Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.01.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANUAR 1974 29 ROSE- ANNA FRAMHALDSSAGA EFTIR MAJ SJÖWALL OG PER WAHLOÖ JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR ÞÝDDI 9 — Ég hef ekki lyst á neinu. — Það tekur ekki augnablik. Seztu nú niður á meðan. — Ég VIL ekkert borða. Ég ætla að leggja mig. Vektu mig eftir klukkutíma Klukkan var kortér gengin í ellefu. Hann fór inn í svefnherbergið og lokaði á eftir sér. Þegar hún vakti hann, fannst honum hann hafa sofið aðeins örfáar mínútur. Klukkuna vant- aði þá stundarfjórðung I eitt. — Ég sagði klukkutíma. — Þú varst svo þreytulegur. Hammer lögregluforingi er i símanum. — Skollans líka. Klukkutíma síðar sat hann á skrifstofu yfirmanns síns. — Urðuð þið alls engu nær?- — Nei. Við vitum ekkert.. .við vitum ekki hver hún er, hvar hún var myrt Qg sízt hver gerði það. Við vitum svona nokkurn veginn hvernig og hvenær, en það er allt og sumt. Haramar lögregluforingi spennti greipar og leit á Martin. — Reyndu að halda sam- bandinu við Motala. Kannski liggur þannig I því, að stúlkan er í fríi og fólkið hennar telur ekkert óeðlilegt þótt ekki heyrist frá henni. Það geta liðið fjórtán dagar þangað til einhver saknar hennar. En ég vil biðja þig um skýrslu eins fljótt og þér er unnt. — Þú færð hana seinni partinn í dag. Martin Beck gekk inn til sin, tók ofan af ritvélinni, blaðaði í búnkanum, sem Ahlberg hafði látið hann fá og byrjaði svo að vélrita. Klukkan hálf sex hringdi síminn. — Kemurðu heim í kvöldmat ? — Ég sé ekki líkur til þess. — Ert þú eini lögreglu- maðurinn, sem þeir hafa? sagði konan hans. — Er ætlunin að þú gerir allt? Hvenær hafa þeir hugsað sér að þú sért með í fjölskyldu þinni? Börnin eru að spyrja um þig. — Ég skal reyna að vera kominn um hálf sjö leytið. Einni og hálfri klukkustund síðar var skýrslan tilbúin. — Drífðu þig heim og reyndu að hvíla þig, sagði Hammar. — Þú ert þreytulegur. Martin var þreyttur. Hann tók sér leigubíl heim, borðaði og fór að sofa og nú sofnaði hann strax. Hann hringdi til Ahlbergs daginn eftir og siðan fjörum til fimm sinnum í viku næstu fjórar vikurnar. Én hann hafði ekkert að segja. Það var áfram sami leyndardómurinn hvaðan stúlkan var. Blöðin voru hætt að skrifa um málið og Hammar var líka hættur að spyrja hvernig gekk. Það var fylgzt með öllum, sem lýst var eftir, en lýsingin á engum , þeirra, sem týndust, passaði á stúlkuna. Nött eina síðla i ágúst lá hann í l rúminu sínu og starði út í myrkrið. Ahlberg hafði hringt til hans og Martin hafði ekki heyrt betur en hann væri undir áhrifum áfengis. Þeir höfðu talað um morðið og þegar Ahlberg var í þann veginn að kveðja hafði hann sagt: — Hver svo sem hann er og hvar sem hann er, þá skal hann ekki sleppa. Martin stóð upp og gekk ber- fættur inn í setustofuna. Hann settist niður og tók möppuna nið- ur af hillunni með myndunum og skýrslum Kolbergs. Þegar hann lagði möppuna aft- ur á sinn stað og slökkti Ijösið hugsaði hann: Hver svo sem hún var og hvað- an sem hún er ættuð — ég skal ekki unna mér svefns og hvíidar fyrr en ég kemst að því 7. kafli — Interpol — nei hættu nú, sagði Kolberg. Martin sagði ekkert. Kolberg horfði yfiröxl hans. — Skrifa þessi fífl á frönsku? — Já, þetta er frá lögreglunni í Toulouse. Um konu, sem er lýst eftir. — Þessi franska lögregla, sagði Kolberg. — Eg sendi þeim beiðni gegnum Interpol fyrir mörgum árum. í þrjá mánuði heyrðist hvorki frá þeim hósti né stuna og svo loksins kom einhver óskiljan- leg langloka frá þeim. Eg skil ekki orð og læt það f þýðingu og daginn eftir les ég í blöðunum, að sænskur ferðamaður hafi fundið stúlkuna. Fundið — og svei. Á vændishúsi. .. Annars mætti segja mér, að þín stúlka væri sænsk. Eins og allir héldu til að byrja með. Skritið. — Hvað er skrítið? — Að enginn saknar hennar, hver svo sem hún var. Mér verður hugsaðti! hennar öðru hverju. Þegar hann var að leggja af stað heimleiðis þennan dag kom Stein- ström og hann æddi inn eins og venjulega án þess að hafa fyrir að berja að dyrum. — Hér er tilkynning til deildar- innar um týndar stúlkur. Þú verð- ur að senda þakkarbréf til banda- ríska sendiráðsins. Það er hið eina, sem hefur sinnt beiðni þinni. Steinström rétti honum blaðið ogsagði: — Hér er símanúmer hjá ein- hverjum starfsmanni i séndiráð- inu. Mér skilst það sé meiningin aðþú hringirtil hans. Það var of seint, en hann ætlaði að gera það daginn eftir. Þá var hann komin með hálsbólgu og leið afleitlega. Hann lá í möki í rúm- inu, þegar dóttir hans kom í gættina. — Það er einhver maður i símanum. * — Gott kvöld, sagði Ahlberg. — Eg held ég hafi dottið ofan á dálítið. .. — Jæja? — Mannstu að við töluðum um áællunarbátana. Sem fara hérna um á sumrin klukkan hálf eitt og klukkan fjögur eftir hádegið. — Já. — Nú telur einn lögreglumann- anna að hann hafi séð einn þessara báta koma hér um þetta leyti, en hann er ekki viss um hvaða dag það var. Það er btiið að athuga þetta nánar og allt bendir til, að þetta hafi verið báturinn Diana. Hann gaf mér heimilisfang skipstjórans. Stutt þögn. Hann heyrði að Ahlberg kveikti á eld- spýtu. — Ég náði í skipstjórann. Hann sagði mér, að í einni ferðinni hefði orðið vélarbilun og þeir hefðu orðið að liggja í þrjá tima meðan viðgerð fór fram við Hövringe. — Og síðan í átta tíma i Söderköping, til að fá gert við eitthvað annað í vélinni. Þetta þýddi tólf tíma seinkun og þeir fóru framhjá Borenshult öðru hvoru megin við miðnætti. Þeir lögðust hvorki að bryggju i Motala né Vadstena og fóru rak- leitt til Gautaborrar. — Hvenær var þetta? — Aðfararnótt fimmta júlí. Ef þú heldur, að þú hafir efni á því að geyma einhvern dýran hring, þá er ég með kassann fyrir hann hér. 1 VELVAKA □ 2 Velvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0 30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. ýmsar, sjálfsagt sumar af fullri Það er líklegt eða hitt þó feðurnir eru margir. svo sem meiningu. en einnig væri athug- heldur, að forstöðukona slíkrar vonbrigði í lífinu en ekki sizt andi sú staðreynd. að ntargar stofunar reyni að neyða fólk til slæmur félagsskapur. eldri konur ættu erfitt með að fá undirskrifta gegn vilja þess með # Nauðsynlegasta fóstureyðingin Alice Gcstsdóttir, Lauga- vegi 171. skrifar: ..Fóstur eru ýmist líkamsfóstur eða hugarföstur. Það er nú á döf- inni frumvarp um eyðingu líkamsföstra. Éru uni það skiptar skoðanir, en líkast til geta allir orðið sannnála uni það, að öllu meiri þörf væri á eyðingu hugar- fóstra, þar sem þau eitra oft á tíðum ekki aðeins líf þess. sem með fóstrið gengur, heldur og fjölda annarra manna. Hugar- fóstur veldur því oft miklu meira tjóni en óvelkomið líkamsfóstur. 1 Þjöðviljanum 15. janúar birtist svonefnd klausa: „Undirskriftum safnað á Hrafnistu! Undirskriftasöfnun gegn grumvarpi um frjálslegri föstureyðingalöggjöf er í gangi á ótrúlegustu stöðum, að því er virðist. Er t.d. rétt, sem Þjóð- viljinn hefur fregnað, að verið sé að safna undirskriftuin meðal starfsfólks og jafnvel (leturbr. Mbl.) vistmanna á elliheinúlinu Hrafnistu, og þar sé að verki mannesk.ia í yfirmannsstöOu? Kona. sem vegna vinnu sinnar vill ekki láta nafns síns getið i blaðinu. sagði. að komið hefði verið nteð undirskriftalistann til ákveðins hóps starfskvenna þarna. og þær skriíað undir stöðuna ef þær gerðu ekki eins ög vfirboðararnir vildu. — vh." # Alygarog aðdróttanir blaðamanns Þetta merki — vh — er sagt vera upphafsstafirnir i nafni Vilborgar Ilarðardöttur, en bún er blaðamaður við Þjöðviljann. heldur illræmd. og er því líklegt að þetta sé rétt. Klausan er allt í senn — dæmi um fádæma rætni. purkunarlausar álygar. heinisku og síðast. en ekki sizt. er hún dæmi um það hugarföstur. sem allir kommúnistar. karlar jafnt sem konur. eru þungaðir af. Við skulum láta það ligg.ja á milli hluta. að forstöðukonan á Hrafnistu er allra manna ólikleg ust til að fara að beita skoðanakúg un, og skírskota aðeins beint til þess hversu fáránlegt það er að láta sér koma í hug. að hægt væri að beita skoðanakúgun með hótun um atvinnumissi eins og atvinnu- ástand er nú i landinu. Það vantar alls staðar fólk lil starl'a og þá ekki sizt á slofnanir eins og Hrafnistu. þött seg.ja megi. að Hrafnistumenn hafi verið fólk- sælir. miðað við það. sem gerist á vmsum hliðstæðum stofnunum. hótun urn brottrekstur. # Hugarfóstur hugans Það vita allir. sem til þekkja, að forstöðukona Hrafn- istu er langtum of vel innræút og skynsöm kona til að vinna sjálfri sér og stofnun sinni tjón með þcssum hætti og gera'sig að auki hlægilega. Eg stend dálitið vel að vigi til að fjalla um þetta þar sem ég er ein þeirra. sem skrifuðu ekki undir mótmælin. og hef ég ekki goldið þess með nokkrum hætti. hvorki i orðum né gerðum eða viðmöti af hálfu forstöðukonunnar. Allar starfsstúlkur heimilisins vita. að þessi áburður er rakin lygi h.já Vilborg u. Það getur vel verið rétt. að Vil- borg Harðardóttir sé flumbra. sem ekki sé mark á takandi. auk þess sem henni sé ekki sjálfrátl i þessu el'ni þar sem Intn gangi með það kommúníska hugarföstur. að allir andstæðingar komnuin- ismans séu illmenni og svil'ist einskis. Hatursföstur liugans koma undir með ýmsum hætti og barns- feðurnir eru margir. sve sem alla ævina við haturhug kommún- ista til náunga sinna. andstæðra þeim í stjórnmálum. gongur með fóstur. sem ekki verður tekið með töngum eða keisaraskurði. og það eyðist heldur ekki með lyfjum. Steindautt liggur það fóstur árum saman og oft ævilangt i sáln þess. sem með það gengur. Það sýrir allt lif mannsins, stjörnar tali hans og háttum. og þá einnig skrifunt. Þessu fólki þarf sannar- lega að hjálpa með fóstureyðingu. Ég veit ekki hvað forstiiðu- konan \ 111 gera í þessu niáli. en ég taldi mér skylt að láta þetta koma fram vegna þess. sem áður segir. og ég vissi. að um lygi var að ræða. og er ekki ólíklegt að hún eða forráðamenn Hrafnistu leituðu réttar sins. Samhljóða grein hefur verið send Þjéiðviljanuni i dag. Aliee Gestsdóttir." Pétur Sigurðsson reit svargrein við ..hugvekju" Vilborgar Ilarðar- dóttur, og birtist greinin í Morgunblaðinu i fyrradag. Greinin hér að ofan barst Mbl. s.l. fimmtudag. og þar sem luin var send Þjóðviljanum sam- dægurs verður fröðlegt að lylgjast með þvi hvernig þetta blað. smii gjarnt er að halda á loft sannleiksást sinni. heldur á inálinu i framhaldi. al' því. sein áður er l'ram komið. Messur á morgun Framhald af bls. 11 Langhol tsprest akal I Barnasamkoma ki. 10.30. Guðs- þjónusta kl. 2.00. Séra Árelius Níelsson. Óskastundin kl. 4.00. Séra Sigurð- ur Haukur Guðjónsson. El liheimilið Grund Messa sunnudag kl. 14.00. Séra Erlendur Sígmnndsson biskubs- ritari messar. Félag fyrrv. sóknarpresta. Bústaðakirkja Bai-naguðsþjónusta kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2.00. Séra Ólafur Skúlason. Fundur hjá bræðrafélaginu á mánudagskvöld kl. 8.30 í safn- aðarsalnum. Asprestakal 1 Messa i Laugarásbíói kl. 1.30. Barnasamkoma á sama stað kl. 11.00. Séra Grímur Grímsson. Breiðholtsprestakall Guðsþjónusta i Breiðholtsskóla kl. 2.00. Sunnudagaskóiarnir í Breiðholtsskóla kl. 10.30 og i Fellasköla kl. 10.30. Séra Lárus Halldörsson. Digranesprestakall Bai'nasamkoma í Vighólaskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 11.00. Séra Þorbergur Kristjánsson. Kársnesprestakali ■Barnasamkoma i Kársnesskóla kl. 11.00. Guðsþjónusta i Kópavogs- kirkju kl. 2.00. Séra Gunnar Arnason. Ilafnarf jarðarkirkja Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Séra Bragi Benediktsson. Messa kl. 2.00. Séra Gaiðar Þor- steinsson. Fríkirkjan Hafnarfirði Barnasamkoma kl. 10.30. Guð- mundur Óskar Úlafsson. Innri-Njarðvfkurkirkja Messa kl. 2.00. Séra Björn Jónsson. Kef lavfkurkirkja Bai’naguðsþjónusta kl. 11.00. Séra Björn Jónsson. Garðakirkja Barnasamkoma í skólasalnum kl. 11.00. Messa kl. 2.00. Bragi Friðriksson. Útskálakirkja Messa kl. 2.00. Séra Guðmundur Guðmundsson. Hólskirkja Bolungart ík Almenn guðsþjónusta kl. 14.00. Ræðuefni: Guðspjallið i mór- berjatré. Séra Gunnar Björnsson. Lágafellskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 2.00. Bjarni Sigurðsson. Eyrarbakkakirkja Bai-naguðsþjönusta kl. 10.30. Sóknarprestur. Stokksevrarkirkja Guðsþjónusta kl. 2.00. Sóknarprestur. Sunnudagaskóli kristniboðsfélag- anna er í Alftamýrarskóla kl. 10.30. Óll börn velkomin. Bænastaðurinn Fálkagötu 10. Sunnudagaskóli kl. 11.00. Samkoma sunnudag kl. 4.00. Allir velkomnir. ti- JHírflanblabib ? ^mPRCFRLDPR F mPRKPÐVÐPR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.