist hafa
gengið með listann á sér, og
hefði hann fengið jákvæðar
undirtektir hjá öllum nema ein-
um, en sá var „flokksbundinn
kommúnisti“.
Camillus Bjarnason málari,
sagðist vilja vinna þessu máli
gagn, „vegna þess, að ég vil
heldur hafa her en einhverja
Síberíu", eins og hann orðaði
það. Hann var búinn að safna
40 undirskriftum, og var nú
kominn til að fá þriðja blaðið.
Við spurðum Sigríði Johnson
húsmóður, álits á undirskrifta-
söfnuninni.
— Hinir eru alltaf kvakandi,
það var svo sannarlega kominn
tími til að eitthvað heyrðist i
okkur, sem viljum hafa landið
varið, sagði Sigríður, og Hildur
Johnson, sem var þarna með
litla dóttur sína, tók í sama
streng, sagðist álíta, að nauð-
synlegt væri að hafa varnir hér,
„hugsa, að ég flytti bara, ef
Iandið yrði gert varnarlaust",
sagði Hildur. Hún sagðist hafa
orðið vör við mjög jákvæð við-
brögð þeirra, sem hún umgeng-
ist, sem flest væri fólk á sama
aldri og hún sjálf.
Steinþór Ingvason verzlunar-
maður sagði, að svo sjálfsagt
væri að hafa landið varið, að
vart þyrfti um það að ræða. Við
spurðum hann, hvort hann vildi
nokkru spá um þátttökuna i
undirskriftum. — 80% kjós-
enda, sagði Steinþór.
Við spurðum Helga Magnús-
son viðskiptafræðinema, hvern-
ig honum þættu undirtektirnar
vera.
— Ég yrði hissa ef þátttaka
yrði undir 40.000 manns, sagði
Helgi. Undirtektir stúdenta í
viðskiptafræðideild eru mjög
góðar, en ég gæti trúað, að
'þetta væri nokkuð misjafnt eft-
ir deildum. Ég hugsa, að sumir
Framhald 4 bls. 20.
Hreggviður Jónsson